Morgunblaðið - 17.09.1977, Side 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1977
Minning:
Ottó Arnason
bókari Olafsvík
I mannlífi litilla þorpa kemur
skýrar í ijós en i fjöldanum þau
áhrif sem einstaklingurinn hefir
á umhverfi sitt. Á það ekki sí/.t
viö þegar viðkomandi elur allan
sinn aldur á sama stað og fórnar
honum hug sínum og starfskröft-
um.
I dag er til moldar borinn Ottó
Árnason bókari í Olafsvík en
hann lézt hinn 6 þ.m. á sjúkrahúsi
í Reykjavík eftir að hafa verið
fluttur þangað tveim dögum áður
vegna hjartabilunar. Ottó var á
69. aldursári er hann lézt. Hann
var borinn og barnfæddur Olafs-
víkingur og bjó hér og starfaöi
alla tíð. Skilur hann eftir sig djúp
og merk spor til mótunar batn-
andi mannlífs hér í Olafsvík og er
raunar borin von að koma því öllu
til skila svo hverjum megi ljóst
vera í stuttri kveðju. Ég hygg að
mér færari og kunnugri menn
muni einnig til þess verða og mun
ég því aðeins lauslega minnast ó
ætt og æviatriði en halda mig
meira við kynni mín af Ottó þau
15 ár sem ég hefi til hans þekkt.
Ottó Albert, eins og hann hét
fullu nafni, var fæddur i Ólafsvík
4 nóv. 1908. Foreldrar hans voru
Árni Sveinbjarnason sjómaður og
kona hans, Ingibjörg Jónsdóttir.
Ungur að árum missti Öttó föður
sinn, en bátur hans fórst í fiski-
róðri. Þetta var á þeim árum er
fótæktin var sem mest og sárust
og segja mátti að bjargarskortur
væri fyrir hvers manns dyrum ef
sjófang brást.
Óttó fékk þannig sjálfur að
þreífa á bógum kjörum og
öryggisleysi alþýðunnar og hafði
alla tíð mikinn hug á að bæta hag
þeirra sem mínna máttu sín. í þvi
skyni gekk hann ungur undir
merki Alþýðuflokksins og var þar
vaskur liðsmaður alla tíð, átti m.a.
sæti á framboðslista flokksins til
Alþingis og var i stjórn kjör-
dæmisráðs flokksins til dauða-
dags. Einnig átti hann um langt
árabil sæti í sveitarstjórn.
Ottó var einn af stofnefndum
Umf. Vikings og átti sæti í fyrstu
stjórn þess. Á þeim árum var is-
lenzk glíma i hávegum höfð eins
og allir vita. Ottó var mjög knár
glímumaður og er mér sagt að
hann hafi glimt bæði djarft og
drengilega. Einnig var hann
sundmaður góður og kenndi sund
hér í Olafsvik, raunar við hinar
frumstæðustu aðstæður, óhitaða
útilaug.
Um þetta leyti varð þessi ungi
maður — „vel gefinn tíl likama og
sálar“ fyrir þeirri erfiðu raun að
veikjast illilega.
Merki eftir glímuna við þennan
sjúkdóm bar hann ævilangt sem
fatlaöur maður. Atta löng ór var
Óttó á sjúkrahúsi. En í stað þess
að bogna var að hætti víkinga
bitið í skjaldarröndina og tvennt
er það sem lýsir vel þeirri hörku
og raunsæi er Ottó sýndi í sjúk-
dömsraun sinni: Þegar hann
dvaldi á sjúkrahúsinu notaði
hann tímann til að mennta sig og
notfærði sér við það bréfaskóla.
Nam hann þar m.a. bókfærslu og
lagði þar með grunninn að ævi-
starfi sínu sem var bókhald fyrir
ýmsa aðila á bókhaldsskrifstofu
sem hann síðan rak. Hafði hann
t.d. umsjón með sjúkrasamlaginu
hér þar til lögum var breytt þar
um. Einnig veitti Óttó Félags-
heimili Ólafsvíkur forsöðu i ára-
tugi og hafði það starf með hönd-
um er hann lézt.
Óttó þurfti ekki síður að byggja
sig upp líkamlega til að hamla
gegn sjúkdómnum. Einnig þar
kom í Ijós hve hann var harðger
og sjálfsaginn mikill því til að
styrkja líkama sinn stundaði
hanri sjóböð og sund um langt
skeið og gilti þar einu hvort úti
var sumarblíða eða vetrarhörkur.
Hlaut Ottó af þessu líkamlegan
þrótt að því marki sem orðið gat
og einnig aðdáun þeirra sem heil-
ir til skógar gengu.
íþróttum unni Óttö alla tíð og
fylgdist vel með framgangi Ólsara
á þvi sviði. Fyrirliði umf. Víkings
i knattspyrnu hefur sagt mér að
oft hafði Óttó hringt til hans eftir
leiki og sagt álit sitt í fullri hrein-
skilni eins og hans var vandi. M.a.
hefði hann eitt sinn sagt við sig
eftir unninn leik, að góður hefði
sigurinn verið, en leitt væri til
þess að vita að sumir leikmanna
kynnu ekki einu sinni að ganga
beinir í baki til leiks.
Eins og fram hefur komið var
Óttó Árnason mikill félagsmála-
maður og gegndi mörgum trúnað-
arstörfum bæði fyrir sveitarfélsg-
ið og einstök félög. Má enn til
greina að hann var fyrsti formað-
ur Verkalýðsfélagsins Jökuls. I
skólanefnd var hann fjöldamörg
ár og formaður hennar síðustu
árin.
Lét hann sér mjög annt um að
skólastarfið væri sem bezt og að
æskan yrði sem hæfust þegar úr
skóla kæmi. I Rotaryklúbbi Ólafs-
víkur starfaði Óttó frá stofnun
hans.
Óttó var frábær ræðumaður og
eru margar tækifærisræður hans
i minnum hafðar. Talaði hann
jafnan blaðalaust, hafði i hæsta
lagi minnispunkta á blaðsnepli
sér til stuðnings. Fullyrða má að
enginn væri honum fróðari um
sögu staðarins og kom það því oft
í hlut hans að kynna hana ókunn-
ugum. För ekki hjá því að á Óttó
væri hlustað því hann talaði gott
mál, byggði ræður sxnar vel upp
og hafði einstakt lag á að vekja
menn til umhugsunar um hin al-
varlegri málefni eða í annan stað
að létta skap fólks með markvissri
kimnigáfu sem hann miðlaði
óspart af ef svo bar undir. Þá hefi
ég enn ekki minnzt á eitt aðal-
áhugamál Óttós og tómstunda-
gaman en það var skákin. Sjaldan
var hann svo upptekinn að ekki
mætti hann vera að því að taka
stutta skák. Óttó var jafnan mið-
depillinn í skáklifinu hér í Ólafs-
vík sem oft hefir veriö fjörugt, en
skrykkjótt eins og gengur. Hér er
á leikmannavísu allmargt fram-
bærilegra skákmanna. Þótt Óttó
bæri ekki alltaf hæstan hlut frá
keppni þá eru félagar hans i Tafl-
félaginu sammála um að skemmti-
iegast tefldí Óttó. Þar vár gengið
hreint og ákveðið til leiks, aldrei
þóf en reynt að byggja hvasst upp
til sóknar og sigurs. Og svo mikið
er vist að þegar Óttó var vel upp-
lagður máttu fáir fyrir honum
standa í skák. Munu þeir vera
fjölmargir utan Ólafsvíkur sem
muna skákmanninn Óttó Árnason
og stil hans.
Að loknu Reykjavíkurskákmóti
fyrir fáum árum var bandaríski
stórmeistarinn Kavalek fenginn
hingað vestur til að tefla fjöltefli.
Komu 30—40 manns til að tefla.
Þá gerði Óttó sér litið fyrir og
ávarpaði gestinn á ensku, blaða-
laust að vanda. Þótt enskan hans
væri ekki lýtalaus þá þótti þetta
býsna vel gert af sjálfmenntuðum
manni. Fjölteflið gekk fljótt og
vel. Einn eða tveir mörðu jafn-
tefli. Þar að kom að einungis tveir
glimdu enn við Kavalek — Óttó
og sonarsonur hans. Óttó hafði
teflt af hörku og staðan var enn
flókin og tvísýn. Hafði nú Kaval-
ek nægan tima en hinir miður.
Enn voru leiknir nokkrir leikir en
þá dró stórmeistarinn upp úr
djúpinu leik, sem augljóst var að
gera myndi út um skákina honum
i hag. Óttó sá um leið hvað verða
vilfii og stundi við. Kavalek brosti
þegar Óttó gaf skákina þakkaði
stórmeistarinn fyrir hana með
virktum. Það fór ekki framhjá
neinum hver hafði verið uppá-
halds andstæðingur Kavaleks í
þessu fjöltefli.
Siðustu afskipti Ottós af skák
voru þau að stjórna, nokkrum
dögum fyrir andlát sitt hraðskák-
móti HSH sem formaður skák-
nefndar sambandsins. Honum til
gleði féllu efstu sæti i hlut ungra
ólsara sem segja mátti að hann
hefði skólað upp.
Óttó bjó við farsælt heimilislíf
en hann kvæntist ungur Kristínu
Þorgrímsdóttur úr Ólafsvík. Stóð
hún alla tið við hlíð honum og
lifir mann sinn ásamt fimm upp-
komnum börnum, en einn son
misstu þau hjónin ungan af slys-
förum. Barnabörnin eru orðin
mörg og voru mikið eftirlæti afa
sins. Eru aðstandendum hér með
færðar innilegar samúðarkeðjur.
Ólafsvík verður aldrei alveg
söm við fráfall Óttós Árnasonar.
Skarðið verður aldrei fyllt. En
Óttó lét byggð sinni eftir drög að
sögu hennar og mun hann mikinn
fróðleik hafa verndað frá
gleymsku með þeim skriftum.
Skáldmæltur var hann og birzt
hefir á prenti fallegt kvæði eftir
hann er hann nefni „Ólafsvik“.
Siðasta versið úr þessu kvæði
skulu verða lokaorð hér.
„FranitíAin þór Kjafir Kt*fi
Kiftu þína auki við.
Þfnar hei/ku sorKÍrsofi
sondi hvorjum þinna lið.
BynKÍst þossi hyKííð að nýju.
hornin verði glæst Ofí rfk.
Sólin skini hjúpi hlýju
hins nýju Ólafsvík**
Gott er um minningu Óttós
Arnasonar.
Helgi Kristjánsson.
t Móðir okkar.
ÞORBJORG JÓNSDÓTTIR,
Norðurbrún 1,
andaðist í Landskotsspítala 1 5 september Fyrir hönd ættingja, dætur hinnar látnu
Hjartkær dóttir okkar,
ANNA HANNESDÓTTIR,
lést af slysförum 1 5 september
Guðrún Bjornsdóttir, Hannes Pétursson.
Eiginmaður minn og faðir okkar,
GUOBJARTURKARLSSON,
Álftamýri 26,
lézt í Borgarspítalanum fimmtudaginn 14 september
Svandís Einarsdóttir,
Sæbjörg Guðbjartsdóttir,
Karl Guðbjartsson,
Einar Guðbjartsson.
t
Þökkum sýnda vinsemd við fráfall
KNÚTS HÁKONARSONAR,
frá Þinghóli, Tálknafirði,
Hagamel 28, Reykjavík.
Sigríður Pálsdóttir,
Rúna Knútsdóttir, Þóroddur Þórhallsson,
Freydfs Þóroddsdóttir.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför
eiginmanns míns, föður okkar, sonar og bróður,
SIGURÐAR JÓNASSONAR,
múrara,
Lindarbraut 6.
Sveinbjörg Helgadóttir,
Þórunn Sígurðardóttir, Helgi Jónas Sigurðsson,
Guðrún Lovisa Sigurðardóttir. Sigurrós Sigurðardóttir.
Guðrún Sigurjónsdóttir,
Ásdis Jónasdóttir. Haukur Jónasson.
Arni Helgason
Akri—Minning
Hann Arni í Akri er dáinn,
hann hefði orðið 93 ára 30. nóv.
hefði hann lifað.
Árni var fæddur 1884 í Hrauns-
hverfi á Eyrarbakka í smábýli eða
tómthúsi sem hét Fok. I Hrauns-
hverfi ólst hann upp, kvæntist og
stofnaði heimili. Árið 1911 flytur
hann út á Eyrarbakka og kaupir
þar húsið Akur, þar sem segja má
að hann hafi búið til dauðadags.
Kona Árna var Kristin Hall-
dórsdóttir frá Asmundarstöðum í
Holtum. Börn þeirra urðu átta
alls, hið fyrsta misstu þau í reif-
um, hin eru: elst Guðfinna, látin,
giftist Ólafi Blöndal sem lengi var
hjá Sauðfjárveikivörnum. Bjarni,
skipstjóri, látinn, kona hans Sig-
urlaug Auðunsdóttir úr Hafnar-
firði. Sveinn bílstjóri, býr á Eyr-
arbakka. Guðleif, gift Þórarni G.
Sigurjónssyni verkstjóra, búa i
Reykjavík. Guðrún, gift Kristjáni
G, Magnússyni málara, búa í
Reykjavík. Steinn bifvélavirki,
látinn, var kvæntur Guðrúnu
Guðmundsdóttur, bjuggu í
Reykjavík. Yngst Dagbjört, gift
Gustav Magnús Siemsen skip-
stjóra hjá Eimskip, búa í Reykj'a-
vík. Afkomendur Árna munu nú
nálgast 50.
Konu sína missti Arni 1933 frá
heimili og börnunx, þremur
ófermdum. Guðfinna elsta systir-
in tekur þá við heimilinu og veitir
því forstöðu og síðan Guðrún syst-
ir hennar. Þegar þær systur eru
báðar giftar burtu 1954 ræðst til
Arna Guðmunda Jóhannsdóttir
frá Eyrarbakka. Það var Arna
mikið lán því Guðmunda er mikil
þrifnaðar- og gæða kona, og sá
hún um heimilið þar til nú í vor
að hún missti heilsuna og dvelur
nú á sjúkrahúsi á Seifossi, hvar
henni fylgi hlýjustu óskir og
þakkir frá börnum og fjölskyldu
Arna. Þegar Guðmundu naut ekki
lengur við var Árni einn og blind-
ur heima i Akri. Þá var það að
einnn afadrengurinn, Birgir
Sveinsson og hans unga kona
Guðný Hallgrímsdöttir, bjóða
honum að koma til sin og var Arni
þar í um það bil þrjá mánuði. Þá
aðfararnótt hins níunda septem-
ber kennir hann krankleika og
Birgir keyrir hann á sjúkrahúsið
á Selfossi um morguninn. En það
var Arna líkt, hann fór ekki á
sjúkrahús til að liggja, þangað fór
hann aðeins til að deyja.
Þegar ég kynntist Arna Helga-
syni var hann nær sjötugur, þá
enn á besta aldri og stundaði sjó-
ínn af kappi, enda ekki hvelli-
sjúkur um ævina. Sjómennska
hans mun hafa staðið samfleytt í
um það bil sjötíu ár. Saga þeirra
ára verður ekki rakin hér, til þess
yrði hún allt of löng, enda samof-
in sögu margra alþýðu- og sjó-
manna á Eyrarbakka og annars
staðar sem stunduðu sjóinn hörð-
um höndum, á stundum við ótrú-
lega erfiðar aðstæður. En þeirn
sem vildu kynna sér þá sögu skal
bent á bókina „Heiðurskarlar"
sem er þættir af fimm mönnum
sem heiðraðir hafa verið á sjó-
mannadaginn, þar á meðal er
þátturinn „Út og inn um brim-
garðinn" um sjósókn og lif Arna
Helgasonar, skráður af Guðmundi
Daníelssyni rith. Læt ég nægja að
vísa til þeirrar góðu bókar.
En við sem áttum þvi láni að
fagna að kynnast og tengjast inn i
fjölskyldu Árna munum geyma i
minni mynd þessa hugþekka
manns, sem í sannleika var alltaf
„litillátur, ljúfur kátur“, öðlings-
ins sem við öll minnumst með
innilegri þökk.
Krist ján G. Magnússon.
Mér finnst það ljós í lífi mínu
aö hafa tengzt fjölskyldu þessa
öðlings, sem nú er kvaddur og hér
hefur verið minnzt, og þakka for-
sjóninni fyrir að hafa leitt okkur
saman.
Að leiðarlokum er sem ég sjái
mynd af honunx i fallegri um-
gjörð, standandi á Kambinum fyr-
ir neðan Akur.
Hann horfir út í svellandi brim-
iö. Hann skynjar sjómennina við
störf sin úti á hafinu. Þar var
hugur hans allur, veiðimaður til
hinztu stundar.
Framhald á bls. 31