Morgunblaðið - 16.09.1977, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.09.1977, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1977 Norski dómarinn gengur milli æstra leikmanna í leiknum í nærkvöldi. ALDREI KYNNZT ÖÐRUM EINS ROLABRÖGÐUM — ÉG hef aldrei á ævi minni leikið gegn öðrum eins villimönnum og leikmönnum Glentoran, sagði Ingi Björns Albertsson, fyrirliði Valsliðs ins, eftir leikinn í gærkvöldi, en Ingi Björn var illa útleikinn eftir leikinn. Fætur hans útsparkaðir og á andlit- inu bar hann einnig minjar frá leikn- um. — einn leikmanna írska liðsins notaði tækifærið er markvörðurinn felldi mig, og sparkaði fyrst i munn- inn á mér og siðan i ennið, sagði Ingi Björn, — það var sem leikmenn Blentoran neyttu alla bragða i leikn- um til þess að sparka i andstæðing- inn, og oftast hugsuðu þeir meira um það en knöttinn. Um möguleika Vals að komast áfram í keppninni, sagði Ingi Björn Albertsson: — Leikurinn á írlandi verður ugg- laust erfiður, ekki sizt ef Irarnir fá að komast upp með annan eins rudda- skap og þeir sýndu i þessum leik. Hitt er annað mál að Valsliðið sýndi að mínu mati lélegan leik hér i kvöld og ég er sannfærður um að það getur leikið það mun betur en það gerði, að við eigum möguleika á að ná i það minnsta jafntefli i leiknum a írlandi, slikt nægir okkur nú til að komast áfram í keppninni. NÆRINGARGILDI: Skyr Efnisinnihald pr. 100g Prótín 13,0 G Mjólkursykur 2,5 G Sykur 0,0 G Mjólkurfita . 0,4 G Kalcium 85,0 MG Fosfór 180,0 MG Járn 0,3 MG Vítamín A 13,0 ALÞJ.EIN Vítamín D 0,3 ALÞJ.EIN Tíamín 0,03 MG Ríboflavín Vítamín B 0,35 MG Níacín 0,1 MG Askorbinsýra Vítamín C 1,0 MG Hitaeiningar 74,0 Jaröarberjaskyr Efnisinnihald pr. 100g Prótín 11,0 G Mjólkursykur 2,12 G Sykur 8,0 G Mjólkurfita 0,35 G Kalcium 72,0 MG Fosfór 153,0 MG Járn 0,25 MG Vítamín A 11,0 ALÞJ.EIN Vítamín D 0,25 ALÞJ.EIN Tíamín 0,025 MG Ríboflavín Vítamín B 0,3 MG Níacín 0,085 MG Askorbinsýra Vítamín C 0,85 MG Hitaeining ar 84,0 Míólkursamsalan ANNAÐ SKREHÐ UPP Á m EFTIR VONBRIGÐ- IN í ÍSLANDSMÓTINU — SKÝRINGIN á því hvað Vals- liðið datt niður þegar á leikinn leið er vafalaust m.a. sú að leik- mennirnir voru alltof spenntir, sagði dr. Yuri Ilitchev, þjálfari Valsmanna eftir leikinn við Glen- toran í gærkvöldi. Nokkur veiga- mikil atriði í leik okkar hrugðust, og þá ekki hvað sfzt að við gáfum bezta leikmanni frska liðsins, Johnny Jamison, of mikið svig- rúm. Albert Guðmundsson átti að hafa scrstakar gætur á honum, en undir lok leiksins hopaði Albert of mikið frá honum, og þar með náði hann að b.vggja upp fvrir írska liðið. Dr. Yuri sagði, að eftir lok 1. deildar keppni Islandsmótsins í knattspyrnu hefði Valsliðið verið mjög langt niðri, enda hefðu úr- slit mótsins orðið leikmönnum gífurleg vonbrigði. — Sigurinn í bikarúrslitaleikn- um við Fram var fyrsta skref Valsmanna upp á við að nýju og það næsta var stigíð með þessum rigri. Því hef ég trú á því að Valur eigi að geta sýnt mun betri leik i írlandi en liðið gerði hér á Laug- ardalsvellinum i kvöld, og er ég sæmilega bjartsýnn á að við get- um náð í það minnsta jafntefli þar. Dr. Yuri var að þvi spurður hvers vegna hann hefði ekki skipt varamanni inná fyrir Inga Björn Albertsson, er það var orðið aug- ljóst að Ingi myndi ekki jafna sig af meiðslunum sem hann fékk snemma í leiknum. Svaraði dr. Yuri því til, að í leik sem þennan þyrfti bæði hörku og reynslu, og hann teldi að varamenn Valsliðs- ins í gær hefðu ekki verið nægj- anlega undir það búnir að fara í þann harða slag sem var úti á vellinum. Leiðrétting í myndatexta með mynd af islands meisturum Akraness i knattspyrnu i blaðinu i gær var rangt farið með nafn tveggja leikmanna liðsins. Varamarkvörður liðsins heitir Sævar Guðjónsson, en ekki Sævar Baldurs- son og sá leikmaður sem lengst var til vinstri i fremri röð á myndinni heitir Gunnar V. Gislason, en ekki Gunnar Guðjónsson. Biðst Morgun- blaðið velvirðingar á þessum mistök- um. DREGIÐ18. NÓV. 18. nóvember n.k. verður dregið um það í höfuðstöðvum UEFA í Bern hvaða lið leika saman i Evrópubikarkeppni landsliða sem fram á að fara 1980. Þá verður keppni þessi í fyrsta sinn með því sniði að átta lið taka þátt i úrslita- keppninni í stað fjögurra áður. Hefur eitt lið þegar áunnið sér rétt til að taka þátt i þeirri loka- keppni — Lið Vestur-Þýzkalands, sem sigraði í Evrópubikarkeppn- inni síðast. 30 september n.k. verður dregið um hvaða lið leika saman í ann- arri umferð Evrópubikarkeppn- innar í knattspyrnu. DALE CARNEGIE í ræðumennsku og mannlegum samskiptum er að hefjast Námskeiðið mun hjálpa þér að: Öðlast meira hugrekki og sjáifstraust. ■£ Bæta minni þitt á nöfn, andlit og staðreynd- ir. Láta i Ijósi skoðanir þínar af meiri sannfær- ingarkrafti í samræðum og á fundum. ■fr Stækka vinahóp þinn, ávinna þér virðingu og viðurkenningu. ■jf Talið er að um 85% af velgengni þinni sé komin undir því, hvernig þér tekst að um- gangast aðra. Starfa af meiri lífskrafti — heima og á vinnustað. ■jf Halda áhyggjum í skefjum og draga úr kvíða. •^- Verða hæfari að taka við meiri ábyrgð án óþarfa spennu og kvíða. Okkar ráðlegging er því: Taktu þátt i Dale Carnegie námskeiðinu. FJÁRFESTING í MENNTUN GEFUR ÞÉR ARÐ ÆVILANGT. œ82411 (T E ínkílllíyfi «1 Islr'HKli u ,/f ST J ÓRNUNARSKÓLINN M.ÍVSKEWW Konráð Adolphsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.