Morgunblaðið - 13.08.1977, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.08.1977, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. AGUST 1977 Elzti borgarinn á Þórshöfn er Hólmfríður Sveinbjörnsdóttir, 87 ára gömul. Hún býr í litlu húsi á dálitlum túnskika ofanvert í plássinu. Sonarsonur hennar Agnar hefur alla tíð búið með ömmu sinni. Hólmfriður er hress til líkama og sálar, hugsar um heimilið, gengur í heyskap á sumrin og annast hænurnar sín- ar. Og finnst þaðekki umtalsvert. Þegar ég nálgast húsið sé ég hvar spígsporar í áttina til mín hvítur hani, tilkomumikill, ýfir fjaðrirnar og ygglír sig dólgslega. Ég hafði heyrt af þessum hana sagt, hélt það væru þingeyskar ýkjur að hann ætti til að gogga í gesti sem að garði bæru. Ég ákveð að láta eins og ég taki ekki eftir hananum. Halda bara mínu striki, æðrulaus. En þvi nær sem ég gekk — og hafði hægt á göngunni — því meir nálgaðist haninn og hljóðið i honum varð æ rostafengnara. Herskár hani á hlaðinu Ég gerði tilraun með að hreyta í hann skætingi, hann lét ekki spekjast við það að heldur, en ýfði fjaðrirnar svo ákaflega að þær stóðu allar út í loftið sem í stórviðri væri Þegar hér var kom- ið sögu og allar bjargir virtust bannaðar sá ég heimilishundinn gægjast fyrir hornið. Varð því fegnari en frá megi segja og kvaddi hann samstundis mér til bjargar. Við hann þorði herskái haninn ekki að etja kappi svo að mér tókst að skáskjóta mér inn í húsið án þess til tíðinda drægi. Hólmfríður og Agnar. Litió inn hjá elzta var byrjaður að ræsa fram. Ann- ars var mikill engjaheyskapur hjá okkur þar sem víðar á þeim tíma. Kom einu sinni til Reykjavíkur og var þar sem stytzt — Ég hef alltaf kunnað bezt við mig I sveitinni. En ég verð að sætta mig við að vera hér á Þórshöfn — og sosum ágætt — þegar ég er orðin svona gömul og ónýt. Þó hef ég haldið heilsu, maður má ekki vanþakka það. En ég festi yndi á Hrollaugsstöðum, ég hef eiginlega hvergi átt heima nema þar. . . — Jú, ég hef einu sinni korrvð til Reykjavíkur. Þar borgara Þórshafnar — Jú, hann er dálítið illur, hanaskömmin, segja þau Agnar og Hólmfriður. — Hann lætur svona við fólk sem hann þekkir ekki. Maður þarf að passa upp á hann. Svo er mér boðið til stofu og Hólmfriður virðist ekki hafa mikið fyrir því að snara á borðið góm- sætu meðlæti, pönnukökum, kleinum, randalínum Og kaffi sem hún var að enda við að mala i kvörninni sinni gömlu og góðu. Hólmfríður bjó lengst á Hroll- augsstöðum, sömu megin á Langanesinu og Skálar, en vest- ar. Fyrst kom hún þangað í hús- mennsku Undir lokin hafði Vil- hjálmur sonur hennar keypt jörð- ina en varð að flytja vegna heilsu- brests. Þá fóru þau Hólmfríðurog Agnar einnig í burtu og settust að á Þórshöfn. Agnar stundar þar alla algenga vinnu og svo á hann trillu. Nei, hvað ætli hafi verið nema þetta daglega líf. . . — Á minni tíð var búið á hverri þúfu á nesinu, segir hún. — Og stundaður sjór með bú- skapnum. Þá gekk fiskur næstum upp í landsteina og þetta var búbót til innleggs. Að ógleymd- um fuglinum. En hvergi nema á Skálum var þó umtalsverð út- gerð. Á Hrollaugsstöðum var lengst af torfbær, en Vilhjálmur byggði upp síðustu árin. Hann flutti hús frá Skálum og það stendur enn. Skálar hefðu aldrei farið í eyði, ef ekki hefði verið vegleysan. Bretarnir vildu byggja veg upp á Kambana en við vild- um víst ekkert samneyti hafa við þá. Og svo stóð þetta stutt hjá Bretanum og Ameríkaninn var aldrei þarna í stríðinu. Nei, hvað heldurðu að hafi verið um að vera á Hrollaugsstöð- um. Ekki neitt. Ekki nema þetta daglega líf. En þar var hlýlegt og ég festi yndi. Langtum skýlla þar en á Skálum. Bærinn stóð efst á sjávarkambi, svo að maður varð að fikra sig gætilega eftir einstigi þegar farið var í húsin. En fólk þekkti á þetta og aldrei urðu nein slys. Allt urðum við að sækja út að Skálum, þá var ekkert á Þórs- höfn. Margt breyttist á nesinu, þegar fór að halla undan fæti á Skálum. Þó var ein fjölskylda eftir um tíma. En verzlun fór og útgerðin lagðist af. Og þar með var allt dautt. — Við höfðum aldrei stórbú á Hrollaugsstöðum, en Vilhjálmur vildi ég nú vera sem styzt. En ég varð að fara út af augunum á mér. Hann þurfti að skera í þau hann Kristján Sveinsson. Það er nú meiri hjálparhellan. Gerði allt sem hann gat til að hjálpa mér, fyrst með augað og svo skildi hann að ég vildi komast heim sem fyrst og var boðinn og búinn með sína aðstoð. Ja, sá maður fær áreiðanlega sent mikið af góðum hugsunum. . . Móðir hennar varð 102 ára — Við erum með nokkrar skepnur hérna. Þó er ekki gott að hafa skepnur í þéttbýli. Það er ekki vel séð. En við erum með rúmlega fimmtíu kindur, nokkrar hænur. Svo rær Agnar á trillunni, en það er nú einkum á sumrin. Þetta er ágætis búskapur. Ef maður bara heldur þessari heilsu. Mamma mín varð nú 102 ára og var við hestaheilsu lengst af. Og ekki lifði hún neinu flottlifi. Það var nú eitthvað annað. Ég er fædd í Hólsgerði og ólst þar upp til sextán ára aldurs. Við vorum sjö systkinin. Afkoman var léleg — mátti ekki öllu verri vera. Foreldrar mínir eignuðust aldrei neitt — voru leiguliðar, áttu þessi börn, nokkrar kindur og eina belju. Það var ekki hugsað hærra þá. Ég fór í vinnu strax og ég gat og nítján ára kom ég á Nesið og réði mig að Ytra Lóni. Maðurinn minn heitinn var Magnús Guð- brandsson og hann var fæddur á Hrollaugsstöðum. — Við byrjuðum okkar bú- skap á Skálum í kringum 1911. Við vorum bara í gömlum bað- stofuræfli, en við vorum okkar eigin húsbændur. Magnús stund- aði nær eingöngu sjó. Síðan vorum við á ýmsum stöðum á Nesinu, i Kumlavík, Fagranesi og Hrollaugsstöðum. Við vorum ný- komin þangað i seinna sinnið þegar Magnús dó. Fer á þorrablótið til að hlusta á Óla á Gunnarsstöðum — Nei, ég hef aldrei verið fróð í bækur. Vil ekki sjá þær. Ég vildi bara vera i verkunum. Það þótti ekki í frásögur færandi að menn ynnu. Og aldrei fann ég fyrir einangrun. Hér vinn ég ýmis verk, á heimilinu, skrepp i hey- skap. Nú og svo fer ég á þorra- blótið á veturna, þó ekki væri til annars en að heyra í honum Óla á Gunnarsstöðum. Hann er skemmtilegur maður og tuldrar ekki í bringu sér það sem hann vill sagt hafa. — Ég horfi ekki á sjónvarp. Aldrei nokkurn tíma. Það er meiri glæpasálin í því tæki. Agnar horf- ir á þetta. Útvarpið er betra. Ég hlusta á veðrið og ég hef gaman af fallegum lögum. Og sögum sem eru á íslenzku og maður getur eitthvað botnað í. — Víst var oft gestagangur þegar allt var í byggð á Nesinu og síminn ekki kominn. Gesta- gangurinn snarminnkaði þegar síminn var lagður. Ég var aldrei mikið fyrir að tala í síma. Ég fór heldur ekki á hestbak, nema sem minnst. Aftur á móti var ég létt á fæti hér áður og vildi fara minna ferða hlaupandi. En ég hleyp nú vist ekki langt úr þessu. AMmfSaiufc wiíweiuiMz- Textiog myndir: Jóhanna Kristjónsdóttir í þessu litla húsi ofanvert á Þórshöfn búa þau Hólmfriður Agnar- Haninn hvíti sést við húsið og býr sig undir aðgerðir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.