Morgunblaðið - 17.09.1977, Síða 18

Morgunblaðið - 17.09.1977, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1977 Alcopley Það má með sanni sc*Kja, að skammt hafi verið milli mikilla viöburða i listaheimi höfuð- borgarinnar að undanförnu. Sýningu á verkum Roberts Jaeobsens í Listasafni íslands ekki lokið þegar yfirlitssýning á verkunt Aleopleys er opnuö á Kjarvalsstiiðum, og þar einnig nýlokið einni merkustu sýn- ingu á verkum Jóhannesar Kjarvals. Það er ekki oft að svo mikið fjör er i myndlistinni hér hjá okkur, og sjaldan höfum við getað státað af tveimur heims- frægum iistamönnum með sýn- ingar samtimis hér í Reykjavík, nema ef verið hefur listahátíð. en eins og aliir vita verðum við að bíða slikra hátíðahalda til næsta árs. Aleopley er ekki eingiingu þekktur listamaður víða um veröld. Hann er ekki siður þekktur sem visindamaður á sviði læknisfræðinnar, og á þeim vettvangi liggur eftir hann mjiig merkt starf. Það er því ótrúlegt, hverjum árangri hann hefur náð á sviði mynd- listar og visinda. Það liggur við, að maður freistist til að segja um hann, að annað hvort þess- ara starfa sé unnið í frístund- um, en hvort skal telja aðal- starf læt ég ósagt hér; afkiistin og árangurinn eru afbragð á hvoru tveggja sviðinu. Þessi sýriing á myndlistarverkum Al- eopleys er til dæmis ekkert smásmíði. Það eru yfir þrjú- hundruð verk á þessari sýningu og þau unnin með ýmsum hætti: Málverk, teikningar, vatnslitir, steinprent og bækur. Af þessu má sjá, að Alcopley er ekki við eina fjölina felldur í myndgerð sinni, og þessi verk spanna tímabilið frá 1944 til 1977. Þetta mun vera veiga- mesta sýning sem haldin hefur verið á verkum þessa lista- manns, og er það ekki lítill heiður fyrir Kjarvalsstaði að fá tækifæri sem þetta. Því má líka skjóta hér inn, að Reykjavíkur- borg má vera stolt af því að geta hýst slíka sýningu, og ef Kjarvalsstaðir sanna ekki til- verurétt sinn með þessari sýn- ingu, þá veit ég ekki hvað. Eg hélt þvi fram hér á árunum, að ekki væri hægt að tala um Reykjavík sem höfuðborg full- valda ríkis meðan ekki væri samastaður fyrir myndlist af því tagi, sem sómdi sæmilegri miðlungssýningu, hvað þá af- burðalist. Eg held, að sumum hafi þótt þetta ósanngjarn hroki af minni hálfu og jafnvel heimtufrekja. Hvað um það, tímarnir breytast og mennirnir með. Nú er Reykjaík sannar- lega höfuðstaður íslands. Þetta er yfirlitssýning á verk- um Alcopleys, sem er banda- rískur rikisþegn, en samt svo tengdur íslandi að það liggur næst mér að tala um hann sem einn af okkar listamönnum. Hann hefur haft samband við islenzka myndlist um það lang- an tíma að óhætt er að fullyrða að hann hafi haft þar nokkur áhrif, og ég er viss um að þessi sýning á Kjarvalsstöðum á eftir að marka spor bæði hjá lista- mönnum og almenningi hér- lendis. Alcopley er mjög sér- Flying Token, blek á chiffon, 1963. Myndllst eftir VALTÝ PÉTURSSON stæöur i myndgerð sinni og hef- ur sterk persónuleg einkenni, þannig að verk hans verða ekki tekin fyrir annarra neins staðar i veröldinni. Vinnubrögð hans eru snögg og yfirveguð og hvert smáatriði hnitmiðað í hrynj- andi línu og forms. Hann bygg- ir yfirleitt verk sín á einíaldari hátt, en afar rökrétt og traust íhugun er að baki verka hans, hvort heldur um er að ræða stranga byggingu myndflatar eða snöggar hreyfingar forms, sem oft dansa á sérstæðan hátt innan hios afmarkaða sviðs. Stundum hefur verið talað um myndletur í sambandi við verk Alcopleys, og það er ekki fjarri sanni. Hvort honum líkar betur eða verr, verður ekki framhjá því gengið að verk hans frá vissu timabili bera mjög sterk- an keim af táknum Austur- landaþjóða (Japönsk kallio- grafia?). Þarna hefur Alcopley fundiö sérstakt svið, sem hæfir honum sérlega vel, til að tjá hrynjandi línu og punkta sem verka á mann eins og fúga í hljómlist. Eínnig notar hann einstaka tákn er hann setur í myndflöt með þeim afleiðing- um að áhrifin verða á stundum allt að þvi fígúratif. Ekki skal ég segja hvernig Alcopley likar þessi athugasemd mín, því að sannast sagna er hann dæmi- gerður abstraktmálari og ein- mitt í því liggur styrkleiki hans. Það eru að vísu nokkrar fígúratífar myndir á þessari sýningu, en ég held að það væri ekki ósanngjarnt að segja um þær að það væri aðeins byrjun- in á Alcopley sem málara, en seinni verkin væru það sem sýndi hinn verulega árangur af óþrjótandi vinnu og elju hans við myndlist. Eitt langar mig til að fullyröa hér; ég held ég hafi aldrei hitt mann með eins brennandi áhuga á myndlist og Alcopley hefur. Sem dæmi um starfsorku og elju Alcopleys get ég ekki stillt mig um að hafa eftir einum sameiginlegum kunningja okkar eftirfarandi: „Það er ekki mikil hvild i þvi að hitta Alcopley og ætla sér að slappa svolitið af og rabba um eitthvert léttmeti. Maðurinn er bókstaflega alltaf að krefjast svara við spurningum, og mað- ur veit aldrei hvort heldur það eru vísindin eða listin sem eru að brjótast í kolli hans“. Ég hef þetta hér eftir, til að gefa að- eins lýsingu á þessum merka og frábæra vísinda- og listamanni. Það má margt um jfessa sýn- ingu á Kjarvalsstöðum segja, en ef fara ætti að gera verkun- um, sem þar getur að líta, veru- leg skil, held ég að þessi um- sögn yrði nokkuð fyrirferðar- mikil. Því bregð ég á það ráð, að fara fljótt yfir sögu, en nefna aðeins nokkur verk sem mér finnst bera af. Margar af smæstu teikningum og vants- litamyndunum á þessari sýn- ingu eru frábær listaverk sem krefjast þess að vera vel skoð- uð. Þá finnst mér hin stóra mynd, er Alcopley hefur gert il minningar um konu sina, Ninu Tryggvadóttur fNo. 108), sterk og dálítið óvenjuleg frá hendi Alcopleys. Eg er ekki frá þvi að lesa megi úr þvi verki trega og sorg. Jafnvel einstæöingshátt þess, er einn stendur eftir i hinu veraldlega tómi. Önnur verk, sem ég tel með því besta er á þessari sýningu verður fundið, eru: No. 146, 61, 113, 145, 120 og no. 93, sem er sér- lega auðkennandi fyrir hvernig Alcopley byggir upp verk sín. Enn fremur no. 108, sem ég hef þegar minnzt á, og einnig má af eldri verkunt nefna No. 16, sem sýnir að listamaðurinn hefur haft næmt auga fyrir Matisse og Polloek er ekki langt i burtu i verki eins og no. 48. Þessi tvö seinustu dæmi sanna hvernig listamaðurinn hefur orðið til, og það er hér eins og fyrri dag- inn, að enginn verður óbarinn biskup. Það er vinna og aftur Framhald á bls. 31

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.