Morgunblaðið - 17.09.1977, Qupperneq 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1977
Reknetin koma innfvrir og afiinn eykst |>Att enn sé árla morguns.
Húmar að kveldi og sólin sfgur á bak við Breiðamerkurjökulinn.
Einn var á spili... Arnór losar hér einn belgstrenginn af kaplinum.
Á útleiðinni gerðu Erlingur og Kristmundur hristarann kláran.
Aflanum iandað á bflpall. Kristmundur Ingibjörnsson stýrimaður
lekur á móti hverju málinu af öðru og fljótt fyllist pallurinn. Krist-
mundur er úr Keflávík, kom lii Hafnar fvrir ári. Sagðist hann kunna
vel við sig á Ilöfn, hvergi væri betra að vera.
Það var um sexleytið siðastlið-
inn fimmtudag að lagt var 1 rek-
netatúr frá Höfn. Þetta var annar
túrinn sem farinn var á Gissuri
hvíta á þeirri reknetavertíð sem
var nýhafin, því báturinn hafði
verið i slipp i Reykjavik. Þeir
fengu rúmar 70 tunnur af sild
eftir nóttina í fyrsta túrnum, og
nú var að sjálfsögðu vonazt eftir
meiri afla. Það er eftirminníleg
stund, útsiglingin, því einn af öðr-
um í halarófu héldu bátarnir á
miðin, 18 á sömu 15 rpínútunum.
Haldin var einföld röð út ósinn,
en er honum sleppti var sett á full
og sigldu sumir bátanna svo til
samhlíða sem um jafna kappsigl-
ingu væri að ræða. Hann tjáði
mér, karlinn, að framundan væri
um þriggja tíma stím á miðin, í
nótt hefði hún, síldin, verið rúm-
ar 20 sjómilur undan Stokksnes-
inu.
Við höfðum ekki silgt lengi þeg-
ar kokkurinn var tilbúinn með
næringuna, en svo nefndu skip-
verjar máltiðir sínar. Yfir hinum
ágæta kosti spáðu menn i hvernig
fiskast mundi þennan túrinn,
hvort hún kæmi upp undir yfir-
borðið með nættinu eða hvort vax-
andi aldan mundi halda síldinni á
meira dýpi. Að sjáifsögðu komust
menn ekki að neinni niðurstöðu,
enda ekki meiningin, og eftir að
vömbin hafði verið kýld hélt ég á
ný til brúar með skipstjóranum,
Guðmundi Kr. Guðmundssyni.
Sólin var farin að nálgast
Breiðamerkurjökulinn 1 vestri
þegar lóðningar fóru að koma
fram á „asdikinu" og dýptarmæl-
inum, en það voru bara „púnktar"
langleiðina niður undir botn sem
var rúmum 30 föðmum undir. Því
neðar sem sólin gekk og dýpið
jókst þá færðust lóðningarnar
nær yfirborðinu, en lengi vel var
þetta bara „ryk“ eíns og karlinn
orðaði það.
A stíminu aðhöfðust menn mis-
jafnlega. Kokkurinn stóð í
kabyssunni og sá um að hafa til
reiðu ýmis matföng, sumir höll-
uðu höfðinu i koju, og enn aðrir
undirbjuggu nótahristarann und-
ir næsta drátt. Skipstjórinn sat
auðvitað við stjórnvölinn. Nægur
tími gafst þvi til að spjalla um
landsins gagn og nauðsynjar, en
uppáhalds umræðuefni sjómanna
er auðvitað fiskveiðimál og því
ekki nema eðlilegt að mest væri
um þau mál spjaliað, þött dans-
húsamenning í höfuðborginni og
þviumlikt slæddist inn á milli.
Karlinn sagði að svo virtist sem
sildin væri á réttri leið. „Það hef-
ur verið farið skynsamlega í hlut-
ina á undanförnum árum, og er
um að gera að halda áfram á
svipaðri braut. Manni sýnist sem
torfurnar séu alltaf að aukast og
sildin að þéttast með ári hverju,
og því held ég að jafnvel sé óhætt
að auka á veiðina á hverju ári,
þótt við verðum að sjálfsögðu að
vera gætnir i þeim efnum,“ sagði
Guðmundur m.a. Hann sagði að
einnig virtist sér sem síldin yrði
hlutfallslega stærri og feitari með
árunum, og því stefndi alít í rétta
átt.
Við vorum hættir keyrslu rétt
um klukkan níu að kvöldi, og þá
komnir um 25 sjómílur suðvestur
af Stokksnesinu og nú voru tíg-
uleg fjöllin við Hornafjöró horfin
þvi sólin var setzt á bak við
Breiðamerkurjökulinn og myrkur
skollið á. Löðningawiar voru nú
komnar uppundir kjölinn, en torf-
urnar voru dreifðar og, að því er
virtist á mælitækjunum, ekki
mjög stórar. 1 talstöðinni heyrð-
ust samtöl annarra báta sem voru
alit, i kring. Virtust þeir fæstir
vera á miklum lóðningum en einn
og einn hafði þó kastað svona í
tilraunaskyni. Við keyrðum nú
nokkuð fram og aftur í leit að
stórum torfum, en lengi yel virtist
sem tíðindaiítið væri. En allt í
einu komu koisvartar breiður
fram á mælunum og karlinn
ræsti. Þær virtust myndarlegar,
þéttingarnar á mælunum, og ofar-
lega voru þær, allt upp undir kjöl,
sagði karlinn. Klukkuna vantaði
korter í tíu þegar karlinn ræsti og
voru menn komnir á dekk að
vörmu spori, tilbúnir til að ,,fýra“
út trossunni, sem lá tilbúin við
borðstokkinn á bakborða. Við
Einn var
á spili,
fj órir
við blökk
og þrír stóðu
Það var hvorki þrútið loft né þungur
sjór né þoku drungað vor þegar Gissur
hvíti SF 55 lagði úr vör í Höfn til
reknetaveiða í síöustu viku. Öðru nær,
það var næstum spegilsléttur sjór, fá ský
á lofti og glampandi sólskin þegar land-
festar voru leystar og stefnt suðvestur af
Stokksnesinu að lokinni króksiglingu í
Hornafjarðarósnum.
Þegar ósnum og rjómalogninu sleppti
tók við létt báran og smá veltingur, sem
þaulvönum sjómanninum þykir lítt til koma
þótt blaðamaður Mbl., sem slóst með í
þennan túr, væri ekki sérlega vanur hon-
um.
þurftum að snúa 180 gráður til að
ná aftur torfunni góðu sem kom á
mælana, og strákarnir biðu róleg-
ir eftir skipun karlsins.
Þarna kom það, „lagó“ galaði
Guðmundur, og baujunni var
varpað fyrir borð. Belg fyrir belg
og stein fyrir'stein leið trossan
örugglega út og lóðningin var
þétt, þó gloppur virtust myndast
við miðbik trossunnar sem var 75
net að lengd. Það tók ekki langa
stund að leggja, aðeins um 20
mínútur. Var nú haldið í kabyss-
una því þar beið enn ein hressing-
in áður en haldið skyldi til koju. 1
lúkarnum sagói karlinn mér aö
enn væri lögð út ein löng trossa
og aðeins einu sinni, en þegar á
vertíðina liði yrðu færri net lögð
og þá dregið oftar yfir nóttina.
Sagði hann einnig að nú yröi látið
reka í nokkrar klukkustundir og
yrði ræst um klukkan hálf fimm
að morgni. Enn var spáð í hvernig
veiðin yrði. Sagði karlinn að þött
vel lóðaðist þá þýddi það ekki
endilega að vel veiddist.
Karlinn sagði mér að fara í sina
koju, sjálfur mundi hann hola sér
einhvgrs staðar í vistarverum
undirmannanna. Eg var kominn í
koju um hálf ellefu, en sofnaði
ekki strax því veltingur var mikill
á minn mælikvarða, upp og niður
og út á hlið. En sú stund virtist
fljót að koma þegar karlinn ræsti
því svefninn var langþráður og
því fljótur að líða.
Menn voru með stírur í augum
þegar skyrið og eggin voru inn-
byrt, en það var næringin áður en
nótin var dregin. Það var helzt
kokkurinn sem virtist hress.
Það var rétt farið að birta þegar
fyrsti belgurinn kom inn fyrir
borðstokkinn, en bið var á að sól-
in risi upp fyrir sjóndeildarhring-