Morgunblaðið - 03.09.1977, Side 24

Morgunblaðið - 03.09.1977, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1977 STJÖRNUBÍÓ: TAXI DRIVER Robert DeNiro dregur snilldarlega upp dökka mynd af einmana leigubilstjóra í New York sem hverfur í vitstola hugarheim takmarkalauss ofbeldis í mynd Martin Scorsese, sem lýsir hér næmlega þeim hluta New York borgar sem mætti líkja við jarðneskt helviti. GAMLA BÍÓ: ELVIS Þokkalega gerð heimildarmynd um hljóm- leikaferð rokkstjörnunnar miklu og er „endursýnd í minningu um hinn fræga söngvara", (sic). NÝJA BÍÓ: LUCKY LADY Stórmynd með víðfrægu stjörnuliði en tilgangurinn og mestöll fyndnin hefur þvi miður orðið eftir heima. ÁNÆSTUNNI LAUC» A RASBIO: THK (iIRI. FROM PETRÖVKA — STÚLKAN FRA PETROVKA LNNAN skamnis mun LauMarásbfu taka tii sýningar fvrrverandi jóiamvnd BieJ- arbíós f Hafnarfirði, STÚLKAN FRA PETROVKA. Myndin fjallar um banda- rfskan hláðamann sem „slarfar á vegum blaós sfns f Sovétrfkjunum. Alll leikur í lyndi — uns hann kynnist undurfagurri. rússneskri fegurðardís... Med aóaóhlutverkin fara ágætisleikar- ar, (ioldie Hawn or Hai llolbrook. sem gat sér gódan orðstír f myudinni ALL THE PRKSIDENTS MEN. Framleióendur inyndarinnar eru þeir Zanuck/ Brown (JAWS, o.fl.) Leikstjóri myndarinnar er Rohert EIJis Miller. f MIÐJU VÍTI ST.JÖRNUBÍÓ: TAXI DRIVER Leikstj: Martin Scorsese. Handrit: Paul Schrader. Tónlist: Bernard Herrmann. Myndataka: Michael Chapman ASC. Klipping: Maria Lucas. Bandarísk, frá Columbía. Gerð 1976. Sýningartími: 112 mín. SKUGGASUND New York-borgar gefa sannkall- aða innsýn í jarðneskt hel- víti í mynd Martins Scorsese, TAXI DRIVER. Þessi spennta og hrollvekj- andi kvikmynd segir frá lítilsigldum leigubilstjóra sem beitir ofbeldi og frem- ur fjöldamorð til þess að vekja eftirtekt á tilveru sinni í umhverfi sem ann- ars vanrækir hann. Eftir að hafa gert mynd um vandamál nútímakonu, ALICE DOESN’T LIVE HERE ANY MORE, þá er nú Scorsese snúinn aftur til skuggahverfa stór- borgarinnar sem hann þekkir svo vel af eigin raun. Niðurdrepandi á kvalafullan hátt, með gagntakandi næmni fyrir örvæntingu sem jafnvel gæti knúið ábóta til ofbeld- is, er myndin svo krydduð með framúrskarandi leik hjá Robert DeNiro. Hún er jafn hrífandi og hún er óþægileg. Myndin hefst á leigubíla- stöð á Manhattan, þar sem að DeNiro, sem er 26 ára gamall uppgjafaland- gönguliði úr sjóhernum, vinnur á næturvöktum. Þann vinnutima hefur hann aðallega valið vegna svefnleysis, sem hann hef- ur lengi átt við að stríða. Honum býður við því auma mannlífi sem fyrir augun ber og því mannsorpí sem ferðast í leigubílnum, auk þess sem hann elur með sér þá von að hann geti hreinsað sorann af götun- um. Tilveran er honum því ákaflega ófullnægjandi. Hann fær aðeins stundar- frið með því að færa inn í dagbók sína ergilegar og sundurlausar hugsanir, sem hann á köflum les undir áframhaldinu. En einn góðan veðurdag kemst DeNiro að þeirri niðurstöðu að líf sitt sé að öðlast einhvern tilgang, fyrst þegar hann kynnist hinum fagra en fráhrind- andi kosningasmala, Betsy (Sybill Shepherd), sem hann álítur að sé siðasta Jodie Foster f hlutverki gleðikonu sem ekki er komin af barnsaldri. De Niro sem hinn sálsjúki leigubflstjóri, og leikstjórinn Martin Scorsese í aftursæt- inu, í hlutverki kokkálaðs eiginmanns. tánk hreinleika, og síðar — þegar hún er farin að forð- ast hann, er hann ákveður að myrða hinn frjálslynda forsetaframbjóðanda sem hún vinnur fyrir. Hinn umhverfislega rotnun sem býr um sig í höfði DeNiros, uns hún brýst út i áætluðu ofbeldi, er alin af fjölda smáatvika; allt frá því að gleðikona notar aftursætið í leigu- bílnum sem vinnustað upp i sérstaklega óþægilegt atriði, þar sem Scorsese kemur sjálfur framí sem hálfsturlaður farþegi er skipar DeNiro að leggja gegnt upplýstum glugga og lýsir síðan í smáatriðum þeirri limlestingu sem .44 magnum á eftir að valda lauslátri konu hans, sem er að gamna sér bak við gluggatjöldin. En það er, að því er virðist, tilvilj- unarkennt atvik — lánlaus tilraun hans til að forða hinni tólf ára gömlu smá- mellu, Iris (Judie Foster), úr klóm melludólgs henn- ar, Sport (Harvey Keitel), sem að lokum sendir De- Niro útí það sem mætti nefnast köllun hans. Þegar hann klúðrar morðinu á frambjóðandanum þá end- ar króssferð hans í óhugnanlegu blóðbaði sem Iýst er í smáatriðum og skapar voðalegan hápunkt myndarinnar. Og í myndar- lok yfirgefur hún DNiro, kaldhæðnislega, sem hetju. I hlutverki sem kallar á sívaxandi brjálæði sem skiptist á við afkáralegan, kaldrifjaðan ofsa, nær De- Niro yfirþyrmandi tökum á áhorfendum. Einkum þegar hann lætur hættuna, sem í honum býr, rétt gægjast uppá yfirborðið. Og þegar það er íhugað hversu litla skýringu þeir Scorsese og handritshöf- undurinn, Schrader, gefa á því hvað það i rauninni er sem fær persónuna til þess að berjast áfram, þá gerir DeNiro hreint frábæra hluti er hann speglar hvorttveggja; hið stundum þægilega viðmót og þess á milli blossandi vitfirring- una. Harvey Keitel (en hann ólst upp með þeim Scorsese og DeNiro í fá- tækrahverfinu Little Italy á Manhattan), upprennn- andi leikari, er slepjulegur í hlutverki melludólgsins og hefur einstaka hæfi- leika til að byggja upp spennu. Foster, sem var nákvæmlega á aldri Irisar, þegar hún lék hlutverkð, virðist eiga glæsta framtið fyrir sér sem leikkona, og Shepherd tekst hér loks að leika. I anda annarra hroll- vekjumeistara bregður hér Scorsese fyrir, fyrst augna- blik á gangstéttinni þegar þau sjást í fyrsta sinn, De- Niro og Shepherd, en seinna i hlutverki hins kokkálaða eiginmanns. Þá býr hann yfir svo mikilli einbeitingu og krafti, að lítið hlutverkið verður stórt, eftirminnilegt og ómissandi í heildarsvip myndarinnar. Endir myndarinnar er sannkallaður kinnhestur. Við sjáum DeNiro í ágætu jafnvægi, honum hefur tekist að losna við kvölina úr sál sinni, í augnablikinu að minnsta kosti. Og hann er byrjaður að vinna aftur. En honum er ekki batnað, heldur er það borgin sem er brjálaðri. VIÐ KYNNUM: ROBERT DENIRO Sá karlleikari sem spáð er hvað mestu brautar- gengi í kvikmyndaheimin- um í dag, er vafalaust hinn kaldrifjaði Mafíuforingi í GODFATHER PART II og sá sálsjúki leigubílstjóri sem við kynntumst í TAXI DRIVER. En þetta eru hin einu, af þeim mörgu svip- brigðum sem Robert De- Niro kann að bregða fyrir sig, en við höfum átt kost að sjá i kvikmyndahúsum hérlendis. DeNiro ólst upp með , Martin Scorsese í ítalska hverfinu á Manhattan, Little Italy. Líkt og fleiri, þá spreytti hann sig til að byrja með i leikhúsinu, en fyrsta hlutverk i kvikmynd var í GREETINGS (1968), síðan komu myndirnar THE WEDDING PARTY og HI, MOM. En þessari þrenningu stjórnaði leik- stjórinn Brian De Palma sem hefur hlotið mikið lof yfir síðustu myndir sínar, OBSESSION og CARRIE. Siðan kom myndin BLOODY MAMA, og skömmu seinna BANG THE DRUM SLOWLY, og æ síðan hefur DeNiro verið á uppleið. 1973 gerir hann THE GODFATHER PART II, þvínæst koma TAXI DRIVER, 1900, og núna á dögunum var frumsýnd nýjasta mynd hans, NEW YORK, NEW YORK. Þar leikur hann hljóðfæraleik- ara, sem hrífst af Lizu Minelli en myndinnni leik- stýrir Scorsese. Þessa dagana er DeNiro önnum kafinn við gerð tveggja myna, THE DEER HUNTER, sem fjallar um uppgjafa Viet Nam her- mann sem býr í stáliðnað- arborg; og RAGING BULL, en í henni fer DeNiro með hlutverk hnefaleikakapp- ans Jake LaMotta, sem eitt sinn var heimsmeistari í millivigt. Af þessari upp- talningu má sjá takmarka- lausa breidd þessa kröft- uga leikara. Robert DeNiro í nýjustu mynd sinni; DEER HUNTER.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.