Morgunblaðið - 16.09.1977, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.09.1977, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1977 Verða afnotagjöld af svart- hvítum tækjum lækkuð? — AKVARÐANIR um afnota- gjöld vegna sjónvarps eru ekki í verkahring tJtvarpsráös og því hefur Útvarpsráð ekki fjallaö neitt um þaö vandamál, sem nú hefur komiö upp með innsiglun svart-hvítra tækja um leið og fólk fær sér littæki. Þetta er fjárhags- mál en ekki dagskrármál, sagði Þórarinn Þórarinsson, formaður Útvarpsráðs, þegar Morgunhlaðið ræddi við hann í gær um hið óleysta vandamál vegna svart- hvítu tækjanna. Þórarinn sagði, að þótt afnota- gjöldin væru ekki beinlínis mál Utvarpsráðs. gæti vel komið til greina að málið yrði rætt á út- varpsráðsfundi. Að sínu mati væri það vel hugsanlegt að taka upp lægra afnotagjald fyrir svart- — Tap og sigrar Framhald af bls. 32. úr 7. umferð. Kom biðleikur Rúmenans mjög á óvart og eftir hann var sigurinn vís hjá Jóni. Jón er eðlilega orðinn þreytt- ur, enda hefur verið teflt mjög stíft á mótinu í Frakklandi og flestar skákir Jóns farið i bið. Engin grið eru þó gefin og í dag fer 9. umferð mótsins fram. Ekki var vitað í gærkvöldi hver þá yrði andstæðingur Jóns en allir sterkustu skákmennirnir hafa telft sín á milli og mætir Jón því einhverjum af minni spámönnunum í dag. Er hann ásamt Kasparov og Whitehead frá Bandarikjunum í efsta sæti mótsins með 6!4 vinning, en næstu menn eru með 5 vinn- inga. — Krafla Framhald af bls. 32. titringsins vera við leirhverinn stóra. í samtalinu við Morgunblaðið sagði Páll, að landrisið væri nú byrjað aftur með svipuðum hraða og fyrir síðustu umbrot eftir að hafa hægt á sér í nokkra daga. Hins vegar færi skjálftavirkni sí- fellt minnkandi og sama væri að segja um sprungugliðnun. Þá kvað Páll, að gufuútstreymi hefði enn aukizt í Bjarnarflagi, og bæri mest á því norðan við gufuaflstöð- ina. — Schmidt Framhald af bls. 1 Schmidt neitaði að gefa skýrslu um gang samninga yfirvalda við mannra-ningjana, en sagði að áfram yrði haft samband við þá með milligöngu svissneska lög- fra'ðingsins Denis Payot. Er talið að hann hafi þar með gefiö í skyi. að yfirvöld álitu Schleyer enn á llfi. Kanslarinn vísaði á hug kriifum um að beitt yrði örþrifaráðum, jafnvel þótt þau væru hrot á stjórnarskránni, til að fá Schleyer lausan, en benti jafnframt á að yfirviildin, sem mannræningjarn- ir eru að re.vna að grafa undan, væru alls ekki getulaus. „Þau munu vinna sigur á skæruliöunum áður en lýkur vegna þess að alþýða manna fyrirlítur hryðjuverk". Þegar Sehmidt hafði lokið ávarpi sínu tóku ýmsir þingleið- togar til máls, og lýstu allir stuðn- ingi við fordæmingu Schmidts á skæruliðunum. Var Ijóst að allir flokkar stóðu saman í þeirri bar- áttu. Helmut Kohl, leiðtogi kristi- legra demókrata, sagði að hvorki væri unnt að skilja, réttlæta né afsaka morð, ógnir eða fantabrögð. Skoraði hann á alla þá, sem til þessa hefðu haldið að þjóðin ætti í höggi við afvegaleidda hugsjóna- menn sem aðeins hefðu valið sér rangar starfsaðferðir, að gera sér nú ljóst hvert stefndi. Herbert Wehner, formaður þingflokks sósialdemókrata, tók undir þau orð kanslarans að sá fyrirsláttur skæruliðanna, að þeir ættu í styrj- öld við rikið, væri hrein fjarstæða. Benti hann a að fangarnir 11, sem mannræningjarnir viidu fá leysta úr haldi, bæru ábyrgð á 16 morð- um og 43 morðtilraunum. hvít tæki sem væru á heimili þar sem littæki væri fyrir. Gæti það verið mjög gott frá þeim sjónar- hóli að sjönvarpið þyrfti á sem mestu fé að halda. Leiðrétting MISHERMT var í Morgunblaðinu í gær að ný verzlun Málarans h.f. hefði verið opnuð í Ingólfsstræti 5. Hið rétta er, að nýja verzlunin, sem heitir Málningavörur h.f., er ekki á snærum Málarans h.f. — Bjargað Framhald af bls. 32. björgunarhríngur. Hefði þvi getað farið illa ef skipstjóri Rúnu hefði ekki heyrt neyðar- kallið. Rúna er einnig 4,5 tonn að stærð að sögn Óskars Þ. Karlssonar, þá eru bátar af þessari stærð ekki skyldugir að hafa talstöðvar, en eins og margar aðrar trillur voru ör- bylgjutalstöðvar um borð í þeim báðum. Þá sagði Óskar Þór, að það væri marg búið að sýna sig að nauðsynlegt væri að hafa gúmmíbjörgunarbáta um borð í trillum af þessari stærð. — Saltfiskur Framhald af bls. 32. þessir erfiðleikar geta enn aukizt síðustu ár, og þessir erfiðleikar geta enn aukizt ef skreiðarmark- aðurinn dettur niður,“ sagði Tóm- as þegar Morgunblaðið spurði hann hvort ekki hefði orðið veru- leg aukning í framleiðslu tiltölu- lega smás saltfisks. Eins og málin standa í dag vantar nokkuð upp á að framleitt hafi verið upp í samninga af stórfiski 1, en Tómas bjóst við að lokið yrði við að fram- Ieiða upp í stórfisksamninginn það sem á vantar f.vrir áramót. Þá sagði hann, að engar breyt- ingar hefðu enn orðið á þurrfisk- markaðinum í Brasilíu, af og til bærúst fréttir um að 100% inn- borgunarskylda á saltfiski yrði af- numin, en þegar á reyndi gerðist ekkert. Að lokum sagði Tómas, að Is- iendingar ættu skæða keppinauta á Grikklandsmarkaðinum, sem væru Norðmenn, Færeyingar, Kanadamenn og Danir. Auk Tómasar Þorvaldssonar önnuðust samningagerðina við Grikki þeir Helgi Þórarinsson framkvæmdastjóri og . Friðrik Pálsson skrifstofustjóri. — Rústirnar Framhald af bls. 2 sem dr Sigurður Þórarinsson jarð fræðingur fann í Þjórsárdal 1 939 og er eldra en landnám í Þjórsárdal — Við héldum að þetta væri rétt þar til að framkvæmdar voru rannsóknir í Skálholti 1960, þar sem ég gerði nákvæma frjógreiningu og kom þá í Ijós að gróðurfarsbreytingin sem varð við landnám, var byrjuð áður en þetta landnámsöskulag féll Þetta sannaði að landnám var hafið sums staðar á íslandi áður en öskulagið féll, sagði Þorleifur Sem dæmi um skekkju í geisla- kolsmælingum sagði Þorleifur að við uppgröft í Tjarnargötu 4 árið 1 944 hefði fundizt spónn úr lerki og kurl úr birki og hefði hvorttveggja verið tekið úr neðsta mannvistarlag- inu Við aldursgreiningu með C 14 sýni lerkið aldurinn 810 e Kr og birkið 760 e Kr Við rannsóknir 1972—'75 á þessum sama stað hefðu hins vegar ekki fundizt neinar rústir eldri en frá landnámsöld og sagði Þorleifur að þarna hefði því komið fram um það bil 100 ára skekkja í mælingunum — Ég held að geislakolaðferðin sé tæplega nothæf til að ákvarða aldur gamalla húsarústa og í öðru lagi er landnámsöskulagið ekki fallið fyrir landnám heldur á landnámsöld Það þýðir að rústirnar í Vestmanna eyjum þurfa ekki að vera eldri en frá fyrri hluta landnámsaldar Mér sýn ist bezta aðferðin til að ákvarða aldur rústanna vera rannsóknir á þeim sjálfum, lögun þeirra eða áhöldum og verkfærum sem þar finnast Þvi hafi t d Papar, verið þarna á ferðinni, er líklegt að við getum fundið aldur rústanna af forn- leifum, sagði Þorleifur að lokum — V.í. 60 ára Framhald af bls. 3. þessu næst grein fyrir starf- semi þess og sagði 400 fyrirtæki og félög nú eiga aðild að ráðinu og eru þar i hópi bankar, bila- leigur bygginga- og verktaka- fyrirtæki, iögfræðiskrifstofur, fiskvinnslufyrirtæki, flugfélög, iðnfyrirtæki, innflytjendur, skipafélög, smásöluverzlanir, tryggingafélög, umboðs- og heildverzlanir, útflytjendur, út- gefendur blaða og bóka og veit- inga- og gistihús. Meðal þátta í starfsemi ráðsins nefndi Þor- valdur, að mikið berst af fyrir- spyrnum frá útlöndum um möguleika á sölum vara hingað eða héðan. Þá rekur ráðið upp- lýsingaskrifstofu um lánstraust íslenzkra fyrirtækja. Veittar eru umsagnir um lagafrumvörp og reglugerðir sem snerta við- skiptamál og reynt er að sinna • þeim málum, sem félagsmenn óska eftir að ráðið leysi úr. Sem fyrr sagði voru það 34 fyrirtæki sem fengu viðurkenn- ingarskjöl fyrir meira en 50 ára aðild að Verzlunarráðinu en að- ild margra þessara fyrirtækja var i fyrstu bundin við aðild stofnenda þeirra og eigenda að ráðinu og hefur siðar færzt yfir á félög, sem stofnuð hafa verið um fyrirtækin. Fyrirtækin, sem viðurkenningu fengu, voru: Bókaver/lun Sif'fúsar Kymundssonar — Almenna bókafélaf'ió h.f.. Timburver/lun Arna Jónssonar & C’o. h.f.. Arvakur h.f., Bernhard Petersen h.f.. Ver/lunin Brynja. KnKerl Krisljánsson & Co h.f.. II.f. ÖlKeróin KkíII Skallagrfmsson, II.F. KimskipafélaK íslands. Ver/lunin O. K11- inf>sen h.f.. KélaKsprenlsmidjan h.f.. Ciaró- ar (iíslason h.f.. (iunnar Olafsson & Co. h.f.. II. Benediklsson h.f.. Ilaraldur Böóvarsson & Co. h.f.. Verzlun Haraldar Júliuvsonar. I. Brynjólfsson & Kvaran h.f.. Isafoldarprenlsmiója h.f.. J. Þorláks- son & Norómann h.f.. Jes Zimsen h.f.. Skipaafí'reiósla Jes Zimsen. Jóhann Olafsson & Co. h.f.. K. Kinarsson & Björnsson h.f.. LauKavegs apólek. Leóur- ver/lun Jóns Brynjólfssonar. Nalhan & Olsen h.f.. Nýja bíó h.f.. O. Johnson & Kaaher h.f.. Olafur (ifslason & Co h.f., SjóválryKKlhKafélaj' Islands h.f.. Smilh & Norland h.f.. SlurlauKur Jónsson &Co. sf.. l'lvej'shanki íslatids. áóur Islandshanki h.f.. Timhurverzlunin Völundur h.f.. Þóró- ‘ ur Sveinsson & Co h.f. Bergur Gíslason forstjóri þakkaði fyrir hönd þeirra fyrir- tækja sem fengið höfðu viður- kenningu og- óskaði þess að Verzlunarráðið, samtök frjáls framtaks, mættu starfa um langa framtið. Gislí V. Einars- son færði fyrirtækjunum 34 heillaóskir og þakkaði stuðning og tryggð þeirra við V.I og minntist orða, sem sögð höfðu verið við hann fyrr um daginn, að það hlyti að vera mikið afrek að láta fyrirtæki lifa svo lengi, sem þau fyrirtæki sem hér hefðu verið heiðruð. — Guðmundar- málið Framhald af bls. 2 Auk Gunnlaugs sitja sakadóm- ararnir Armann Kristinsson og Haraldur Henrýsson i dóminum og mun dómurinn á morgun úr- skurða hvort óskin um að Gunn- laugur viki sæti verði tekin til greina. Liggja öll störf dómsins niðri á meðan, en áformað var að hefja munnlegan málflutning í Guðmundar- og Geirfinnsmálun- um í sakadómi Reykjavíkur 3. október n.k. en Bragi Steinarsson vararíkissaksóknari mun flytja málið af hálfu ákæruvaldsins. — SUS-þing Framhald af bls. 2 ins, Sviinn Per Arne Arvidsson, sem er formaður samtaka ungra hægri manna á Norðurlöndunum, NUU, ávarpar þingið. Á þinginu verða lagðar fram tillögur um inn- göngu SUS i Æskulýðssamband Is- lands, æskulýðssamtök lýðræðis- sinna í Vestur-Evrópu, DEMYC og norrænu samtökin NUU. í kvöld verða nefndafundir og verður þeim fram haldið í fyrra- málið en að þeim loknum hefst afgreiðsla ályktana. Klukkan 17.30 á laugardag fara þingfulltrúar í skoðunarferð um Heimaey en við kvöldverð þá umkvöldið flytur dr. Gunnar Thoroddsen, varaformað- ur Sjálfstæðisflokksins, ávarp. Þingstörfum verður fram haldið á sunnudag í Félagsheimilinu við Heiðarveg og er gert ráð fyrir að þeim ljúki um kl. 16 með kosning- um. — Sjónvarpið Framhald af bls. 2 hefur þetta safn vaxið smám sam- an á þessum árum. Ljósmyndarar sjónvarpsins hafa og að undan- förnu verið að safna litmyndum utan af landi, en Eiður kvað lang- an tíma að sjálfsögðu myndu líða áður en þetta safn yrði að stofni til litmyndasafn. Yfirleitt kvað hann fréttamyndir ekki hafa ver- ið teknar í lit hingað til, nema atburðirnir hefðu sérstætt sagn- fræðilegt gildi. Yfirleitt heföi myndataka fyrir fréttastofuna verið í svart-hvítu og aðeins smá- ræði tekið í lit til geymslu. Eiður Guðnason kvað það skoð- un sina að ekki ætti að flýta sér um of við það að hefja litaútsend- ingar á fréttum. Bíða ætti þar til unnt yrði að hafa enn stærra hlut- fall fréttamynda i lit, en upphafið að fréttaútsendingum í lit yrði að þulir og það efni, sem sérstaklega væri tekið upp í upptökusal sjón- varpsins, gæti verið i lit. Innlend- ar fréttakvikmyndir yrðu ekki í lit, þar sem enn væri ekki til aðstaða til framköllunar litkvik- mynda hjá sjónvarpinu. Þó myndu erlendar fréttakvik- myndir, sem teknar væru upp á myndsegulband, geta komið strax i lit. Einnig geta kyrrar myndir komið í lit strax. Enn eru ekki til tæki til þess að sýna kvikmyndir i lit, og getur einhver bið orðið á því að þau tæki fáist, þar sem alllangur af- greiðslufrestur er á slíkum tækj- um. Loks sagði Eiður að auðvitað vildu allir fá lit sent fyrst ,,en þótt konungur vilji sigla, hlýtur byr að ráða.“ í dag eiga að hefjast námskeið fyrir starfsfólkið í sambandi við litaútsendingar, og eru það tækni- og dagskrármenn frá norska sjón- varpinu, sem annast kennsluna þar. _______ _ — Bankamenn íhuga verkfall Framhald af bls. 2 ingafundi hinn 8. september síð- astliöinn var hins vegar undirrit- aður sérstakur samningur um starfsemi og réttarstöðu trúnaðar- manna. Af hálfu Sambands íslenzkra bankamanna hefur verið skipuð verkfallsnefnd og sitja í henni formenn starfsmannafélaganna innan SÍB, ásanit stjórn og vara- stjórn SÍB. Verkefni verkfalls- nefndar er að sjá um hugsanlegar, verkfallsaðgerðir og undirbúning þeirra — og framkvæmd verk- fallsins, ef af því verður. 1 áðurnefndu fréttabréfi segir að ekkert hafi verið ákveðið um verkfallsboðun, en bent er á að gangur samningaviðræðnanna undanfarið lofi ekki góðu, og ekki sízt sú staðreynd að engin svör hafa enn komið af hálfu bank- anna um föstu launin og aðra launaliði kröfugerðarinnar. Nýr fundur hefur nú verið boðaður með formönnum og varastjórn, þar sem staða mála verður metin á ný og ákvörðun tekin um næstu aðgerðir. — Auglýst eftir vitnum Framhald af bls. 5. Hægra framaurbretti dældað. Appelsínurauður litur var i ákomustað. Miðvikud. 14. sept. Ekið á bifreiðina G-5863, Fiat 128 Rally, gula að lit, þar sem hún stóð í Austurstræti á móts við verzlunina Torgið á tímabilinu kl. 17:00—17:10. Skémmdir: Dæld á farangursgeymsluloki og gafli. — Sýning Framhald af bls. 11. bókanna svo og kennslufræði- legs. A sýningunni er að finna smábarnabækur, mynda- bækur, alls kyns sögubækur, bækur um munnmæli og ævin- týri og dæmisögur. Þá eru nokkurs konar fræðibækur og bækur sem leitast við að kynna umheiminn fyrir börnunum. Flestar bækurnar eru þýzkar, en einnig er nokkuð um þýddar bækur. —Dagur dýranna Framhald af bls. 8 þessi dýr hafa og þann rétt sem þau óumdeilanlega hafa til landsins Við troðum meira og minna á þessum rétti, án umhugsunar Og þegar hagsmunir mannanna og dýranna í landinu rekast á, — hver hefur þá sitt fram??? Við setjum friðunarlög Stundum að því er virðist dálítið handahófskennd. Við fáum gífurlega verndartilfinningu gagnvart einni dýrategund fram yfir aðra og verndum hana þá með oddi og egg, en reynum að eyða og helzt útrýma annarri, og erum þá ekki ætíð vönd að meðulunum Stundum alfriðum við ýmsar fugla- tegundir, eins og t d æðarfuglinn, og þá lokum við augunum fyrir þvi að æðarkollur drukkna hundruðum saman í grásleppunetum sem lögð eru á grunnsævi. Við fóðrum svartbakinn gegndarlaust á sorpi og fiskúrgangi með annarri hendinni en viljum svo eitra fyrir hann með hinni. Og svona má lengi telja Stjórn S.D.Í skorar á yfirvöld að taka upp nýja stefnu í þurrkunarað- gerðum á mýrum og öðru votlendi, þannig að aldrei verði þurrkað upp landsvæði án þess að nákvæmar at- huganir sérfræðinga á lifríkinu verði látnar ráða Einnig skorar stjórn S.D í á yfirvöld að sorpi og fiskúrgangi verði eytt á annan hátt en nú er, þannig að fuglar komist alls ekki að honum Þá mun náttúran sjálf sjá til þess að fjölgun þeirra helzt í skefjum Stjórn S.D í beinir þvi til lands- manna að virða rétt villtu dýranna í landinu og gera þeim ekki landið óbyggilegt " — Minning Guðmundar Framhald af bls. 22. minningarnar um Guömund Jóhannesson og hans góðu konu og þakka þeim. Þakka guði fyrir gjöf góðra vina. Hittumst heil. Sfra Sigurður Haukdal 19. ágúst 1971 kvöddum við Sig- riði Jóhannsdóttur með eftirfar- andi orðum: „Fyrir fáum árum komum við fyrst inn á heimili þitt, þá með öllu ókunnug. Frá þeirri stund nutum við þar umhyggju og ástar sem hefðum við dvalist þar frá fyrstu bernsku. Það þarf réttsýni og góðmennsku til að taka þremur ókunnugum börnum sem væru þau manns eigin, en þetta auð- sýndir þú okkur í rikum mæli. En það gleymist oft i dagsins önn að þakka það sem vel er gert, og að lokum er það orðið um seinan. Því viljum við nú þakka þér og Guð- mundi afa alla þá ástúð sem við urðum aðnjótandi á heimili ykk- ar. Víð þökkúm um leið og við kveðjum". Þessi orð áttu ekki síður við um Guðmund afa, og því endurtökum við þau nú þegar hann er kvadd- ur. Páll, Fanný, Herjólfur. r — „Eg samdi. . Framhald af bls. 13 hvernig væri að leika Róbert: „Róbert er góður strákur, en hann hefur lokazt illilcga inni i starfi sínu og gleymt bæði sjálf- um sér og konu sinni vegna þess. Þetta leikrit er fyrst og frémst skemmtiefni, og ef það hefur ein- hvern boðskap að flytja, þá er hann að minnsta kosti ekkert hættulegur“ Aðspurður kvað Pétur ekkert erfiðara að leika fyrir sjónvarp, on á sviði, ,,en maður þarf að venjast því,“ sagði Pétur að lok- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.