Morgunblaðið - 09.09.1977, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1977
3
Norðurland vestra:
Engar
ákvarðanir
um þátttöku
í skoðana-
könnuninni
MORGUNBLAÐIÐ hafði í gær
samband við þau Guðrúnu Bene-
diktsdóttur á Hvammstanga,
Boga Sigurbjörnsson i Siglufirði
og Stefán (iuðmundsson á Sauðár-
króki og spurði þau, hvort þau
ætluðu að gefa kost á sér í skoð-
anakönnun þá sem fram á að fara
á vegum kjördæmisráðs Fram-
sóknarflokksins í Norðurlands-
kjördæmi vestra. Guðrún, Bogi og
Stefán skipuðu þriðja, fjórða og
fimmta sætið á lista Framsóknar-
flokksins við sfðustu Alþingis-
kosningar.
„Ég hef ekki tekið neina
ákvörðun um þettá1', svaraði Guð-
rún Benediktsdóttir.
Bogi Sigurbjörnsson sagðist al-
mennt vera hlynntur skoðana-
könnunum eða prófkjörum sem
eðlilegustu leiðinni við núgild-
andi kosningafyrirkomulág, en
það væri að hans mati löngu úrelt
og þyrfti að breyta þvi til þess
vegar, sem ungir menn í stjórn-
málaflokkunum hafa lagt til. Híl-
ið að svo stöddu.
Fáir atvinnu-
lausir í síð-
asta mánuði
ALLS VAR 231 tslendingur at-
vinnulaus um síðustu mánaða-
mót, en atvinnuleysisdagar I
ágústmánuði voru samtals 2532 i
mánuðinum. I júlímánuði voru
atvinnuleysisdagar 2756.
1 Reykjavik voru 53 atvinnu-
lausir á skrá um mánaðamótin, 38
voru skráðir atvinnulausir á
Akranesi síðasta dag mánaðins og
á Eyrarbakka 39 manns. Á tveim-
ur síðastnefndu stöðunum stafar
atvinnuleysið siðasta dag ágúst-
mánaðar af lokun eða minnkandi
vinnu í frystihúsunum.
Atvinnuleysisdagar i ágúst voru
1016 í Reykjavík, 198 á Akranesi,
139 á Akureyri, 108 i Hafnarfirði
og 114 á Eyrarbakka, en annars
staðar á landinu innan við 100.
Fjórir fá
inni i húsi
Jóns Sig-
urðssonar
'STJÖRN húss Jóns Sigurðssonar i
Kaupmannahöfn hefur ákveðið
að veita fjórum mönnum kost á
afnotum á fræðimannsibúð
hússins á tímabilinu frá 1.
september 1977 til 31. ágúst 1978,
en 26 aðilar sóttu um dvöl í
íbúðinni. Þeir sem dvelja þar
næsta árið eru Björn Þorsteins-
son sagnfræðingur sem dvelur
þar til 30. növember n.k., Jakob
Björnsson, orkumálastjóri dvelur
frá 1. desember til 28. febrúar á
næsta ár, Ölafur R. Einarsson
sagnfræðingur dvelur þar næstu
þrjá mánuðina á eftir og Einar
Laxness menntaskólakennari
dvelur svo i fræðimannsibúðinni
til 31. ágúst 1978.
(H>
PIOIMEER
TM
Sambyggðu stereo-settin frá PIONEER eru úrvals hljómtæki eins og þau gerast best enda framleiðir
PIONEER ekki annað. Bæði tækin KH-3500 og M-6500 eru með plötuspilara, kassettusegul-
bandi og útvarpi. Að segja til um mismuninn á þeim teljum við vera 5 þínum höndum þegar þú
hefur skoðað þau bæði vandlega.
Verðið, getur enginn sem býður sambærileg gæði, keppt við.
KH-3500 verð kr. 169.900 - M-6500 verð kr. 199.500.-
Við mælum með 3 gerðum af hátölurum sem kosta:
M-270 kr 21.900 - stk.
CS-313 kr. 22.900 - stk.
HPM-40 kr. 46.900 - stk.
KARNABÆR
LAUGAVEGI 66, 1. HÆÐ
Simi fra skiptiborði 281S5
Þetta eru
úrvals
hljómtæki
sem
allir geta
eignast