Morgunblaðið - 17.09.1977, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1977
3
240 fulltrúar á
SUS-þing í Eyjum
Friðrik Sophusson, formaður SUS, setur þingið
ÞING Samhands ungra
sjálfstæðismanna hófst í
Vestmannaeyjum síðdeg-
is í gær. Friðrik Sóphus-
son, formaður SUS, setti
þingið með ræðu og gerði
grein fyrir starfi SUS sl.
tvö ár og vék að þróun
stjórnmála í landinu frá
því að síðasta þing SUS
var haldið í Grindavík
1974. Þetta 24. þing SUS
er haldið undir kjörorð-
inu: Báknið hurt — gegn
verðbólgu.
Friðrik sagði í ræðu
sinni, að naumast hefði
verið hægt að tala um
hrein stjórnarskipti
1974, því að þrátt fyrir
stórsigur Sjálfstæðis-
flokksins hefði ekki verið
unnt að mynda ríkis-
stjórn, sem starfaði á
grundvelli sjálfstæðis-
stefnunnar, því að Fram-
sóknarflokkurinn hefði
ekki verið reiöubúinn til
að strika yfir gerðir
vinstri stjórnarinnar.
Frá upphafi hefði ríkis-
stjórnin í gerðum sínum
verið bundin af ýmsum
sérhagsmunahópum.
Minna bæri hins vegar á,
að skeleggri stefnu væri
beitt, líkt og átti sér stað
við upphaf Viðreisnar-
stjórnarinnar.
Þingfundir í gær voru í
samkomuhúsinu við
Vestmannabraut. Um
230 þingfulltrúar sitja
þingið. Fundarstjóri a
fyrsta fundinum var
kjörinn Sigurður Jóns-
son frá Vestmannaeyj-
um, en fundarritari Bessí
Jóhannsdóttir úr Reykja-
vík. Við upphaf þing-
fundar ávarpaði Magnús
Jónasson, formaður Fé-
lags ungra Sjálfstæðis-
manna í Eyjum, Eyverja,
fundinn og kvað þetta
vera fyrsta þing SUS sem
haldið væri í Eyjum, og
jafnframt fyrsta þing
SUS í suðurlandskjör-
dæmi. Þá ávarpaði þingið
Per Arne Arvidsson, for-
maður samtaka ungra
hægri manna á Norður-
löndum, og lýsti ánægju
sinni með uppgang lýð-
ræðis á Spáni hin seinni
ár og í framhaldi af því
lagði hann ríka áherzlu á
að íslendingar stæöu
vörð um lýðræðið hér á
landi. Hann kvaðst vona
að Sjálfstæðisflokkurinn
yrði áfram við stjórnvöl-
inn hérlendis, því að það
tryggði lýðræðinu beztan
framgang. Þá lýsti Ar-
vidsson óánægju sinni
með vöxt ýmissa vinstri
hópa á Norðurlöndum.
1 gærkvöldi fóru fram
nefndastörf og i dag er
afgreiðsla ályktana
þingsins á dagskrá en
þinginu lýkur síðdegis á
morgun, sunnudag með
kosningu stjórnar og for-
manns.
Gylfi Gíslason með sýn-
ingu í Asmundarsal
A MORGUN opnar Gylfi Gísla-
son, myndlistarmaður, sýningu í
Ásmundarsal við Frevjugötu.
Sýningin verður opin frá kl. 16.00
til kl. 22.00 í hálfan mánuð.
Sýningin er á þremur stöðum í
húsinu, en Gísli nefnir hana „Til-
briðgði um mynd Geovanni
Efrey“. I salnum eru m.a. sýnd 23
tilbrigði úr inynd Jóhannesar
Kjarvals, „Fjallamjólk", sem
Kjarval málaði árið 1941. I vinnu-
stofunni eru uppi teikningar, sem
verða notaðar til að myndskreyta
harnahók Stefáns Jónssonar, „Oli
frá Skuld“, sem verður endurút-
gefin í vetur. Gylfi hefur mynd-
skreytt handritið á svölum húss-
ins, en það er rúmlega 20 metra
löng mynd af umhverfinu í kring,
sem sést þar frá.
Flestar myndirnar á sýning-
unni eru blek- og blýantsteikning-
ar, sem Gylfi hefur málað i sum-
ar, en hann hefur haft aðstöðu í
Ásmundarsal til að undirbúa sýn-
inguna.
Þetta er fyrsta sjálfstæða mynd-
listarsýning Gylfa, en hann hefur
áður tvívegis tekið þátt i samsýn-
ingu i Súm og einu sinni sýnt á
Mokka á árunum 1971—73. Hann
hefur gert töluvert að því að
myndskreyta bækur og má m.a.
nefna bókina „Punktur, punktur,
komma, strik“ eftir Pétur Gunn-
arsson sem kom út i fyrravetur.
Að sögn listamannsins eru þær
bókmyndskreytingar, sem eru á
sýningunni, þær beztu, sem hann
hefur látið frá sér.
Allar myndirnar á sýningunni
eru til sölu.
Myndskreytingarnar á svölum hússins.
Fiskmjölsverksmidjur:
Áætlun í undirbúningi um
endurbætur á hreinsibúnaði
Nýtt verð
á kolmunna
og spærlingi
YFIRNEFND verðlagsráðs
sjávarútvegsins hefur
ákveðið nýtt lágmarksverð
á kolmunna og spærlmgi
til bræðslu.
Samkvæmt því skal verð
f.vrir hvert kg. kolmunna
vera 9 krónur frá 1. sept-
ember til áramóta. Er þá
miðað við 8% fituinnihald
og 19% fitufrítt þurrefni.
Ef breytingar verða á fitu-
og þurrefnisinnihaldi til
hækkunar eða lækkunar
breytist verðið til sam-
ræmis.
Ákveðið var tvenns kon-
ar verð á spærlingi. Frá 1.
september til 15. septeni-
ber skal greiða 8,80 krónur
fyrir hvert kg. en eftir
þann tíma til áramóta skal
greiða 8,30 krónur fyrir
hvert kg.
Verð á kolmunna var
samþykkt með samhljóða
atkvæðum allra nefndar-
manna. Verð á spærlingi
var ákveðið af oddamanni
og fulltrúum kaupenda
gegn atkvæðum fulltrúa
seljenda. í yfirnefndinni
áttu sæti: Ólafur Davíðs-
son., sem var oddamaður
nefndarinnar. Guðmundur
Kr. Jónsson og Jón Reynir
Magnússon af hálfu kaup-
enda og Ágúst Einarsson
og Jón Sigurðsson af hálfu
seljenda.
Heilbrigðiseftirlit ríkis-
ins er um þessar mundir
að undirhúa erindi til heil-
brigðisráðherra hvernig
staðið skuli að því að koma
upp hreinsibúnaði í fisk-
mjölsverksmiðjunum hér
á landi, að sögn Hrafns
Friðrikssonar forstöðu-
manns.
Hrafn sagði, að til grundvallar
þessu erindi yrði lögð „gula
skýrslan“ sem svo væri nefnd en
hún væri árangur úttektar sem
eftirlitið hefði látið gera á þessum
málum hér á landi og þá m.a.
fengið sérmenntaðan mann til að
kynna sér sérstaklega hvernig
þessum málum væri háttað í Nor-
egi. Niðurstaðan hefði orðið sú, a
hreinsibúnaði fiskmjölsverk-
smiðjanna hér, sérstaklega í þétt-
býli, væri mjög ábótavant bæði
hvað varðaði ryk- og lykteyðingu.
Það hefði sýnt sig, að einföld skol-
un i vatnshreinsiturnum væri
ekki fullnægjandi aðferð og væri
þá helzt til ráða að láta reisa efna-
hreinsiturna en fleiri möguleikar
væru þó fyrir hendi.
Kvað Hrafn Heilbrigðiseftirlit-
ið nú mundu vinna áfram að
fullnaðarathugun þessara mála
og skila tillögum til ráðherra um
nauðsynlegar úrbætur, en hann
treysti sér ekki til að segja nánar
hvenær það gæti orðið. Hins veg-
ar væri ljóst, að gera yrði áætlun
um framkvæmdir í þessum efn-
um, því að hér væri um að ræða
mjög mikla og kostnaðarsama
framkvæmd sem yrði að vinna í
áföngum. Yrði að setja verkefnin
sem fyrir lægju upp í forgangsröð
og byrja þar sem ástandið væri
verst í hreinsibúnaði hjá fisk-
mjölsverksmiðjum i þéttbýli.