Alþýðublaðið - 22.10.1958, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 22.10.1958, Blaðsíða 4
'4 AlþýðublaSið Miðvikudagttr 22. október 19S& Útvarpsrœða Emils Jónssonar »• Þjóðirs hefur alít síðan í stríðsíok eyft meiru en hún heíur aflað í. Herra forseti! ÞETTA fjárlagafrumvarp, &em hér hefur verið lagt fram, er að því leyti ekki ólíkt fjár- lagafrv. undanfarinna ára, að það er hæsta fjárlagafrv., sem nokkurn tíma hefur sézt á al- þingi. Niðurstöðutölur á sjóðs- yfirliti eru rúmar 900 milljónir kr. Svona hefu.r þetta verið mörg undanfarin ár, fjárlög hvers árs hafa alltaf verið hærri en árið á undan. Tilsvar- andi tölur undanfarinna ára hafa verið þannig: 1953 var þessi sama tala, eða niðurstöðu- tala á sjóðsyfirliti, 392 millj. kr. 1954: 430 millj. kr. 1955: 497 millj. kr. 1956: 579 millj. kr. 1957: 714 millj. kr. 1958: 857 millj. kr. Fjárlögin hafa Því rúmiega tvöfaldazt á sl. 4 árum og nærri þrefaldazt á sl. 6 ár- um, og nálgast nú orðið 1 millj- arð krónur eða 6000 kr. á hvert einasta mannsbarn á landinu að meðaltali. Útsvörin í stærstu bæjunum munu vera um 3000 kr. á íbúa, eða samtals gjöld til ríkis og bæjar um 9000 kr. á hvert mannsbarn að meðaltali, eða 45000 kr. á hverja 5 manna fjölskyldu. Ef litið er til baka, þó ekki sé lengra en til minna fyrstu ára á alþingi, verður munurinn geysimikill og töl- urnar furðulegar, þegar borið er saman við núverandi upp- hæðir. Tilsvarandi tölur við þær, er ég nefndi í fjárlagafrv. nú, þ. e. niðurstöðutölur á sjóðs yfirliti, voru í frv. fyrir árið 1935 rúmar 14 milljónir kr. og hækkuðu á 5 árum til ársins 1940 um aðeins 4 millj. kr. upp í rúmar 18 milljónir. Hækkun- in á þessu 24 ára tímabili er því um það bil 60-föld. Þess má einnig geta, að hér eru þó ekki öll kurl komin til grafar, því að í þessu frv,, sem hér liggur fyr. ir, er ekki reiknað með nærri fullri vísitölu, og sömuleiðis er vitað að opinberir starfsmenn hafa ekki enn fengið hliðstæða launahækkun við aðrar starfs- stéttir í landinu, sem augljóst er að þeir hljóta að fá, en með þessari hækkun er ekki reiknað í frv. Þessi þróun er uggvænleg og stefnir greinilega í fullkomið ó- efni. Til þess að ölíu réttlæti sé fuHnægt er þó rétt að taka fram, að þegar borin eru saman fjárlög, eða fjárlagafrv., nú og fyrir 20—25 árum, þá er verið bera saman tvo hluti, sem eru langt frá því að vera full- komlega sambærilegir. í fjárlög nú hafa verið teknir heilir kafl- ar, sem ekki voru til þá, og fjöldamörg atriði tekin ný á þessu tímabili. Fjárlögin koma miklu víðar við og grípa víðar inn en áður, svo að ekki er nema að litlu leyti sambærilegt við það, sem þá var. Það, sem uggvænlegt er í þróun þessara mála, er ekki út af fyrir sig að nýjr liðir séu teknir inn á fjár- Jög — ef féð þá er notað í gagn legum tilgangi —, heldur hitt að sömu hlutirnir og sama vinn an skuli hækka frá ári til árs eins og raun ber vitni, og ekki aðeins í fjárlögum, heldur á öll trai HpEnpÉf " 'a 1 ■'a"' ** Þegar núverandi ríkisstjórn var mynduð, var það eitt af hennar höfuðverkefnum að koma lagi á efnahagsmálin, þ. e. a. s. að stöðva hrun gjald- miðilsins, krónunnar. Voru menn bjartsýnir á að þetta mundi henni frekar geta tekizt en öðrum, þar sem hún var sam ansett af fulltrúum þeirra að- ila, sem úrslitaáhrif hafa á verðmyndunina í landinu, laun- þega og bænda. Öllum lands- mönnum er nú ljóst orðið að sú | þróun, sem átt hefur sér stað j að undanförnu og fjárlögin eru j á vissan hátt spegilmynd af, er j í mesta máta óheillavænleg og leiðir til hreinnar glötunar, ef ekki tekst á einhvern hátt að stöðva hana. Almenn iauna- hækkun, sem gengur nokkurn veginn jafnt yfir alla, kemur ekki neinum að gagni, ef verð- lag á vörum fylgir, upp á við, í sömu hlutföllum. — Það er ekki launahæðin, sem hefur þýðingu, heldur kaupmáttur lauhanna. Þetta ef nú fléstum farið að skiljast, og ber því vit. anlega að haga sér eftir því. 2. Ríkisstjórninni hefur því mið ur ekki tekizt að ráða við þetta verkefni eins og vonir stóðu til. Fyrstu tvö árin hækkaði að sönnu framfærsluvísitalan að- eins um 8 stig, og var það út af fyrir sig viðunandi, ef það hefði orðið með eðlilegum hætti. En þegar það er tekið með í reikninginn að Þessi nið- urstaða hefur orðið til með mjög auknum niðurgreiðslum, og þegar tekið er tillit til að sú tilraun, sem gerð var sl. vetur tii úrbóta, og áreiðanlega stefndi í rétta átt hefur nú að verulegu leyti runnið út í sand- inn, með mjög hækkuðu verð- lagi á innlendum vörum og launahækkunum, til viðbótar við eðlilega og óumflýjanlega hækkun hinnar erlendu vöru, verður ekki komizt hjá að við- urkenna að niðurstaðan hefur ekki orðið sú, sem stefnt var að. Þegar þessi ríkisstjórn tók við völdum, lýsti hún því yfir að um lausn þessara mála skyldu höfð samráð við laun- þega og bændur. Þessarar sam. vinnu hefur ríkisstjórnin leitað og sannleikurinn er Uka sá, að engin varanleg niðurstaða mun fást, né bót á ráðin, nema í fuU kominni samvinnu við þessa að- ila. En kjarni þessa máls, og sú raunalega staðreynd, sem ekki verður umflúin, og sem kom mjög greinilega í ljós í áliti þeirra sérfræðinga, sem um efnahagsmálin fjölluðu í vetur á vegum ríkisstjórnarinnar, er sú, að þjóðin hefur, allar götur síðan í stríðslok, eytt meiru en hún hefur aflað. — Þessi mis- munur hefur verið jafnaður, fyrst með inneignum þeim, sem safnazt höfðu erlendis í styrj- öldinni, síðan með „Marshall- fé“ svokölluðu og nú síðast með skuldasöfnun. Hér eiga aHir flokkar Mut að máli, að vísu mismikinn,. en allir nokkurn. Þegar stjórnarandstaðan, Sjálf- verandi þróun mála, fer honum það heldur iUa, því að hann hef ur átt sinn þátt í því sama og raunar stundum í miklu stærri stíl, enda hefur hahn engar til- lögur borið fram til úrbóta á' neinu sviði, og enga tilraun gert í þá átt. Sem sagt ekkert látið í sér heyra nema neikvæða gagn rýni. En þessi met verður að jafna, kapphlaupið milli verðlags og launa verður að hætta. — Þetta hefur að vísu oft verið sagt áð- ur, en ég tel nú svo langt komið á þessari braut að ekki megi lengra halda, og líf stjórnarinn ar undir því komið að það tak- ist, þó að raunar ekki verði séð að í því felist nein lausn út af fyrir sig þó að hæstv. ríkis- stjórn yrði að fara frá völdum. 3. Annað hefur þessari hæstv. ríkisstjórn vel tekizt, og það er að viðhalda fullri atvinnu í landinu, og bæta verulega at- vinnuástandið víða út um land að minnsta kosti Hefur atvinnu ástandið sennilega sjaldan eða aldrei verið betra en nú hin síð ustu missiri. Þetta er ekki aðeins þýðing'- armikið fyrir þá einstaklinga, sem vinnunnar njóta, heldur fyrir þjóðarbúið í heild ef unn- ið er að framleiðslustörfum, því að að því verður að keppa að jafná hallann á þjóðarbú- skapnum með aukinni fram- leiðslu frekar en með því að draga saman seglin í fjárfest- ingu, þar sem hér er svo margt ógert, eða draga úr neyzlunni. En þennan halla verður að jafna, ef heilbrigt efnahagslíf á að geta þróast í landinu. Það er grundvallaratriði og ef til vill verður að fara að einhverju Eitt allra þýðingarmesta at- riðið í öllu efnahagslífi þjóðar- innar er að endurvekja traustið á gjaldmiðlinum — krónunni, en það verðúr ekki gert nema hækkunum svo geysiörum, sem nú hafa. nýorðið, og alltaf eru að gerast, linni. 4. Sjálft fjárlagafrv., eins og það liggur nú fyrir, er ekki unnt að ræða hér í einstökum atriðum að neinu ráði. Eitt at- riði vildi ég þó leyfa mér að benda á. Innborganir og útborg anir eru áætlaðar nálega jafn- ar á sjóðsvfirliti. Ef að venju lætur eiga gjöldin eftir að hækka verulega í meðferð þingsins, og eins og áður hefur verið að \nkið, er bæði reiknað með of lágri vísitölu í frv. og ekki reiknað með hækkun grunnláúna opinbérr|a. §tarfs- manna, sem vitað er að kemur. Er því fyrirsjáanlegur halli á frv. nema tekjumar verði aukn ar eða dregið úr einhverjum gjöldum mjög verulega. Kem- ur vitaskuld ekki til mála að afgreiða fjárlögin með halla. Og á það vi] ég benda sérstak- lega, að árferði getur tæpast verið betra, né afkoma betri en verið hefur nú um sinn með fullri atvinnu nálega allra, sem hafa viljað vinna, og öruggri sölu allra okkar afurða. í ár- ferði eins og þessu ætti vitan- fega að safna einhverjum vara- sjóði fyrir tij mögru áranna, því að vafalaust má gera ráð fyrir því að þeirra verði enn vart að einhverju leyti. Þetta gildir þó allra mest um viðskipti okkar út á við, og ef- ast ég um að nokkur þjó‘5 standi þar svo höllum fæti, eða tefldi> á einS-i t?ept: Kíað -og -yið góð ár með greiðri sölu á öll- um okkar afurðum, eigum við engan gjaldeyrisforða, heldur þvert á móti höfum hrúgað upp lausaskuldum, sem nema tugum milljóna í beinum skuld um og enn miklu meira í á- byrgðarskuldbindingum. Þetta er svo glæfralegt að maður veigrar sér við að hugsa til þess hvað muni ske ef eitt- hvað, bara smávegis ber út af. Gjaldeyrisforði, þó að ekki sé ýkjastór, er það sem við verð- um að keppa að, og það sem fyrst, á meðan möguleikarnir eru fyrir hendi. 5. í stað þess að fara nokkuð út í einstök atriði fjárlagafrv., sem heldur ekki er til ætlazt við þessa fyrstu umræðu, vildi ég mega koma lítillega inn á hugmynd, sem að vísu hefur verið órðuð áður, en ekkert hefur þá orðið úr framkvæmd- um á, því miður, því að ég hef lengi staðið í þeirri meiningu að hún gæti orðið til mikils gagns. Og því nefni ég hana hér, . að hún stendur í nánu sambandi við fjárlögin og af- greiðslu þeirra, þó að segja megi að hér sé um sérstakt mál — . og það sérstakt stór- mál að ræða. Nú um alllangt árabil, eða öllu heldur um áratugi, hafa fjárlögin verið miklu meira en áætlun um búskap ríkissjóðs; Þau hafa gripið inn í, og haft úrslitaáhrif á fjöldamargar starfsgreinar, sem ekki heyra hinum eiginlega ríkisbúskap til, og sama má segja um ýmsa lagasetningu Alþingis, og ráð- stafanir, sem g'erðar hafa ver- ið af hálfu ríkisstjórnarinnar. Það má því segja að þróunin hafi jafnt og þétt færzt í þá átt að þjóðarbúskapurinn all- ur hafi verið meira og meira mótaður af ákvörðunum hins opinbera, ríkisstjórnar og Al- þingis, og raunar einnig mjög verulegu af hliðstæðum aðgerð um ýmissa hinna stærri bæj- arfélaga. Að sumu levti má segja að þetta hafi orðið með ráðnum hug, en sumpart hefur það einnig orðið, eða komið, sem lausn á einstökum vanda- málum líðandi stundar, sem erfitt hefur verið að ráða fram úr öðruvísi. Þessi framvinda mála hefur ekki orðið á vegum neins einstaks flokks eða ein- stakra flokka eingöngu, held- ur hafa allir flokkar átt hér einhvern hlut að, mismunandi mikinn að vísu, og kannske með mismunandi ljúfum huga, en allir hafa komið hér við sögu að einhverju leyti. Næg- ir í þessu sambandi að benda á þá margháttuðu fyrirgreiðslu sem íslenzkur landbúnaður hefur fengið, bæði með mjög fjölþættri lagasetningu og bein um fjárframlögum úr ríkis- sjóði, en þau nema nú á aðeins einni grein fjárlagafrumvarps- ins um það bil 1/10 af öllum rekstursútgjöldum ríkissjóðs. Þá má einnig minnast á sjávarútveginn, sem nú árlega hefur orðið að fá aðstoð hins opinbera til þess að starfræksl- stæðisfiokkurinn,, nu . er að deila á jákisstjprnina ,fyrir nú- leyti, allar: íþessaruleiðir. fiL að ná, fuUum. árangrj. gerum,: EfUrr.unórg tiltöþHega ah: stöðváðist ekkl eða dræg- ist:inikið saman frá því, sem EMLL JÓNSSON

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.