Morgunblaðið - 18.12.1977, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 18.12.1977, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1977 71 Töfrabrögð. ÞEGAR gott tækifæri gefst, getur þú reynt eftirfarandi þraut meðal vina þinna. Ismolar eru settir út f appelsfn t.d. og töframaðurinn spyr áhorfendur hvort þeir geit náð fsmola upp úr glasinu, með hjálp tvinnaspotta, en þeir mega ekki binda spottann utan um molann né heldur nota teskeið. Þegar þeir hafa reynt árangurslaust í nokkurn tfma, geturðu sýnt þeim, hvernig þrautin er unnin: Fyrst er spottin bleyttur og þvf næst er hann iagður yfir molann. Þegar þessu er lokið tekurðu saltstauk- inn og stráir salti báðum megin við spottann. Eftir fáeinar sekúndur frýs spottinn við ísmol- ann — og þú getur tekið fsmolann upp úr glasinu! hverju árinu. Og allt þetta amstur og strit á sjálfri jólaföstunni? Þegar friður og sérstakur blær á að vera. . „Ertu eitthvað lasin, mamma?“ spurði Einar sakleysislega, þegar móðir hans sagði ekkert í svo langan tíma. Hún leit til hans og brosti. Svo lét hún gólftuskuna falla niður í skúringar-fötuna og tók Einar í fangið. Svo ýtti hún fötunni til hliðar með fæt- inum og þrýsti Einari að sér. Hún sagði ekki neitt, en hugsaði þeim mun meira. Og Einar þurfti á þessum faðmlögum að halda. Hann hafði verið af- skiptur í svo langan tíma. Það var svo margt, sem hann langaði til þess að spyrja um, svo margt, sem hann þurfti að vita í sam- bandi við jólin — og svo var enginn, sem gaf sér tíma til þess að vera með honum. Móðir hans þrýsti honum að sér og strauk á honum hárið. Svo sagði hún blíð- lega: „Nú skulum við tala saman svolitla stund í friði og ró. Bara við tvö, ég og þú. Við þurfum á því að halda.“ Og augu Einars ljómuðu af gleði og eftirvæntingu. Kóngur og drottning frá Heiðu, 6 ára Jólin nálgast „Um bjarta nóttu barst um jörð Fyrst blessað jólaljóð, En hersveit engla í heiminn kom Með helgan gleðióð: Nú sátt og friður sé á jörð og sigurð neyð og þröng“ í helgum kyrrþey heimur beið Og hlýddi á englasöng. Nú enn vér sjáum sömu dýrð og sömu englahjörð, Og enn vér heyrum helgan söng, Sem hljómar dimmri jörð, Því hærra gæfu, harmi, neyð, Og hversdags ys og þröng Og hærra öllum heimsins gný Vér heyrum englasöng. 0, þér , sem byrði beygir þung og brennheit fellið tár, Sem gangið áfram grýtta leið, Svo gróa engin sár, 0, sjá, nú Ijómar ljósið bjart og líður englahjörð Á hvítum vængjum himni frá Með helgan frið á jörð.“ E.H. Sears. Bjarni Eyjólfsson. Fyrsta geimferðin FYRSTI geimfarinn, sem flaug kringum jörðina, var sovézki geimfarinn, Júrí Gagarín. Hann flaug kring- um jörðina í apríl 1961, og tók ferðin um 108 mínútur. Lengsta fjarlægð geim- flaugarinnar frá jörðu var um 325 km. Gagrín lézt í bílslysi fyrir fáeinum ár- um. Töfrabrögö *=> Tveir fimmtíu-krónupeningar eru settir á borðdúk þannig að unnt sé að setja glas á hvolf ofan á þá. Þunnur krónupeningur er settur undir glasið og nú hefst þraut- in, sem er f því fólgin að taka krónupeninginn undan glasinu án þess að snerta hann eða glasið. Sjálfsagt mun þetta reynast mörgum erfitt — og góðar þrautir eru alltaf erfiðar!! En galdurinn er í því fólgin, að þú nuddar dúkinn fyrir framan krónupeninginn með nögl vísifingurs í svolítinn tíma. Reyndu þetta sjálfur — og sjá — sennilega fær krónupeningurinn sér gönguferð út úr glasinu! Tappar og aftur tappar Nú er aðeins ein vika til jóla og mörg börn fá nú frf úr skólunum. Einhver verkefni verða menn þð að finna sér til gagns og gamans. Sumir eru vanir að föndra og eiga f litlum vandræðum með að út- vega sér verkefni, aðrir gera það sjaldan og eiga erfiðara með að finna eitthvað, sem þeim finnst skemmtilegt. Hér reynir Ifka sér- lega á samvinnu þeirra, sem eldri eru viðyngri kynslóðina. Kannski heyrist alltof oft, þegar börnin vilja verkefni: Æ, farðu nú frá mér! Reyndu að finna þér eitt- hvað sjálf, greyið mitt! Hér er einföld hugmynd, sem tiltölulega auðvelt er að setja í framkvæmd. Það er hægt að búa til allt mögulegt úr korktöppum. Ef þeir eru mjög skftugir, þá má þvo þá fyrst upp úr sóda-vatni (sjóða). Sumt er hægt að hefta saman, annað líma eða festa það með eldspýtum. Unnt er að bora gegn- um tappana og setja pfpuhreins- ara f gegn og nota þá fyrir hend- ur. Tré, jurtir og blóm er hægt að klippa úr pappfr o.s.frv. Gefist ekki upp. Reynið f rólegheitunum að dunda ykkur til gagns og gleði!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.