Morgunblaðið - 13.08.1977, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.08.1977, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. AGUST 1977 ORKA & TÆKNI eftir VALGARÐ THORODDSSEN Skip án stýris Dönsk skipasmiðastöð lauk nýlega smíði all nýstárlegs skips fyrir norskt skipafélag. Hér er um að ræða vöruflutn- ingaskip, þar sem aðaláherslan er lögð á góða hagnýtingu til flutninga á bifreiðum, flutn- ingavögnum og vörum í gám- um. Það þótti vel hafa tii tekist á því sviði, miðað við stærð skips- ins, en jafnframt var vélbúnað- ur og skrúfur þannig hannaðar að ekkert stýri þarf á skipið. Skipið er frekar lítið, 1830 DW tonn, 1117 brútto reg. tonn, en ganghraði all mikill, eða 15 sjóm.. Lengdin stafna á milli er 93,2 m., breiddin 14,8 m. og hæð upp að efsta dekki 8,9 m.. Vélar skipsins eru tvær, 2400 hestöfl hvor. Skrúfuna má stilla á ýmsa vegu, snúa um lágréttan ás, en auk þess 360 gráður um lóðrétt- an ás sinn, en við þennan búnað má komast af án stýris. Það getur lestað 56 flutninga- vagna á tveimur dekkum ásamt 35 fólksbilum, — eða 23 flutn- ingavagna og samtímis 116 stk. af 20 feta gámum. Skipið verður fyrst um sinn í förum milli Florída og Venesú- ela. Nýstárleg orku- vidskipti milli Norðurlanda Mikið fjaðrafok var í siðustu þingkosningum i Sviþjóð um byggingu kjarnorkuvera þar I landi. Þeir sem voru á móti byggingu slíkra orkuvera sigr- uðu, en þegar þeir voru teknir við stjórn landsins, bitu þeir i súra eplið og samþykktu kjarn- orkuverin. Nú er framleiðsla þessara orkuvera orðin útflutningsvara Sviþjóðar, og hvað meira er — útflutningsvara til hins orku- auðuga Noregs. Svo sem kunnugt er fá Norð- menn alla sina raforku frá vatnsorkuverum, og hefur það- an fengist ódýrust raforka, sem til þekkist. Margt kemur þó til, sem veldur þvið að Norðmenn eiga erfitt um vik að virkja fleiri vatnsföll til ódýrrar raf- orkuvinnslu, og enn hefur það valdið erfiðleikum að úrkoma til fjalla hefur verið mjög lítil á liðnu vori og í sumar — vatns- orkuverin vantar vatn — eða réttara sagt vatnsgeymana upp á hálendinu skortir forða til vetrarins. Það varð þvi að ráði að Norð- menn föluðust eftir raforku frá Svíþjóð, til notkunar í sumar, en geyma sér orku fjallavatn- anna til vetrarins. Sviar tóku slíkum viðskiptum fegins hendi, því raforkunotkun er minni að sumri til en að vetri, og gátu þeir með sölunni til Noregs, bætt hagnýtingartíma sinna kyndistöðva, en þar mun- ar mest um kjarnorkuverin varðandi hagkvæmni við stöð- ugt jafnt álag. Að undanförnu hafa þessi viðskipti numið að jafnaði um 300.000 kw, en norsku ríkisraf- veiturnar greiða fyrir þetta ríf- lega 300.000,- n.kr. á dag, en það samsvarar um 11 til 12 milljónum ísl. kr. á dag. Stýrislausa skipið, Nopal Sea. Stærsta kjarrÞ orkuver Norður- landa, Ringhals í Svíþjðð, 1600 MW. í byggingu stækkun um 1800 MW. Sitt af hverju Almennt er talið að Norð- menn séu nú komnir í þá að- stöðu í raforkumálum sínum, að töluverð verðhækkun sé þar á næstu grösum. Norsk Hydro hitar hús í Danmörku Norska fyrirtækið Norsk Hydro var um árabil mest þekkt fyrir framleiðslu á til- búnum áburði, og byggðist sú framleiðsla að verulegu leyti á ódýrri raforku. A hinum síðari árum, sérstak- lega eftir lok síðari heimsstyrj- aldarinnar, hefur fyrirtækið fært mjög út kvíarnar á öðrum sviðum. Meðal annarra verk- efna Norsk Hydro er þátttaka i olíuborunum undan ströndum Noregs og efnavinnsla úr olí- unni. Fyrir skömmu hefur Norsk Hydro hafið oliusölu beint til notenda i Danmörku, og hefur nú náð undir sig 6% af allri húshitunarolíu þar í landi. Upplýsingastjóri fyrirtækisins telur góðar horfur á aukinni sölu, það sem náðst hafi sé að- eins byrjun, en ætlunin sé að taka einnig upp sölu á bensíni. Hann segir það stefnu Norsk Hydro að leggja aðal áhersluna á markaðinn á Norðurlöndum, og upplýsir að á árinu 1976 hafi fyrirtækið selt olíur til Svíþjóð- ar fyrir 1440 M.n.kr. (53.000 milljónir ísl.kr.) og selt til Dan- merkur fyrir 1670 M.n.kr. (64.000 milljónir ísl. kr.) Raforkuverð í Bandaríkjunum Á árinu 1976 var framleiðslu- yerð raforku í Bandarikjum Norðurameríku að meðaltali þetta, miðað við núverandi gengi gjaldmiðils: I kjarnorkuverum 2,95 kr. hver kWst. 1 kolakyntum orkuverum 3,55 kr. hver kWst. í olíukyntum orkuverum 7,09 kr. hver kWst. 1 kola- og olíukyntum orku- verum 4,53 kr. hver kWst. Hér er ekki minnst á vatns- orkuver, enda er raforkufram- leiðsla þeirra i Bandaríkjunum lítill hluti heildarframleiðsl- unnar. Við þennan samanburð kem- ur fram að kjarnorkuverin eru snökktum ódýrari i rekstri en önnur orkuver, en þó er aðgæt- andi að hagstætt verð þeirra fæst aðeins þar sem hægt er að hagnýta þau meðfullum afköst- um í mjög langan tíma á ári hverju. I bandaríkjunum ber lítið á andstöðu gegn byggingu kjarn- orkuvera, ólíkt þvi sem er í ýmsum Vestur-Evrópu löndum, svo sem þekkt er frá V,- Þýzkalandi, Frakklandi og Sví- þjóð. 1 lok ársins 1976 lét þekkt stofnun í Bandarikjunum fram fara skoðanakönnun um þetta mál. Atkvæðin féllu þannig að 61% voru fygljandi aukningu kjarnorkuvera, en 22% á móti. Til samanburðar við raforku- verðið i Bandarikjunum má geta þess að söluverð raforku frá íslenskum vatnsorkuverum, miðað við afhendingu beint frá mannvirkjum orkuveranna, var á árinu 1976 um það bil 2,45 kr. hver kWst. Hér er um að ræða meðalverð án stóriðju. .Stærsta vatnsorkuver heimsins, Grand Coulee, við landamæri Banda- ríkjanna og Kanada. Hver vélasamstæða 1000 MW. 1 undirbúningi er stækkun stöðvarinnar í alls 10.000 MW. (Saman- , burður: Landsvirkjun f jok 1976 um 330 MW).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.