Alþýðublaðið - 31.12.1930, Síða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
3
................. ........................... EiniiiitiiiiiuiiDiHiiniiiiiiiiiíniiiniiiiiititiiiininniiiiiiiiinii
I
11 Gleðilegt nýár!
Tóbaksverzlun íslands h. f.
L
pS!i5iiSiiSiiSiSi§S«!S!!niimimiimimiimi
I
í
Beztu egipzku cigaretturnar í 20 stk. pökk-
um, sem kosta kr. 1,25 pakkinn, eru
Sons^a
Glgarettnr
frá Nieolas Soussa fréres, €ala*0.
Einkasaiar á fslasidh
TóbasverzEnaB Íslasids h* f.
bókaútgáfufélag. En gamla sam-
bandiö — samband ungu komm-
únistanma — telur 600 — sex
hundruð — félaga í 4 félögum.
Þessir ógæfusömu menn eiga
ekkert blaÖ, nema verklýðsblaö
fiokksins síns, sem engin áhrif
hefir, kemur út einu sinni í viku
og er dáMtið stærra en Verklýðs-
blaðið íslenzka. — Kommúnista-
fiokkurinn danski hefir klofnað
að meðaltali einu sinni á ári pessi
10 ár. Og í sumar er leið gengu
17 af forvigismönnum flokksins
úr honum og inn í jafnaðar-
ma'nnaflokkinn. Aðalforingi þessa
dainska Spartverjaflökks er alt af
á þönum milli, Moskvu og Kaup-
mannahafnar. Alt af þegar hann
er kominn heim til Hafnax er
hann kallaður aftur til Moskvu
til að gefa skýrslu um deiluna
innan flokksins. Moskva á svo að
dæma. Því að í kommúnistaflokk
ríldír strangur agi(!).
Danskir kommúnistar hafa aldr-
ei átt fulitrúa á þingi eða í hæj-
arstjómum. Að visu hafa þeir
boðið fram lista við þingkosn--
ingar. 10 000 meömæJendux þarl
•tíJ að listi sé tekinn gildux. —
Þessi 10 000 hafa kommímistarnir
fengið — sem meömælendur frá
íhaldinu — en ekki við kjörboxð-
ið. Hæsta atkvæðatala þeixra var
áxið 1922 — 6000.
Árið 1918 gekk norski verka-
mannaflokkurinn inn í Al-
þjóðasamband kommúnista. En
hann klofnaði við það. Styrkleika
flokkanna er handhægast að miða
við þingmannafjölda þeirra. Eft-
ir kolfninguna höfðu sodaldemo-
kratar 8, en verkamannaflokkur-
inn 24. 1924 klofnaði verkamanna-
flökkurinn. Moskva dæmdi. Kom-
múnistaflokkurinn var stofnaðar
og tveir af fremstu foringjum i
norskra verkamanna komust í
stjóm hans. Má þar nefna Sverri
Stöstád og Sverre Krogh. Verka-
mannaflokkuiinn og social-demo-
kratar sameinuðust i einn flokk:
,JDet samlede norske Arbejder-
parti,‘< Þessi sameiinaði flokkur
taldi þá 26 þingmenn. Kommún-
istar höfðu 6. Við kosningarnar
1927 fékk sameinabi flokkurinn
59 þingmenn, en kommúnistar 3
•— Scheflo, Löhre og S. B. Aass.
Stöstad og Sverre Krogh gengu
úr kommúnistaflokknum. — Þeg-
ar kommúnistaflokkurinn ákvað,
að fulltrúar hans skyldu gxeiða
atkvæði með íhaldinu gegn því
að Trotski, sem var og er land-
flötta, yrði leyfð landsvist í Nor-
egi, en hann hafði beðið um það,
þá þoldu þeir Scheflo og Aase
ekki „agann" og greiddu atkvæði
með Trotski gegn íhaldinu. Kom-
múnLstaflokkurinn rak þessa tvo
foxingja sína. — Við síðustu
kosningar fengu kommúnistar
engan þingmann. Mörg blöð
þeirra eru hætt að koma út og
þeir hafa tapað næstum ölltím
bæjarstjómarsætum sínum í
norskum bæjum, að „Litia-hel-
víti" (Odda) tmdanskyldu. En þar
er og verkalýöurinn bókstaflega
brendur lifandi með eitursýmm (í
zink- og blý-verksmiðjum þar).
Svo djúpt er þessi norska komm-
únistahieyfing sokkin, að alþjóð-
arsamband norskra verkamanna
hefir neyðst til að lýsa verkbannl
yfir eitt blað þeirra, „Arbejdet"
á Hamar, því að þar unnu verk-
fallsbrjótar. — Og raunasaga
þessa flokks er ekki búin enn.
Hinir svonefndu „Mot Dagistar"
— kommúnistiskir stúdentar —
kljúfa þenna flokk á hverju ári.
Hjá þeim kemur hið sama fram
og hjá brennubræðrum þeirra ís-
lenzkum: — ,^portid“.
I Sviþjóð eru kommúnistar
sterkastir á Norðurlöndum. Þeg-
ar Moskva byrjaði að styrkja er-
ienda kommúniataflokka, þá fóra
allir peningarnir í gegnum hend-
ur Svíanna. Þeir ávöxtuðu pen-
ingana og fengu vextína. Það var
þeárra styrkur. 1925 klofnaði kom-
múnistaflokkuxinn þar og Zeth
Höglund gekk með stóran hluta
flokksins inn í jafnaðarmanna-
flokkinn. í fyrra haust klofnaði
flokkurinn aftur, og nú era tveir
kommúnistaflokkar í Svíþjóð.
Annar, sem vildi beygja sig und-
ir Moskvu, og binn, sem vildi
ekki beygja sig. Nú spyrja Sví-
ar: Hver er hver? Hvað er hvað?
— Og verkamennirnir fylgja
hvorugum. Við bæjarstjórnar-
kosningar í Gautaborg síðast í
október töpuðu kommúnistar öU-
um sinum bæjarfulltrúasætunr.
Jafnaðarmenn unnu þau öll og
fengu hreinan meirihhrta.
Þannig er það á Norðurlönd-
utn. En hvernig er það í Þýzka-
.landi, háborg kommúniismans j
Vestur-Evrópu? Hvar erRuth Fis-
cher, hin glæsilega kona, er barð-
ist djarfast fyrir verkalýðinn?
Hvar era þeir Korz og Úrbanz,
foringjarnir frá Hamborg? „Ag-
inn“ frá Moskva drepur alt af
sér. — Það er siður í þýzka þing-
itnu, að. hver flokkux hafi sitt
eigið borð á „Kringlu" þeirra
Þjóðverjanna. Kommúnistamir
hafa 3 borð, — era þríklofnir. —
A Englandi. eru kommúnistar
gersamlega áhrifalausir. Þeir
höfðu einn fulltrúa í þinginu, Sa-
klatvala, en við siðustu kosning-
ar féll hann við engan orðstý.
í stuttri blaðagreisn er ekki
hægt áð fara itarlega út í þessa
sögu. Og nauðsynlegt er að skýré
nokkuð frá þvi, hvort samraúrí*
sé í kenningum þessara manná
og jafnaðarstefnunnar. Það verð-
ur ef til vill gert síðar.
En það verður gaman að sjá
kommúnistaflokkinn, þegar hann
fer að ganga á eigin fótum. Ég
er hræddur um að feeturnir sláj
hvom annan til blóðs, hendurnar
|Iari í krók hvor við aðra, augun
horfi aldrei til sömu áttar og
eyran rifist um það, hvort hafi
heyrt réttar.
V. S. V.