Alþýðublaðið - 24.08.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 24.08.1920, Blaðsíða 2
2 ^áLfgi°eiO®la, blaðsins er í Alþýðuhúsinu við ingólísstræti og Hverfisgötu. Sími 088. Auglýsingum sé skilað þangað @ða í Gutenberg í síðasta lagi kl. 10. þann dag, sem þær eiga að koma í blaðið. Áf því, sem að framan er skráð, er það eðlilegt þó brunaliðsmenn viti yfir höfuð ekki hvað gera skal, annað en að halda um slöngustút, þegar bruna ber að höndum; þess vegna álpast þeir áfram og gera eitthvað sem þeir gixka á að sé að gagni, og það tekst sfundum óhönduglega, sem eðlilegt er, þegar tekið er tilit til þess, að mikið af liðinu eru ungl- ingar og margir þeirra hafa ekki verksvit, þ. e. a. s. skrifstofu- og búðarþjónar. Alt þetta rökstyður, að nauðsyn sé á æfingum, enda geri eg ráð fyrir, að bæjarstjórn hafi ekki verið að veita bitlinga fyrir pólitískt fylgi, er hún afréð að fastlauna brunastjóra. Fullkomnasta æfingin eru brunar. Það er satt. En ef æf- ingin á að fást við þá eingönðu, verður bærinn fallinn í rústir áður en liðið hefir lært að þekkja köll- un sína til hlítar. Svo má illu venjast, að gott þyki, eins i þessu tilfelli sem öðrum, og ef fyrir- komulag það, sem nú ríkir, væri látið óátalið, þá gæti vel svo farið, að brunastjórar og alt lið þeirra fari að trúa því, að þeir séu við öllu búnir, þar til reynslan sýnir hið gagnstæða. (Frh.) Bólu-Hjálmarsmynd Ríkarðs. Meðal mynda þeirra, er Ríkarð- ur hefir gert, er mynd af Bólu- Hjálmari, sem hann nefnir hug- mynd af honum. Mynd þessi er þannig til orðin, að fyrir nokkrum árum gerði Rík- arður frummyndina eftir lýsingum. Síra Jónas sál. Jónasson frá Hrafna- gili sá myndina og kvað hana að vísu alliíka, en þó kvað hann mega gera hana líkari og sendi listamanninum tvær mannsmyndir ALÞYÐUBLÁÐIÐ og sagði honum, hvað líkt væri J með Hjálmari og þeim; einnig sagði hann, að enni Ibsens miati sig ætíð á Hjálmar. Augun og umgerð þeirra gerði hann aðallega eftir augum dóttursonar Hjálmars, sem sagður er alliíkur honum að því leyti. Einnig studdist hann við sögusögn manna, sem samtíða höfðu verið Hjálmari. Til marks um það, hve mynd þessi er afbragðsvel gerð skal geta þess, að um það leyti er royndin var fullgerð kom aldraður maður inn í vinnustofu listamannsins og sá hana. Spurði hann þegar, hvort þar væri mynd af Bólu-Hjálmari. Kvað hann myndina mjög líka honum; en hann þekti Hjálmar mjög vel og var honum lengi sam- tíða. Bjarni hringjari, sem oft sá Hjáimar, segist mundu hafa þekt myndina, hvar sem væri. Allir þekkja kvæði Bólu Hjálm- ars og þurfa því að sjá þessa á- gætu mynd af honum. í næstu blöðum mun sagt ger frá ýmsum listaverkum Rikarðs. Prestafélagsritið. Tveggja alda dánarminning Jöns biskups Vídalíns. Prestafélagið, sem var stofnað 1918, gefur út ársrit, sem nefnt er „ Prestaf élagsritið ". Kom það íyrst út í fyrra og nú er annað ár ný- útkomið og fæst hjá bóksölum. Er það myndarlegt rit og vandað að öllum frágangi, 168 bls. að stærð. Mikill hluti ritsins er að þessu sinni helgaður minningu Jóns bisk■ ups Vídalíns, því að nú stendur svo á, að 30. þ. m. eru liðin 200 ár frá dauða hans. Er fyrst langt og snjalt erindi um Vídalín eftir Jóa biskup Helgason. Flutti hann það á Synódus í sumar. Þá er ýmislegt um hann eftir Hannes skjalavörð Þorsteinsson. Eru það ummæli ýmsra samtíðarmanna um biskup, um síðustu bréf hans o. fl., sem Hannes fann í Kaupmanna- höfn í utanför sinni næstliðinn vetur. Loks er brot úr líkræðu yfir biskupi, sem Hannes hefir líka fundið hér. Alt er þetta áður ó- prentað og ekki kunnugt fram að 'þessu. Líkræðubrotið er að því leyti merkilegt, að það gefur í stuttu máli yfirlit yfir æfiferil bisk- ups og upplýsir margt, sem menn vissu ekki til fulls, þar á roeðat um dánardag biskups, sem áður lék vafi á og var rangt talinn. Loks eru minningarljóð um Vída- lín eftir Valdimar Briem vígslu- biskup. Framan við er mynd af Jóni Vídalín. Illa þekki eg hug manna, ef svo" fer eigi sem roig grunar, að marg- an fýsi að lesa þetta. Grunar mig ^ð „meistari Jón“ eigi enn þá tals- verðum vinsældum að fagna meðal alþýðu. Og til alþýðu á þetta rit einmitt erindi, þótt það heiti Presta- félagsrit. Það fjallar um málefni kirkju og kristindóms, og ætti því að vera kærkomið hverjum, sem hugsar um þau mál, og það jafnt, hverri stefnu sem þeir fylgja, þvf að ritið er engri sérstakri stefnu háð, og menn af öllum flokkunt leggja þar orð í belg. Af öðru efni má nefna prédik- un eftir Harald prófessor Níelsson, erindi eftir síra Þorstein Briem og annað eftir Sigurð prófessor Sí- vertsen, grein um barnahæli eftir síra Guðm. Einarsson í Ölafsvík og loks tvær greinar eftir leik- menn, frú Þórunni Richardsdóttur á Höfn í Borgarfirði og Arnór kennara Sigurjónsson. Margt er fleira í ritinu, sem rúmið leyfir ekki að telja upp, enda hafa men® meira gagn af að lesa greinarnar en heyra nöfn þeirra. Ingimar Jónsson. Olympinleikamir. Svohljóðandi skeyti höfum vér fengið frá Ben. G. Waage: Atwerpen 23. ágúst. Jón Jónsson hljóp í dag tíu rasta víðavangshlaup; varð 26. aí 50 þáttakendum. Bandaríkjamaður setti heimsmet í stangarstökki, 4,087 m. Vellíðan. Hörmnngar Pýztalands. Sökum þess hve pappír og prent- un er orðin dýr í Þýzkalandi, hefir þýzka vísindafélagið orðið hætta að láta prenta verk sín og skýrslur um gerðir sínar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.