Morgunblaðið - 17.09.1977, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1977
11
Gissur hvfti SF-55 við bryggju á Höfn.
handan hristarans
inn, en það var eftirminnileg sjón
þegar að kom. Það voru greini-
lega vel skipulögð vinnubrögð
sem notuð voru við drátt nótar-
innar, því hver maður var vel
nýttur, einn var á spili, fjórir tóku
við nót úr blökk meðan þrír stóðu
handan hristarans og lögðu þar
nótina niður svo hún yrði sam-
stundis klár fyrir næstu lögn, sem
yrði næsta kvöld ef veður gæfi til
sjós, en sumir áttu von á brælu.
Það var byrjað að hffa klukkan
fimm að morgni. Dráttur gekk vel
og síldin var jafndreifð um nót-
ina. En undir lokin var komin
hálfgerð flækja á nótina, lausa
enda hennar hafði rekið hraðar
en bátinn og sett flækju á. „Það
er bara að tosa þetta í sundur“,
sagði skipstjórinn, „eða þá að
gösla þessu öllu upp á kílsinn ef
það nægir ekki", bætti hann við.
Maður hafði áhyggjur af að fram-
undan ættu skipverjar í basli með
flækta trossu og yrðu ef tilvill að
greiða úr öllu saman með berum
höndunum. En þá var að biðja og
vona að úr rættist, því nógu lengi
voru skipverjar búnir að standa
og innbyrða netin eitt af öðru.
Stöðugt slettist á þá síldarhreistr-
ið og margiyttuslitrur, en mikið
var af henni í trossunni og sveið
menn sárt undan.
Ailt gekk að óskum og greitt var
úr flækjunni með þvi að slá tói
um trossuna og toga !. Það var nú
orðið litið eftir af trossunni utan
borðstokksins og því tók dráttur
brátt endi, en þá var klukkan á
slaginu níu, sem sagt það hafði
tekið nákvæmlega fjórar klukku-
stundir að draga. Skipstjórinn
hætti nú vinnu á dekki og brá sér
i brúna og setti þegar á ferð og
tók stefnuna á land. En hinir
skipverjarnir, að kokkinum
undanskildum, settu nú aflann í
lest og tóku til við að hreinsa á
Og að löndun lokinni þurfti að sjálfsögðu að spúla dekkið og stfu-
borðin úr lestinni. Það hlutverk le.vsti Björgvin fagmannlega og vel af
hendi.
Er trossan fór f gegnum blökkina slettist hreistur og marglyttuslitrur
á þá Benedikt (tv.) og Erling en á svipnum má sjá ýmugust þeirra á
marglyttunni en þeim er hreistrið að skapi.
dekki. Það voru uppi getgátur um
hve mikill aflinn væri, en helzt
voru menn á að veiðzt hefðu um
60 tunnur. í talsstöðinni höfðum
við heyrt að aðrir bátar hefðu
fengið mismikið, allt frá 15 tunn-
um og upp í 110. Það kom á dag-
inn að tæpar 800 tunnur hefðu
borizt á land út þessari veiðiferð,
og var afli Gissurar hvíta því yfir
meðallagi, eins og menn taka til
orða i hagfræðinni.
„Heldur var það rýrt sögðu
sumir yfir kaffibolla að loknum
drætti, en aðrir létu í ljósi bjart-
sýni á að aflinn færi brátt að
glæðast. Eftir að kastað hafði
verið ihuguðu menn nokkuð
hvort vera blaðamanns. um borð
yrði til að fæla burt síldina, en nú,
og eftir að hafa heyrt af afla-
brögðum annarra báta, virtist
sem hann væri tekinn í sátt. Enn
var spjallað um hin ýmsu málefni
þjóðfélagsins, en mikill timi fór í
að lýsa fyrir skipverjum, sem
voru mjög fróðleiksfúsir, hvernig
starfi blaðamanns væri háttað og
hvernig fjölmiðill sem Morgun-
btaðið yrði til, hvernig fréttaöflun
færi fram, o.s.frv.
Sólin var komin hátt á loft
þegar við sigldum inn Hornar-
fjarðarósinn og morgunninn var
fegurri en sá fegursti sem blm.
gat munað í Reykjavík i sumar.
Margir bátarnir voru komnir inn
og höfðu lokið löndun og kom-
umst við því strax að bryggju og
innan skamms var aflinn kominn
á vörubíl sem flutti hann í söitun-
arstöðina. Talsverðrar sjóriðu
gætti' hjá blm. fram eftir degi, en
hún virtist ekki valda skipverjum
neinum erfiðleikum. Þótt þeir
væru allir ungir að árum voru
þeir reyndir sjómenn og þekktu
öllu meiri velting heldur en var í
þessari ferð. Þeir voru átta á i
þessum túr og svo skildi vera út
reknetavertíðina. Auk skipstjór-
ans, sem er einn eigenda bátsins,
voru á Erlingur Ragnarsson,
Einar Sigurðsson og Björgvin
Bragason hásetar, Benedikt
Sigurbergsson 2. vélstjóri, Krist-
mundur Ingibjörnsson stýrimað-
ur, Arnór Kristjánsson 1. vélstjóri
og Helgi Helgason kokkur, en
hann er einnig meðeigandi að
bátnum. Hefur Helgi verið á Giss-
uri hvíta í 13 ár, var reyndar
seldur með bátnum,' eins og ein-
hverjir skipverja komust að orði.
Karlinn í brúnni á útleiðinni.
Kvöldstemmning á útsiglingu.
Sjálf er fleytan orðin um 22 ára
og hefur á þessum tíma aflað
mikils gjaldeyris í þjóðarbúið.
Ekki ber báturinn þó utan á sér
né að innan þennan aldur, því
hann er allur hinn fegursti og
snyrtilegasti og greinilega má sjá
að nostrað hefur verið við hann.
Nostur við bátana er nauðsynlegt,
segja sjómennirnir, umhirðuleys-
ið getur haft í för með sér slæman
móral um borð og haldið fiskinum
fjarri.
Bátarnir héldu út Hornafjarðarós ( halarófu og þegar ósnum sleppti
hófst hálfgerð kappsigling á miðin og var lengi vel Ktið bil á milli
bátanna.