Morgunblaðið - 17.09.1977, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1977
7
Alþýðublaðið
agnúast við
einkaframtakið
Alþýðublaðið agnúast
við einkaframtakið i for-
ystugrein í gær og segir
m.a.: „Formælendur
einkaf ramtaksins segja
oft að einstaklingur í at-
vinnurekstri taki mikla
áhættu, hann standi og
falli með eigin framtaki,
hann axli mikla ábyrgð og
leggi mikið að veði. Því
miður hefur þetta reynzt
alröng kenning á íslandi.
Á þessu sviði er hinn gall-
harði kapitalismi heiðar-
legri. Þar er einstaklingn-
um ekki hlíft, ef hann ekki
stendur sig, hann er gerð-
ur gjaldþrota og ekki hik-
að við að ganga að per-
sónulegum eigum hans. Á
íslandi eru hins vegar
mörg dæmi þess, að
einkaframtakið hefur haft
furðugott lag á þvi að láta
skellinn lenda á rikinu,
þ.e. skattgreiðendum,
þegar illa hefur farið. . .
Það hefur longum verið
talinn nokkur gróðavegur
að koma nálægt útgerð og
fiskvinnslu á íslandi.
Mörgum einstaklingum
hefur tekizt með framsýni
og dugnaði að byggja upp
fyrirtæki, sem hafa orðið
stoð og stytta heilla
Þyggðarlaga. Þeir sem
lengst hafa náð á þessu
sviði hafa ekki troðið
mjög undir sjálfa sig held-
ur haft hag fyrirtækisins í
fyrirrúmi. Þessir menn
hafa um leið virkt og met-
ið hverja vinnandj hönd.
En það einkaframtak sem
blæs út á velgengnistim-
um og hefur hátt um eigið
ágæti ætti að vera tilbúið
að taka á sig áföll þegar
illa það gengur. Allt ann-
að er slæmur rekstur. Það
væri þvi ekki úr vegi að
hinir áköfustu í hópi
einkaf ramtaksmanna
hefðu eilítið hægar um
sig."
Er útgerð
gróðravegur?
Um þessi ónot Alþýðu-
blaðsins i garð einkafram-
taksins á fslandi er ýmis-
legt hægt að segja. Ein-
hvern tima var haft eftir
þekktum og vel efnuðum
útgerðarmanni, að hann
vissi ekki til þess. að út-
gerðarmaður hefði nokkru
sinni dáið ríkur á íslandi
og kann allmikið að vera
til i þvi. Aðalatriðið er þó i
sambandi við stöðu einka-
framtaksins. að ef þvi
væru búin eðlileg starfs-
skilyrði og þeir hagnaðar
möguleikar, sem sjálf
sagðir þykja i öðrum lönd-
um þar sem heilbrigð
stefna rikir i efnahags- og
atvinnumálum. væri ekk-
ert eðlilegra en krefjast
þess, að fyrirtækin sjálf
stæðu undir hallarekstri,
þegar hann bæri að hönd-
um. En eins og allir vita
þá hefur íslenzka þjóðin
smátt og smátt verið van-
in á þann hugsunarhátt,
að „gróði" sé Ijótt orð og
að það sé á einhvem hátt
saknæmt, að menn hagn-
ist á atvinnurekstri. Þess
vegna hafa rikjandi við-
horf verið þau að koma i
veg fyrir, að menn geti
hagnast á atvinnurekstri.
Kannski er það hið mikla
návigi i okkar fámenna
þjóðfélagi, sem veldur
þessari sérkennilegu af-
stöðu. en hún er engu að
siður staðreynd. Afleið-
ingin hefur orðið sú. að
islenzk einkafyrirtæki búa
ekki við eðlileg starfsskil-
yrði, þeim gefst ekki kost-
ur á þvi að hagnast nokk-
uð sem heitið getur á
blómatimum. Það er af
þeim tekið með einum
eða öðrum hætti. Og
raunar eru einkafyrirtæki
sem önnur fyrirtæki á
íslandi svo fjárhagslega
veikbyggð, að þau eru
upp á náð og miskunn
bankanna komin eins og
allir vita. Þegar svona er i
pottinn búið er auðvitað
Ijóst. að ónot Alþýðu-
blaðsins i garð einkafram-
taksins eiga ekki við. Það
einkaframtak sem ekki
fær leyfi til að hagnast,
þegar vel gengur. getur
með engu móti staðið
undir erfiðleikunum, þeg-
ar illa gengur. Þetta veit
ritstjóri Alþýðublaðsins
jafn vel og aðrir. Ef hins
vegar unnt er að ná sam-
stöðu við Alþýðuflokkinn
um þess konar stjórnar-
hætti sem tryggja eðlileg-
an rekstrargrundvöll at-
vinnufyrirtækjanna í land-
inu, hvort sem þau eru I
einkaeign, samvinnu-
rekstri eða jafnvel opin-
berum rekstri, þannig að
það teljist ekki lengur
refsivert að hagnast !
þessu landi þá skal ekki
standa á Morgunblaðinu
að taka undir það með
Alþýðublaðinu. að við
slíkar aðstæður er hægt
að heimta það, að einka-
framtaks fyrirtæki standi
undir hallarekstri á erfið-
um árum og noti til þess
þann ábata sem fæst I
góðum árum. Ef Alþýðu-
flokkurinn og Alþýðublað-
ið eru reiðubúin til sam-
starfs um slika stefnu og
byrja t.d. á þv! að afnema
hin fáránlegu verðlags-
ákvæði sem hér rikja og
breyta skattalögum til
samræmis við ofangreind
markmið mun ekki standa
á Morgunblaðinu að
leggja sitt lóð á vogarskál-
arnar til þess að tryggja
framgang slikrar stefnu.
DÓMKIRKJAN Messa kl. 11
árd. Séra Örn Friðriksson á
Skútustöðum prédikar og þjón-
ar fyrir :ltari ásamt sóknar-
presti, séra Þóri Stephensen.
LANGHOLTSPRESTAKALL
Barnasamkoma kl. 10.30 árd.
Guðsþjónusta kl. 2 síðd. Séra
Árelius Nielsson.
LAUGARNESKIRKJA Messa
kl. 11 árd. Hjalti Hugason guð-
fræðinemi prédikar. Altaris-
ganga. Söknarprestur.
FELLA- OG IIÓLASÖKN Guðs-
þjónusta í Fellaskóla kl. 2 síðd.
Haustfermingarbörn beðin að
koma. Séra Hreinn Hjartarson.
ÁRBÆJARPRESTAKALL
Guðsþjónusta i Arbæjarkrikju
kl. 11 árd. Séra Guðmundur
Þorsteinsson.
DÓMKIRKJA KRISTS kon-
ungs, Landakoti. Lágmessö kl.
8.30 árd. Hámessa kl. 10.30 árd.
Lágmessa kl. 2 siðd. Alla virka
daga er lágmessa kl. 6 síðd.,
nema á laugardögum, þá kl. 2
siðd.
NESKIRKJA Guðsþjónusta kl.
11 árd. Séra Frank M. Halldórs-
son.
HALLGRtMSKIRKJA Messa
kl. 11 árd. Séra Ragnar Fjalar
Lárusson.
LANDSPlTALINN Messa kl.
10 árd. Séra Ragnar Fjalar Lár-
usson.
SELTJARNARNESSÓKN
Messa í félagsheimilinu kl. 2
síðd. Séra Frank M. Halldórs-
son. Aðalsafnaðarfundur verð-
ur kl. 3 síðd. Sóknarnefndin.
FlLADELFlUKIRKJAN Safn-
aðarguðsþjönusta kl. 2 siðd. Al-
menn guðsþjónusta kl. 8 siðd.
Gideonsfélagar tala. Guðmund-
ur Markússon.
GRENSASKIRKJA Guðsþjón-
usta kl. 11 árd. Organisti Jón G.
Þórarinsson. Haustfermingar-
börn eru beðin að mæta til
guðsþjónustunnar og viðtals að
lokinni messu. Séra Halldór S.
Gröndal.
FRIKIRKJAN Reykjavík.
Messa kl. 2 siðd. Organisti Sig-
urður Isólfsson. Séra Þorsteinn
Björnsson.
ELLI- OG HJÚKRUNARHEIM-
ILIÐ Grund. Guðsþjónusta kl. 2
siðd. Séra Sveinn Ögmundsson
prédikar. Fél. fyrrverandi
sóknarpresta.
ASPRESTAKALL Messa kl. 2
siðd. að Norðurbrún 1. Séra
Grimur Grímsson.
HATEIGSKRIKJA Messakl. 11
árd. Séra Arngrimur Jónsson.
GUÐSPJALL DAGSINS:
Matt. 6:
Enginn kann tveimur herr-
um að þjóna.
LITUR DAGSINS:
Grænn. Táknar vöxt.
Einkum vöxt hins andlega
lffs.
HJALPRÆÐISHERINN Helg-
unarsamkoma kl. 11 árd.
Sunnudagaskóli kl. 2 siðd.
Hjálpræðissamkoma. Lautinant
Evju.
BÚSTAÐAKIRKJA Guðsþjón-
usta kl. 11 árd. Organisti Guðni
Þ. Guðmundsson. Séra Ólafur
Skúlason.
KAPELLA St. Jósepssystra
Garðabæ. Hámessa kl. 2 síðd.
HAFNARFJARÐARKIRKJA
Guðsþjónusta kl. 2 síðd. Séra
Páll Þórðarson prédikar. Séra
Sigurður H. Guðmundsson.
FRÍKIRKJAN Hafnarfirði.
Guðsþjónusta kl. 2 siðd. Séra
Magnús Guðjónsson.
KEFLAVlKURKIRKJA
Sunnudagaskóli kl. 11 árd.
„Dags dýranna" verður minnzt.
Sóknarprestur.
KIRKJUVOGSKIRKJA Messa
kl. 2 síðd. Sóknarprestur.
EYRARBAKKAKIRKJA Al-
menn guðsþjónusta kl. 2 siðd.
Sóknarprestur.
STOKKSEYRARKIRKJA
Barnaguðsþjónusta kl. 10.30
árd. Sóknarprestur.
AKRANESKIRKJA Barnasam-
koma kl. 10.30 árd. Messa kl. 2
siðd. Gideonsfélagar kynna
starf sitt. Séra Björn Jónssoh.
ÞÚ AUGLÝSIR UM
ALLT LAND ÞEGAR
ÞÚ AUGLÝSIR í
MORGUNBLAÐINU
Merkjasala —
Dagur dýranna
Dagur dýranna er á morgun sunnudag. Þau eru afhent
á eftirtöldum stöðum.
í Reykjavík
Austurbæjarskóli, Álftamýraskóli, Árbæjarskóli, Breiðagerðisskóli,
Breiðholtsskóli, Fossvogsskóli, Hlíðaskóli, Langholtsskóli,
Laugarnesskóli, Melaskóli, Vesturbæjarskóli, Ölduselsskóli.
í Kópavogi
Digranesskóli við Skálaheiði, Kárnesskóli við Skólagerði, Kópavogs-
skóli við Digranesveg.
í Hafnarfirði
Lækjarskóli, Víðistaðaskóli, Öldutúnsskóli.
Góð sölulaun. Opið frá kl. 10—4.
Samband dýraverndunarfélaga íslands.
Hef opnað
lækningastofu
í læknastofunni Síðumúla 34 Viðtalsbeiðnir í
síma 86200 daglega frá 1 3 — 1 5.
Ásgeir Jónsson, læknir
Sérgrein: /yf/ækningar
og hjartasjúkdómar.
Tilboð óskast
í nokkrar fólksbifreiðar, Pick-up bifreið með framhjóladrifi og jeppabif-
œið, ennfremur Larc vatnadreka ásamt nokkrum ógangfærum bifreið-$■*“
' 0!L. um er verða sýndar að Grensásvegi 9 þriðjudaginn 20. september kl.
Tilboðin verða opnuð i skrifstofu vorri kl. 5.
Sa/a Varnar/iðseigna.
Fyrirlestur
í Norræna húsinu
Sænska skáldið JAN MÁRTENSON heldur fyrirlestur
á sænsku „Svensk litteratur i dag", í Norræna húsinu
LAUGARDAG 17. SEPT. KL. 16.00.
Kvikmyndasýning
Danska kvikmyndin „TUR I NATTEN", eftir smásögu
Leif Panduro verður sýnd LAUGARDAGINN 17.
SEPT. KL. 15.00. Aðgangur ókeypis. Verið velkomin.
NORRíMA, HUSIO POHJOAN TAID NORDENS HUS
REAAINGTON RAI\D
SKJALASKÁPAR.
MÖPPUR OG SKJALABÚNAÐUR
í fjölbreyttu úrvali.
ELDVARÐIR SKJALASKÁPAR
Tveggja og fjögurra skúff u.
•í • I Laugavegi 178. Simi 38000.
—