Alþýðublaðið - 23.08.1920, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 23.08.1920, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ loii konungnr. Eítir Vpton Sinclair. Fjórða bók: Erfðaskrá Kola konungs. (Frh.). „Jæja, þér ætlið að reka þá á dyr fyrir kvöldið, Cartwright — og það, þó þeir hafi hús sín á ieigu frá félaginu, og samkvæmt ieigusamuingum sjálts félagsins, verði að segja þeim upp hús- næðinu með þriggja daga fyrir- vara“. Cartwright var svo óvarkár að svara. Hann hugsaði líka um Ed- wardl „Þeir verða ekki bornir út af félaginu, heldur af yfirvöld- nnura". „Þar sem þér sjálfur eruð æðsti maðurf" „Eg hefi af tilviljun verið val- inn sveitarstjóri í Norðurdalnum. En eg sé annars enga ástæðu til þess, að deiia um þessi mál við yður“. „En eg geri það. Það er að minsta kosti í einu falli ástæða til að ræða þetta — nefnilega hvað sjálfan mig áhrærir. Þér gáfuð bróður mínum í skyn, að þér hefðuð í hyggju að láta bera mig út, eða var ekki svof" „Eg bað bróður yður um, að fá yður til að hverfa héðan". „En þér létuð hann skilja það á yður, að ef hann gæti það «kki, mynduð þér sjá fyrir mér?“ „Já, eg gerði það". „Og ástæðan, sem þér færðuð fram var sú, að þér hefðuð feng- ið skipun um það símleiðis frá Pétri Harrigan. Má eg spyrja, í hvaða embætti situr Pétur Harri- gaa hér í bænutn?" Cavtwright sá snöruna og sagði óþolinmóður: „Bróðír yðar hlýtur að hafa misskiiið mig“. „Misskiidurðu hann, Edward?" En Edward var orðinn leiður á öllu þessu, og var kominn út að glugga. Hann var að horfa út um gluggann og hafði enga löng- un til þess að snúa sér við. En námustjórinn vissi að hann heyrði tii hans. „Ungi maðui", sagði hrmn, „þér hafið brotið ýmsar tilskipanir hér í bænum". „Er banaað að gangast fyrir stofnun verksmannafélags meðal mámumanna?" „Nei, En það er bannað að halda ræður á götum úti". „Hver gaf út það bann?" „Bæjarstjórnin". „Og í henni eru, Johnson póst- meistari og skrifari félagsins, Elli- son bókhaldari félagsins, Strauss einn af verkstjórum félagsins, O’Callahan forstjóri veitingakrár félagsins —“ „Fyrirgefið, en það er ekki krá félagsins*. „Það er hús, sem félagið hefir leigt O’Callahan, og notað tii veitinga með vitund féiagsins, er ekki svo?“ Cartwright þagði. „Og fimti bæjarfulltrúinu er sjálfur þér — herra Enos Cart- wright, hreppstjóri og námustjóri félagsins. Og þið bannið götu- fundi, en félagið á veitingahúsin, íbúðarhúsin, kirkjuna og skólann. Má eg þá spyrja, hvar ætlist þið til, að verkalýðurinn haldi fundi sína?“ „Við kærum okkur ekkert um það, að hvatningamenn fái tæki- íæri til þess að æsa starfsfólk vort upp“. „Ágætt. Eltir því hefi eg brotið bann ykkar, með því að halda ræðu á götunni. Hvaða hegning er við því?“ „Þér fáið að vita það, þegar þér sætið fyrir það hegningu". Þetta og hitt. Hörframleiðsla Eússa. Talið er að hörframleiðsla Rússa verði 5 milj. pnd. þetta ár. Fyrir stríðið mun hún hafa verið 20 milj. pnd. hæst. Sést á þessu hverj ar afleiðingar hafnbannið, og véla- skorturinn sem leiðir af því, hefir haft á atvinnuvegi Rússa. Hríð í Bnenos Aires. í fyrsta skifti í 300 ár kom hríð í Buenos Aires um daginn. Rafmagnsstöð borgarinnar stöðv- aðist og alt sem er framleitt meö rafmagni. Demantaframleiðsla í Trans- waal 1919. Demantatramleiðsla í Transwaal var árið 19x0 873,961 karöt og virði 68 miij. króna í peningum. £IJ Msjðgi t i 1 S Ö 1 XX á "V estwrgötu 14. ^.lþýÖail>Ia,OiÖ er ódýrasta, ijölbreyttasta og bezta dagblað landsins. Eanpið það og lesið, þá getið þið aldrei án þess verið. Saltkjðt, í smásölu og stór- kaupum, ódýrast í Kaupfélagi Reykjavíkur, Gamla bankanum. Ilann héit líflnn. Franskur spámaður sagði lags- konu eins Frakkakonungs það íyr ir, að hún mundi deyja innan 8 daga. Þetta stóð heima. Kóngur varð æfareiður, kallaði spámanninn fyrir sig 'og dæmdi hann til þess að hengjast, Er dóniurinn var upp kveðinn spurði kóngur: Fyrst þú ert svona vitur, geturðu, líklega sagt mér. hvað lengi þú átt sjálfur að lifa? Hinn ansaði: Eg dey þremur dögum á undan yðar hátign. Kóngur Jét ekki. hengja hamx. Umferðin um Panamasknrðinn. Á síðasta reikningsári Panama- skurðsins (frá 30. júní 1919 til 30. júnf 1920 fóru 2476 kaupskip um skurðinn, og voru þau samtsls 8 milj. nettó tonn. Síðan skurðunnn var opnaður fyrir 6 árum hefir aldrei verið jatnmiki! umferð uro hann, enda eðliiegt að umferðin ykist er styrjöldinni lauk. Knldaheld hús. Verkfræðingi nokkrum í Saskat- chewau hefir nýlega tekist að gera hús úr steinsteypu aem er algerlega kuidahelt. 1 húsinu eru 9 herbergi og á þvt samtals 43 gluggar. Væri ekki síst þörf á slíkuni húsum hér, eí þetta er annað eu nýjasta ameríska „húmbúkkið". Ritstjóri og ábyrgðarœaftar: Ólafur Friðriksson. PreutsmiÖjau Gntenberg

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.