Morgunblaðið - 03.09.1977, Page 7

Morgunblaðið - 03.09.1977, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1977 Að skýla sér bak við verka- fólk Björgvin Sigurðsson. formaðar Verkalýðs- og sjómannafélagsins Bjarma á Stokkseyri, sendir Morgunblaðinu tóninn i blaðagrein í gær og telur, að skrif blaðsins um atvinnumál á Eyrar- bakka, Stokkseyri og Þor- lákshöfn sýni kaldar kveðjur í garð verkafólks í fiskvinnslustöðvum i þessum byggðarlögum og segir siðan: „I þessum leiðara Morgunblaðsins er þvi slegið föstu, að upp- sagnir verkafólksins I þessum þorpum og lokun frystihúsanna sé sök fisk- vinnslufólksins." Hér staðhæfir Björgvin Sigurðsson, verkalýðsfor- ingi, að Morgunblaðið hafi sagt lokun frystihúsa á þessum slóðum „sök fiskvinnslufólksins". Ekk- ert er fjær sanni og þessi verkalýðsforingi getur hvergi fundið þessum orð- um sínum stað i skrifum Morgunblaðsins. Hins vegar er þessi fölsun hans á ummælum blaðsins dæmigerð fyrir það kjark- leysi, sem einkennir af- stöðu of margra verka- lýðsforingja, þegar vanda ber að höndum og lýsti sér glögglega í ályktun verkalýðsfélaganna í Ár- nessýslu, sem gerð hefur verið að umtalsefni hér í blaðinu. Hér er verkalýðs- foringinn nefnilega að reyna að skýla sér á bak við verkafólk. En hinir al- mennu félagsmenn verka- lýðsfélaganna eru eitt og foringjar þeirra annað. Staða verka- lýðsforingja Viða i hinum vestræna heimi, þar sem frjáls verkalýðsfélög eru starf- andi, hafa menn staldrað við stöðu forystumanna verkalýðsfélaga og þess skrifstofuveldis, sem byggt hefur verið upp i kringum þá. í dag eru verkalýðsfélögin með öll- um þeim digru sjóðum, sem þau hafa yfir að ráða og safnað er saman i sam- ræmi við kjarasamninga, lifeyrissjóðum, sjúkrasjóð- um, félagasjóðum og öðr- um sjóðum, orðin veru- legt fjármálaveldi jafn- framt þvi sem pólitisk áhrif þeirra eru geysileg vegna þess lykilhlutverks, sem þau gegna við ákvarðanir um kaup og kjör. Það er gjarnan svo, að sömu menn gegna for- ystuhlutverki i verkalýðs- félögum kannski áratug- um saman eins og titt er hér á landi og það þýðir, að geysileg pólitlsk og peningaleg völd færast i þeirra hendur. Þessum forystumönn- um verkalýðsfélaga tekst misjafnlega að halda nán- um tengslum við hina al- mennu félagsmenn og fé- lagsstarfsemi er mismun- andi mikil i hinum ein- stöku verkalýðsfélögum. Sem dæmi um þetta má nefna, að Verzlunar- mannafélag Reykjavíkur, sem er stærsta launþega- félag á landinu, hefur mjög öfluga félagsstarf- semi, upplýsingastarfsemi og fræðslustarfsemi. Mjög stór hópur félags- manna þess eru virkir þátttakendur i starfi Verzlunarmannafélagsins. Forystusveit þess er einn- ig mjög breið. Svo eru önnur verkalýðsfélög, þar sem félagsstarf semin er mun minni og má nefna sem dæmi i þvi sambandi Verkamannafélagið Dags- brún, sem i eina tfð var öflugasta verkalýðsfélag landsins og gegnir enn þann dag i dag lykilhlut- verki i kjarasamningum. En þar hefur félagsstarf smátt og smátt koðnað niður, þannig að draga má i efa, hversu sterk tengsl- in eru milli forystu þess félags og hinna almennu félagsmanna. Þegar allt þetta er haft i huga er væntanlega Ijóst, að verkalýðsforingi gegnir mjög mikilvægu hlutverki í okkar þjóðfélagi. Þau völd, sem safnað hefur verið saman í hendur ör- fárra forystumanna verka- lýðsfélaga bæði á hinu pólitíska sviði og í fjár- málum, eru gifurleg. Og það er fyrir löngu orðið tímabært að gerðar séu kröfur til þeirra manna, sem þessum störfum gegna i samræmi við það og þá ábyrgð, sem á þeim hvilir. Það eru viðhorf af þessu tagi, sem liggja að baki gagnrýni Morgun- blaðsins á forystumenn verkalýðsfélaganna í Ár- nessýslu, þegar þeir sendu frá sér yfirlýsingu um, að stöðvun frystihúsa i þeirra umdæmi væri rik- isstjóminni að kenna. Það er fáránlegt að ætla að slíkir menn geti skýlt sér á bak við félagsmenn i verkalýðsfélögum þeirra Þvert á móti er ástæða til að hvetja félagsmenn i verkalýðsfélögunum til þess að gera meiri kröfur á hendur forystumönnum sinum en tiðkazt hefur til þessa dags. Ein er sú krafa, sem launþegar og raunar þjóðin öll hlýtur að gera til forystumanna verkalýðssamtaka, hún er sú, að þeir i kröfugerð sinni hafi yfirsýn yfir alla þætti þjóðfélagsins og miði kröfugerð um kaup og kjör við slika yf irsýn en einblini ekki á einn þátt kjaranna, sem er krónu- tala launanna. Þegar svo er komið, að frystihús stöðvast, þrátt fyrir að mikill fiskafli berst á land og þrátt fyrir það, að verð- iag á erlendum mörkuðum er mjög hátt, hljóta starfs- menn frystihúsanna ekki sízt að beina spjótum sin- um að forystumönnum viðkomandi verkalýðsfé- laga og spyrja þá, hvernig á þessu standi, því að ábyrgð þeirra á þvi, hvem- ig komið er, er vissulega ekki minni en annarra og meiri en flestra. Jilesiöur á morgun GUÐSPJALL DAGSINS: Lúkas 10: Miskunnsami Samverjinn. LITUR DAGSINS: Grænn. Táknar vöxt. Einkum vöxt hins and- lega lífs. DOMKIRKJAN Messa kl. 11 árd. Séra Þórir Stephensen. NESKIRKJA Guðsþjónusta kl. 11 árd. Séra Frank M. Halldórs- son. DÓMKIRKJA KRISTS KONUNGS, Landakoti. Lágmessa kl. 8.30 árd. Hámessa kl. 10.30 árd. Lágmessa kl. 2 síód. Alla virka daga er lág- messa kl. 6 síðd., nema á laugardögum þá kl. 2 síðd. HATEIGSKIRKJA Messakl. 11 árd. Inga Rós Ingólfsdóttir leikur á celló. Organisti Hörður Áskelsson. Séra Arngrímur Jónsson. Arbæjarprestakall. Guðsþjónusta í Árbæjarkirkju kl. 11 árdegis. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. HALLGRtMSKIRKJA Messa kl. 11 árd. Ingunn Gísladóttir safnaðarsystir boðin velkomin til starfans í söfnuðinum. Hún flytur ávarp. Altarisganga. Séra Ragnar Fjalar Lárusson. LANDSPtTALINN Messa kl. 10 árd. Séra Ragnar Fjalar Lárusson. ASPRESTAKALL Messa kl. 2 siðd. að Norðurbrún 1. Séra Grímur Grimsson. GRENSASKIRKJA Messa kl. 11 árd. Organisti Jón G. Þórarinsson. Séra Halldór S. Gröndal. LAUGARNESKIRKJA Messa kl. 11 árd. Fermingarbörn, sem eiga að fermast í haust, eru beðin að koma í messu og tala við sóknarprestinn að henni lokinni. Sóknarprestur. ELLI- OG HJUKRUNAR- HEIMILIÐ GRUND Guðsþjón- usta kl. 10 árd. Séra Jón Kr. Isfeld prédikar. FÍLADELFlUKIRKJAN Safn- aðarguðsþjónusta kl. 2 síðd. Almenn guðsþjónusta kl. 8 siðd. Guðmundur Markússon. BUSTAÐAKIRKJA Guðsþjón- usta kl. 11 árd. Sr. Ólafur Skúlason. LANGHOLTSPRESTAKALL Guðsþjónusta kl. 11 árd. Séra Arelíus Níelsson. HJALPRÆÐISHERINN Helgunarsamkoma kl. 11 árd. Útisamkoma á Lækjartorgi kl. 4 síðd. Hjálpræðissamkoma kl. 8.30 síðd. KÖPAVOGSKIRKJA Guðsþjónusta kl. 11 árd. Séra Þorbergur Kristjánsson. KAPELLA St. Jósefssystra i Garðabæ. Hámessa kl. 2 síðd. HAFNARFJARÐARKIRKJA. Guðsþjónusta kl. 2 síðd. Altaris- ganga. Séra Sigurður H. Guðmundsson. FRlKIRKJAN í Hafnarfirði Guðsþjónusta kl.2 siðd. Séra Magnús Guðjónsson. GRINDAVlKURKIRKJA Messa kl. 11 árd. Sóknar- prestur. STOKKSEYRARKIRKJA Almenn guðsþjónusta kl. 2 síðd. Sóknarprestur. ODDAKIRKJA Guðsþjónusta kl. 2 síðd. Séra Stefán Lárus- sop. HALLGRlMSKIRKJA 1 Saur- bæ. Guðsþjónusta kl. 2 siðd. Altarisganga Séra Jón Einars- son. AKRANESKIRKJA Messa kl. 10.30 árd. — í dag, laugardag, syngur háskólakór frá Winni- peg i kirkjunni kl. 5 siðd. Séra Björn Jónsson. VANTAR ÞIG VENNU VANTAR ÞIG FÓLK ÞÍ AL'GLÝSIR l’M ALLT LASD ÞEGAR ÞL AL'G- LÝSIR í MORGLSBLAÐISL TILSÖLU FORD CUSTOM 1974 Ekinn 16.000 mílur. SÓLNING H.F. Smiðjuvegi 32—34, Kópavogi, simar 44880 — 43988. Farið á norræna lýðháskóla I Danmörku. DEN NORDISK-EUROPÆSKE FOLKELIGE HÖJSKOLE UGE FOLKEH0JSKOLE 6360 Tinglev. 6 mán. nóv.—april. Skólaskýrsla send. Norræn kennsla. Mörg valfög. Kynnist norrænum unglingum I skemmtileg- um skóla Myrna & Carl Vilbæk. Músikleikfimin hefst mánudaginn 1 9. sept. Styrkjandi fyrir konur á öllum aldri. Tímar í húsi Jóns Þorstéins- sonar. Kennari Gígja Hermanns- dóttir. Uppl. og innritun í síma 13022 Gígja Hermannsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.