Morgunblaðið - 25.05.1977, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.05.1977, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1977 GUÐMUNDUR FRIÐRIKSSON: Búvfsindi að drepa stór- an fisk en smáfiskadráp er eins og að mfga í skó- I ÞORLEIFUR BJÖRGVINSSON: Meðan borgað er fyrir fiskinn sem kemur á land. er hann dreDÍnn. 'MORGUNBLAÐIÐHEIMSÆKIRÞORLÁKSHÖFN■ Hér birtist síðari hluti afraksturs úr ferð Morg- unblaðsins til Þorlákshafnar, þar sem sjómenn og útgerðarmenn voru inntir álits á ástandinu f fiskveiðimálum og létu jafnframt uppi skoð- anir um það, hvað þeir vildu sjá gert til að leysa vandann. Texti: FREYSTEINN JÓHANNSSON Ljósm: RAX og SIGURGEIR JÓNASSON. Stjórnum með verðlagi og tímabundn- um friðunum 0 „Það er eins með netaveiðarn- ar og allt annað. Flotinn er of stór,“ segir Þorleifur Björgvins- son, framkvæmdastjóri Glettings hf., þegar við heimsækjum hann i skrifstofu fyrirtækisins til að heyra álit hans á netagirðingum, netafjölda, sókn og öðru, sem hér í Þorlákshöfn er hið daglega brauð. „Sóknin er alltof hörð“, heldur Þorleifur áfram. „ Það eru of margir bátar. Hins vegar held ég ekki, að sjómenn séu með fleiri net en þeir mega. Þessir fjórir bátar, sem við erum með, eru með þetta 11—12 trossur og það eru tólf menn á. En fleiri bátum fylgja fleiri net og þegar flotinn er of stór, þá eru netin of mörg. Að vlsu er visst svæði friðað og opið út eins og frímerki, en það er auðvitað ekkert gefið að þorskurinn rati bara eina leið_ inn á friðaða svæðið." — Þú segir of margir bátar. En voruð þið ekki einmitt að fá ykkur nýjan bát fyrir skemmstu? „Það er rétt,“ segir Þorleifur. „Til þess að tryggja fyrirtæki okkar nægt hráefni, þá urðum við að fá okkur bát. Þegar ég tala um of stóran flota hérna, þá á ég við þann skipa- fjölda, sem landar hér, en tals- verður afli er sóttur hingað á bílum og síðan ekið alla leið til Akraness og ef til vill upp á Snæfellsnes." — Ert þú þá fylgjandi einhvers konar kjördæmaskiptingu á hafinu? „Ekki vil ég nú beint segja það. Ætli sú kjördæmaskipting yrði nokkuð minna umdeild en sú á þurra landinu." — En hvað um kvótakerfi? „Ég held, að það sé ófram- kvæmanlegt að ætla að segja skip- stjórum: Nú megið þið ekki veiða meira en 400 tonn af þorski. Þetta er svo misjafnt. Einum myndi ef til vill duga skammturinn út vertíðina, en annar myndi klára hann á einum og hálfum til tveimur mánuðum.“ — Hvað sérð þú þá til ráða? „Ég tel að við eigum að bætá stjórnunina með verðlagningu og svo auðvitað tímabundnum frið- unum, sem þó þurfa að koma til fyrr en nú. Það sem ég á við er það, að meðan borgað er fyrir þann fisk, sem berst á land, þá er hann drepinn. Ég held, að við ættum að láta ógreitt fyrir þann fisk, sem er til dæmis undir 54 sentimetrum og þá er ég viss um að sjómennirnir myndu sitja sig úr færi um að drepa hann. Einnig held ég að við ættum að hækka verðið á karfa, því ég er eindregið þeirrar skoðunar að með aðgerðum af þessu tagi megi ná árangri og öðru vísi ekki.“— Hvað með ufsann? „Það er nú svo merkilegt, að hann er okkur nú alveg horfinn. En ég tel víst, að þegar Þjóð- verjarnir eru á braut þá förum við aftur að sjá ufsann. Þeir liggja yfir honum á Eldeyjarhryggnum og persónulega er ég ekki I nokkr- um vafa um að þeir veiða miklu meira af honum en þeir segja okkur. Ég held að þeir leggi svo mikla sókn á hann, að stofninn megi ekki við meiru." Stórfelld og stöðug skipa- kaup eru óhugnantegar aðgerðir # „Ég vildi ekki vera sjávarút- vegsráðherra I dag. En ef ég hefði ekki setið á þeim stóli, þegar við vorum að færa út landhelgina okkar, þá hefði ég látð skipafjölg- un bíða, þar til fiskifræðingar hefðu talið aukna sókn mögulega. Nei, nei, ég er ekkert að vera „ VANDINN ER OF MIKIÐ Vöruflug NewYork- Reykjavík ISCARGO tilkynnir vöruflug REYKJAVÍK - NEW YORK: NEW YORK- REYKJAVÍK: Hringiö og fáió nánari upplýsingar 6 UÚNÍ 8UÚNÍ ISCARGO HF Reykjavíkurflugvelli Símar: 10541 og 10542 Telex: 2105 Iscarg-is ISCARGO Þjórsárhátíð umhvíta- sunnuna HÉRAÐSSAMBANDIÐ Skarp- héðinn gengst fyrir Þjórsár- hátfð um hvltasunnuna. Verður þarna margt til skemmtunar frá föstudegi til mánudags, en hátíðin verður við Þjórsárbrú. Hátíðin byrjar föstudaginn 27. maí og stendur fram á mánu dag 30. maí. Þarna koma fram 3 hljómsveitir Haukar, Fress og Crystal. Halli og Laddi kynna og skemmta, Baldur Brjánsson og Þorsteinn Eggertsson koma fram og diskótek verður i tjaldi. Helgi- stund verður á sunnudag kl. 14, Pétur Maack cand. theol. annast hana með aðstoð Hauka. Víðavangshlaup fer fram á sunnudag. Aflrauna- steinar verða á svæðinu, Fullsterkur, Hálfsterkur og Amlóði handa samkomugest- um að reyna sig á og tjaldstæði verða á Þjótandatúni. Sæta- ferðir verða á staðinn úr Reykjavík. Aðgangseyri er I hóf stillt, 2500 krónur fyrir allan timann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.