Morgunblaðið - 03.09.1977, Page 18

Morgunblaðið - 03.09.1977, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1977 Útgefandi Framkvsmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavtk. Haraldur Sveinsson. Matthlas Johannessen. Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn GuSmundsson. Bjöm Jóhannsson. Ámi Garðar Kristinsson. Afstaða mið- stjórnar ASÍ Verkaiýðssamtökin hafa tekið illa ábendingum Morgunblaðs- ins um, að áhrif þeirra á launakjör í landinu séu svo mikil, að þau geti haft nokkur áhrif á rekstrargrundvöll frystihúsanna. Miðstjórn Alþýðu- sambands íslands lítur þessar ábend- ingar Morgunblaðsins svo alvarleg- um augum (væntanlega vegna þess, að hún gerir sér grein fyrir þvi, að þær muni viða eiga hljómgrunn), að hún hefur sent frá sér sérstaka álykt- un, þar sem hún mótmælir „harð- lega þeim fullyrðingum, sem einstök *pólitisk málgögn hafa viðhaft i þá átt, að stöðvun nokkurra frystihúsa sé sök verkalýðssamtakanna . . . Hins vegar hefur Alþýðusambandið komizt að þeirri niðurstöðu, að ástæðan fyrir rekstrarvanda frysti- húsa, að svo miklu leyti sem hann sé raunverulegur, sé vanhæfni stjórn- enda fyrirtækjanna og rekstrarskil- yrði, sem stjórnvöld skapa frystiiðn- aðinum. Sem sagt: Alþýðusamband- ið telur, að það hafi engin áhrif haft á rekstrarskilyrði frystihúsanna. Talið er, að launakostnaður nemi um fjórðungi af rekstrarútgjöldum frystiiðnaðarins I landinu, og hrá- efniskostnaður, þ.e. fiskurinn, sem frystihúsin kaupa af fiskibátum og togurum, nemi um helmingi en i fiskverðinu er innifalið kaup sjó- manna. Það gefur því auga leið, að upphæð launa og fiskverð skipta sköpum um rekstrarafkomu. Tekjur frystihúsanna er ekki hægt að auka með nokkru ráði nema með tvennum hætti, í fyrsta lagi að afurðaverð hækki á erlendum mörkuðum, sem það hefur gert i ríkum mæli undan farin misseri, og i öðru lagi með gengisbreytingu. En jafnframt er tal- ið unnt að bæta rekstrarafkomu með endurskipulagningu, endurnýjun tækjabúnaðar, og jafnvel bættri nýt- ingu. Þegar þetta er haft í huga verður auðvitað Ijóst, að það er óþarflega mikil hógværð af hálfu Al- þýðusambands íslands að ætla, að það hafi engin áhrif á þau rekstrar- skilyrði sem atvinnuvegum lands- manna eru búin. í áratugi hefur það verið megin- stefna íslenzkra verkalýðssamtaka i kjarasamningum að ná fram hærri krónutölu launa, enda þótt verka lýðsforingjar hafi itrekað lýst ýfir þvi, að krónutalan ein skipti ekki öllu máli. Frá þessu eru þó nokkrar undantekningar, sem ber að virða og má þar nefna júnísamkomulagið 1964, samkomulagið um byggingar- framkvæmdir i þágu láglaunafólks 1965 og nokkur fleiri dæmi mætti nefna. í kjarasamningunum i vor var það yfirlýst stefna Alþýðusambands- ins að ná fram verulegri krónutölu- hækkun launa. Forsendan fyrir þess- ari stefnu var sú, að þeir erfiðleikar sem hafa gengið yfir þjóðfélag okkar á undanförnum árum með lækkandi verðlagi og öðrum búsifjum hefðu þrengt svo mjög hag launafólks, að þann vanda væri ekki unnt að leysa nema með verulegri hækkun krónu- tölu launa og voru út af fyrir sig nokkur rök fyrir þvi. En þá er alltaf spurning, hvar eigi að draga mörkin. Morgunblaðið er þeirrar skoðunar, að forystumenn verkalýðssamtak anna, sem hafa gifurleg áhrif á þróun efnahags- og atvinnumála, hafi of lengi komizt upp með að starfa á gömlum og úreltum grundvelli, að þeir hafi of lengi komizt upp með að þurfa ekki að taka tillit til annarra sjónarmiða en þeirra einna að tryggja félagsmönnum sinum sem mesta krónutöluhækkun launa. Al- þýðusamband íslands hefur i dag yfir að ráða hinum hæfustu sérfræðing- um á sviði efnahags- og atvinnu- mála, sem njóta trausts langt út fyrir raðir Alþýðusambandsins. Það verð- ur að gera þá kröfu til miðstjórnar Alþýðusambandsins, að hún leitist við að hafa yfirsýn yfir alla þætti efnahags- og atvinnumála, þegar hún tekur ákvarðanir um kröfugerð i kjarasamningum. Morgunblaðið lýsti þeirri skoðun sinni strax við undirskrift kjarasamn- inganna i júnimánuði sl., að þeir myndu leiða til stóraukinnar verð- bólgu í landinu vegna þess, að þeir væru umfram skynsamleg mörk. Þetta vita miðstjórnarmenn Alþýðu- sambandsins mæta vel. Þeir gerðu sér það fullkomlega Ijóst, þegar þeir knúðu fram gildandi kjarasamninga, að þeir myndu leiða til stóraukinnar verðbólgu og þeir töldu sig hafa tryggt hagsmuni umbjóðenda sinna i þvi sambandi með hinum hörðu verðbótaákvæðum samninganna. En það væri fullkomið ábyrgðarleysi af þeirra hálfu, ef þeir hafa ekki velt þvi fyrir sér, hvort kjarasamningarnir myndu leiða til stöðvunar atvinnu- fyrirtækja eins og nú er bersýnilega hætta á. Þar sem launaliðurinn er svo stór þáttur i útgjöldum frystihús- anna er auðvitað alveg Ijóst, að for- ystumenn Alþýðusambands íslands og aðrir forystumenn verkalýðssam- taka, hvaða stjórnmálaflokki sem þeir tilheyra, geta ekki firrt sig sín- um hluta ábyrgðar á þvi ástandi, sem kann að skapast i undirstöðuat- vinnugreinum landsmanna. Að visu væri ekki sanngjarnt að leggja alla sökina á herðar forystumanna verka- lýðssamtakanna, enda hefur Morgunblaðið ekki gert það. Þeir fengu t.d. dyggilegan stuðning frá nokkrum frystihúsamönnum, sem höfðu forystu um að sprengja samn- ingana upp og ættu þess vegna að geta skilið, að menn eru ekki tilbúnir til þess að kyngja i einu vetfangi tveimur mánuðum siðar yfirlýsingum um, að frystihúsin séu að stöðvast. Þegar litið er til þeirra röksemda, sem hér hafa verið settar fram. verð- ur mönnum væntanlega Ijóst, að það er timabært orðið, að verkalýðssam- tökin axli sinn hluta ábyrgðarinnar af þeim ákvörðunum, sem teknar eru í kjaramálum og hafa úrslitaáhrif á þróun efnahags- og atvinnumála. Það er ástæðulaust fyrir Alþýðusam- band íslands að bregðast illa við ábendingum um það. Þvert á móti ætti Alþýðusambandið að fagna því, vegna þess að i slikum ábendingum felst viðurkenning í þvi, að hlutur Alþýðusambandsins og verkalýðs- samtakanna í stjórn efnahags- og atvinnumála hljóti að vera mjög stór og kannski stærri en hann er i dag, sem ekki þarf endilega að vera vegna tregðu stjórnvalda til þess að viðurkenna þann hlut heldur einmitt vegna þeirrar neikvæðu afstöðu Al- þýðusambandsins, sem fram kemur i þeirri ályktun, sem miðstjórn þess hefur sent frá sér. Alþýðusambandið ætti þvert á móti að líta svo é, að á þvi hvili ekki aðeins sú skylda að semja um kaup og kjör heldur einnig að fylgjast með þvi og leggja sitt lóð á vogarskálamar til þess, að efna- hags- og atvinnulif þróist á þann veg, að frambúðarhagsmunir laun- þega verði tryggðir. Með sliku ábyrgu samstarfi rikisstjórnar og Al- þingis, Alþýðusambandsins og sam- taka vinnuveitenda er unnt að tryggja jafnvægi i efnahagslifinu. En ef þessi voldugu félagssamtök telja sig hafa þá skyldu eina að semja um krónutölu launa og vera síðan laus allra mála, leyfir Morgunblaðið sér að endurtaka það, að i þvi felst kjarkleysi, sem ekki hæfir verkalýðs- samtökunum og forystumönnum þeirra. VEIÐIÞA TTUfí JÓN HJARTARSON I Dýra- og fuglaveiðar voru allt fram á okkar daga forréttindi þeirra manna og þjóðfélags- hópa sem við mesta velmegun bjuggu á hverjum tíma. Konungar og aðalsmenn voru einhuga um að vernda þennan veiðirétt, sem þeir álitu sér- réttindi sinnar stéttar, og létu aldrei neinar hugmyndir um mannréttindi eða lífsafkomu smælingjanna rugla sig í þvi. Svo ævaforn er uppruni sportveiða, en þó hugmynda- lega svipaður viðhorfum veiði- manna i dag, að á lágmyndum Egypta og Assiriumanna má sjá hreinræktaða fuglahunda, sem voru brúkaðir þá eins og nú til að gera veiðiskapinn erfiðari og skemmtilegri, með þvi að reka fuglinn upp áður en hann var skotinn eða fálka sleppt á hann. Um uppruna íþróttarinnar að veiða lax og silung á stöng er minna vitað, þó margt bendi til þess að einnig hann sé gamall, svo sem hin fyrstu kunnu skrif sem hafa. varðveitzt um þetta efni og eru frá 15. öld, en þau eru einnig undarlega nálæg í viðhorfum sínum til aðferðar- innar sem er enn tíðkuð i öllum meginatriðum og í skáldlegri rómantik, sem svo mjög ein- kennir lífsgleði stangaveiði- manna. Veiðiforréttindi i þeirri mynd sem var, hafa nú, svo sem eðlilegt er, færzt til almennings með vaxandi velmegun. Þó svipar mörgu til þess sem áður var, því þeir menn sem eiga allt sem hugurinn girnist og geta látið hvaðeina eftir sér og keypt eftir þörfum sækja i sport- veiðar öðrum þjóðfélagsþegn- um fremur. Þessi tilhneyging bendir til að veiðar séu raunverulega sönn frístunda- gæði, sem maðurinn verði aldrei leiður á, og geti sízt látið á móti sér. Samt liggur það ofarlega í huga manna sem lifa við öryggi allsnægta og kviða hvorki svengd né klæðaleysi að veiðar, sem eru aðeins fri- stundagaman — ekki búskapar- leg nauðþurft — séu ósamboðn- ar þeirri virðingu sem okkur ber að sýna náttúrunni og gjöf- u'm hennar. — En þessi efa- semd er blendin, því við sjáum að veiðiástríðan hrífur jafnt góða menn sem grimma, og okkur grunar að sú fölskva- lausa lifsgleði og opinskái inni- leiki sem oftast prýðir veiði- félaga eigi sér rætur djúpt i afkimum mannssálarinnar. 1 þessum síðasta veiðiþætti sumarsins langar mig til að fjalla um þetta mál frá viðu sjónarhorni. II Sá heimur sem við byggjum er settur saman úr þremur hlutum eða kröftum. Jörðinni, sem við fengum til afnota, og þeim tveim sem við höfum búið bkkur til; hagsýslu og stjórn- sýslu. A frumstæðu þróunar- skeiði mannsins vinna þessir kraftar án þess að jafnvægi líf- keðjunnar raskist svo merkjan- legt sé, jafnvel þó til langs tíma sé litið, en þeim mun þróaðri sem þjóðfélög eru hefur áhrifa- máttur hagsýslunnar og stjórn- sýslunnar vaxið á kostnað hins fullkomna og upprunalega sam- ræmis í náttúrunni. Hin aug- ljósa ástæða þessa er sú, að jörðin er ekki takmarkalaus í gjöfum sinum, þó kostamikil sé, og orsakafylgni breyttra bú- skaparhátta og fólksfjölgunar, nýjar uppgötvanir i tækni og læknavisindum, sem leiða til enn meiri fólksfjölgunar og stórvirkara uppnáms jarðar- gæða, virðist óstöðvandi sem eins konar álög. Möguleikinn til afturhvarfs er ekki til í annarri mynd en fólksfækkun, en fram- þróun; grimmilegt kapphlaup nýrrar tækni og fólksfjölgunar. Þó þetta virðist svona og um- bylting siðustu mannsaldra styðji þá skoðun, færumst við yfirleitt undan að trúa þvi. Við nefnum gjarnan slíkar vanga- veltur svartsýnis- eða tortím- ingarhjal, bendum á lækkandi fæðingatölu margra evrópskra iðnríkja, möguleika nýrra orku- gjafa og fleiri og fleiri hugsan- legar eða ímyndaðar leiðir. En ótta okkar og kviða staðfestum við þó með vaxandi almennum áhuga á náttúruvernd og sifeilt áleitnari spurningum um stöðu mannsins sjálfs í tækniveröld nútímans og framtíðarinnar, því maðurinn hlýtur að vera sá miðdepill sem allt annað snýst um. Vistfræðin, eða frekar nátt- úruverndarfræðin, hagfræðin og stjórnfræðin eru þess vegna smám saman að verða að einni óaðskiljanlegri visindagrein, sem leitar markmiðum sinum jafnvægis innbyrðis, — manns- ins vegna, og framttðar hans vegna, i stað þess að fullkomn- ast hver í sína áttina. Hagfræð- in, sem fjallar um skortinn, eftirsókn manna eftir búskap- arlegum eða efnalegum gæðum og reynir að skilja þarfir mannsins, hvernig þeim má fullnægja, breyta eða jafnvel búa til nýjar þarfir, hefur víkk- að hugmyndafræði sina til þess að uppgötva í hverju velferð mannsins er fólgin og veilíðan ekki síður en velmegun hans. Stjórnfræðin hefur á sama hátt sett sér velferðarmarkmið, jafnframt öðrum þjóðfélags- verndarmálum, og vistfræðin, sem er yngsta fræðigreinin og sem af skiljanlegum ástæðum hefur þurft að einbeita litlum en vaxandi kröftum að náttúru- vernd, leggur með hverju árinu sem líður aukna áherzlu á manninn og þarfir hans fyrir land eins og þær voru í árdaga. Hagvöxtur hagsældarinnar vegna, stjórnmálalegar kvaðir þjóðaröryggis vegna, eða vernd- argirðing um land, friðlýsing og geymsla þess; allar geta þessar ráðstafanir verið nauðsynlegar Og réttmætar, jafnvel einar sér, en aðeins um stundarsakir, því sé til lengri tíma litið verður að meta gildi þeirra með öðrum markmiðum. — Þeim, sem vísa manninum leið til jafnvægis í samskiptum hans við jörðina, með stöðugri framþróun hans og lifsánægju. Það er svo margt sem við getum hvorki mælt né vegið, en er manninum augljós nauðsyn til sannrar lífsfylling- ar. Þessa hluti verður að meta eins og þroski og þörf krefur á hverjum tima, en vandkvæði þess dyljast í ólíkri gerð mann- fólksins, mismunandi uppeldi, menntun og ytri aðstæðum um- hverfisins. Lifsgleðin, hinn undursamlegi munaður að vera heill á sál og líkama og vænta hvers morgundags með til- hlökkun, er „himnariki“ þess- arar jarðvistar. Athafnir okkar á sviði stjórnsýslu og hagsýslu munu því aðeins uppskera lífs- gleðina fyrir alla menn, að þess- ar vísindagreinar vinni í fram- tíðinni sameinaðar með náttúr- unni og fyrir manninn. Heimspekingurinn Anaxa- gooras hélt því fram að maður- inn hefði orðið skynsamur af því að hann hafði lært að nota hendur sínar. Aristoteles sagði hins vegar að maðurinn hefði lært að nota hendur sínar af því að honum voru gefnar miklar gáfur. Hvor þessara hugmynda er réttari, eða hvort þær eru báðar rangar, vitum við ekki enn þann dag í dag, en sú efa- semd segir okkur einmitt ljós- lega hve maðurinn, uppruni hans og lif er mikil gáta. Þó er til annað sem er flóknara og erfiðara að skilja og er ef til vill ómögulegt að útskýra í sam- hengi, en það er eðli mannsins, eða hvatir hans. Þær hafa myndazt og mótazt í sífellu frá því hann varð til. Þroskazt eða horfið, breyzt og runnið saman við aðrar eðlishvatir. Þegar við reynum að einangra þær til þess að ná haldi á einhverju sem gæti leitt til aukins skiln- ings á okkur sjálfum, flokkum við þær stundum í ákveðin hegðunarmynstur, en áður en varir lendum við á ný í ógöng- um hins ókunna og dulda. Hvað við höfum fengið að erfðum frá þróunarsögulegum tíma, eða hvað þær hafa mótazt á þeim árum sem við höfum sjálfir lif- að, vitum við ekki, og ekki held- ur hve margar kynslóðir þarf til að mynda ósjálfráða, ómeð- vitaða eðlishvöt. Skilningsleys- ið verður algjört þegar þetta er sett í samhengi við jafn ein- falda og eðlilega spurningu sem; hvað verður um eðlishvat- ir sem aldrei fá útrás? Hverfa þær eða brjótast þær út á ein- hvern nýjan ókunnan hátt? Við getum athugað likamshluta okkar, t.d. höndina, og borið vöðva og beinabyggingu henn- ar saman við hendur og fætur annarra spendýra og skilið þróunarferil hennar. En hina andlegu hluti líkamans og hin- ar erfðu heila og taugastöðvar getum við ekki krufið á sama hátt. Við verðum að ímynda okkur umhverfi mannsins eins og það var og gizka á hvernig eðlishvatir hans urðu til og þró- uðust á óralöngum tíma forsög- MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1977 19 unnar og beita siðan saman- burðarfræðinni innbyrðis, í von um að finna ástæður hegðunar- tilhneyginga nútímamannsins. Við gefum okkur þær forsend- ur að frummaðurinn hafi þró- azt af söfnunarstigi til veiði- skapar. Lif hans var harðsótt og sem veiðimaður og kjötæta var hann sí og æ háður duttlungum veiðigæfunnar. Hætturnar leyndust við hvert fótmál. Flóttinn var hans bezta vörn. Öttinn og hungrið voru stöðug- ar fylgjur hans í hundruð þús- unda ára. Bani og annars bráð var hann i hringrás náttúru- valsins. Ofát, leti og heiguls- háttur voru eðlislægir þættir, hins nýja tíma á tækniöld, og maðurinn verður fórnarlamb lífsfirringar og leitar sér útrás- ar með auknum hraða, meiri hávaða og einhæfari hóp- skemmtunum. Hinn dugmikli harðsækni og ákafi einstakling- ur hnígur nú oft í valinn fyrir aldur fram, úr sjúkdómum kappseminnar. Sókn hans eftir efnalegum gæðum er taumlaus, án þess að hann verði þess var, því þarfirnar vaxa hraðar en möguleikinn til að svala þeim og öryggisleysi hins síbreyti- lega efnahagslífs, sem dæmir allar áætlanir rangar, allt verð- mætamat villu, og hverja ró- lega hugsun glatað tækifæri, sem vistfræðilegar aðstæður þroskuðu með honum til slíkrar fullkomnunar að hann varð smám saman herra umhverfis síns. Svo birtist hann skyndi- lega úr myrkri forsögunnar og rökkri ný-steinaldar og eignast sögu, sem borin saman við hans fyrra timaskeið er sem sekúnd- an á úrskffunni. Hvað hefur þessi þróunartimi skilið eftir í okkur? Að hvaða leyti erum við börn okkar tima eða menn eins og þeir voru fyrir tíu þúsund árum, hundrað þúsund árum? Skyldum við veita Kro-Magnon manninum nokkra athygli ef við mættum honum klæddum að nútima sið? Við þekkjum umhverfi dagsins i dag. Greinum ytri hættur þess og möguleika til lífs, en um okkur sjálfa vitum við harla litið, eða hvert við stefnum i raun og veru. Nú- timamaðurinn hefur myndað með sér þjóðfélög, misjafnlega þéttbýl eða þróuð, eins og við orðum það venjulega, en sem gjarnan þröngva honum til að hegða sér á ákveðinn hát’t, jafn- vel þótt það sé andstætt eðli hans. Ofát, leti og hugleysi eru lestir sem honum er stöðugt uppálagt að varast. Kviðann og óttann getur hann ekki flúið, því hvert á hann að fara. Hin stöðuga og eðlislæga varkárni frummannsins er orðin streita Ljósmynd: Rafn Hafnfjörð. breytir honum í einshuga drátt- ardýr, öryggisleysið virðist vaxa með auknu þéttbýli, og þar sem það fer saman með slakri stjórn fjármála, er það mest áberandi. Við Islendingar könnumst vel við öll streitueinkennin, en við höfum ekki viljað viður- kenna þau sem vandamál lið- andi stundar, að minnsta kosti ekki í verki, enn sem komið er. Þó er hugsanlegt að einmitt okkur sé hættara en öðrum ná- lægum þjóðum við streitu, vegna þess að núna er það í fyrsta skipti frá upphafi vega sem íslenzki kynstofninn býr við raunverulegt þéttbýli. Að leggja niður rótgróna og æva- forna lífshætti og stökkva á ein- um eða tveimur mannsöldrum inn í nýjar venjur og viðhorf, hlýtur að hafa í för með sér álag, sem brýzt út fyrr eða síðar í einhverri mynd. Slik stökk- breyting er meiri en hinn róm aði aðlögunarhæfileiki manns ins ræður við i einu vetfangi hvað þá heldur ef það er rétt sem margan grunar, að þver móðskufull seigla sé okkur Is lendingum eðlislægari en fljót huga aðlögunarhæfni. Að við höfum tileinkað okkut tækni nútímans og verið fljótir að læra af öðrum þróaðri þjóðum nýjar framleiðslu- og veiðiað- ferðir sannar hvorki eitt né neitt um hæfni einstaklingsins til að þola umskiptin, því slik innleiðing nýjunga er meira og minna sjálfvirk eftiröpun eða ófrávíkjanleg, hraðvaxandi at- burðarás þróunar. En hvort það er satt að Islendingar noti meira af taugalyfjum en nokk- ur önnur þjóð á norðurhveli jarðar, eða að þeir séu eyðslu- samari og skemmtanafiknari en eðlilegt má teljast, er spurning sem jafnvel sem spurning er raunveruleg aðvörun um óheillavænlega þróun. Sá lífs- flótti sem tiltækastur er og sem svo margir grípa til, birtist mjög oft í ásókn eftir vimugjöf- um, eða dulbýst eyðslusemi, aumkunarverðri skemmtana- fíkn eða iðjuleysi, sem þá er gjarnan nefnt hvild. Hin sanna ástæða er sú sem vandlegast er falin, óyndi mannsins og ótti við að vera einn. I hópnum liður honum bezt. Þar er allt sem hann þekk- ir og óttast ekki. Hávaði og hraði. Gleðilaus og slitinn með rótum frá uppruna sínum, nátt- úrunni og eðlishvötum, hverfur hann sem einstaklingur í fjöld- ann. A hverjum degi hnjótum við um dæmi þessara tilhneig- inga. Við sjáum þau í galla- buxnatisku unglinganna, sem vilja allir klæðast eins, — og hvernig hljómlist er notuð, t.d. á vinnustöðum. Iþróttirnar draga einnig dám af þvi sama. Fótboltavöllurinn er hring- leikahús tugþúsunda áhorf- enda, en íþróttasvæði 22ja leik- manna. Við sjáum þetta í drykkjuvenjum Islendinga, sem er réttnefnd hópathöfn eins og hún fer oftast fram, og í kaupvenjum ýmissa þjóðfélags- þegna. Tjald- og bílasamkomur á sumrin eiga litið sameiginlegt með hugmyndum okkar um frjálsa útivist i skauti náttúr- unnar. Jafnvel fylgni kjósenda við stjórnmálaflokkana, sem mörgum er afskiptalaus undir- gefni, eóa skoðanaleysi, sem bezt sést af því aó stórsigur, eða tap, ræðst af tveggja til þriggja hundraðshluta tilfærslu at- kvæða, er ef til vill einnig rétt- mætt dæmi. Sönn fyrirmynd mannsins er hinn sterki, frjáls- huga einstaklingur. Hinn stað- fasti maður, sem heldur fram sannfæringu sinni hvað sem í skerst. Þessi maður sækir krafta til sín sjálfs til að vinna verkin, en biður ekki eftir öðr- um. Hann þægir ekki hópnum og skoðar ekki undir hvern stert, áður en hann þorir að tala. Verði honum misboðið, rís hann upp. Ekki eins og veifi- skatinn heldur sem einstakling- ur með nafn og vilja. Styrkur hverrar þjóðar liggur í þvi hve marga slíka menn hún á. Náttúran eins og við eigum hana ennþá utan bæja og vega, er i fegurð sinni og viðfeðmi fóstra þess bezta sem einstak- lingseðlið prýðir. Þess eðlisupp- lags sem stenzt hópsálarþryst- ing þjóðfélagsins. Til náttúr- unnar sækjum við afl og þroska hins afskipta, vanmetna ein- staklingshyggjumanns. Þreyta hins siendurtekna og vana- bundna erils daglegra anna hverfur eins og dögg fyrir sólu i óbyggðum. Veiðiskapur er þess vegna, eins og raunar hvers konar útivist i náttúrunni, nauðsynlegur manninum og þjóðfélaginu, sem engin hag- fræði má ganga i berhögg við, engin stjórnfræði má hefta og engin vistfræði má glata sjón- um af. Lífið er skemmtilegt. J.Hj. MJÓLKURJURT Euphorbia polychroma Aldrei gleymi ég því þegar ég sá MJÓLKURJURTINA í fyrsta sinni. Ég var að fara til vinnu fram hjá skrúðgarðin- um við skólann Vea Ring í Noregi þar sem ég stundaði garðyrkjunám. Grasflöturinn varvarla orð- inn grænn en í einu horni hans stóð hún ein sér eins og hálfkúla í laginu með þessum lýsandi gulgræna lit sem er svo einkennandi fyrir þessa ætt og mest áberandi á mjólkurjurtinni. Ég gaf henni gætur fram eftir sumrinu. Lengi lýsti af henni, en svo dökknaði hún og endaði með því að verða gulbrún. Svo liðu 1 5—20 ár að ég sá hana hvergi en þá loks kom ég auga á hana í garði hjá kunningja minum á Akur- eyri og var ekki í rónni fyrr en ég fékk græðling af henni, sem var velkomið. Síðan hef ég átt hana og er hún ein af mínum uppá- haldsplöntum. Ekki er hægt að segja að hún sé mjög harðger Hún þarf helzt vetr- arskýli enda frost oft hart á vorin hér norðanlands. Bezt er að fjölga mjólkur- jurtinni með græðlingum og koma henni fljótt fyrir þar sem hún á að standa fram- vegis, því flutning þolir hún illa eftir að hún fer að stækka. Hún er um 40 sm. á hæð og annað eins að um- máli. Nokkrar Euphorbia- tegundir eru hér í ræktun t.d. E. palustris sem er um 80 sm. á hæð og þarf stuðning. • Hún blómgast ekki fyrr en i júlí/ág Og svo er það SEDRUS- MJÓLKIN (E. syparissias) sem er mjög falleg og blómg- ast lengi sumars. En hún er æði frek og satt að segja óhafandi nema í íláti þvi hún skríður um allar jarðir og rótarrenglurnar leita bæði langt og djúpt. En sé hún látin í ílát sem ekki er mjög litið, t.d. hálftunnu, steinrör eða plastpoka undan áburði eða þvi um líkt, getur hún myndað þétta toppa sem eru til mikillar prýði allt sumarið, því hún er -blaðfögur og likist nokkuð furugreinum. Bezt er að klippa ekki ofan af öllum þessum tegundum fyrr en snemma á vorin. H.P.Fornhaga. Blómstrandi MJÓLKURJURT er eins og hálfkúla I laginu — Æskulýðssamvera í Skál- holti 9. — 11. september HELGINA 9,—11. soptember gengst Æskulýðsstarf þjóð- kirkjunnar fyrir samveru í Skál- holti sem ætluð er unglingum 16 ára og eldri og er þar um að ræða eins konar námskeið fyrir þá sem hafa starfað að æskulýðsmálum eða hafa áhuga á þeim innan kirkjunnar. Hefur Æskulýðsstarf þjóðkirkjunnar ritað prestum í Skálholtsstifti bréf þar sem þeim er gefinn kostur á að senda unglinga úr sóknum sínum til þessa námskeiðs og um miðjan október verður efnt til sams konar námskeiðs er haldið verður að Löngumýri í Skagafirði. Námskeiðið fer i stuttu máli þannig fram að á föstudagskvöld er komið í Skálholt og verður dvalið í húsakynnum sumar- búðanna. Dagskráin er sniðin með það fyrir augum að þeir sem vilja sinna æskulýðsstarfi á vegum kirkjunnar hafi sem mest gagn af og af efnum sem tekin verða til meðferðar má nefna mikilvægi og gildi æskulýðsstarfs á vegum kirkjunnar, bibliulestur og umræður, kynntar hugmyndir sem Æskulýðsstarfið hefur um efni til æskulýðsstarfs og kynnt hjálpargögn. Þá munu starfa ólikir hópar á námskeiðinu er fengin verða ýmis verkefni t.d. að útbúa samveru með aðstoð segul- bands og plötuspilara, og annast myndasýningu um ákveðið efni sem unnin verður úr úrklippum úr blöðum o.fl. Sem fyrr segir er það Æsku- lýðsstarf þjóðkirkjunnar sem gengst fyrir námskeiðinu og munu æskulýðsfulltrúar kirkjunnar verða aðalkennarar námskeiðsins. Þvi lýkur siðan með messu í Skálholtskirkju kl. 17 sunnudaginn 11. september.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.