Morgunblaðið - 17.09.1977, Síða 36

Morgunblaðið - 17.09.1977, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1977 VlK> MORtfdN- RAFf/NÖ /C>f)v '4x01 Grani göslari Ég skil þetta allt — nema það, að þú skulir ætíð grípa fram f fyrir sjálfum þér? Ertu að baka smákökur handa pabba? BRIDGE Umsjón: Péll Bergsson Er hugsanlegt að spilari með aðeins einn lit á hendi geti lent í vandræðum með afkast og getur komið upp sú staða, að spil frá þessum eina lit gefi slag? Þetta getur gerzt en er sjaldgæft í reynd. Gjafari, suður, allir á hættu. Norður S. D7642 H. 85 T. 743 L. ÁGIO Vestur S. K H. KD1072 T. 95 L. 97632 Austur S. 10983 H. AG643 T. 102 L. 85 Suður S. ÁG5 H. 9 T. ÁKDG86 L. KD4 Næst þegar við eigum svona stefnumót verð ég að halda á þér — það er jafnrétti kynjanna! Góður ásetningur „1 Velvakanda 14. sept. birtist athyglisverð grein eftir Halldór Laxness, sem ber fyrirsögnina: Á dönsku vígstöðvunum, en er í rauninni um þá undarlegu þróun, að dönskuslettur sækja nú mjög á í íslenzku ritmáli. Býst ég við að fyrirsögnin sé meir blaðsins en höfundarins, sem ekki hafi ætlað að draga úr áhrifum orða sinna. Telur Halldór, að meinsemd sú, sem dönskusletturnar eru, sé jafnvel skaðlegri málinu en áhrif enskunnar, og er ég alls ekki frá því að þetta geti verið rétt. Röng og óvönduð meðferð íslenzkunnar stafar af lélegu og kæruleysislegu hugarfari: Menn leggja það ekki á sig að leita að því sem betra er. Þar með er þó ekki sagt, að þeir sem slíkt verður á, séu lélegir að eðlisfari. Það getur vel verið, að þeir hafi ein- hvern tíma haft góðan ásetning. En straumur timans, aldarháttur- inn, uppeldisáhrifin hafa borið góðan ásetning ofurliði. Það hefur verið hæðzt að því að hafa hugsjónir og góðan ásetning. Mörgum hefuK virzt, að slíkt væri gersamlega vonlaust og gagns- laust, og er ástæða til að hugleiða, hverjar orsakirnar muni hafa verið. Ég tel aðalástæðurnar vera tvær: Annars vegar þá vantrú á mátt hugar og orða, sem leiddi af afneitun staðreynda fyrirburða- fræðinnar (sérstaklega á árunum 1950—1970). Hinir neikvæðu niðurrifsmenn héldu, að sögð orð væru aðeins hverfandi hljóðöldur eða prentsverta á blaði — en ekki eilífar, óafturkallanlegar hugsan- ir eins og þau vissulega eru: virkir þættir um alla framtíð. Vegna áhrifa slíkra manna þvarr virðingin fyrir máli og orðum, og menn héldu, að einu gilti, hvernig þeir hegðuðu sér. Hin ástæðan er skortur á mark- miðum til að keppa að, skortur á vitneskju um tilgang lífs og vitundar; í sjálfum sér og öðrum. En þessi skortur er í hrópandi ósamræmi við tilfinningu manna eða hugboð. Hverjum manni, karli sem konu, finnst hann hafa Suður var sagnhafi i sex tiglum og vörnin spilaði í upphafi tvisvar hjarta. Sagnhafi svínaði fljótlega spaðagosa og gaf á kónginn blank- an. Einn niður. En litum á hvað gerist ef sagn- hafi tekur alla trompslagina og þrisvar lauf. Staðan, þegar þriðji laufslagurinn er tekinn, verður þá þessi: Norður S. D76 H. — T. — L. Á Vestur Austur S. K S. 10983 H. D H. — T. — T. — L. 97 L. — Suður S. AG5 H. — T. — L. 4 í laufsainn er austur neyddur til að láta spaða og suður spilar siðan lágum spaða frá blindum. Getur suður ráðið nokkuð af af- kasti austurs? Það er greinilegt, að austur lætur ekki spaða frá kóng og tveimur smáspilum. Hann hefur því átt fjóra spaða i upphafi og það er ekkert sem heitir. Kóngurinn verður að koma i ásinn. RETTU MER HOND ÞINA F ramhaldssaga eftir GUNNAR HELANDER Benedikt Arnkelsson þýddi 45 sannarlega tími atburða og ævintýra. Þú hefðir átt að sjá mig á manndómsárum mínum, þegar ég þreytti kapþreiðar um göturnar í Greytown. Cliff hélt áfram og rakti lát- laust afrek sfn. Erik gast góður tfmi til þess að hyggja að um- hverfinu. Veggir hússins voru þaktir af smekklausum eftir- prentunum, enskum olfumál- verkum af kroppandi lömhum og blómsveigum. A heiðurs- staðnum á langveggnum hékk ferlegt málverk af fimm kett- lingum, sem gljáðu eins og postulfn. Ofan af hillu einni störðu andar forfeðranna niður á samkvæmið. Þeir voru allír með stffa, háa kraga. Ein frænkan var meira að segja með rós f munninum — hún var greinilega leikkona. Hús- gögnin voru áberandi Ijót. Heimilið var engu Ifkara en dýr eftirifking af ensku heimili, sem hann hafði heimsótt í Brakpan. Hann fór að velta þvf fyrir sér, hvort menningin hefði í raun og veru náð enn þá til Afríku. Samt var þetta heimili glað- legra og vistlegra en lektors- heimilið f Gautahorg — þar sem öllu var smekklega fyrir komið, falleg listaverk, sam- skipti manna stff og formleg og þar sem haldin voru ómannleg tesamkvæmi og fólk skvaldraði um mat og skatta. Móðir Mary hafði allan tím- ann setið og prjónað sokka, án þess að leggja orð f belg. Sfgaretta hékk úr munni henn- ar, og jafnskjótt og hún hafði reykt eina, kveikti hún f ann- arri. Hún virtist áhrifalaus, óskemmtileg og dauf. Af þeirri tegund fólks, sem menn verða að hitta fimm sinnum, áður en þeir þekkja þá. Það var honum hulin ráðgáta. hvernig tvær slíkar dáðlausar manneskjur hefð’u eignazt aðra eins dóttur og Mary — geislandi, gáfaða og sjálfstæða stúlku. Eða var Mary alveg eins, þegar öllu var á hotninn hvolft? Tók Mary þeim ekki fram — í raun og veru? Hann gaut augunum laumu- lega til liennar — og missti allan hæfileika til þess að hugsa með kaldri skynsemi. Hann gat horft á þetta andlit hennar klukkustundum saman. Ef til vill var andlitið málað of fullkomlega, en það var ómót- stæðilegt. Sláninn hróðir hennar, sem hafði læðzt út og í kvikmynda- hús fyrir stundu, hafði sama andlitsfall, en honum fannst hann vera sviplftill og tómleg- ur. Jæja. hann mátti kannski ekki dæma þau of hart. Þau bjuggu í landi landnemanna. Og þau voru ótrúlega vingjarn- leg og gestrisin. Bara að Cliff karlinn vildi fara f háttinn, svo að hann gæti verið einn mcð Mary. XXX Þegar Erik var genginn til náða, fóru óþægilegar tilfinn- ingar aö ónáða hann. Nú var hans „gætt“ einu sinni enn, það var borin umhyggja fyrir hon- um og honum var stjórnað af öðrum. Hann var afjur bund- inn. Gat hann þá aldrei fengið að vera frjáls? Um nóttina dreymdi hann illa. Hann þóttist sitja i mjúk- um hægindastól og gat ekki hreyft legg né lið. Handleggirn- ir voru þungir eins og blý. Fað- ir Mary laut yfir hann, eldrauð- ur f framan og glottandi og benti á hann með vindli. Hann cndurtók hvað eftir annað með þrumuraust: Þú sérð hvernig negrinn er. Þú sérð, hvernig negrinn er. Þungur svertingi sat f kjöltu Eriks og beit hann í öxlina. Skozki náunginn stóð hjá honum og kinkaði kolli til hans, með tannlausan munninn galopinn. Sviðið breyttist, og Janet kom skálmandi til móts við hann, fallega vaxin og með brúðarslör. Móðir Eriks hélt f hönd hennar og hvfslaði; Þú sérð, drengur minn, þú sérð, drengur minn. Mary stóð þarna Ifka og hló viðstöðulaust hávær-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.