Morgunblaðið - 25.05.1977, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1977
15
w
ERLENT
Andstaða
gegn olíuleit
Kaupmannahöfn,
24. maf. NTB.
DANSKA stjómin ætlar ekki að
fresta fyrirhugaðri olíuleit við
Grænland í sumar þótt fram hafi
komið greinileg andstaða á
Grænlandi gegn olfuleitinni. Full-
trúar f grænlenzku málmnefnd-
inni og fleiri aðilar á Grænlandi
hafa krafizt þess að olfuboruninni
verði frestað vegna slyssins á
Ekofisk-svæði Norðmanna í Norð-
ursjó nýlega. En Jörgen Peder
Hansen Grænlandsmálaráðherra
sagði effeffir stjómarfund f dag:
„Það verða engar breytingar á
áformum um boranir f sumar."
Begin
Tel Aviv 24. maf — Reuter.
ENN leikur vafi á hver verður
forsætisráðherra nýrrar rfkis-
stjðrnar í ísrael þrátt fyrir full-
yrðingar hægri leiðtoga um að
Begin, sem nú er sjúkur, verði
leiðtogi stjðrnarinnar.
Begin, sem er 64 ára, fékk
slæmt hjartaáfall fyrir tveimur
mánuðum og í gær var hann enn
fluttur á sjúkrahús eftir að hafa
fundið til þrauta fyrir brjósti,
þreytu og álags eftir þingkosn-
ingarnar þar sem flokkur hans,
Likudbandalagið, vann 43 af 120
þingsætum.
Læknir Begins sagði, að hann
yrði á sjúkrahúsi í viku að
minnsta kosti og gæti haldið
áfram afskiptum af stjórnmálum
eftir frekari hvíld, en hann sagði
að hann yrði að fara sér hægt
fyrst um sinn.
Aðrir leiðtogar Likud segja, að
Begin verði örugglega forsætis-
ráðherra, en áreiðanlegar
heimildir herma, að leiðtogar
flokksins leiti nú að staðgengli ef
veikindi hindra Begin í að gegna
forsætisráðherraembætti.
Ekki er ljóst hver gæti tekið af
við Begin, en nefndur hefur verið
Ezer Weizman, fyrrum yfirmaður
flughersins, sem er næst æðsti
leiðtogi Herut-arms Likudbanda-
lagsins, og nánasti samstarfs-
maður Begins innan þess arms.
Hins vegar bendir margt til þess,
að Weizman, sem að miklu leyti
skipulagði stjórnmálabaráttu
Likuds, njóti ekki stuðnings ann-
arra arma flokksins.
Leiðtogar Likuds áttu í dag
fyrstu viðræður við leiðtoga Lýð-
ræðislegu
umbótahreyfingar-
Milljónir
Frakka í
verkfalli
París, 24. maf. Reuter.
MILLJÓNIR- franskra verka-
manna tóku þátt í sðlarhrings-
verkfalli, sem allar verkalýðs-
hreyfingarnar boðuðu til I dag,
og atvinnulif Iamaðist um allt
landið.
Tugir þúsunda tóku þátt í
mótmælagöngu í París, skólar
voru lokaðir, blöð komu ekki
út, póstur var ekki borinn út
og farþegaflutningar lögðust
niður að mestu.
Þrettán ár eru siðan allar
verkalýðshreyfingarnar lýstu
síðast yfir stuðningi við alls-
herjarverkfall. Hins vegar
tóku leiðtogar hófsamari
verkalýðsfélaga ekki þátt i
mótmælunum í Paris. Þeir
vilja leggja áherzlu á kröfur
um frjálsan samningsrétt í
stað þess að ráðast á stjórnina.
innar, sem hlaut 15 þingsæti, um
stjórnarmyndun. Leiðtogi flokks-
ins, Yigael Yadin, prófessor í
fornleifafræði, sagði að utanríkis-
og varnarmál hefðu verið á dag-
skrá og að flokkarnir héldu með
sér annan fund á fimmtudag.
Heldur stiórnin
í Hollandi velli?
Likud leitar að
nýju leiðtogaefni
JOOP den Uyl, forsætisráðherra Hollands undanfarin
fjögur ár og leiðtogi Verkamannaflokksins, stefnir að
því í þingkosningunum á morgun að endurvekja
stjðrnarsamstarfið við kristilega demókrata sem fðr út
um þúfur fyrir tveimur mánuðum og kunnugir telja að
lfkur séu á að það takist.
Að vísu er gert ráð fyrir því að
viðræður um myndun nýrrar
stjórnar geti tekið nokkra mán-
uði, en den Uyl er það kappsmál
að koma í höfn ýmsum umbóta-
frumvörpum sem döguðu uppi
þegar stjórnin sagði af sér. „Þetta
er mikilvægustu kosningar sfðan
1946,“ segir den Uyl og bætir því
við að valið standi á milli frekari
umbóta og nýrrar hægristjórnar.
Samkvæmt skoðanakönnunum
vilja 58% kjósenda að den Uyl
verði áfram forsætisráðherra
enda jókst vegur hans þar sem
hann þótti halda vel á Lockheed-
mútumálinu sem Bernharð prins
var viðriðinn — draga úr þeim
álitshnekki sem hneykslið varð
konungsfjölskyldunni, afstýra
þeim möguleika að Júlíana
drottning legði niður völd og
koma í veg fyrir að hneykslið yrði
að kosningamáli.
Eini keppinautur den Uyl um
stöðu forsætisráðherra er stað-
gengill hans síðustu fjögur ár,
Andreas van Agt dómsmálaráð-
herra, leiðtogi hins nýja flokks
kristilegra demókrata (CDA) sem
var stofnaður í fyrra til að sam-
eina flokk kaþólskra og tvo flokka
mótmælenda. Enn skortir ein-
drægni í hinum nýja flokki sem
er mitt á milli Verkamanna-
flokksins og frjálslynda flokksins
sem er hægrisinnaður.
Skoðanakannanir benda til að
CDA fái þriðjung atkvæða,
Verkamannaflokkurinn einnig
þriðjung, frjálslyndir einn sjötta
og rúmlega 20 flokkar afganginn
(um 14 flokkar munu \fá þing-
sæti). Verkmannaflokkurinn hef-
ur 43 þingsæti og verður liklega
áfram stærsti flokkurinn en litlu
má muna.
Verkamannaflokkurinn er i
kosningabandalagi með Róttæka
flokknum sem er lítill vinstri-
flokkur og hafði tvo ráðherra af
sextán í síðustu stjórn. En rót-
tækir vilja ekki fara aftur í stjórn
með kristilegum demókrötum og
þá getur flokkur den Uyl aðeins
haft náið samstarf með litlum
frjálslyndum vinstri flokki ,,D
’68“.