Morgunblaðið - 03.09.1977, Page 21

Morgunblaðið - 03.09.1977, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1977 21 r r Agúst Georg Olafsson: Nýjar tegundir þjóðsagna Á Islandi er mjög rik flóra þjóö- sagna. Til eru sagnir af ýmsum yfirnáttúrulegum verum og öfl- um. Til dæmis má nefna huldu- fólk. Hver kannast ekki viö frá- sagnir af Móra og Skottu? Eöa tröllum og óvættum? I hinum mismunandi þjóö- sagnasöfnum okkar má lesa ótal frásagnir um þessar verur og margt annað. Flestar sagnanna i þjóðsagnasöfnum eru frá siðustu öld eða frá þvi um aldamót. En þjóðsögum hefur líka verið safn- að á þessari öld og gefnar út. Enn er til fólk, sem kann kynstrin öll af sögnum. Megin hluti sagnanna, sem safnað hefur verið á þessari öld, er i stil við gömlu þjóðsagnasöfn- in okkar, t.d. Þjóðsögur Jóns Árnasonar. Þetta eru sögur og sagnir, sem fyrst og fremst eru sprottnar upp í gamla bændaþjóð- félaginu. Enn þann dag i dag er talað um huldufólk og reimleika. Einkum mun það vera úti á landsbyggð- inni, þótt undantekningar séu auðvitað til. Frásagnir hafa komið um það í blöðin, fyrir ekki svo ýkja löngu, að framkvæmdum við vegi eð byggingar hafi verið frest- að vegna afskipta huldufólks, t.d hafa tæki bilað, svo eitthvað sé nefnt. Þetta, sem talað var um hér á undan er ákveðinn hópur frá- sagna. Má segja, að þær séu hinar hefðbundnu þjóðsögur okkar. Erlendis hafa auðvitað verið til hliðstæðar sagnir, þótt það sé kallað öðrum nöfnum þar. Á ég þá við sagnir, sem runnar eru upp á þeim tíma, er landbúnaður var ráðandi atvinnuvegur. Á siðustu árum hafa þjóðsagna- fræðingar erlendis farið að gefa gaum nýrri tegund sagna. Flestar þessara sagna eru sprottnar upp úr lffi borganna. Innihaldið er meira og minna hryliingskennt. í þeim speglast oft á tíðifm tor- tryggni. öryggisleysi og ógnun, sem fólk býr við. Þó eru margar þessara sagna gamansögur eða eins konar skrýtlur. Sagnirnar greina oft frá bílum og vegum, fljúgandi diskum, hættulegum mat, líkum, morð- ingjum og illum dauðdaga. Söguhetjurnar eru ekki lengur prinsar á hvitum hestum. Eða karlsynir, sem kljást við tröll og óvættir og hljóta að launum prins- essuna og hálft kóngsríkið. Sögur um, að menn finni rottu- klær eða tennur i mat, eru sagðar um stóran hluta heims. í Evrópu eru það pizzastaðir og kínversk veitingahús, sem verða fyrir barð- inu á slíkum sögum. í Bandaríkj- unum eru það mexikanskir mat- sölustaðir og i Jap'an hamborgara- staðir. Mikill fjöldi alls kyns sagna er á sveimi vfða erlendis. Sagnir nútimans verða til innan um steinsteypu og bíla, en mynd- ast lfka allsstaðar þar sem fólk er, i borg og í sveit. Þær eru mótaðar Spurningarnar hér á eftir varða svið þar sem búast má við að mikið sé um alls kyns orðróm og sögusagnir. Sumt af þessu er fremur fráhrindandi. Reyndu, þrátt fyrir það, að svara eins vel og trúlega og þú getur. Það væri gott, ef þú gætir gefið upp hvar og hvenær atburðurinn gerðist. Gleymdu ekki að segja hver sagði þér söguna ! fyrsta skipti. Ath.: Segðu líka hvað þér finnst sjálfum um innihaldið. 1. Hefur þú heyrt sagt frá einhverju óvenjulegu, sem gerðist á ferSalagi erlendis. t.d á Spáni? 2. Hefur þú heyrt talaS um skorkvikindi eSa smádýr, sem hafa skriSiS inn I manneskjur? — HefurSu heyrt eitthvaS um dýr I skólpræsum eSa loftræsikerfum? — Um stórar rottur. sem ráSast á fólk? — Um óvenjuleg dýr t IbúSum? 3. HefurSu heyrt einhverjar sagnir frá slSasta strfSi, þegar Island var hemumiS? — ESa frá seinni tfmum, eftir aS herinn settist aS á Keflavlkurflugvelli? — Um skipti hersins viS yfirnáttúruleg öfl? Um prest. sem geymdi þýzk senditæki i kirkjuturninum? — ASrar sagnir frá strfSstfmum, t.d. um óvenjulegt hráefni f sápugerS f Þýzkalandi? 4. HvaS hefur þú heyrt sagt um innflytjendur eSa fólk, sem hefur af ýmsum ástæSum flutt hingaS og búiS hér. t.d. hermenn? — HefurSu heyrt einhverja sagnir um sambýli f fjölbýlishúsum? 5. HefurSu heyrt einhverjar sagnir um mat á veitingahúsum, hérlendis eSa erlendis? — Um verksmiSjuframleiddan mat (dósamat, pylsur og þ.h)? Sendið svörin til Ágústar Ólafs Georgssonar, Stofnun Árna Magnússonar, Árnagarði, Suðurgötu, Reykjavik af umhverfinu, sem hefur tekið gúfurlegum stakkaskiptum á síð- ustu áratugum, eða allt frá þvi að stórfelld .iðnvæðing og borgarlíf hófst. Hvernig er með Island? Ætli til séu sagnir hér, sem minna á þær erlendu á einn eða annan hátt? Hvað með tortryggni gegn tilbún- um mat t.d.? Getur verið, að orð- rómur hafi myndazt um, að hund- ar og kettir væru notaðir í kjöt- farsið? Eða að pylsurnar væru drýgðar með álíka góðgæti? Hafa þjóðsagnir islendinga haldizt óbreyttar þrátt fyrir stórfelldar breytingar á atvinnuháttum? Eða hafa breytingar átt sér stað eins og erlendis? Þessi grein er skrifuð með það fyrir augum að vekja athygli á nýrri tegund þjóðsagna. Mark- miðið er að reyna að safna inn einhverju af þessu tagi. Með fylgja nokkrar spurningar. Vonandi sérð þú þér fært, lesandi góður, að svara einhverri þessara spurninga. Framhald á bls. 29 Höfum kaupendur að eftirtöldum verðbréfum: VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS: Yfirgengi Kaupgengi miðað við pr. kr. 100.- innlausnarverð Seðlab. 1966 2 flokkur 1808 03 20.7% 1967 1. flokkur 1698.14 40 9% 1967 2. flokkur 1687,32 30.3% 1968 1. flokkur 1474.33 20 2% 1968 2. flokkur 1386 95 19.5% 1969 1 flokkur 1035.75 19.5% 1970 1. flokkur 952 32 40.2% 1970 2. flokkur 699.62 19.4% 1971 1 flokkur 661 08 38,9% 1972 1. flokkur 576 34 19.4% 1972 2 flokkur 495.02 1973 1. flokkur A 384 63 1973 2. flokkur 355 55 1974 1. flokkur 246 93 1975 1. flokkur 201 89 1975 2. flokkur 154 07 1976 1. flokkur 146.39 1976 2. flokkur 1 18.86 1977 1 flokkur 1 10.40 VEÐSKULDABREF: Kaupgengi pr. kr. 100.- 1. árs fasteignatryggð veðskuldabréf með 12—20% vöxtum 75.00—80 00 (ca.) 2ja ára fasteignatryggð veðskuldabréf með 12—20% vöxtum. 64 00—70.00(ca.) 3ja ára fasteignatryggð 63.00—64.00 (ca.) veðskuldabréf með 10% vöxtum 4ra ára fasteignatryggð 58.00—59 00 (ca.) veðskuldabréf með 20% vöxtum 5 ára fasteignatryggð 54.00— 55.00 (ca.) veðskuldabréf með 20% vöxtum Höfum seljendur að eftirtöldum verðbréfum: HAPPDRÆTTISSKULDABRÉF RIKISSJÓÐS: 1973—B 1973— C 1974— 0 1975— G 1976— H HLUTABRÉF: íslenskur Markaður hf. Sölugengi pr. kr. 100,- 376.72 (1 0% afföll) 328.28 (10% afföll) 284 88(10% afföll) 140.41 (10% afföll) 135.97 (1 0% afföll) Kauptilboð óskast PfARPCmnCORFéUKi ÍftflDDf HA VERÐBREFAMARKAÐUR Lækjargötu 12 - R (Iðnaðarbankahúsinu) Simi20580. OpiSfrá kl. 13.00 til 16.00 alla virka daga. Grænmetis kynning Blómkál Salad Gulrófur Hvítkál Paprika Rabbabari Tómatar Steinselja Grænkál Agúrkur Gulrætur Sveppir Graslaukur Púrrur Sellerí Já, nú kynnum við GRÆNMETI meðferð þess og hollustu í Blómaval. Þórunn Jónatansdóttir húsmæðrakennari kynnir: Geymslu grænmetis, græn- metisrétti. grænmetissalat, uppskriftir og það sem máli skiptir um meðferð og neyslu grænmetis kl 2 — 3 og 5—6 í dag. rATHUGIÐ Við erum aðeins í 300 metra fjarlæqð frá sýningunni HEIHILID77 í Laugardal. Verið velkomin í Blómaval í dag. r<‘*ario

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.