Alþýðublaðið - 23.08.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 23.08.1920, Blaðsíða 2
2 alþyðublaðið Aígreiðsla blaðsins er í Alþýðuhúsinu við lagólísstræti og Hverfisgötu. Sím! 988. Auglýsingum sé skilað þangað eða í Guteuberg í síðasta iagi kl. IO, þann dag, sem þær eiga að korna í bíaoið. fij\m að siðnnum. Það er rétt og sjálfsagt að hall- mæla dönskum böukum, er þeir gerast ágengir við oss. Þetta finnur Vísir líka, en honum fer líkt og varðhundinum, sem lætur inðbrotsþjófinn þagga niðri í sér með kjötbita, meðan hann kemst inn í húsið, en geltir svo að veg- farandanum, sem ekkert ilt hefir í hyggju. Hvað er það annað en gengislækkun, sem íslandsbanki hefir sett á ísienzka krónu, þegar hann tekur meira fyrir útlenda mynt en skráð er á dönskum peningamarksði á sama tíma ? Því skammar Vísir ekki þann danska banka, sem „brotist" hefir inn f landið? Atferli beggja bankanna er jafn óverjandi, og því rétt að láta eitt yfir báða ganga. Þórður. Sýning Rflurls. Hún var opnuð í gær í barna- skóianum sýningin hans Ríkarðs Jónssonar. Og er það orð að sönnu, að þar gefur að Iíta margt setn augað dáir: muni og myndir og mótuð andlit, Sérstaklega viljum vér beada fólki á það, að nú gefst því ágætt tækifæri til þess að afla sér góðra eirmynda af Sveinbirni tónskáldi Sveinbjörnssyni, Jónasi Hallgrfms- syni og síðast en ekki sízt Hall- grími Péturssyni. Er það skemst af að segja, að allir sem vilja eiga verulega góðar myndir af þessum mönnum, ættu að flýta sér að panta myndir hjá Ríkarði. Auk þessara steyptu andlits- mynda voru margar fleiri, svo sem af: Sigtirði Jónssyni fyrv. ráð- herra, Benedikt frá Auðnum, Sig- urjóni Péturssyni og konu hans o. fl. og brjóstmyndir af Jóni bisk- up Vídalín, Þorvaldi Thoroddsen og Gunnari Hinrikssyni vefara; alt ágætlega gerðar myndir. Mesti sægur er á sýningunni af allskonar útskornum munum geysihaglega gerðum, og allmarg- ar svartkrítarteikningar, t. d. af- bragðs mynd af Courmont, ræðis- manni Frakka hér. Rauðkrítar- myndir eru góðar af höfninni, og margt fleira, sem of langt yrði upp að telja. Bezt er fyrir þá, sem fylgjast vilja með á framfarabraut þessa ágæta listanranns, að sannfærast sjálfir um ágæti hans, og koma á sýninguna. I. Danskir stúðenlar héldu nýlega aldarafmæli stærsta og elsta félags síns, Studenterfor- eningen, og voru þar viðstáddir heiðursgestir frá helstu stúdenta- félögum Norðurlanda og háskólum. Fyrir íslenzka háskólann var pro fessor Sig. Nordal og flutti ræðu, en fullrúi Stúdentafélagsins gat ekki farið. í stað þess sendi for- maður stúdentafélags háskólans, Vilhjálmur Þ. Gíslason stud. mag., svohljóðandi skeyti til forstöðu- nefndar hátíðahaldanna: íslenzkir háskólastúdentar færa Studenterforeningen afmæliskveðj- ur og árnaðaróskir, með von um vaxandi samúð og samvinnu danskra og íslenzkra mentamanna. Vilhj. Þ. Gíslason. Studenterforeningen svaraði aft- ur svohljóðandi: Til Islenzldr háskólastudentar Hr. Vilhj. Þ. Gíslason. Studenterforeningen takker for Hilsen til Jubiiæet og udtaler 0nsket om. at islandske og danske Studenter maa være med i Ar- bejdet for at Island og Danmark, paa det nu givne Grundlag lærer hinanden nærmere at kende og kommer til at arbejde mere og mere sammen. P. S. V. J. Ch, Möller. Yínland kom frá Englandi um helgina hlaðið kolum. Oin daginn 09 ?egm. Kveikja ber á hjólreiða- og^ bifreiðaljóskerum eigi síðar en kl. 8 >/2 í kvöld. Yeðrið í morgnn. Vestm.eyjar . . . SV, hiti 8,1. Reykjavík . ísafjörður . Akureyri . Grímsstaðir SeyðisJjörður . . Þórsh., Færeyjar Stóru stafirnir Loftvægislægð fyrir norðvestan land; loftvog ört faSlandi. Útlit fyrir snarpa suölæga átt. Óstöð- ugt veður. SSV, hiti 8,8. S, hiti 11,2. S, hiti io,5r S, hiti io,o» S, hiti 7,5. NV, hiti 95- merkja áttina. Að draga inn endann. Ritstjóri Vísis hefir nú heitið þvf, að „draga- inn endann," ef Danir höggva á viðskiftastrenginn. Betur að hann lofi ekki upp í ermina sína, bless- aðurl Tolllög 0. fl. heitir einkar hand- hægt kver fyrir alla kaupsýslu- menn, hefir Verzlunarráð íslands gefið það út. Sýning Ríkarðs Jónssonar er opin kl. 10—7. Yindinn lægir. Moggi kom út i gær, eins og vant er, en S. Þr hafði gleymt að þynna hann út. Engin grein var eftir hann í þvf blaði. Máni. Nýja bio hefir tekið upp þann ágæta sið, að sýna við og við dýramyndir og landslags; væri betur að menn kynnu að meta það, svo haldið yrði áfram með það. Sjá bíóin sér ekki fært a® sýna oftar og hafa aðgangino ódýrari? P'jölda fólks er, með nú- verandi verði, gert algerlega ókleyft að veita sér þessa einu skemtun sem fyrirfinst í þessufO einstaka „höfuðstað". Hjónaefni. Trúlofun sfna opiö” beruðu fyrir helgina frk. IngiþjÖffy Þorláksdóttir frá Flatey og jón Sigurðsson, Kleppi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.