Morgunblaðið - 03.09.1977, Síða 26

Morgunblaðið - 03.09.1977, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIEClA-UGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1977 Minning: Sigríður Sigurðardótt- ir frá Neðri-Þverá F. 23. júll 1894. D. 26. ágúst 1977. í dag verður jarðsett frá Hliðarendakirkju í Fljótshlíð Sigríður Sigurðardóttir, fyrrver- andi húsfreyja að Neðri-Þverá i sömu sveit, en hún lézt hinn 26. þessa mánaðar eftir erfiða sjúk- dómslegu í Landakotsspitalanum í Reykjavík, á 84. aldursári. Sigríður fæddist að Árkvörn í Fljótshlíð 23. júlí 1894. Hún var dótttir hjónanna Sigurðar Tómas- sonar frá Árkvörn og Þórunnar Jónsdóttur frá Hliðarendakoti, er þar bjuggu um langt skeið. Olst Sigriður upp í höpi tólf systkina og eins fósturbróður, en af þeim komust upp átta. Af þeim Ár- kvarnarsystkinum lifa nú aðeins þrir bræðranna, þeir Páll, fyrr- verandi bóndi í Árkvörn, Tómas, fyrrum bóndi á Reynifelli á Rang- árvöllum, og Sigfús, húsasmiða- meistari í Reykjavík, auk uppeld- isbróður þeirra, Sigurþórs, bónda í Háamúla í Fljótshlið, Ulfarsson- ar frá Fljótsdal. Hinn 23. mai 1917 gekk Sigríð- ur að eiga Guðjón bónda Arnason frá Neðri-Þverá í Fljótshlíð, gerð-. ist húsfreyja á þeim bæ og bjó þar alla tíð siðan. Gupjón lézt hinn 6. nóvember 1954, og hélt Sigríður eftir það heimili með sonum sín- um, Sigurpáli og Inga. Þau Sigríð- ur og Guðjón eignuðust sex börn, sem öll lifa foreldra sína en þau eru talin í aldursröð: Elín, hús- móðir í Reykjavík, móðir þess er þessar línur ritar, f. 2. apríl 1918, Þórunn húsmóðir í Borgarholti, Ásahreppi, Rang. f. 11. júní 1919, Sigurpáll, bóndi á Neðri-Þverá, f. 7. október 1921, Sigurður Ingi, bóndi að Neðri-Þverá, f. 24. októ- ber 1923, Árni lögfræðingur I Reykjavík, f. 23. október 1928, og Magnús, rafvirkjameistari í Reykjavík, f. 3. nóvember 1936. Eru barnabörn þeirra Sigríðar og Guðjóns nú orðin fjórtán, barna- barnabörn átta. Sigríður ólst upp við venjuleg sveitastörf i föðurgarði í Arkvörn og hlaut allgóða menntun á þeirra tima mælikvarða, var m.a. um skeið f Kvennaskólanum í Reykja- vik, sem hún minntist æ síðan með ánægju. Eftir það var hún alla sina ævi húsmóðir á stóru og annasömu sveitaheimili, eins og þau gerðust á fyrri hluta þessarar Sonarsonur minn EINAR BIRGISSON THORHALLSSON lést af slysförum 27 ágúst s I skammt frá heimili srnu i Noregi Guðrún Karlsdóttir Sjávarhólum Kjalamesi. Móðir min, ÞURÍÐUR SVEINBJÖRG EIRÍKSDÓTTIR, frá Sviðningi, lést á heimili mínu Digranesvegi 83, 1 september. Jarðarförin auglýst síðar Fyrir hönd fjölskyldunnar Svanf rfður Arnkelsdóttir. f Móðir okkar og tengdamóðir, ÁSTHILDUR JÓNATANSDÓTTIR, frá Skeggjastöðum, Ránargötu 34, verður jarðsungin frá Fossvogskírkju mánudagínn 5 september kl 10 30 fyrir hádegi Börn og tengdabörn Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför KRISTJÖNU INGIRÍÐAR KRISTJÁNSDÓTTUR. Vandamenn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför JÓNS KRISTÓFERSSONAR, Dætur. tengdasynir og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir eiginmanns míns, + auðsýnda samúð og allan hlýhug við fráfall HAFSTEINS BJÖRNSSONAR MIOILS, Suðurgötu 72, Hafnarfirði. Útförin hefur farið fram í kyrrþey samkvæmt ósk Hafsteins. F.h. ættingja og vina Guðlaug Ellsa Kristinsdóttir. aldar og fram yfir miðbik hennar. Starfsdagur íslenzku sveitakon- unnar á þessum árum var ávallt langur og vinnustundirnar ekki reiknaðar í krónum og aurum. Það vissu allir-, sem til þekktu, að Sigríður taldi ekki eftir sér sporin og erfiðið, en verkalaunin voru í því fólgin að sjá börnin vaxa upp og verða heilbrigð og dugandi og jörðina og búið stækka frá ári til árs. Er nú svo komið, að á Neðri- Þverá, sem I upphafi var aðeins talin miðlungsjörð, er rekinn tæknivæddur stórbúskapur af þeim bræðrum Sigurpáli og Inga, og er bú þeirra eitt hið stærsta og arðsamasta í þeirri sveit. Sigríður fann ánægju sína á efri árum í tengslum sínum við börn sín, barnabörn og vezlafólk, jörðina sína bg sveitina, sem hún unni mjög og lestri góðra bóka, en hún las jafnan mikið og fylgdist vel með, alveg fram undir andlátið. Skapgerð Sigríðar var heil- steypt og traust, það þekktum við bezt, barnabörn hennar, sem uxum upp undir handarjaðri hennar í sveitinni á sumrum, — og gott til hennar að leita með vandamál sín. Hún var kærleiks- rík og umburðarlynd, gerði ekki upp á milli manna og vildi öllum vel. En þrátt fyrir hlýju sína og velvild, var hún kona einörð og ákveðin, jafnvel svo að sumum þótti nóg um. En þrátt fyrir skap- festu sína, skellti hún aldrei skollaeyrum við skynsamlegum rökum. Hún var aldrei ,,já- Þóreg Friðbjörns- dóttir—Minningarorð Hinn 25. júlí síðastliðinn lézt á Landspitalanum í Reykjavík tengdamóðir mín, Þórey Frið- björnsdóttir frá Nýjabæ á Dalvik. Fyrir rúmlega ári kenndi hún sjúkdóms þess er hún að lokum varð að lúta í lægra haldi fyrir eftir hetjulega baráttu. Þá var hún skorin upp á Landspítalanum í Reykjavík. En hún reis upp aft- ur — að því er virtist tvielfd, eðli sínu trú — og brá sér með dóttur sinni í heimsókn til sonar síns og tengdadóttur og annarra ættingja og vina á æskustöðvunum í fyrra- haust. Sennilega hefur hana ekki grunað er hún hvarf þaðan eftir skamma dvöl að hún mundi ekki líta æskustöðvarnar augum fram- ar. En örlögin eru stundum misk- unnarlaus og þeirra vilja verða allir að lúta. Siðastliðinn vetur dvaldist Þór- ey í Reykjavik, ýmist hjá dóttur sinni eða syni, og var heilsa henn- ar eftir atvikum góð þar til leið að vori en þá var hún skorin upp á Landspitalanum og lá hún þar um tima en dvaldist síðan heima þar til yfir lauk. Þórey var jarðsett frá Dalvíkur- kirkju hinn 2. ágúst síðastliðinn við hlið eiginmanns síns en hann lézt 3. janúar 1976 svo að stutt varð á milli þeirra. Þórey var fædd í Efstakoti á Dalvík hinn 10. desember 1897 og hefði þvi orðið áttræð á þessu ári. Foreldrar hennar v.oru Friðbjörn Gunnarsson og Hólmfríður Sveinsdóttir sem bjuggu í Efsta- koti. Þau eignuðust fjögur börn, Kristrúnu, Petrinu, Þóreyju og Svein. Tvö þeirra eru enn á lifi: Petrína, búsett í Reykjavík, og Sveinn, búsettur i Efstakoti. Sú kynslóð, sem fæddist kring- um síðust aldamót og nú er að mestu öll, ólst yfirleitt upp í heimahúsum. Það veganesti, sem hún lagði með út í lífið, var því að miklu leyti undir heimilunum komið. Veganesti Þóreyjar frá myndarheimilinu í Efstakoti ent- ist henni vel til manndóms og þroska. En þótt verkefnin væru næg í Efstakoti og oft þyrfti að taka til hendinni, eins og vandi var til á sveitabæjum, kom það ekki í veg fyrir að hin lífsglaða og tápmikla stúlka i Efstakoti tæki þátt í leikjum og störfum með jafnöldrum sínum, ekki sizt á veg- um ungmennafélagsins i sveit- inni. Húsbændurnir í Efstakoti munu lika áreiðanlega fremur hafa hvatt hana til slíks en latt. Þeim hefur af næmu innsæi og skilningi verið ljós nauðsyn þess að æskufólk einangraði sig ekki frá jafnöldrum sínum. Mér hefur oft dottið í hug að Þórey hafi munað æsku sína betur en marg- ur því að ég hef oft dáðst að því hve næman skilning hún hafði til síðustu stundar á hugsanagangi óg löngunum æskunnar; það var ósjaldan að hún tók svari unglina- anna ef á þá var deilt af hinum eldri. En eins og margt vel gefið ungt fólk langaði Þóreyju til að hleypa heimdraganum og kynnast fleiru og læra meira en hún ef til vill átti kost á í sinni sveit. Sem ung stúlka fór hún til Páls Bergsson- ar, útgerðarmanns í Hrísey, og gerðist ráðskona á hinu mann- marga heimili hans. Dvöl hennar þar mun hafa orðið henni góður og lærdómsríkur sköli fyrir það starf er síðar varð lífsstarf henn- ar, húsmóðurstarfið. Þegar hún var hálfþritug fór hún til Akur- eyrar og nam klæðskeraiðn en slíkt mun hafa verið fátítt meðal ungra stúlkna. Sn.emma árs 1927 urðu þáttaskil á lífi Þóreyjar. Þá giftist hún Kristjáni E. Jónssyni frá Nýjabæ á Dálvik en hann lézt, eins og áður getur, 3. janúar 1976, Kristján var sonur hjónanna Jóns Stefánssonar og Rósu Þorsteins- dóttur sem bjuggu myndarbúi á Nýjabæ og var yngstur sjö syst- kina. Börn Kristjáns og Þóreyjar, sem upp komust, eru þrjú: Jóna, búsett i Reykjavik, gift Flosa Sigurbjörnssyni; Júlíus, búsettur á Dalvík, kvæntur Ragnheiði Sig- valdadöttur; Friðbjörn búsettur i Reykjavík, kvæntur Laufeyju Ólafsdóttur. Þau Kristján og Þórey hófu bú- skap á Nýjabæ og bjuggu þar æ síðan. Kristján hafði sjómennsku lengi vel að aðalstarfi og var mjög mikið að heiman eins og títt var og er um sjómenn. Það reyndi því snemma á kjark og dug hinnar ungu konu. Hún þurfti tiðum að vera bæði húsfreyja og húsbóndi, annast uppeldi barnanna og öll störf utan húss og innan. En hún skilaði hlutverki sinu með sóma. Hún skaut sér ekki undan þeim skyldum sem lagðar voru á herðar henni. Efnin voru að vísu stund- manneskja" eða skoðanaleysingi og lét ekki hræra í skoðunum sinum né hvikaði frá sannfær- ingu sinni. Skoðanir hennar voru alltaf afdráttarlausar og skýrar, þar þekktist hvorki fum né hálf- velgja, og í stjórnmálum fylgdi hún Framsóknarflokknum að málum, en þann flokk taldi hún öðrum fremur vera málsvara fólksins i sveitunum. Sigriður var einnig trúkona undir niðri, þó að ekki flíkaði hún trúartilfinning- um sinum hversdagslega né bæri hugsanir sínar á torg. Hún las gjarna bækur trúarlegs efnis og trúði hiklaust á annað lif eftir þetta. I von um, að henni hafi orðið að trú sinni, kveð ég ömmu mína hinztu kveðju og flyt henni ein- lægar þakkir barna, skylduliðs og venzlafólks fyrir gott og ástríkt uppeldi, tryggð og hlýju, einnig fyrir allt það, sem ekki verður með orðum tjáð né í blöð borið. Henni var hvíldin kær, eins og komið var heilsu hennar, og hug- arléttir þeim, sem eftir lifa, að hún þurfti ekki að þjást lengur. Blessuð sé minning hennar. Guðjón Albertsson. um lítil en hún hafði einstakt lag á því að nýta hvern hlut o gera mikið úr litlu svo að börnin liðu aldrei skort; en þó stóð Nýjabæj- arheimilið opið öllum sem þangað vildu leggja leið sína — og þeir voru margir. Innileg gestrisni er að mínum dómi aðal hvers-sanns íslendings. En Þórey vanrækti ekki heldur aðrar hliðar uppeldis barna sinna. Hún sagði þeim sögur, kenndi þeim og söng við þau ljóð eftir Þorstein Erlingsson og önnur ágætisskáld þjóðar okkar. Hún kenndi þeim að skilja og meta sönnustu verðmæti þessa lifs — trúna á hið góða, hjálpsemi við náungann og óeigingirni i öllum mannlegum samskiptum. Nú er þessi mikilhæfa kona horfin frá okkur og er að henni mikill sjónarsviptir. Hún unni lif- inu og fegurð þess en horfði gjarna fram hjá hinum dekkri hlióum þess. Og þótt hún væri nálægt áttræðu naut hún þess enn að vera í góðum félagsskap bæði heima og heiman, ræða við vini sina og rifja upp gamlar minning- ar. Hún hafði yndi af að hlusta á söng og tónlist enda hafði hvort tveggja verið snar þáttur í hinu daglega lífi fjölskyldunnar á Nýjabæ. Hún unni barnabörnum sínum umfram allt og var einlæg- ur vinur þeirra og félagi. Hún veitti þeim af örlæti og gnægð hjarta síns bæði veraldleg gæði og önnur. Ég þakka henni hjartan- lega fyrir hönd minna barna og annarra barnabarna hennar allt sem hún hefur fyrir þau gjört. Atvikin höguðu þvi svo að ég fylgdist náið með baráttu hennar siðust vikurnar við þann sjúkdóm er að lokum reyndist of jarl henn- ar, Hvernig hún barðist hetjulega vegna hinnar óbugandi löngunar til þess lífs sem við eigum aðe.ins einu sinni og var óbuguð til hinztu stundar. Ég votta börnum hennar, barnabörnum og öðrum ættingj- um og venzlamönnum dýpstu samúð mína. Flosi Sigurbjörnsson. Birting afmælis- og minning- argreina ATHYGLI skal vakin á þvf, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum f.vrirvara. Þannig verð- ur grein, sem birtast á í miö- vikudagsblaði, aö berast í síð- asta lagi fyrir hádegi á mánu- dag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera f sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.