Morgunblaðið - 03.09.1977, Side 11

Morgunblaðið - 03.09.1977, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1977 11 HEIMILIÐ ’77 Helga Þorkelsdóttir. „Ofninn er sjatf- hr einsandi’ ’ Rætt við Helgu Þorkelsdóttur hjá Bræðrunum Ormsson h.f. — ÞETTA fyrirtæki er gamalt, verður 55 ára á þessu ári, sagði Helga Þorkelsdóttir hjá fyrirtækinu Bræðurnir Ormsson h.f. — Við höfum öll hugsanleg heimilistæki til sölu, sjónvörp og útvörp auk ýmissa handverkfæra þ.e. borvéla o.þ.h. Við erum einnig með fólkslyftuumboð og umboð fyrir ýmis röntgentæki. Merkin sem við erum með eru margvfsleg, t.d. AEG, Bosch, Telefunken o.fl. — Nýjungar eru alltaf að koma og það nýjasta sem við kynnum hér á sýningunni er tölvustýrður bökunarofn, eina gerðin sem fæst hér á landi. Hann er útbúinn með helluborði, það eru engar eiginlegar hellur, einungis ein plata með hringlaga flötum sem hitna. — Þessi ofn hefur 120 „prögrömm", og eitt þeirra er sjálfhreins- andi þannig að hann brennir óhreinindin og er sjálflæstur á meðan það gerist, síðan er hægt að sópa öskunni út. Þetta tæki kostar um 730 þúsund krónur. Ofninn hefur einnig sjálfvirka klukku og timastilli. — Svo eru hér fjórar nýjar tegundir eldavéla, sú fullkomnasta með stálborði, klukku sem kveikir og slekkur á sér sjálf upp á sekúndur og er auk þess með vekjara, viftublæstri og er sjálfhreins- andi. Þessi gerð nefnist AEG FN-619 og er ekki alveg komin á markaðinn, en verður til i byrjun október, sagði Helga að lokum. Forstjóri hjá Bræðrunum Ormsson h.f. er Eiríkur Ormsson, en framkvæmdastjórinn er Karl Eiríksson. Bpmcu „Gamla hurðin fær nýtt útlit” Rætt vid Rögnu Hauksdóttur hjá Brúnás h.f. og Formco s.f. — ÞAÐ ER Brúnás h.f. á Egilsstöðum sem framleiðir Saturn klæðninguna en Formeo s.f. er framleiðslu- og söluaðilinn í Reykja- vík, sagði Ragna Hauksdóttir hjá Formco s.f. — Saturnklæðningin er plastklæðning, og hún er framleidd á innihurðir í alla ibúðina, og auk þess á eldhússkápa og skúffur, einnig á húsgögn og veggklæðningar. Þetta er sérstaklega gert fyrir skemmdar eða illa farnar hurðir, og fá þær þannig nýtt útlit. — Við höfum sjö litanúmer m.a. með viðaráferð og antikliti, formin á hurðirnar eru sex, en hægt er að breyta út af þvi á ýmsa vegu. — Þessi klæðning er flutt frá Bandarikjunum, og ein hurð kostar um 15 þúsund, mynztruð beggja megin og kantlimd allan hringinn. Afgreiðslufresturinn er um fimm til sjö vikur, þ.e. þessi tími fer í að gera „filmu“, en svo getur það tekið einn til tvo daga að setja á hurðina sjálfa, sagði Ragna að lokum. * -4 ■" m Ragna Hauksdóttir Mýrdalsjökull 300—400 metra þykkur, botn jökulsins kannaður Dagana 19. ágúst til 26. ágúst stóð Raunvísindastofnun Háskól- ans að rannsóknarleiðangri á Mýrdalsjökli. Meginverkefni leið- angurins var að prófa ný tæki til mælinga á þykkt jökla, sem smíð- að hefur verið á stofnuninni. Verkcfnið hefur verið kostað af Visindasjóði og með styrk frá Eggert V. Briem. Félagar úr björgunarsveitinni Víkverja í Vík aðstoðuðu við mælingarnar, segir í fréttatilkynningu frá Raunvísindastofnuninni. Hin nýju tæki teyndust vel og unnið var að könnun á landslagi undir hájökli Mýrdalsjökuls. Alls var botn jökulsins mældur á 65 km. Iangri leið, viða á hájöklin- um. Allgóð vitneskja fékkst um landslag undir jöklinum. Há- jökullinn er víðast 300—400 m. þykkur og hvílir þvi á frekar sléttum botni i 900—1000 m. hæð yfir sjó. Nokkrar hæðir rísa upp af sléttunni, 50 m. háar. Skörð, um 100 m. djúp, ganga út úr slétt- unni niður að Kötlujökli og Entu- jökli. í gegnum þessa hásléttu skerst hins vegar 200—300 m. djúpur dalur í stefnu NA—SV. Botn þessa dals er i um 700 m. hæð yfir sjó og yfir botni hans er um 650 þykkur jökull. Dalurinn er í stefnu Eldgjárinnar og nokk- uð nærri þeirri Kötlugjá, sem dr. Jón Austmann lýsti i lok Kötlu- goss árið 1823. Upptök Sólheimajökuls virðast ná inn í dalinn. Sjá mynd. Sigkatl- ar þeir, sem mynduðust við hlaup úr Mýrdalsjökli 1955, lágu um 1—2 km. SA af dalnum. Katla hefur verið talin liggja undir þeim stað. Þess skal getið, að gos í Mýrdalsjökli munu ekki ávallt koma upp á nákvæmlega sama stað. Mikla athygli vöktu sigdældir, sem sáust á yfirborði jökulsins. Slikar dældir myndast vegna bræðslu á jarðhitasvæðinu undir jöklinum. Þegar sigdæld hefur myndazt, kann svo að fara að bræðsluvatn nái ekki að rennafrá botni, en safnist í vatnsgeymi undir sigdældinni. Myndun sig- katla á Mýrdalsjökli er mjög at- hyglisverð, þvi að ástæða er til þess að ætla, að vatnsgeymar myndist undir jöklinum fyrir Kötlugos. Kötluhlaup nær mjög fljótt hámarksrennsli. A örfáum klukkustundum nær vatnsrennsli 100—200 þús. rúmmetra, að því talið er. Fldgos getur ekki brætt ís með þeim hraða. Því verður að telja, að við Kötlugos opnist fyrir vatnsgeymi. Óvist er hins vegar, hve löngu fyrir gos vatn safnast í Kötlukvos, hvort vatn safnast fyr- ir allan timann milli gosa eða nokkru fyrir gos vegna þess að jarðhiti vex í eldstöðinni. Mælingarnar á Mýrdalsjökli voru liður i víðtækum Kötlurann- sóknum Raunvísindastofnunar Háskólans. Stofnunin hefur sett upp jarðskjálftamæla umhverfis Mýrdalsjökul, fylgzt með breyt- ingum á efnasamsetningu jökuls- vatns frá Mýrdalsjökli, Sigurður Þórarinsson hefur stóraukið vitn- eskju um sögu Kötlugosa með öskulagarannsóknum. Leiðangur- inn á Mýrdalsjökul var fyrsta átak við könnun ábotni jökulsins. Stefna þarf að þyi að ljúka þeim mælingum fyrir næsta Kötlugos. Ennfremur þarf að fylgjast vel með breytingum á yfirborði jök- ulsins, einkum myndun sigkatla, fram að næsta gosi. Vonandi tekst með ofangreindum rannsóknum að vara við gosi í tima. An rann- sókna tekst það ekki. Mælingar á þykkt jökla á Is- landi eru skammt á veg komnar. Fjölmörg verkefni biða hins nýja tækis. Jöklar þekja um tíunda hluta landsins. Könnun á lands- lagi undir jöklum er mikilvægur þáttur i jarðfræðirannsóknum á Islandi. Kanna þarf eldstöðvar og jökullón, hvar ár renna undir jökli, hvar þær koma fram undan jökli, hvort jöklar gangi fram eða hopi. Slikar rannsóknir eru mikil- vægar þeim stofnunum, sem virkja og brúa jökulár. Vísindasjóður og Eggert V. Briem hafa staðið undir kostnaði við þröun og smiði mælitækjanna. Nú þegar verk þetta er komið á framkvæmdastig, er framhald þess komið undir fjárveitingum, sem það fær. Reynir þá á fjárveit- ingavald, en búast má við að þær stofnanir, sem vinna að vegagerð og virkjun jökulvatna, hafi áhuga á kortagerð af botni jöklanna. Baðskápar í geysimiklu úrvali Á sýningunni HEinilJD 77$ deild 10, kynnum við og sýnum framleiðslu okkar: Eldhúsinnréttingar, klæðaskápa, baðskápa og. sólbekki. KOMIÐ OG SKOÐIÐ - SJON ER SÖGU RIKARI Sýningartilboð — Greiðslukjör 10%við staðfestingu pantana -15% við afhendingu Afgangur á 4 fyrstu mánuðum ársins 1978. Gildir til 11. september. TRÉVAL AUÐBREKKU 55 KÓPAVOGI, SIMI 40800

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.