Morgunblaðið - 17.09.1977, Page 14

Morgunblaðið - 17.09.1977, Page 14
14 JÍORGÚNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1977 Verzlunarráð íslands 60 ára: Traust, heilbrigt og frjálst atvinnulíf stuðlar að eðlileg- um framförum og batnandi lífskjörum Verzlunarráð Islands er 60 ára í da«. Af því tilefni hirtir Morfíunhlaðið viðtal við Gísla V. Einarsson, for- mann Verzlunarráðsins, sem upphaflega hirtist í sérstöku afmælisriti sem gefið er út í tilefni af þess- um tímamótum í söjíu og starfi Verzlunarráðsins. Fer viðtalið hér á eftir: Hvað er Verzlunarráð lslands? Verzlunarráð Islands eru heild- arsamtök fyrirtækja og samtaka viðskiptalífsins. Verzlunarráðið er þá ekki ein- ungis samtök fyrirtækja í verzl- un? Nei, aðild að Verzlunarráðinu geta átt og eiga fyrirtæki í öllum greinum viðskiptalífsins, en þau eru nú um 400. Hver er tilgangurinn með starf- semi Verzlunarráðsins? Tilgangurinn er margs konar, en helzt vildi ég nefna sex atriði, 1) að vinna að sameiginlegum hagsmuna- og framfaramálum viðskiptalífSins. 2) að efla skilyrði fyrir frjálst framtak éinstaklinga og samtaka þeirra i atvinnulifinu. 3) að vera í fyrirsvari fyrir við- skipt alífið gagnvart stjórnvöld- um. 4) að efla þekkíngu og menntun þeirra, sem starfa i þágu við- skiptalífsins. 5) að annast margvíslega þjón- ustu og fyrirgreiðslu við félags- menn sina. 6) að stuðla að frjálsum við- skiptaháttum og frjálsu markaðs- hagkerfi sem grundvallar skipu- lagi efnahagslífsins. Við viljum að atvinnuvegirnir starfi á jafnréttisgrundvelli í frjálsri samkeppni við frjálsar markaðsaðstæður. Við viljum, að frjálst markaðshagkerfi sé lagt til grundvallar skipulagi efnahags- lifsins. Verzlunarráðið vill að frjálst markaðshagkerfi sé lagt til grundvallar skipulagi efnahags- Iffsins. Hvað felur þetta stefnu- atriði í sér? Atvinnustefna okkar er sú, að efnahagslífinu verðí að velja lýð- ræðislegt starfskipulag, ef hinu stjórnmálalega lýðræði í landinu á ekki að vera hætta búin. Hið frjálsa markaðshagkerfi er eina lýðræðislega hagskipulagið, sem völ er á. En frelsi virðist enginn fá baráttulaust. Því þurfum við að, — örva og efla frjáls utanríkis- viðskipti, — vinna að frjálsri verðmynd- un á vöru og þjónustu atvinnu- veganna, — beita okkur fyrir umbótum á skattlagningu atvinnurekstrar, — stuðla að frjálslegri gjald- eyrisviðskiptum, — innleiða arðisemi sem helzta leiðarljós fjármálalífsins í land- inu, — endurheimta jafnrétti i starfsskilyrðum atvinnuveganna. Hvernig er atvinnuvegunum mismunað? Með margvislegum og fjöl- breyttum hætti á ýmsum sviðurn. Oftast er upphaflega hugsunin að- stoð einhvers konar og aðstoð er fallegt orð. 1 útfærslunni þýðir aðstoðin þó oft það, að ekki gilda lengur sömu reglur um alla at- vinnuvegina. Aðstoðin verður að forréttindum og fyrr eða síðar leiðir mismununin til ófarnaðar. Nú um langt árabil hafa landbún- aðar og sjávarútvegur verið sér- stakir augasteinar stjórnvalda og þeim hefur verið hampað á ýmsa lund á sama tima og aðrir at- vinnuvegir hafa setið í ösku- stónni. Þessi stefna hefur eins og öllum er ljóst endað í skipbroti, offramleiðslu landbúnaðarvara og ofnýtingu fiskistofnanna. En stjórnvöld láta -sér ekki segjast. Þau leita einungis að nýjum óska- börnum. Eru þá til betri leiðir en hingað til hafa verið farnar til þess að fiskistofnarnir verði nýttir með sem hagkvæmustum hætti? Já, frjáls markaðsverðmyndun á fyrirframákveðnum hámarks- afla. Frjálsar auðlindir eða auð- lindir í samfélagseign, sem öllum er frjáls nýting á, skapar sérstakt vandamál í efnahagslífinu, þar sem nýting þeirra verður nær sjálfkrafa i andstöðu við þjóðar- hag. Nýting t.d. auðlinda hafsins eða afréttarlanda getur því leitt til rányrkju, þar sem enginn einn notandi hagnast á þvi að tak- marka eigin afnot. Auðlindin nýt- ist þá einungis öðrum betur. Til þess að slikar auðlindir séu rétt nýttar, þarf að koma verð fyrir afnot þeirra, sem breytist í sam- ræmi við æskilega nýtingu þeirra. Ertu hér að tala um auðlinda- skatt? Já, en ég vildi þó fremur tala um sölu veiðileyfa til nýtingar á saméiginlegri auðlind þjóðarinn- ar. Hvernig getur útgeðin staðið undir slíkum greiðslum? Svarið er tiltölulega einfalt fyrir þá sem vilja skilja samhengi lausnarinnar. Tollar eru að ýmsu leyti auðlindaskattur á hvolfi. Skýringin er sú, að væru engir tollar, þyrfti gengisskráningin að hækka, sem næmi tollum til þess að halda jafnvægi í utanríkisvið- skiptum. Vegna tollanna er því gengisskráningin lægri sem toll- unum nemur sem aftur veldur því að tekjur sjávarútvegs eru lægri i isl. krónum en væri, ef gengið hækkaði og tollar væru afnumdir. Tollar verða þannig óbeint skatt- lagning á útflutning þótt þeim hafi upphaflega verið ætlað ann- að hlutverk og hindrun þess að aðrar atvinnugreinar geti nýtt sér útflutning sem skyldi. Fyrsta skrefið í innleiðslu auð- lindaskatts er því algjört afnám tolla og samsvarandi hækkun gengis. Að meðaltali veldur slík breyting engri verðlagsbreytingu innfiutnings, en leysir margan vanda. Tollar eru nú mjög mishá- ir eftir vörutegundum og inn- flutningslöndum, sem veldur orð- ið vaxandi skekkingaráhrifum. Slikt misræmi hverfur, en jafn- framt hverfa tolltekjur ríkissjóðs. Hvernig verður fjárhagsvandi ríkissjóðs leystur og greiðslugeta útgerðarinnar tryggð? Þar sem gengisskráning hefur verið miðuð við að sjávarútvegur- inn skili engum stórgróða, hefur öðrum útflutningsgreinum, sem eru óvinsælli hjá fyrirgreiðslu- kerfinu, reynzt örðugt að stunda útflutníng, einkum þar sem þær hafa þurft að borga hráefni sín fullu verði. Auðlindaskatturinn býður þessum fyrirtækjum heim ómæld tækifæri til útflutnings eða framleiðslu hér innanlands i samkeppni við innflutta vöru og þjónustu. Með hærra verði á er- lendri mynt og tilkomu verðs fyrir hvert tonn af veiddum afla, mætti breyta þessu. Þannig gæti sjávarútvegurinn greitt verð fyrir sitt hráefni. Breytt gengisskrán- ing gerir slíka greiðslu mögulega, því að útgerðin fengi í sinn hlut þá hækkun í íslenzkum krónum, sem af gengisbreytingunni hlýzt, en ríkissjóðar fær þar tekjur, sem auðlindaskatturinn skilar, en þær ættu að samsvara nær nákvæm- lega toiltekjunum, sem hverfa. Hvernig ætti að ákveða fjárhæð auðlindaskatts miðað við leyft aflamagn? Viss hætta er á því, að upphæð auðlindaskatts verði ákveðin eins og önnur verð í þjóðfélaginu, af einhvers konar nefnd manna án tillits til markaðsaðstæðna. Verði svöi verður auðlindaskattur álíka gagnlaust stýritæki til stjórnar fiskveiðum og vextir eru nú til jöfnunar framboðs og eftirspurn- ar eftir lánsfé og til stýringar fjármagns til arðbærustu fjárfest- ingar í þjóðfélaginu. Ef auðlindaskatturinn er ákveð- inn of lágur, nýta arðbærustu út- gerðarfyrirtækin ekki endilega allt leyfilegt aflamagn, heldur þurfa óskyldar skömmtunarregí- ur að koma til. Ef verðið er hins vegar ákveðið of hátt, er ásóknin minni en æskilegt er og æskilegur hámarksafli verður ekki veiddur. Það virðist því farsælast, að út- gerðaraðilar hafi sjálfdæmi um það, hversu háan skatt þeir vilja greiða fyrir hvert tonn af leyfileg- um hámarksafla, sem ákveðið er í upphafi hverrar vertíðar. Slik verðmyndun eða ákvörðun upp- hæðar auðlindaskattsins gæti t.d. orðið á opinberu uppboði þar sem útgerðaraðilar byðu i hvert tonn af leyfilegum afla. Sá fær mest, sem hæst verð vill borga. Með sliku fyrirkomulagi þarf þá einn- ig að tryggja, að útgerðaraðilar bindist ekki samtökum um verð- tilboð. Sé slík samstaða útilokuð, er komið fyrirkomulag, sem stuðl- ar að hagkvæmustu nýtingu fiski- stofna, af arðbærustu útgerðar- fyrirtækjum landsins. En hefur auðlindaskatturinn ekki vissa kosti fyrir aðrar út- flutningsgreinar eða framleiðslu fyrir innlendan markað? Jú, vissulega. Samfara öðrum aðgerðum getur þessi skipan mála orðið lykillinn, sem opnar greiða leið fyrir almenna iðnbyltingu og efnahagsundur á tslandi. Verzlunarráðið hefur unnið mikið starf 1 mótun tillagna um frjálsa verðmyndun. Af hverju kýs Verzlunarráðið frjálsa verð- myndun? Við viljum frjálsa verðmyndun samfara aðgerðum, sem örva sam- keppni vegna þess, að slíkt verð- myndunarkerfi leiðir til hag- kvæmni i rekstri fyrirtækja, stuðlar að lægra vöruverði og stöðugra verðlagi en býður ekki heim spillingu. Við erum á hinn bóginn mótfallnir ríkjandi hafta- stefnu vegna þess að hún leiðir til óhagkvæmni í atvinnurekstri, ófrelsis, hærra vöruverðs, hækk- andi verðlags og innleiðir spill- ingu. En er rikjandi verðmyndunar- kerfi ekki ætlað að stuðla að stöð- ugu verðlagi? Jú, það er reynt að blekkja al- menning með slíkum yfirlýsing- um. Þannig er reynt að draga athygli almennings frá þeim þátt- um, sem raunverulega hafa áhrif á verðlagið í landinu. Með verð- myndunarhöftum hafa stjórnvöld reynt að láta lita svo út sem þau reyndu að ráða niðurlögum verð- bóígunnar á sama tíma og aðgerð- ir þeirra á flestum öðrum sviðum hafa verið verðbólguhvetjandi. Hafa verðmyndunarhöftin þá ekki stuðlað að stöðugra verðlagi? Nei, öllum ætti að vera kunnugt um, að svo er ekki. Á s.l. ári hækkaði verð á vöru og þjónustu almennt um 33%, árið þar áður um 42% og á árinu 1974 um 49%. Á þessu þriggja ára timabili verð- stöðvunar og verðmyndunarhafta hækkar verð á vöru og þjónustu almennt um tæp 190% eða nær þrefaldast. Samanburður við okk- ar nágrannalönd yfir lengri eða skemmri tíma sýnir almennt, að hér hefur yfirleitt rikt u.þ.b. ti- falt meiri verðbólga en þar. Verðstöðvun og verðmyndunar- höft eru algjörlega gagnslaust tæki til þess að halda verðlagi niðri til langframa. Þvert á móti opnar það beinlínis leið til al- mennra og samræmdra verð- hækkana. Verðlagi verður ekki haldið stöðugu, nema með fjár- málalegum og peningalegum að- gerðum af hálfu hins opinbera. Þegar sýður í pottinum og lokið lyftist, þá bera menn ekki grjót á lokið, þeir lækka suðuna. Hvernig getur breytt fyrir- komulag verðmyndunar og aukin samkeppni stuðlað að lækkandi verðlagi? Til þess liggja ýmsar ástæður. Fyrst má nefna að núverandi fyrirkomulag hefur gefið neyt- endum falska vernd og slævt verðskyn almennings. Verðhækk- anir hafa þvi orðið auðveldari við- fangs. Hér má nefna að verðlags- yfirvöld auglýsa nýrra og hærra verð og koma því þannig inn hjá almenningi sem hinu rétta verði. Ef einstök fyrirtæki þyrftu að hækka verð á eigin ábyrgð, væru þau mun tregari í hækkunum og ættu erfiðara með að fá neytend- ur til að samþykkja þær. 1 öðru lagi má nefna, að nú er hækkun kostnaðar notuð sem réttlæting fyrir verðhækkunum. Fyrirtæki þurfa því að sýna aukinn tilkostn- að til þess að fá hækkað verð, en reyni fyrirtækin að gera hagstæð innkaup, hagræða hjá sér eða spara eru dæmin mýmörg að Sextugur í dag: Jónatan Samkvæmt beztu fáanlegum heimildum er Jónatan Jónsson skáld og kennari sextugur i dag. Fæddist hann á Þangskála á Skaga hinn 17. sept. 1917, sonur búandi hjóna þar, Jóns Sveinsson- ar kennara og Maríu Jóhönnu Sveinsdóttur. Þarna norður undir Ishafi sleit Jónatan barnsskónum, næst yngstur tíu systkina. Móðirin dó snemma árs 1929, og fluttist faðjr- inn þá með yngstu syni sína suður 1 Landeyjar, þar s;em elzti bróðir- inn, sr. Jón Skagan, var þá prest- Jónsson ur á Bergþórshvoli. Þar átti Jóna- tan nokkur æskuár, unz hann fór til Reykjavíkur, fyrst til náms í Kennaraskóla Islands, sem hann lauk 1941. Að svo búnu hóf hann utanskólanám og lauk hann stúd- entsprófj 1945. Það var á þessum árum, sem leiðir okkar Jónatans lágu saman, og má ég fullyrða, að fáum trygg- lyndari mönnum eða vinfastari hef ég kynnzt. Þótt hann ætti þá löngum við erfið kjör og örðugar aðstæður að striða, varð honum laiígtum tíðræddara um annarra vanda en eigin. Ég hygg að þá hafi nokkuð háð honum, hverslu f jölmörg og dreifð áhugamál hans og viðfangsefni voru. Má með sanni ségja, að fátt mannlegt hafi hann sér óviðkomandi talið. Auk náms þess, sem hannéitundaði ár- um saman tilsagnarlítið og utan skóla, fékkst hann mikið við skáldskap í bundnu máli; tónlist, bæði hljóðfæraleik og söng; íþróttir, einkum hlaup og glímu; skák; og margt fleira mætti nefna, þar sem hann náði umtals- verðurn árangri. En fáurn eða eng- um er svo veglegt pund léð, að hann geti þannig til lengdar dreift kröftum sinum, svo að ekki komi niður á einhverju. Árin 1946—51 stundaði Jóna- tan nám í heimspekideild Háskóla Islands. Lagði hann þar að vonum stund á margar gréinar, og var þá ugglaust meira knúinn af ómeng- aðri menntunar- og þekkingar- löngun en metnaði. Frá þessum árum er mér Jóna- tan minnisstæður sem dagfars- lega glaðvær og gamansamur fé- lagi, sem leyndi erfiðleikum sin- um bak við bros, gamansögur eða kunningjarabb. I ljóðum hans frá þessum árum, sem hann las gjarn- an völdum vinum, sást fremur undir hjúpinn. Loks fór svo, að Jónatan varð að læknisráði að hverfa frá námi. Enn var hann á ytra borði glað- vær og máxinblendinn, þekkti ótrúlega mikinn fjölda fólks á öll- um aldri og kunni á þvi deili. Var Framhald á bls. 31

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.