Morgunblaðið - 17.09.1977, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1977
29
Borgarstjóri;
Ekkert því til fyrir-
stöðu að Melavöllur
starfi enn um sinn
Á siðasta fundi borgarstjórnar
varö Melavöllurinn gamli aó um-
ræðuefni. Alfreð Þorsteinsson
hóf umræðuna og sagði, að þess
hefði orðið vart að spurningar
vöknuðu hjá almenningi hvað
yrði um Melavöllinn þegar hin
nýja þjóðarbókhlaða risi. Alfreð
sagði það sína skoðun, að óskyn-
samlegt væri að ieggja völlinn
niður og þvi legði hann til, að
völlurinn yrði starfræktur áfram
sem keppnisvöllur. Hann sagðist
reyndar ekki skilja þann fárán-
leika að troða þjóðarbókhlöðunni
inn á völlinn því nóg pláss væri
fyrir hana annars staðar á Há-
skólalóðinni. Borgarstjóri Birgir
lsleifur Gunnarsson tók næst til
máls og sagði að sá hluti þjóðar-
bókhlöðunnar sem inn á völlinn
kæmi myndi aðeins skerða
hlaupabrautina. Þess vegna væri
ekkert því til fyrirstöðu að völlur-
inn starfaði enn um sinn. Hins
vegar væri rétt að geta þess, að
möguleiki væri þó nokkur á að
færa völlinn austar og sunnar inn-
an girðingarinnar í átt að gömlu
tennisvöllunum. Enda hefði borg-
arverkfræðingi þegar verið falið
að athuga það mál. Borgarstjóri
sagðist vilja minna á, að í skipu-
lagi væri gert ráð fyrir að völlur-
inn yrði lagður niður og Háskóii
lslands fengi svæðið til umráða.
Fram kom hjá borgarstjóra að
rikið mun nú greiða 20 milljónir
vegna valiarins i bætur og ef til
vill mætti nota það fjármagn til
að færa völlinn. Borgarstjóri
ítrekaði að hér væri ekki ein-
göngu um skipulagsmál að ræða,
heldur þyrfti að leysa málið í sam-
vinnu við Háskólayfirvöld. Hann
lagði síðan til að málinu yrði visað
til borgarráðs. Albert Guðmunds-
son sagðist mundu standa með
þvi, að Melavelli yrði við haldið
þó ekki i þeirri niðurníðslu sem
verið hefði heldur þyrfti að
byggja hann upp. Völlurinn væri
einstaklega vel i sveit settur á
Melunum því ef málin væru at-
huguð kæmi í ljós sú furðulega
staðreynd, að flestir ef ekki allir
íþróttavellir áðrir hefðu verið
settir ofan i mýri í Reykjavik.
Alfreð Þorsteinsson þakkaði
stuðning við málið og síðan var
samþykkt að vísa málinu til borg-
arráðs.
Qlafur B. Thors:
Nauðsynlegt að
reisa skipaverk-
stöð í Reykjavík
A fundi borgarstjórnar 15. sept.
fluttu borgarfulltrúar Alþýðu-
bandalagsins eftirfarandi tillögu:
„Borgarstjórn ályktar að brýna
nauðsyn beri til að hefja starf-
rækslu stórrar skipaverkstöðvar i
Reykjavik. Þar sem slikt fyrir-
tæki verður ekki stofnsett nema
til komi aðild opinberra aðila, lýs-
ir borgarstjórn sig reiðubúna til
þátttöku í byggingu og rekstri
skipaverkstöðvar. Borgarstjórn
samþykkir þvi að vinna að stofn-
un félags Reykjavikurborgar,
Ríkisins og annarra aðila, sem
vilja sameinast um að hrinda
þessu stórvirki í framkvæmd."
Sigurjón Pétursson (Abl.) talaði
fyrir tillögunni og sagði sögu bar-
áttu fyrir skipavekstöð i Reykja-
vik vera orðna langa og hana
mætti rekja allt aftur til ársins
1945, en þá var gerð áætlun um
þurrkví sunnan Kleppshöfða .
Ræddi Sigurjón nokkuð sögu
málsi'ns þ.ám. áætlun sem Svii
gerði upp úr 1970 varðandi þessi
mál, en hún mun hafa verið nokk-
uð greinargóð. Borgarfulltrúinn
sagði að þar sem mál þessi hefðu
lengi legið í salti væri brýn nauð-
syn til að halda áfram þvi starfi
sem þegar hefói verið unnið. Fyr-
irtæki sem þetta gæti orðið arð-
bært fljótlega, en mikið stofnfjár-
magn þyrfti til og því yrðu að
koma til framlög af hálfu hins
opinbera. „Nú er þvi nauðsyn á að
framreikna fyrri áætlanir," sagði
Sigurjón Pétursson að lokum.
Olafur B. Thors (S) sagðist
ekki hafa ástæóu til að bæta við
sögu málsins utan þess sem gerst
hefði síðustu ár. Full ástæða væri
til að leggja áherslu á frumkvæði
Reykjavíkurborgar varðandi mál
þessi, m.a. hefði hann á árinu
1975 flutt tillögu sem snerti þetta.
Ölafur sagði, að fyrri hluta árs
1976 hefði farið fram verðkönnun
á skipalyftu og áfangaskiptingu
við stækkun. A miðju ári 1976
hefði síðan byrjað á vegum nokk-
urra aðila könnun á skipaviðgerð-
um -hérlendis. Borgarfulltrúinn
sagði, að nú hefðu nokkrir aðilar
sýnt málinu áhuga, m.a. fyrirtæk-
ið Stjörnustál h.f., en það er sam-
steypa nokkurra fyrirtækja i
málmiðnaði. Fyrirtæki sem störf-
uðu við vesturhöfnina hefðu sýnt
áhúga, t.d. Stálsmiðjan. Ölafur B.
Thors sagði nokkra möguleika
hafa verið rædda. Þar á meðal að
bæta aðstöðu á núverandi svæði
skipaviðgerða i vesturhöfninni
eða að flytja alla viðgerðaraó-
stöðu inn í Kleppsvík. Athugun
hefði verið gerð á að efla aðstöð-
una i vesturhöfninni og viðræður
hefðu farið fram en því miður
hefði ekki enn fengist niðurstaða
hjá þeim aðilum sem þar ættu
hlut að máli. Nú væri beðið eftir
skriflegu svari frá þeim. Þá fengi
borgarráð skýrslu um viðræður
við forráðamenn Stjörnustáls h.f.
þegar þár að kæmi. Ólafur sagði
að svo mjög sem hann væri sam-
mála þvi að nauðsyn bæri til að
reisa skipaverkstöð i Reykjavík,
þá teldi hann það tillitssemi við
fyrrgreinda aðila að borgarstjórn
byndi ekki hendur borgaráðs áð-
ur en niðurstöður viðræðnanna
lægju fyrir. Ólafur sagði að sér
fyndist dálitið ankannalegt hjá
Sigurjóni að samþykkja viðræó-
urnar i borgarráði en flytja svo
tillögu um málið hér á þessu stigi.
Ólafur sagði það augljósa stað-
reynd, að nú á siðustu mánuðum
hefði málinu þokað meir en á
löngum tima áður og því legði
hann til að hinkrað yrði um stund
og málinu yrði vísað til borgar-
ráðs og hafnarstjprnar, en ipnan
fárra daga mun niðurstaða liggja
fyrir. Ólafur sagði að málefnum
skipaviðgerða mætti ekki drepa á
dreif og tillaga sin væri ekki til að
draga úr framkvæmd málsins
heldur til að bíða niðurstaðna við-
ræðnanna. „Málið er brýnt og ég
vona, að áður en ár þetta er á
enda þá munum við geta samein-
ast um stórbætta aðstöðu til skipa-
viðgerða í Reykjavík,“ sagði borg-
arfulltrúinn að lokum. Kristján
Benediktsson (F) kvaðst sam-
mála umræddri málsmeðferð en
ágætt væri að tillagan hefði kom-
ið fram. Nú bæru menn ugg i
brjósti varðandi undirstöðuat-
vinnugreinarnar i Reykjavík og
þetta væri ef til vill fyrsta sporið
til bóta. Kristján sagði nauðsyn
bera til að kanna frekar áhuga
þeirra aðila sem til greina kæmu
varðandi málið. Sigurjón Péturs-
son tók aftur til máls og kvaðst
sammála málsmeðferð. I máli
hans kom fram, að lausleg áætlun
segði, að kostnaður við skipaverk-
stöð yrði vart undir 10—12 millj-
örðum króna. Samþykkt var að
visa málinu til borgarráðs og
hafnarstjórnar með öllum greidd-
um atkvæðum.
FRA
BORGAR-
STJÓRN
Brldge
umsjóií ARNÓR
RAGNARSSON
Síðasta kvöld sumarspila-
mennskunnar hjá B.Á.K. var
spilað sl. mánudag. Úrslit urðu
Þessi:
A-riðill 12 pör
1. Ármann J. Lárusson
Haukur Hannesson 195
2. Gunnlaugur Kristjánsson .
Sigurður Sigfússon 187
3. Einar Guðlaugsson
Sigríður Rögnvaldsdóttir 185
B-riðilI 12 pör.
1. Einar Þorfinnsson
Sigtryggur Sigurðsson
2. Þorfinnur Karlsson
Steingrímur Jónasson
3. Sævar Þorbjörnsson
Bragi Hauksson
FRA BRIDGEFELAGI KÓPA-
VOGS: Urslit i tvímennings-
keppni þann 15/9, voru eftirtal-
in pör efst, en spilað var í ein-
um 16 para riðli:
Sverrir Armannsson —
Guðmundur t rnarson
262 stig
Sigurður Thoraren,- eii —
Jóhann Bogason 257 stig
Sigurður Sigurjónsson —
Einar Guðlaugsson 249 stig
Bjarni Pétursson —
Sævin Bjarnason 247 stig
Georg Sverrisson —
Friðrik Guðmundsson231 stig
MEÐALSKOR: 210 stig.
Fimmtudaginn 22/9 n.k. verður
spilaður eins kvöld tvimenn-
ingskeppni og eru allir vel-
komnir. Spilað er í Þinghóli og
Stigakeppni sumarsins
lokið og urðu úrslit þessi:
1. Sverrir Ármannsson
2-3 Einar Þorfinnsson
2-3 Sigtryggur Sigurðsson
4. Guðmundur P. Arnarson 20
Stóð aðalbaráttan milli þess-
ara fjögurra en ajls hlutu um 80
manns stig.
189 hefst keppnin kl. 20 stundvis-
lega.
185
Bridgefélag Breiðhoits hóf
179 vetrarstarf sitt 13. sept. með
eins kvölds tvímenning.
er Urslit urðu þessi:
1. Pálmi — Tómas 174
26,5 2. Bragi —Hreinn 170
22 3. Gunnar—Heiðar 167
22 Þriðjudaginn 20. sept. verður
byrjað á léttri spilamennsku en
um kl. 9.30 mun aðalfundur fé-
lagsins hefjast með venjulegum
aðalfundarstörfum.
BRIDGEFELAG Reykjavíkur
hefur nú ákveðið vetrarstarf
sitt og mun það verða eins og
hér segir:
Spilastaður verða hin ágætu
salarkynni í Domus Medica. Og
spilað verður á miðvikudögum.
En þó með þeirri undantekn-
irigu að i fyrstu viku hvers mán-
aðar flytjum við okkur á þriðju-
daga.
Meðfylgjandi keppnisyfirlit
skýrir sig sjálft. Farnar eru að
mestu troðnar slóðir en keppnir
þó styttar frá því, sem verið
hefur undanfarin ár. Og brons-
stig Bridgesambands Islands
verða snarari þáttur og veiga-
meiri en verið hefur.
Fyrsta meiriháttar keppnin
verður „Butler“-tvímenningur,
sem hefst þann 4. október með
því að dregið verður í riðla, sem
verða óbreyttir meðan keppni
þessi stendur yfir. Spiluð verða
sömu spil í riðlunum og þeir
reiknaðir út sameiginlega.
Þann 1. nóvember verður
frjálst kvöld. Skipulagður verð-
ur tvimenningur fyrir þá sem
vilja, en einnig verður aðstaða
til keppni sveita. En kvöld
þetta munu tvö efstu pörin úr
hverjum riðli ,,Butler“-
keppninninnar spila sérstaka
úrslitahríð. Þann 9. nóvember
hefst siðan þriggja kvölda hrað-
sveitakeppni, en þann 30. nóv-
ember verður aftur tekið til við
tvímenning. Þrjú kvöld og átta
efstu pörin fá rétt til þátttöku i
meistaratvímenningnum, sem
spilaður verður i marz.
Ákveðið hefur verið, að sam-
tala bronsstiga . nmtán beztu
kvölda spilara og para á yfir-
standandi spilaári hjá félaginu
þann 1. marz, ráði átta lausum
sætum, af sextán alls, í hinni
árlegu meistaratvimennings-
keppni. Þannig mun sérstök
keppni ráða helmingi þátttak-
enda í þeirri keppni, en árang-
ur 21. sept. til 1. marz hinum
helmingnum.
Meistarakeppni i sveitum
verður siðasta keppni spilaárs-
ins og verður framkvæmd
hennar kynnt sérstaklega i
byrjun október.
Þrir spilarar verða heiðraðir
sérstaklega i lok spilaársins.
Verða það þeir, sem ná mestum
fjölda bronsstiga B.S.I. á spila-
kvöldum félagsins i vetur.
Einnig verður veitt sérstök
viðurkenning því pari, sem
beztum árangri nær á fyrsta
spilaári sínu hjá félaginu. Er þá
átt við spilara, sem eru 25 ára
ogyngri.
Páll Hjaltason mun stjórna
spilakvöldum félagsins í vetur.
Keppnisgjöld verða kr. 600 á
kvöldi, en ekki verður svokajl-
að skyldukaffi. Og spila-
mennskan mun hefjast kl. 20
stundvíslega. 1 stjórn Bridge-
félags Reykjavíkur eru nú Páll
Bergsson, formaður, simi
19847. Þorfinnur Karlsson,
varaformaður, sími 82486.
Stefán J. Guðjohnsen, gjald-
keri, sími 44984. Baldur
Kristjánsson, ritari, sími 11474.
Ólafur H. Ólafsson, fjármálarit-
ari, sími 13821.
Keppnisyfirlit
21. scpt., miðvikudagur Tvínu nningskcppui
28. scpt., miðvikudagur Tvímcnningskcppni
4. okt., þriðjudagur
12. okt., miðvikudagur
19. okt., miðvikudagur
26. okt., miðvikudagur
1. ncSv., þriðjudagur
9. nóv., miðvikudagur
16. nóv., miðvikudagur
23. nóv., mið\ikudagur
30. nóv., miðvikudagur
6. dcs., þriðjudagur
14. dcs., miðvikudagur
Butlcr-tvímcnnings-
kcppni í riðhmi
{ Frjálst kvöld ásamt
| úrslitum Butlcrsins
Hraðsvcitakcppni
Tvímcnningur