Morgunblaðið - 17.09.1977, Síða 8

Morgunblaðið - 17.09.1977, Síða 8
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1977 8 Fræðsla og fyrirbyggjandi störf verða „fjöregg” Samtaka áhuga- fólks um áfengisvandamálið 1 FRAMHALDI al' frétt í hlaöinu í gær um stufnun Samtaka áhuga- fólks um áfengisvandamálið hafði MorKunhlaðið samhand við Hilmar Helfíason, formann undir- húninKsnefndar samtakanna. ok bað hann að segja nánar frá þessum huKmyndum. — Fyrri hluta þessa árs komu nokkrir menn saman í Reykjavík. Tilefnið var að ræða mÖKuleika á að setja á stofn afvötnunarstöð fyrir alkóhólista, en þörfin fyrir slíka stöð er gifurlel. Má nefna að oft biða milli 30—40 manns eftir plássi á deild 10 við Klepps- spítalann, þannift að þörfin er óumdeilanleg, þó sérstaklega fyr- ir eftirtalda hópa: 1) Fólk sem hefur náð umtals- verðum árangri, en verður á að misstiga sig. Oftast vill þetta fölk hætta drykkjunni þegar eftir nokkra klukkutíma og þarfnast þá verndaðs umhverfís. Þar sem sú aðstaða er ekki fyrir hendi vill drykkjan standa lengur og afleiðingarnar verða öfyrirsjáan- legar. 2) Drykkjuskapur er ein- staklingshundinn og sá hópur manna er ailstór, sem aldrei myndi láta leggja sig inn á deild 10, hvað þá fara þangað af sjálfs- dáðum. Því miður er allur almenningur haldinn fordómum gagnvart Kleppi. Þetta er þyrnir í augum alkóhólistans, þó oft efist hann um andlegt heilbrigði sitt, og hann telur það slæmt til af- spurnar fyrir fjölskyldu sína að hann hafi dvalið á Kleppi. 3) Mjög oft verður neyðar- ástand : heimilunum þar sem alkóhólistar ógna andlegri heilsu fjölskyldu sinnar eða verð- mætum, — eða að þeir eru einir og rænulausir, nær dauða en lífi. Upplýsingar sem læknar og lög- reglumenn veita um ótrúlegan fjölda slíkra tilfella eru hreint óhuganlegar. Niðurstöður þessa fundar urðu þær að samþykkt var að kanna möguleika á því að stofna af- vötnunarstöð, og skiptu menn með sér verkum. Að vel athuguðu máli kom í ljós, að alls staðar höfðu undirtektir verió ótrúlega góðar. Var þá ákveðið að halda málinu til streitu, en ljóst var að einhver ábyrgur aðili varð að taka að sér reksturinn, bæði gagnvart væntanlegum leigusala húsnæðis, svo og hinu opinbera. í fyrstu var rætt um að stofna áhugamanna- félag, svipað því sem annast rekstur Ránargötu 6, en þar verða félagsmenn að hafa kynnzt áfengisvandamálinu af eigin raun. Fljótlega varð sú skoðun þó ráðandi að nú væri kominn tími til að stofna félag, þar sem öll þjóðin væri kölluð til, og væri félaginu ætlað að starfa á viðtækum grundvelli, rekstur þess yrði með svipuðu sniði og Hjartaverndar og Krabbameins- félagsins. Samþykkt var að félagið sém slíkt yrði ekki bind- indisfélag. Til bráðabirgða var nafn þess ákveðið Samtök áhuga- fólks um áfengisvandamálið. Á næsta fundi voru dregnar linur um væntanlega starfsemi SÁA, það er að segja um tilgang samtakanna og voru þær eftir- farandi: 1) Að stofna afvötnunarstöð. 2) Að stofna endurhæfingar- heimili. 3) Að koma upp fræðslukerfi. 4) Að koma á fót leitar- og leið- beiningastöðvum fyrir alkóhólista, aðstandendur þeirra og vinnuveitendur. Þörf fyrir slíka stöð hef ég rakið hér að framan. Ljóst er að í dag er hægt að manna slíka stöð starfsfóiki, sem kynnzt hefur vandamálinu af eigin raun, en slikt er talið vænlegt til árangurs — því starfsfólkið skilur vanda- mál sjúklinganna. Endurhæfing er nauðsynleg flestum alkóhólistum. Hægt og hægt hefur alkóhölistinn einangrazt og nú verður hann að læra upp á nýtt að umgangast fólk, að hætta að hata sjálfan sig og aðra sem hann hélt vera valda að vandamáli sínu. Hann þarfnast aðstoðar til að finna sjálfan sig og skynja að hann hefur ekki glatað því dýrmætasta, lífinu. Venjulega þarfnast alkóhólistinn fjögurra vikna endurhæfingar til þess að takast á við lifið á nýjan leik. Nú þegar hefur fundizt staður utan Reykjavíkur, sem hentugur væri fyrir slíka starfsemi. A endur- hæfingarheimilinu, eins og á afvötnunarstöðinni, myndi starfa fólk sem kynnzt hefur vanda- málinu af eigin raun. Fræðsla og fyrirbyggjandi störf eru fjöregg SÁÁ. Með skipulagðri fræðslu, t.d. i skólum og á vinnu- stöðum, með aðstoð AA- samtakanna og með stuttum kvik- myndum væri hægt að vinna mjög árangursríkt starf. I dag er talið að 2 af hverjum 10 sem taka fyrsta glasið lendi í alvarlegum vandræðum með áfengi. Ef hægt væri með fræðslu að lækka þessa tölu væri hvert promill stórsigur. Fræðsludeild SAA yrði falið þetta verkefni ásamt því að gefa út bæklinga, afla óyggjandi upplýsinga um hlut áfengis i slys- um, hjónaskilnuðum, glæpum, dauðsföllum o.fl. Ennfremur yrði fræðsludeild falið að aðstoða starfsfólk til þess að komast utan til frekari menntunar í allt að einn mánuð á ári. Þá sæi fræðslu- deild um að auglýsa og kynna starfsemi annarra deilda SAA. Leitar- og leiðbeiningastöð ynni í nánum tengslum við áður- nefndar deildir. Þar yrði sérhæft starfsfólk til viðtals við alkóholista, bæði við þá sem eru að hefja sina erfiðu göngu svo og þá er náð hafa árangri, en vilja leita frekari ráða. Ljóst er að framangreind starf- semi þarfnast mikils fjár. Vonir standa til að hægt verði að fjár- magna SÁA þannig: 1) Árgjöld félaga. 2) Árgjöld fyrirtækja sem hag- nýta sér þjónustu SÁA. 3) Hefðbundnar fjáröflunar- leiðir, s.s. happdrætti. 4) Tillag úr gæzluvistarsjóði. 5) Daggjöld frá sjúkra- tryggingum. Eins og fram kemur í undir- skriftasöfnun verða stofnframlög félaga drjáls. Á aðalfundi verða árgjöld og ævifélagagjöld ákveðin. Við þörfnumst siðferðilegs styrks og leitum því til þjóðar- innar allrar i þeirri von að mál- efni þetta hljóti vinsamlegar undirtektir almennings. Stofnfundur samtakanna hefur verið ákveðinn laugardaginn 1. október n.k. klukkan 14.00 i Háskólabíói og er undirskrifta- söfnun væntanlegra stofnfélaga þegar hafin. Að lokum vil ég benda fólki sem hefur áhuga á að leggja þessu málefni lið að hringja í sima 12802 milli klukkan 15 og 18 virka daga, eða koma á Frakkastíg 14 B á sama tima, sagði Hilmar að lokum. Sidamál lækna rædd á lækna- þingi 1 Reykjavík Aðalfundur Læknafélags ís- lands stendur nú yfir í Reykjavík, og um leið er haldið læknaþing þar sem að þessu sinni er fjallað um siðamál lækna. Á þinginu voru í gær fluttir þrir fyrirlestrar en í dag verður síarfað í umræðu- hópum og lýkur þinginu síðdegis í dag. Á laugardag lýkur síðan aðal- fundi læknafélagsins. A fundi með fréttamönnum í gær kynntu stjórnarmenn L.í. Lionsmenn með réttakaffi í Lækjarbotnum Lionsklúbbur Kópavogs hefur á morgun sína árlegu kaffisölu í Kópaseli — sumardvalar- heimilinu i Lækjarbotnum. Sú hefð hefur myndast að Lions- menn selji kaffi og gómsætar kökur i Kópaseli þann sunnudag, sem réttað er í Lögbergsrétt, og er henni fylgt nú sem fyrr. Ágóði af kaífisölu Lionsklúbbs Kópavogs rennur ávalit i Minningarsjóð Brynjúlfs Dagssonar læknis, en sjóðurinn styrkir börn úr Kópa- vogi til sumardvalár, bæði í Kópa- seli og á sveitaheimílum. Lionsmenn i Kópavogi höfðu forgöngu um byggingu Kópasels og byggðu það í samráði við Kópa- vogskaupstað. Nú er byrjað á við- byggingu við húsið, sem er orðið of lítið, en fjár til hennar afla Lionsmenn með öðrum hætti. Kaffisalan hefst klukkan 14 og lýkur klukkan 18. dagskrá læknaþingsins og fyrir- lesarana, Tómas Á. Jónasson, for- maður L.Í., sagði að ástæðan fyrir þvi að á læknaþingi væru rædd siðamál lækna væri sú að á siðasta aðalfundi læknafélagsins hefði verið samþykkt að lög og siðaregl- ur félagsins skyldi endurskoða. Verða þær breytingartillögur, er fram koma siðan, ræddar fram að næsta aðalfundi, en læknaþing, sem þessi eru haldin annað hvert ár og eru þar tekin ýmis mál til umræðu og faglegrar fræðslu. Dr. Páll Skúlason, prófessor í heimspeki við Háskóla íslands, ræddi í fyrirlestri sínum um sið- vísindi og læknisfræði. Fjallaði hann m.a. um hlutleysi og tækni- hyggju vísinda með hliðsjón af siðfræði læknisfræðinnar. Dr. phil. Clarence Blomquist læknir er dósent í Stokkhólmshá- skóla og ræddi hann ný og breytt viðhorf til læknisfræðilegrar sið- fræði. Hefur hann ritað allmikið um læknisfræðilega siðfræði og á sæti í siðanefnd sænska læknafé- lagsins. Er hann aðalhöfundur að siðareglum Alþjóðafélags geð- lækna. en þær koma fram í yfir- lýsingu þeirri, sem samþykkt var á alþjöðaþingi geðlækna á Hawaii í þessum mánuði. Dr. med Povl Riis er prófessor við Kaupmannahafnarháskóla og yfirlæknir við Herlev- sjúkrahúsið. Hann er aðalritstjóri danska læknablaðsins og i erindi sinu fjallaði hann um siðræn vandamál tengd meðferð dauð- vona fólks og þeirra sem þjást af ólæknandi sjúkdómum. Dr. Povl Riis er formaður rannsóknaráðs á vegum Evrópuráðsins, sem fjallar m.a. um siðamál, og hann átti þátt í endurskoðun á alþjóðlegum reglum um verndun þeirra sjúkl- inga sem læknisfræðilegar rann- sóknir eru gerðar á, en yfirlýsing um það var samþykkt á 18. heims- þingi lækna 1975. Dr. Riis er ís- lenskum læknunt að góðu kunnur en hann hefur oft komið hingað til lands til fyrirlestrahalds. 1 dag munu starfa þrír umræðu- hópar og fjallar hinn fyrsti um þagnarskyldu og varðveizlu einkamála sjúklings, annar um Helsinki-yfirlýsinguna og vernd- un sjúklínga í læknisfræðilegum rannsóknum og hinn þriðji um meðferð læknasamtaka á meint- um brotum á félagslögum og siða- reglum lækna. Það kom fram á fundi með fréttamönnum í gær að siðareglur íslenzkra lækna eru 10 ára gamlar og því timabært að endurskoða þær þar sem örar breytingar hafa orðið á starfshátt- um og viðfangsefnum lækna. Var m.a. drepið á nauðsyn þess að vernda þyrfti sjúklinga fyrir þvi að upplýsingar og sjúkraskrár, er geymdar væru i tölyurn, yæru ekki aðgengilegar öðrum en þeim sem þær þyrftu að nota, t.d. til visindalegra rannsókna. Þá var rætt um verndun þeirra sjúklinga sem læknisfræðilegar rannsóknir eru gerðar á og sögðu erlendu fyrirlesararnir að til skamms tíma hefði'ekki alltaf verið leitað sam- þykkis sjúklinga fyrir rannsókn- um, en nú mun það ætíð gert. Einnig skal alltaf leita samþykkis sjúklinga varðandi hvort sjúkl- ingurinn skuli gangast undir til- tekna aðgerð eða meðferð. A fundinum greindi dr. Blom- quist nokkuð frá þingi alþjóða- samtaka geðlækna er haldið var á Hawaii fyrir nokkru og aðspurður sagði hann að erfitt væri að færa nokkrar sönnur á að geðlæknar misnotuðu aðstöðu sína i pólitísk- um tilgangi, en á þinginu var sem kunnugt er samþykkt að fordæma Sovétríkin fyrir slíkt. Sagði dr. Blomquist það vera skoðun sina að slík misnotkun væri án efa til í öðrum löndum og eina leiðin til að færa sönnur á slikt væri að sendinefnd fengi að kanna slíkt í hinum ýmsu löndum. ... .. ■______ Dalborg siglir út með 85 lest- ir af rækju DALBORG, rækjutogari Sölt- unarfélags Dalvíkur, fer i sína fyrstu söluferð eftir helgina og siglir þá með 80—85 lestir af soðinni og heilfrystri rækju og verður aflinn að líkindum seldur í Danmörku, en það er ekki ákveðið enn. Rækjuveið- ar Dalborgar hafa gengið þokkalega að undanförnu, þ.e. eftir að gert var við færibanda- og rennsliskerfi á vinnsluþil- fari togarans. Jóhann Antonsson, fram- kvæmdastjóri Söltunarfélags Dalvíkur, sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær, að eftir að öll tæki um borð hefðu komizt í lag hefðu veiðarnar gengið þokkalega, og færi togarinn út með aflann fljótlega eftir helgi. Kvað Jóhann verð á heil- frystri og soðinni rækju hafa lækkað nokkuð um tíma í sum- ar, en síðustu daga hefðu bor- izt fréttir um að verðið væri á uppleið aftur. Dalborg hefur nær eingöngu verið að veiðum við Kolbeins- ey. ,,Við höfum hreint ekki leyft okkur að senda togarann til rækjuleitár því okkur veitir ekki af að fara að fá peninga inn. Hins vegar höfunt við beð- ið um leit, en ekki fengið enn. Það er nauðsynlegt að reyna að leita eftir rækju núna, ekki sízt þar sem vetur fer i hönd," sagði Jóhann. Þá sagði hann, að það hefði komið í ljós við veiðarnar að Dalborg gæti verið að rækju- veiðum í miklu verra veðri en þeir bátar sem fram til þessa hafi stundað djúprækjuveiðar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.