Morgunblaðið - 03.09.1977, Page 8

Morgunblaðið - 03.09.1977, Page 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1977 Skemmtun til styrktar lömuð- um og fötluðum A MORGUN, sunnudaginn 4. sept., heldur Kvennadeild Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra kaffisölu í Sigtúni við Suðurlandsbraut kl. 2—6 e.h. Þar verður veizlukaffi á borðum, en skemmtiatriði annast brúðuleikhús Jóns E. Guðmunds- sonar og Sigríðar Hannesdóttur, hljómsveit Hauks Morthens, Ömar Ragnarsson og Magnús Ingimarsson. Einnig verður bingó. Spilaðar verða 6 umferðir, þar á meðal umferð til sólarlanda eftir eigin vali. Bingóið hefst kl. 5. Félagið hefur á undanförnum árum stutt Æfingastöðina við Háaleitisbraut og starfsemina í Reykjadal í ríkum mæli, og segir það sig sjálft að félagskonur hafa lagt mikla vinnu til þeirrar fjár- öflunar. Nú sem endranær treysti félagið á velunnara þess að leggja því lið og fjölmenna í Sigtún. — Til að forðast þrengsli er fólk hvatt til að mæta tímanlega. /nnilegar þakkir til allra þeirra er sendu mér hlýjar kveðjur á 75 ára afmælinu. Einar Olgeirsson. Vinningur er PHIUPS 26" litsjónvarpstæki meö eðlilegum litum frá heimilistæki sf að verðmæti kr 352.000 Smáauglýsingamóttaka í síma 86611 alla daga vikunnar kl. 9 22 nema laugardaga kl. 1012 og sunnudaga kl. 18-22 (6-10 e.h.) Einnig er tekið á móti smáauglýsingum á Auglýsingadeild VISIS Síðumúla 8 og í sýn- Allir þeir sem birta smáauglýsingu í Vísi, dag ana 26. ágúst til 11. september 1977, meðan sýningin Heimilið'77 stendur yfir, verða sjálf krafa þátttakendur I smáauglýsingahapp Smáauglýsing i Vísi er engin ingarbás Vísis á sýningunni Heimilið '77 Smáauglýsingin kostar kr. 1000,- Ekkert innheimtugjald. Ath. sérstakur afsláttur, ef auglýsing birtist oft. drætti Vísis. Eingöngu verður dregið númerum greiddra auglýsingareikninga, Dregið verður 15. sept 1977. sma auglýsing. sími 86611 Allt til heimilisins i smáauglýsingum Vísis ZEL Á leið í skólann Þótt barnið noti skðlabíi eða strætisvagn þarf að kenna því Hjálpið barninu að finna umgengni og skýra þær hættur, öruggustu leiðina í skólann. sem fylgja stórum bílum. Slysahæstu mánuðir ársins ganga í garð UM þessar mundir eru grunnskólarnir að taka til starfa og undan- farin ár hefur þessi tími eða haustmánuðirnir verið slysahæstu mánuðir ársins. Mörg börn eru nú í fyrsta skipti að fara frá sínu heimaumhverfi og þurfa c.t.v. að fara yfir miklar umferðargötur á Ieið til skóla sfns. Umferðarráð hefur gefið bækling er nefnist A leið í skólann og er honum dreift til foreldra. t bæklingnum er að finna ýmis heilræði og ábendingar um hættur í umferðinni, sem verða e.t.v á leið barnanna í skólann. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í Reykjavík slösuðust alls 130 börn í umferðinni á árinu 1976. Þar af urðu 15 slys í september og 17 í október. Þá slasast einnig árlega mikill fjöldi barna á reiðhjólum, alls 24 á árinu, þar af 4 f september og 4 f október. Vill Umferðarráð m.a. beina þeim tilmælum til foreldra að þeir láti börn sín ekki fara á reiðhjóli f skólann fyrr en þau hafa náð 10 ára aldri. Hér fara á eftir nokkur heilræði sem tekin eru úr bækiingnum A leið í skólann. TIL FORELDRA Börn eru að jafnaði f meiri slysahættu en fullorðið fólk. Þekkingar- og reynsluleysi getur verið ástæðan. Hlutverk okkar er að kenna þeim almenna varkárni. Við megum ekki gera umferðina ógnvekjandi í augum þeirra. Mjög er takmarkað hvað auka má sjálfstraust barns sem vegfaranda, ef þvf hefur aðeins verið kennt að hræðast hættur í umferðinni. Nauðsynlegt er að kenna einfaldar, góðar reglur varðandi umferðarmál. Útskýrið hvernig skal hegða sér. Við höfum e.t.v. einblínt á þær hættur sem börnum eru búnar, en vanrækt að upplýsa um rétta hegðun þegar hættulegar kringum- stæður blasa við. Gætið þess að barnið hafi nægan tíma til að komast í skólann. Hæfni barna til að stjórna reiðhjóli f umferð er mjög takmörkuð undir 10 ára aldri. Ef hættulegir eða varasamir staðir eru á leiðinni þarf að útskýra í hverju hættan er fólgin, og fylgið barninu fyrstu skóladagana. Börn gleyma fljótt reglum og ráðum. Athugið því kunnáttu barnsins öðru hverju. Gleymið ekki að gott fordæmi er mikilvægt. Til barn- anna \a, Þar sem engin gangstétt er: Gangið alltaf á móti umferð vinstra megin, eins nálægt vegarbrún og unnt er. Gangið alltaf á gang- stéttinni. Notið alltaf gangbrautir þar sem þær eru. Stansið, bíðið og lítið vel til beggja hliða áður en þið gangið yfir akbraut- ina. Forðist að ganga út á akbraut milli kyrrstæðra bifreiða. Ef þið neyðist til þess — sýnið þá sér- staka varúð. Veljið ör- uggari leiðina þótt hún sé lengri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.