Alþýðublaðið - 25.10.1958, Síða 3

Alþýðublaðið - 25.10.1958, Síða 3
Laugardagur 25. október 1958 AlþýSublaðið 3 Atþýí>ub(abib ÚtgefaBdi: A 1 þ ý 5 u f 1 o k k u r i n n . Eitstjóri: Helgi Sœmundsson. Eréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson ■lýsingastjóri: Emilía Samúelsdóttir. stjórnarsímar: 14901 og 14902. iglýsiingasími: 1 4 9 0 0 ‘ fgreiðslusími: 1 4 9 0 0 Aðsetur: Alþýðuhúsið Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfisgötu 8—10. :: Landhelgismálið EINS og fram kom í útvarpsræðu Guðmundar 1. Guð- mundssonár utanríkisráðherra í fyrrakvöld er mikil ástæða til að ætla. a;> haldin vérði iniian skamms ný alþjóðleg ráð- stefria um landhelgina og fiskveiðarnar. íslendingar myndu að vísu fremur kjósa, að allsherjarþingið sjálft réði þessum málum t.l lyi ta eftir að Genfarráðstefnan gat ekki komizt ao niðurstöði: framtíðarlausnar, en hin skoðunin verður bersýnilega ofan á. Er þá Ijóst, að íslendingar muni einbeita sér að því að sa?kia og ver-ja málstað sinn á þessari fyrir- huguðu ráðstefnu, enda verour tij hennar stofnað með sam- þykki og jafiwel forgöngu ýmissa þeirra ríkja, sem sýnt bafa okkur sanngirni og drengskap í deilunni við Breta. Og xniklu máli skiptij- sú frétt, að íslenzki málstaðurinn eigi sívaxandi fylgi og viðurkenningu að fagna. Ber tvennt tii: Annars vegar er málstaður okkar góður, og deilan við Breta hefur styrkt hann en ekki veikt, sanngjarnir menn og framsýnir fordæma ofríki stórveldis í garð smáríkis, og óllum verður æ ljósara, að íslendingar stækka landhelgi sína- af lífsnauðsyn. Hins vegar hefur utanríkisráðherra og starfsmönnum. utanríkisþjónustunnar orðið mikið ágengt að kynna íslenzka málstaðinn og færa rök fyrir aðgerðum okk. ar og afstöðu, Þetta hefur tekizt með þvílíkum árangri, að Bretar standa einir í andstöðunní við okkur. Og viðleitni þeirra er vonlaus. Fiskiveiðar. verða ekki stundaðar til írambúðar á íslandsmiðum í herskipavernd og við aðstæður brezku veiðiþjófanna. Þróun landhelgismálsins fer mjög að óskum okkar fslendinga. Við kröfðumst þess fýrstir allra, að Sam- einuðu þjóðirnar og stófnanir þeirra semdú alþjóðlégar reglur um landhelgina. Frá þeirri stéfnu höfuni við aldrei ; hvika, þrátt fyrir harða andstöðu. fslendingar munu á væntanlegri ráðstefnu fylgja málinu fast eftir og í engu hvika frá kröfum sínum og ákvörðunum, Fyrirfram er erfitt um það að seg'ja, hvort hún muni áorka því, sem Genfarráðstefnan kom ekki í verk. Þó bendir margt til þess. Framtíðarlausn Iandhelginnar og fiskveiðilögsög- unnar hefur aldrei verið brýnni en nú, meðal annars vegna deilu Breta og íslendinga. En hún kemur því að- eins til sögunnar, að virtur sé réttur og þörf þeirra ríkja, sem byggja afkomu sxna og efnahag á fiskiveiðunum. ís- lendingar eru fremstir í þeim flokki. Og Þess vegna höf- um við forustu um stækkun Iandhelginnar með friðun fiskimiðanna og varðveizlu fiskistofnsins fyrir augum. Þar er í niikið ráðizt af smáþjóð. En heimurinn skilur, að fslendingar urðu að stíga þetta skref. Þann skilning ber að staðfesta á nýrri alþjóðaráðstefnu fyrst allsherj- arþingið fæst ekki tii að beita sér fyrir úslitum málsins öðru vísi en slíkur undirbúningur sé fyrir hendi. Sókn okkar út á við þurfa íslendingar að fjdgja eftir rnod einhug heima fyrir. Þess vegna ber að fagna því, að rnjög lítið hefur box-ið á deilum um aukaatríði varðandi landhelgismálið upp á síðkastið. Þær hafa þokað fyrir að- alatriðinu. Almenningur fagnar þeim þroska stjórnmála- flokkanna og blaðanna. ísland þarfnast fyrst og fremst samstöðu í þessu máli. Þá er öruggt, að íslenzki málstaður- inn sigri á alþjóðavettvangi. Eina hugsanlega hættan í dag éy á heimavígstöðvunum, ef óheppilegar og ástæðulausar ■deilur um aukáatriði koma til sögunnar. Slíkt má aldrei verða. Þjóðaréiningin um landhelgismálið er fyrir hendi meðal fólksiris, sém íslarid byggir. Almenningur krefst þess, að henni verði ekki spillt af einum eða öðrum. Og fylgi þeirrar kröfu. er nú meira en nokkru sinni. Andspsénis brezka offíkinu eru íslendingar einhuga og samtaka í bar- áttunni fyrir góðum málstað sínum í landhelgismálinu. Vantar ungling til að bera blaðið til áskrifenda é Lindargötu. Talið við afgreiðsluna. — Sími 14-900 1 DAG hefst páfakjör í Róm. Samkvæmt ævafornum venj- um fer það fram í Sistínsku kapellunni, sem skreytt er frá bærum loftmyndum Michel Angelos. Þar mætast fimmtíu og tveir kardínálar hvaðan- æva úr heiminum til að velja staðgöngumann Krists á jörðu og vörð þeirra lykla ,sem Ijúka upp hliðum himnaríkis. Em- bætti páfa er elzta og virðu- legasta staða ,sem dauðlegum manni er falin. Hann er tákn tvö þúsund ára erfðavenja og óumbreytilegra kenninga- en um leið sálnahirðir fjórðungs mannkyns og veraldarlegur prins. Eftir að kardináiar hafa gengið í kapelluna mega þeir ekkert samband hafa við um- heiminn fyrr en páfi hefur ver ið kjörinn. Fylgja híyerjúm kardínála tveir aðstoðarmenn og auk þess eru þrír læknar viðstaddir og veikist einhver má fiýtja þann burt, sem alhr læknarnir eru sammála um að flytja þurfl í sjúkrahús. Atkvæði eru greidd tvisvar, kvölds og morguns, engum leyfist að kjósa sjálfan sig og sá erxétt kjörinn, sem hlýtur tvo þriðju hluta atkvæða og einu betur. Atkvæðaseðlum er brennt með blautum hálmi, þar til einhver hefur hlotið kósriingu ,þá eru seðlarnir brenndir eínir og lyppast þá hvítur reýkur upp um stromp iriri á kapellunni og er merki þess að páfi hafi verið kjör- inn, Þegar páfi er rétt kjÖrinn gengur forseti kardínálasam- kundunnar til haris og spyr:. Acceptaisne electioném de te canonice factam in Summum Pontificem? (Tekur þú kjöri til hins háa páfaembættis?). Þegar þáfi hefur svarað: Acc- . epto. gengur elzti kardínálinn út á svalir Pétúrskirkjunnar og kynnir hinn nýja páfa og síðan gengur páfi fram á sval- irnar og lýsir blessun yfir — , „urbi et orbi“ (Borginni og heiminum). Forsjármenn Vatikansins fólu Annebale Gammarelli, af gaiu- alli klæðskeraætt, að sauma klæðnað tilvonandi páfa. Eru þen gerð af ekta silki. Þriár páfakápur mismunandí stærð eru ti-I- búnar, og sézt á myndinni hvar verið er að leggja siðustu höntt á þær. , Enn veit enginn hvern hin- ir 52 kardínálar velja á stól Péturs. Samkvæmt lögum kírkjunnar er sérhver full- veðja karlmaður kaþólskur kjórgengur, en síðastliðin 500 ár hefur páfi jafnan verið kos- inn úr hópi kardínálanna og frá 1523 hafa eingöngu ítalskir menn verið páfar. Miklar lík- ’ ur eru til þess að svo verði einnig að þessu sinni. Líkleg astir þykja eftirtaldír kárdín- álar: Lercaro ,erkibiskup í Böl ogna, Siri, erkibiskup í Genúa, og yngstur kardínálanna, Ruff ini ,érkibiskup í Palermo, Ron calli, patríark í Feneyjum, Mimmi, embættismaður í páfa garði, Ottaviani, sérfræðingur í kirkjurétti, Valeri, fyrrum nuntio páfa í Frakklandi, og . loks armenski patríarkinn Gre gorius Pétur 15. Agagianian, sem mjög er talað um í sam- bandj við páfakjörið að þessu sinni og gamall rómverSkta’- málsháttur segir að sá sern fari til páfakjörs páfi komi aft ur kardínáli. Og allt eins má búast við þvi að enginn-þeirrar sem hér hafa verið tilnefndir verði kosnir ,en hver, sem val inn verður þá er það víst ao honum er í hendijr fengiéi meira andlegt vald og meirt ábyrgð en nokkrum öðrum eín stakling mitímans. VÖRÚSKIPT A JÖFNUBL K- var hagsfæður í september nm 11,5 millj. kf. Fluttar voru át vörur fýrir 129.9 ihillj. en íran voru fluttar vörur fýri 1185 millj. kr. Staðan til septemberloka er þá semi hér segi-r: Út liefur vex- ið flutt fyrir ?58,1 millj. en ixm fyrir 977.6 millj. Hallinn nem- ur þá 219.4 millj. kr. Þorsteíun M. Jónsson: ís- landssaga-1874—-1944. Ríkis- útgáfa námsbóka. Rvík 1958. AÐ undanförnu hefur vantáð mjög tilfinnanlega kennslubók handa barnaskólum. í sögu ís- lands eftir 1874, íi-amhald af kennsliujbókumi Jónasar ‘Jóns- sonar. Á þeirri tæp.u öld, sem liðin er síðan 1874, hefur þó ísland orðið algerlega nýtt land í mörgum skilningi. Bylting hefur orðið í atvinnuháttum, lífskjörúm fólksins í landinu og á flestum. sviðum menningar. Fólkinu frá þjóðhátíðarárinu mundi finnast það vera kómið á aðra stjöriiu, ef Það gæti litazt um á íslandi nútímans. Það er ekki auðvelt verk að lýsa í stuttu iriáli þessu tima- bili umróts og atvinnubylting- ar í sögu íslendinga svo að að- gengilegt sé fyrir börn og ung- Jinga. Slíkt er ekki á annarra færi en þeírra, sent eru þaul- 'jcunnugir’hinni margþættú sögu tímabilsins og kunna þar að greina aðalatriði frá aukaatrið- um, kjarnann frá hisminu. Og ti] þess að semja góða kennslu- bók af þessu tagi þarf einnig mikla reynslu í kennslustörf- um. Sennilega hefði verið vand fundinn hæfári maður til þessa starfs en Þorsteinn M. Jónsson, fyrrverandi skólastjóri. Hann er sögumaður mikill og hafsjór af fróðiéik og hefur sjálfur tek- ið virkan þátt í mörgum atburð um á síðari hluta Þessa tíma- bils. Hann sat á þingi um skeið og var í sambandslaganefnd- inni 1918. Og hann hefur ára- tugum saman kennt sögu í ung lingaskóla og þótt frábær kenn. ari. Eg er að vísu illa dómbær á kennslubækur og kennsluað- ferðir í barna og unglingaskól- lum. En ekki fæ ég betur séð en að þessi bók sé mjög glöggt og greinagott yfirlit um þetta mik- ilvæga tímabil í sögu íslands. Frásögnin er látlaus og.einföld, en þó hvergi þurr..,. Glöggar mannlýsingar eru dregnar meö fáum. og einföldum dráttum og víða nieði ágætúm, t. d. lýsing-- in á Try.ggva Gunnarssyni.. Og foókin veitir fræðslu um ótrú- ;lega mörg ati’iði í sögu íslenzks atvinnulífs, stjórnarfars, félagn mála og .mennirigar. Ég á eríitt með að trúa öðru en að áhuga • sömum nemendum þyki vþéssl bók skemmtileg, og hún ef í líf- rænum tengslum við það .unv hverfi, sem. þeir lifa og hrærást í nú í dag. Hun er í senn sagn og þjóðfélagsfræði. Eftir í-S- hafa lært þessa bók, fær nei»- andinn allt annan og gleggrv skilning á fjölmörgu í samtíS sinni og skilur betur samfoand þess við fortíðina. ; Bókin er prýdd f jölda mynda eins og sjálfsagt er um bæk'oi* af þessu tagi. Með þessari foók hefur Þo®s4ei-nnv. M. JéhsSon. bætt úr brýnni þörf og leyst vandasamt verk vel af hendi. Ó. s

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.