Morgunblaðið - 13.07.1977, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.07.1977, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JULI 19'ft’ VtE9 zg-pv BAFP/NO 1 1* H^cSí_ -4<Ö GRANI göslari Þá þarf ekki að halda þér í einangrun lengur — úr því all- ir hafa smitazt! Kg er hra-ddur um þig með Ijóninu — Þetta er hættuminna svona! Ur þvi að stærsti vinningurinn kom á yðar miða, langar mig að vekja athygli á viðeigandi höfuðfati? Bamavagn- ar og bílar BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Úrslitaleikur heimsmeistara- keppninnar 1974 þótti mjög vel spilaður en eins og venjulega átt- ust við Italfa og Bandarfkin. Lauk honum með sigri Itala, aftur eins og venjulega. Spilið I dag er frá leik þessum og náðu bæði liðin sama árangri, 400 til norðurs og suðurs, en hvort með sínum hætti. Suður gjafari, austur og vestur á hættu. Norður S. 108 H.7432 T. ADG95 L. ÁD Vestur Austur S. KD9543 S. 6 H. 10 H. ÁDG985 T. 1083 T. K642 L. 1043 L. 62 Suður S. AG72 H. K6 T. 7 L. KG9875 I lokaða herberginu spilaði Ital- inn i suður þrjú grönd, fékk sina upplögðu niu slagi eftir að út kom hjarta. En á sýningartöflunni, opna herberginu, varð spilið ekki eins einfalt. Bandarikin norður og suður og sagnirnar gengu: COSPERwp Þú hefur ekki séð perlurnar mínar? Eg lét þær f gamalt pillubox um daginn? „Kona með barnavagn" sendi eftirfarandi línur og gerir að um- talsefni tillitsleysi sumra öku- manna í Reykjavík varðandi það að leggja á gangstéttum og loka þar með fyrir allri umferð barna- vagna. „Mér finnst of mikið um það á götum Reykjavikur að bílum sé lagt þannig að umferð gangandi fólks séu takmörk sett. Með þessu á ég við að oft má sjá hvar bllar eru skildir eftir að hálfu eða öllu leyti uppi á gangstéttum, þannig, að þeir sem þó „eiga“ gangstétt- ina verða að fara út á götur, ekki sizt þeir sem eru á ferð með barnavagna eins og oft er með mig. Þetta lýsir engu öðru en tillits- leysi þess ökumanns sem I hiut á. Hann er einn í heiminum, eins og Palli var, en munurinn er sá að ökumenn nútfmans eru ekki f neinum draumheimum eins og P:lli. Þessir ökumenn hugsa ekki lengra en bíll þeirra nær og mér er alveg sama þó að það sé erfitt að finna bílastæði í miðborg Reykjavíkur, það er bara hægt að skilja bilinn eftir aðeins utan við miðbæinn, þar er oft að finna bílastæði. En það virðist vera til of mikils ætlazt af þessum háu herrum, sem ökumenn margir virðast vera, Ég vil leyfa mér að þakka fyrir ummæli Öskars Olasonar um dag- inn I Velvakanda, er hann upp- lýsti, að stöðugt væri unnið að þvi, að hafa eftirlit með bflum, sem lagt er ólöglega, en það er vitað mál að lögreglan kemst ekki yfir að hafa hendur f hári allra þeirra, sem stunda þennan ósóma, því þeir virðast vera æðimargir. Ég tek þó fram að mjög margir öku- menn sýna fyllstu kurteisi og til- litssemi, ekki sfzt við okkur, sem erum á ferð með barnavagna og ber að þakka fyrir það, en hinum verður maður að senda tóninn. Það liggur við að maður hafi löngun til að troðast með tftt- nefndan barnavagn framhjá bil- unum, sem eru stundum á gang- stéttunum allt f tómri vonsku, en það getur maður ekki, þvf þá yrði maður sjálfsagt sektaður fyrir spjöll og skemmdir. Én ökumenn hins illa og ólöglega lagða bíls yrðu vart sektaðir ef maður yrði fyrir einhverju óhappi úti á götu við að reyna að komast framhjá honum. Eins og umferðin er I Reykjavík liggur við að það sé Suður Veslur 1 L Pass 1 S Pass 3 L Pass Norður Austur 1 T 1 H 2II Pass 4 L Pass 5 L sem varð lokas. Sagnaðferðir Bandaríkjamanna gerðu það að verkum, að ioka- samningurinn varð fimm lauf, sem er greinilega lakari en þrjú grönd Italanna. En suður vann sitt spil engu að síður. Út kom hjarta. Ásinn, aftur hjarta, trompað og skipt í spaða- kóng. Suður þurfti nú að fá alla slagina, sem eftir voru. Hann tók með ásnum, spilaði tígli á ásinn og tiguldrottningin út. Austur lét lágt án alls hiks, suður lét spaða en vestur lét nú þristinn. Hann hafði áður látið áttuna og sýndi með þessu fjórlit til að blekkja sagnhafa. En það tókst ekki. Suður tók næst á laufásinn og spilaði tigulgosanum frá blindum. Þar með var ballið búið. Austur gaf og aftur fór spaði af hendinni. Tigulfimmið var síðan trompað hátt heima og laufdrottningin sá fyrir trompum andstæðinganna og var innkoma á siðasta tigul blinds. ÞAÐ VERÐUR EKKI FENGIÐ, SEM FARIÐ ER 60 — Fávitar, heyrðist hann hvæsa. Lögreglufulltrúinn svaraði lágt og rólega. Hemmer bar gjallarhorn að vörum sér og hrópaði — Frede minn, komdu nú út. Gerðu eng- in heimskupör. Þú ert veikur og þarft á hjálp að halda. Hemmer hafði varla lokið orðinu þegar skot kvað við. Það kom frá húsinu. — Frede, hlustaðu á mig, hrópaði hann. — Ég kom hing- að með Peter og Lenu til að tala við þig. En við vorum elt... Aftur annað skot. — Lögreglan elti okkur. Ein- hver hafði sagt til þín, þess vegna er hún hér. Viltu koma og tala við tnig ef þeir lofa að fara á meðan? Enn skot frá kofanum. Hemmer skreið í áttina til Peters. Andlit hans var náfölt og hendurnar skulfu. — Gerðu tiiraun Peter til að reyna að tala við hann. Peter greip gjallarhornið og hrópaði: — Frede. Peter hér. Það er rétt sem hann faðir þinn segir. Einhver hefur sagt til þfn. Get- urðu ekki talað við föður þinn samt eða við mig? Skot enn. — Hann skýtur að minnsta kosti ekki i áttina til okkar, hvfslaði lögreglufulltrúinn. — Hann vill bara reyna að skjóta okkur skelk f bringu. Peter sá að byssustingur stóð út um opinn glugga hægra meg- in við dyrnar. — Viltu tala við Lenu, hróp- aði Pctcr enn. Skothvellur. — Nú beinir hann byssunni neðar, sagði lögrcglufulltrúinn. — Við ættum að hafa hægt um okkur nokkra stund. Og svo verður unga stúlkan að reyna. Peter skreið til Lenu og lagði sig í hláberjalyngíð skammt frá henni. — Hefði það einhver áhrif þótt hún reyndi? Og ef það hrifi ekki, hvað þá? Þá yrðu þau kannski að hfða svo að sólarhringum skipti. Þangað til Frede væri orðinn svo þreyttur og syfjaður að hann sofnaði. Bara að iögreglan tæki ekki upp á einhverri fljótfærni. Til da-mis að re.vna að koma aftan að kofanum. Og hvernig var Frede núna? Hann var inni f kofanu/n. stóð við h.vssuna og skimaði að skógarjaðrinum. Fölur, órakaður, magur og æst- ur. En var hann hræddur? — Ég ætla að fara til Frede, hvíslaði Lena, — hann skýtur ekki á mig. Við verður að Ijúka þessari martröð. — Það er of áhættusamt. Hún reis upp til hálfs en hann greip f hana og ýtti henni niður aftur. — Láttu ekkí eins og kjáni. sagði hann. En hann hugsaði: Kannski er það ekki svo vit- laust þegar allt kemur til alls. — Heldurðu að hann reyni að brjótast út? hvfslaði Peter f áttina til Hemmers. — Það væri algerlega von- laust. Kofinn er umkringdur og hundarnir bíða hara eftir merki. Framhaldssaga eftir Bernt Vestre Jóhanna Kristjónsdóttir — Ég held að Frede reyni. Hann virðist örvita. — Við verðum að minnsta kosti að bfða dálitla stund. — Hann sagði að þeir skyldu aldrei taka sig lifandi. — Hcldurðu ekki mér hafi orðið hugsað til þeirra orða? sagði Hemmer. — Þá verðum við að gera eitthvað. Lena kom til hans, hallaði sér að honum og hvíslaði: — Það er mér að kenna. Peter leit niður til hennar. Svo settist hann við hlið henn- ar. — Að lögreglan er hér? — Já. — Mig grunaði það. — Ertu reiður út f mig. — Reiður? Nei. Þú hefur sjálfsagt búizt við að þú værir að gera það eina rétta. — Eg var hrædd, hvislaði hún með munninn víð eyrað á honum. — Ég var svo hrædd um að eitthvað kæmi fyrir þig. — Þú hefðir samt ekki átt að gera það.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.