Morgunblaðið - 17.09.1977, Side 20

Morgunblaðið - 17.09.1977, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1977 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarf ulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10100. Aðalstræti 6, simi 22480 Áskriftargjald 1500.00 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 80.00 kr. eintakið. Lýdrædi eda fámennar kllkur Prófkjör eru mjög í sviðsljósinu um þessar mundir, kannski fyrst og fremst vegna þess, að innan Alþýðuflokksins stendur nú yfir harðvítug deila um þingframboð og sæti á framboðslistum og eru deilur þessar útkljáðar í prófkjörum, sem nokkra athygli vekja. Því til viðbótar hefur nú þegar farið fram skoðanakönnun i a.m.k. einu kjördæmi hjá Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokkurinn hefur hafið undir- búning að hinum víðtæku prófkjörum, sem flokkurinn hefur staðið fyrir sérstaklega í Reykjavík og Reykjaneskjördæmi. Það er á misskilningi byggt, sem fram kom í forystugrein Alþýðublaðsins fyrir nokkrum dögum, að prófkjör í Sjálfstæðisflokknum væru lokuð prófkjör og takmörkuð við tiltekinn hóp flokksmanna. Hið rétta er, að mjög frjáls aðgangur er að prófkjörum sjálfstæðis- manna, enda hefur þátttaka í þeim verið gifurlega mikil á undanförnum árum. Ut af fyrir sig væri ástæða til að fjalla sérstaklega um prófkjör Alþýðuflokksins, þar sem svo virðist sem formaður flokksins og formaður þingflokks, þeir Benedikt Gröndal og Gylfi Þ Gíslason eigi nú í hatrammri deilu um, hvor þeirra skuli skipa efsta sæti á framboðslista Alþýðuflokksins í Reykjavik. Gylfi Þ Gíslason hefur skipað þetta sæti um alllangt árabil, en nú bregður svo við, að Benedikt Gröndal hefur gert tilkall til þess. Er enn allt á huldu um það, hverjar verða lyktir þessarar sérstæðu deilu milli tveggja höfuðleiðtoga flokksins. Eitt er þó nokkuð víst, að Alþýðuflokkur- ínn kemst ekki hjá þvi að tapa á henni Enda þótt prófkjörsdeilur Alþýðuflokksins séu merkilegt um- ræðuefni er þó annað í sambandi við prófkjörin, sem vekur enn meiri athygli og það er sú staðreynd, að þrír af fjórum stjórnmála- flokkum hafa nú ákveðið að efna til prófkjörs eða skoðanakönn- unar í einhverri mynd Þetta er árangur baráttu, sem nokkrir ungir menn hófu fyrir tæpum áratug innan Sjálfstæðisflokksins, sem leiddi til þess að víðtæk prófkjör voru tekin upp á vegum Sjálfstæðisflokksins en þau höfðu áður tíðkast í nokkrum mæli innan flokksins. Framsóknarflokkurinn fylgdi í kjölfarið með skoðanakannanir og nú hefur Alþýðuflokkurinn ákveðið að taka upp þessa lýðræðislegu aðferð við val frambjóðenda. Með þessum ákvörðunum hafa þrír af fjórum stjórnmálaflokkum gefið stuðníngsmönnum sínum tækifæri til að taka þátt í vali frambjóð- enda til sveitarstjórna og Alþingis. Þótt ýmsir gallar séu á prófkjörum er hér um lýðræðisleg vinnubrögð að ræða, þau lýðræðislegustu sem við þekkjum og það hlýtur að teljast merkilegt spor ! starfi íslenzkra stjórnmálaflokka, að þrír af fjórum þeirra hafa nú tekið prófkjör upp sem fastan lið í starfsemi sinni. Þá hlýtur sú spurning að vakna, hvernig á því standi, að fjórði stjórnmálaflokkurinn, Alþýðubandalagið, hefur ekki fylgt í kjölfar- ið. Enginn flokkur hampar jafn mikið Jýðræðishugsjónum" sínum og einmitt Alþýðubandalagið Með sama hætti og Sovétmenn státa sig af „lýðræðislegustu" stjórnarskrá heims telja Alþýðu- bandalagsmenn, að flokkslög þeirra tryggi mest lýðræði í íslenzk- um stjórnmálaflokkum, og ekki sízt hinir yngri í hópi Alþýðu- bandalagsins tala mjög um lýðræði, um „virkt lýðræði" og svo framvegis. Hvernig má það vera, að flokkur sem hefur svo mjög á orði lýðræðisást sína, tekur ekkí upp þessa lýðræðislegu aðferð við val frambjóðenda til sveitarstjórna og Alþingis sem prófkjör eru Alþýðubandalagið hefur allt annan hátt á Fámennur hópur manna tekur ákvörðun um framboð á vegum Alþýðubandalags- ins Það þýðir, að á bak við framboð þess flokks stendur ekkert annað en lítil klíka, en á bak við langflest framboð stjórnmála- flokkanna þriggja munu standa fjölmennir hópar kjósenda, sem með atkvæði sínu hafa tekið þátt í áð skipa framboðslista þeirra. Við nánari athugun kemur í Ijós, að þessi klikuskapur við val frambjóðenda Alþýðubandalagsins er ekkert einsdæmi um vinnu- brögð í þeím ffokki Vinstrí sinnuð æska heldur uppi linnulausri gagnrýni á menningarsamtök flokksins, Mál og menningu, einmitt af sömu ástæðum, að þar stjórní fámenn klíka og áhrifa þeirra gæti í engu. Með sama hætti er það fámennur hópur manna, sem ræður flokksmálgagninu, Þjóðviljanum, og vendi- lega um hnútana búið í þeim efnum sem öðrum Þetta þarf engum að koma á óvart Flokkar sem kenna sig við sósíalisma hampa mjög lýðræði í orði, en á borði er það klíkuskapur og fámennisstjórn sem ræður rikjum, hvort sem það er í Alþýðu- bandalaginu á íslandi eða í hinum svokölluðu sósíalisku ríkjum Austur-Evrópu. Kjósendur þurfa að veíta þessum mun á lýðræðis- flokkunum þremur og Alþýðubandalaginu athygli, þegar að kosningu kemur. Þeir þurfa að minnast þess, hvernig frambjóð- endur lýðræðisflokkanna þriggja voru valdirog hafa íhuga, hverjir það eru sem standa að baki vali frambjóðenda Alþýðubandalags- ins. Iljálmar Guðmundsson er nú fjallkóngur í sinni sveit, hann vióur- kenndi aó moldrok og hvassviðri hefði gert þeim erfitt fyrir, en sagðist ekkert vera að kvarta yfir því, þetta hefði allt saman gengið. Þær sáu um veitingarnar af mikl Hulda Axelsdótlir á Nautabúi, Guði Erla Sveinsdóttir á Ljósalandi og Ri Þetta tilheyrir vlst. Mest draga þær lömb, en stundum rollur og þá saman, systurnar Rósa Borg og Sigríður jVÍargrét. Hann ætlar að setja 36 kindur á í haust, en er þó ekki viss hvort þann gerist bóndi eða bifvéla- Virki I framtíðinni, Gunnar Valgarðsson í Tunguhlíð. Það er alltaf viss stemmning sem fylgir réttum. Sjálf- sagt hefur réttardagurinn verið enn meiri hátíðisdagur hér áður fyrr, en enn þann dag í dag er tilhlökkun undanfari gangna og réttardags. Við lögðum leið okkar í Mælifellsrétt í Skagafirði á miðvikudaginn og fylgdumst þar nokkra stund með framvindu mála. Fólk á öllum aldri dró þar fé sitt í dilka og spjallaði saman ekki síður, ræddi um lífsins gagn og nauðsynjar. Fékk sér í staup- inu hjá bóndanum hinum megin í hreppnum, sem það hafði ekki séð síðan síðast, lagið var tekið og hæfilegur asi var á mannlífinu þarna. Það er ekki litið svæði, sem bændur nyrðra, á milli Blöndu og Héraðsvatna, þurfa að kemba á hausti hverju er þeir smala fé sinu. Svæðinu er skipt í fjóra hluta og deila fjórir flokkar gangnamanna svæðinu með sér. Fara þeir allt suður að Hofsjökli og eru í göngum frá því á sunnu- degi fram á þriðjudagskvöld, en síðan er réttað heima í sveitum. Var ekki á smalamönnum að sjá að þeir væru þreyttir eftir göng- urnar um hið viðlenda svæði. Stór dagur var runninn upp hjá fjár- bóndanum, hvort heldur hann var ungur eða aldinn. Það er fé svo- kallaðs miðflokks sem réttað er i Mælifellsrétt. Austasti flokkur- inn smalar Hofsafrétt og er réttað í Hlíðarrétt í Bólstaðarhlíð. Mið- flokkurinn réttar ásamt aust- flokknum að hluta í Mælifellsrétt, en aðallega í Stafnsrétt í Svartár- dal og safn vestasta flokksins er réttað i Stafnsréttinni. 1 austflokknum voru 12 manns að þessu sinni og við ræddum við foringjann í hópnum, fjallkóng- inn Hjálmar Guðmundsson á Korná i Lýtingsstaðahreppi: — Göngurnar gengu ágætlega að þessu sinni, segir Hjálmar. — Við fengum að visu nokkurt hvass- viðri og moldrok sem því fylgdi, en maður er ekkert að ergja sig yfir slíku eftir á. Þetta gekk bara vel í heildina. Lagt var af stað árla morguns á sunnudag og haldið að sæluhús- inu við Skiptabakka, nokkuð norður af Hofsjökli. Voru tveir bílar gangnamönnum til aðstoðar og sagói Hjálmar að mikill munur og aukið öryggi væri að hafa bíl- ana við höndina. Húsið á Skipta- bakka var reist fyrir tveimur ár- um undir stjórn Sigurðar Sigurðs- sonar, fjárskilastjóra og bónda á Brúnastöðum, en bændur reistu húsið í samvinnu. — Þetta er mjög gott hús og sváfum við af nóttina þ; r, eins og venjulega, segir Hjálmar fjall- kóngur. — Aður var aðeins gam- all torfkofi við Hraunlæk og þó þangað væri ævinlega gott að koma í skjólið, þá er nýja húsið allt annað og betra. Það eina sem okkur vantar núna er hús fyrir hestana okkar. Þeir eru hafðir i girðingu um nóttina, en ef hann slæst illa með veður, þá er nauð- synlegt að þeir séu i húsi eins og mannfólkið. HÖRKUKELLINGAR MEÐÍ FÖRUNEYTINU — Það eru 12 aðalmenn senn fara í þessar göngur, en síðar koma 12 mótmenn okkur til að- stoðar síðasta daginn. Þetta ei yfirleitt fólk á öllum aldri, en stöðugt fleiri unglingar fara i göngurnar. Það er svo sem eðli- legt, ungafólkið hefur mest gam- Texti: Agúst I. Jónsson Myndir: Frið- þjófur Helgason Eina an af svona ævintýraferðum. Þá er það orðin föst venja að kven- fólkið fari í göngurnar, en það þekktist ekki áður. 1 minum flokki voru núna tvær hörkukell- ingar, ungar stúlkur, sem gáfu köllunum að sjálfsögðu ekkert eftir. — Jú, ég held að réttardagur- inn sé stærsti dagur fjárbóndans á hverju sumri. Það er alltaf spenningur í mönnum að sjá hvernig féð kemur af fjalli, hvernig þær skila sér blessaðar, og hvort lömbin eru rýr eða væn. Ég er ekki frá því að þau séu með smærra móti núna, en hins vegar vel feit. Annars er ekki að marka það að sjá greyin svona á fæti í stórum hópi, segir Hjálmar að lok- um. — Hjálmar hefur ekki verið fjallkóngur nema i nokkur ár. áð- ur gegndi því heiðurs- og ábyrgð- arstarfi Páll Ölafsson, bóndi að Starrastöðum. — Það eru nokkur ár síðan ég hætti að fara í smala- mennsku, en þá hafði ég verið fjallkóngur í yfir 20 ár, segir Páll í spjalli við Morgunblaðið. Hann

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.