Morgunblaðið - 13.08.1977, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.08.1977, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. AGUST 1977 11 Sýning Hreins Friðfinnssonar Gallerí Sudurgata 7 Brezka sýningin: Leidrétting Um þessar mundir sýnir Hreinn Friðfinnsson nokkur verk sín á hinum nýstofnaða sýningarsal er, hlotið hefur nafnið Gallerí Suðurgata 7. — Hreinn er einn þremenning- anna íslenzku í Amsterdam er þar hafa dvalið um árabil og unnið sér nafn, svo sem kunn- ugt er af fréttum, og voru þeir ásamt Þórði Ben. Sveinssyni í Dusseidorf m.a. valdir af Pontus Hultén, framkvæmda- stjóra Pompideu- menningarmiðstöðvarinnar í París, til að sýna þar þegar sú stofnun var opnuð með mikilli viðhöfn fyrr á árinu. Það ætti þvi að teljast nokkuð viðburður í listlífi okkar er Hreinn treður upp með sýningu. Ég skrifa „treður upp“ því að sá angi nútímalistar sem Hreinn og félagar aðhyllast getur talizt samruni margra eðlisþátta lista og er ósjaldan meira leikur og sviðsmyndir úr tilverunni í kringum okkur en að það eigi skylt við hugtakið málverk. Ég tel rétt að geta þessarar sýningar að nokkru, — vekja á henni athygli þótt ég sé hættur að geta hinna minni sýninga að sumarlagi. Gagnrýnendur verða að eiga sitt sumarfrí eins og aðrir, og svo sem ég hef áður sagt mun ég einungis rita um hinar viða- og umfangsmeiri listsýningar yfir sumarmánuð- ina i framtíðinni og þó bundið því, að ég sé staddur i sjónmáli þeirra atburða. Þessi sýning Hreins er hvorki stór né umbrotamikil og mun viðaminni en t.d. sýning hans í Gallerí StJM fyrir þrem árum er allmikla athygli vakti meðal listfróðra og undirritaður fjall- aði um hér i blaðinu. Um ieið grípur þessi sýning ekki áhorf- andann á sama hátt og hin fyrri að því leyti að hún veldur minni heilabrotum hjá skoð- endum og nýtur sin ekki jafn- vel og sýningin i SUM. Sennilega er það hárrétt, sem listamaðurinn hefur látið hafa eftir sér, ,,að húsið sjálft hefur kannski of sterkan karakter". Mér finnst húsnæðið allt minna á Konsept- listaverk i sjálfu sér og sem slikt ekki einungis undirstrika heldur og einnig keppa við samskonar sýningar einstaklinga. A.m.k. finnst mér sýning Hreins ekki mikil né úr- skerandi viðbót við sjálft hús- næðið. Ég hefði óskað eftir stærri og áhrifameiri sýningu af hálfu Hreins Friðfinnssonar og ég álít einnig að hún gefi ekki rétta mynd af hæfileikum þessa listamanns. Það er þó fengur að því að fá slikt hingað í hjara veraldar og ósköp væri ánægjulegt að fá yfirlitsgóða sýningu fjórmenninganna, er sýndu i París, hingað til lands- ins i náinni framtið. Gallerí Suðurgata 7 hefur nú starfað í nokkra mánuði og standa að því ungir áhugasamir einstaklingar, sem annað hvort eru nýkomnir úr listaskóla eða eru enn við nám. Allt er gott að segja um hugmyndina sem býr að baki, en hún mun vera „að gefa almenningi kost á að fylgj- ast með því sem er að gerast í sem næst núinu, en ekki geymsla rykfallinna hug- mynda“. Hér er sá hængurinn á að enginn einstakur, engin stofnun né land hefur „patent" á þvi hvað telst nútímalist hverju sinni og gildar hug- myndir í myndlist rykfalla ald- rei, sem sést af því að mynd- listamenn eru stöðugt að leita aftur í aldir að fersku mynd- efni ekki siður en í nútímann. Það gustar að visu nokkuð af orðhákum er skipa sig sjálfa í öndvegi sem vaxtarbrodda íslenzkrar myndlistar í dag og hefur maður alla samúð með slíku sjálfstrausti og vonar að þeir hafi eitthvað tii síns máls — um það sker framtíðin úr. 1 sjálfu sér eru allir ungir lista- menn þeir vaxtarbroddar er hinir eldri félagar þeirra vænta að séu opnir fyrir nýjum og ferskum hugmyndum og fylgi þeim einarðlega eftir. Ungir menn vilja líka ósjaldan falla í gryfju rétttrúnaðar i listum ekki siður en i pólitik og um slíka gildir nákvæmlega hið sama og aðra rétttrúnaðarsöfn- uði að þeir loka dyrunum að sér og gera hróp að þeim er ekki eru sömu skoðunar sem séu þeir, „óhréinir", — og þá jafn- framt dæmdir til útskrúfunar og glötunar að eilífu... Sá framsláttur hinna ungu manna „að Listasafn Islands sniðgangi nútimalist" er ekki alkostar réttur en það er hins- vegar rétt það það sniðgengur þá anga nútimalistar er þeir sjálfir eru bergnumdir af þessa stundina. Annars má ýmislegt gagnrýna varðandi starfsemi Listasafnsins og rétt er það að safnráð fylgist ekki nægilega vel með öllu sem er að gerast í listalifi borgarinnar. Kemur ekki á allar sýningar — og það sem verra er þá virðist það hafa á stundum ákveðið fyrirfram og að sýningunum ósköðuðum hvort kaupa eigi verk eða ekki. Slik vinnubrögð eru mjög ámælisverð að ekki sé fastara að orði kveðið. En vel á minnzt þá hefur Ríkislistasafn öðrum og um margt ólíkum skyldum að gegna en t.d. Borgarlistasafn Nlyndllst eftir BRAGA ÁSGEIRSSON og að ekki sé minnzt á Nútíma- listasafn. Astæða er til að óska aðstand- endum sýningarsalarins Gallerí Suðurgata 7 velgengni og saln- um langlifis og að þeir verði áfram ómyrkir i máli i blaðavið- tölum. Ég vil sérstaklega fagna því að þeir hyggja á útgáfu tímarits og vil í þvi sambandi minna á að ekki hafa öll slík timarit „farið á hausinn“. Per- sónulegar ástæður munu t.d. hafa valdið því að Birtingur hætti að koma út og ljóst mun vera að slikt tímarit á að geta borið sig fjárhagslega hérlendis hafi það yfir sér nokkra breidd og túlki ekki einstrengingsleg- ar, niðþröngar skoðanir i listum og pólitík ... Mig langar að lokum að koma með leiðréttingu varðandi skrif mín um brezku sýninguna að Kjarvalsstöðum. Aóalsteinn Ingólfsson, einn af aðstandend- um sýningarinnar, hefur vikið þvi að mér að það hafi ekki verið rétt „að Serpentine gallerí“ taki 40% þóknun af seldum verkum. Galleríið, sem er á vegum Menntamálaráðu- neytisins brezka, tekur enga söluþóknun né umboðslaun. Mér þykir mjög leitt að hafa farið með villandi heimildir en þetta sögðu mér menn er ég áleit ekki ástæðu íil að véfengja. En fróðlegt þætti mér að vita hver eða hverjir koma slíkum sögusögnum af stað því að hér er um ljótan og löður- mannlegan leik að ræða. Annað mál er að myndverkin á sýning- unni voru merkilega lágt verð- lögð og þetta þótti því trúleg skýring... Myndlistarþankar Höfum opnað stóran að Grensásvegi 11 Opið 9—19 alla virka daga, nema laugardaga 12—19. Fjórir vanir sölumenn. Grensásvegur Skeifan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.