Morgunblaðið - 17.09.1977, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1977
33
félk í
fréttum
Sýnast ykkur þeir ekki býsna sigurstranglegir þessir kappar? Þetta ísknattleikslið
er skipað tveim bjarndýrum og fimm simpansöpum. Það er þýskur sirkus sem á þá
og þeir hafa æft ísknattleik í fjóra mánuði. Það fylgdi ekki sögunni hverjir
mótherjarnir verða í væntanlegri keppni.
+ Sundstjarnan fræga IVIark
Spitz sem vann sjö gullverð-
laun á Ólympíuleikunum í
Miinchen 1972 hefur nú tekid
konu sína, Suzy Weiner, i sátt
aftur. Þau giftu sig stuttu eftir
leikana en hjónabandið var
stormasamt. Mark fékk ótal
tilboó ba'öi frá kvikmyndafé-
lögum og sjónvarpsstöóvum en
þegar til kom þótti hann léleg-
ur leikari og tilboðunum fækk-
aði fljótt. En konu hans gekk
betur og hún fékk mörg freist-
andi tilboð, um leik í kvik-
myndum og þau Suzy og Mark
skildu. Þau hafa nú tekið sam-
an á ný og farið í brúðkaups-
ferð númer tvö. Þau ætla nú
bæði að fara að leika í kvik-
mynd, þó ekki bæði í sömu
myndinni. Þau hafa einnig
leikið í sjónvarpsþáttum í
Bandaríkjunum við miklar
vinsældir.
I orkusnauðum heimi kemur sér vel að vera uppfinningasamur og deyja ekki
ráðalaus þótt bensínverð rjúki uppúr öllu. Hér má sjá eina lausnina, en þá verða
menn að láta sér nægja eitt hestafl.
o Gídeon samkoma
Gídeon.félagar kynna starf sitt á samkomu í
Fíladelfíu Hátúni 2 sunnudaginn kl. 20 00.
Aðalræðumaður verður Lars Dagson umdæmis-
stjóri fyrir Mið-Evrópu og Afríku. Auk þess
kórsöngur og einsöngur.
Tekið verður á móti gjöfum til kaupa á Biblíum.
Allir hjartanlega velkomnir.
Gídeonfélagar á Islandi
Bátavélar
LISTER bátavélar 10 til 200 hestafla. Höfum nú
fyrirliggjandi í vörugeymslu vélar af stærðum 18, 45
og 88 hestafla.
Rafstöðvar
Útvegum allar stærðir rafstöðva. Þungbyggðar, slit
sterkar til langtimakeyrslu. Léttbyggðar, ódýrar sem
varastöðvar. Einnig flytjanlegar stöðvar innbyggðar í
hús. Höfum fyrirliggjandi heimilisrafstöðvar i stærð-
um 3’/z kw og 7 kw. (Lister). Væntanlegar 25KVA
al-sjálfvirkar vararafstöðvar. Til leigu i styttri eð lengri
tima rafstöðvar 2V2 kw, 3’/2 kw og 7kw.
Hjálparvélar
LISTER
hjálparvélar fyrir-
liggjandi. Stærðir
miðað við 1500
snún. /mín.:
6,12,18,32 og 65
hestöfl.
Vélasalan h.f.
Garðastræti 6, S. 15401 — 16341.