Morgunblaðið - 18.12.1977, Page 12
76
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1977
Pórshöfn...Pórshöfn...Pórshöfn
EINS og fram kom í fjölmiðlum fyrir skömmu ríkir
nú atvinnuleysi á Þórshöfn. Hraöfrystistöðin, það
fyrirtæki sem veitir flestum vinnufærum þorps-
búum atvinnu, hefur verið stopp meira og minna í
nóvember og desember þar sem lítill afii hefur
verið hjá bátaflota heimamanna og togari Þórshafn-
arbúa hefur verið frá veiðum vegna bilunar frá
lokum ágústmánaðar. Blm. Morgunblaðsins var ný-
verið á ferð á Þórshöfn og spjallaði þar við forráða-
menn sveitarfélagsins, Hraðfrystistöðvarinnar, tog-
arans, verkalýðsfélagsins svo og var rætt við at-
vinnuieysingja. Fer hluti viðtalanna hér á eftir en
afgangurinn birtist síðar.
„Öll afkoma Þórshafnarbúa byggist
á starfsemi Hraðfrystistöðvarinnar' ’
Síldarverksmidjan sem Þórshafnarbúar vilja selja S.R. til þess að geta greitt viógerð togara síns.
Bjarni Aðalgeirsson
Til að fá upplýsingar um at-
vinnuástandið á Þórshöfn og
hvernig sjórinn, togarinn og hrað-
frystihúsið tvinna saman afkomu
Þórshafnarbúa hitti blm. Mbl. að
máli Bjarna Aðalgeirsson sveitar-
stjóra, en Bjarni er allt í öllu á
Þórshöfn og manna fróðastur um
alla hluti þar, eins og einn Þors-
hafnabúi komst að orði. Báðum
við Bjarna fyrst að segja okkur af
togaranum Font og þeim erfið-
leikum sem við væri að etja f
sambandi við hann þessa stund-
ina.
„Það var 1975 að við fórum að
hyggja að togarakaupum. Þá var
algert bann við innflutningi skipa
og áttum við ekki annarra kosta
völ en að kaupa það skip sem við
sitjum uppi með nú, en það er 300
tonn og byggt í Noregi 1969. Segja
má að við höfum verið óheppnir
með skipið, miðað við útkomu
þess. Nú er um algera rekstar-
stöðvun á togaranum að ræða og
hefur verið frá í lok ágúst, en það
er bagalegt því eðlileg starfsemi
Hraðfrystistöðvarinnar byggist á
togaranum. Samfara ýmsum bil-
unum varð hann fyrir vélarbilun
og var þá ákveðið að láta gera
skipið alveg upp.
Við kaupum togarann nýkom-
inn úr 8 ára klössun. Hiklaust
höfum við orðið fyrir verulegum
vonbrigðum með þá klössun. Nú
hefur vél skipsins verið yfirfarin
alveg frá grunni, öll fiskileitar-
tæki hafa verið yfirfarin svo og
allar lagnir i skipinu og allur ör-
yggisbúnaður. Síðast en ekki sízt
hefur öll fiskmóttaka og aðgerðar-
aðstaða í skipinu verið endur-
bætt, en slæm hönnun hennar í
upphafi hefur háð afköstum veru-
lega. Viðgerð er mjög langt kom-
in, aðeins um tveggja vikna verk
eftir, og telja skipstjóri og vél-
stjórar skipsins það vera í mjög
góðu standi nú.
Þótt ekki sé eftir nema tveggja
vikna verk til að klára viðgerð
togarans þá hefur vinna við það
legið niðri í þrjár vikur og enn
sem komið er er allt á huldu með
hvenær hægt verður að halda við-
gerðinni áfram og ljúka henni.
Viðgerðin er nokkuð dýr og til að
kljúfa hana höfum við mænt á
fiskimjölsverksmiðjuna hérna.
Þessa ístundina standa yfir við-
ræður við forráðamenn Síldar-
verksmiðja ríkisins um kaup á
verksmiðjunni. 1 tilboði okkar
höfum við ekki sett fram neinar
kröfur um endurbætur á Verk-
smiðjunni, en til að hún geti tekið
á móti loðnu og sild verða að fara
fram nokkrar endurbætur og við-
gerðir á henni. Það er eingöngu
ósk okkar að selja SR verksmiðj-
una, með því móti getum við
greitt viðgerðina á togaranum.
Varðandi viðgerðina höfum við
leitað til opinberra aðila í höfuð-
borginni. Okkar málaleitan hefur
verið vel tekið, en hins vegar er
ekkert sýnilegt ennþá í þeim efn-
um. Byggðasjóður setti að vísu
upphæð i viðgerðina fyrir
nokkru, en hún nægði hvergi."
Aðspurður um hversu mikið
yfirstandandi viðgerðir og endur-
bætur á togara þeirra Þórshafnar-
manna mundi kosta kvaðst Bjarni
ekki vilja opna neinar tölur, það
gæti orðið til að hleypa af stað
óæskilegii umtali og skapað aftur-
kipp f málaleitan forráðamanna
Þórshafnar syðra. Þó sagði Bjarni
að töluverða fjárhæð vantaði á til
að greiða viðgerðina. Fróðir menn
á Þórshöfn gáfu blm. þó upp að
liklega mundi kostnaðurinn vera
á bilinu 30—33 milljónir og hefði
aðstoð byggðasjóðs numið 7 millj-
ónum króna. Sömu aðilar töldu að
segja mætti í dag að sá tilstyrkur
hefði betur aldrei komið, hann
hefði skapað mikla bjartsýni í
fyrstu, en nú virtist allt útlit mjög
dökkt um frekari tilstyrk og skiln-
ingur opinberra aðila á brýnni
nauðsyn togarans takmarkaður.
Bjarni Aðalgeirsson sagði i við-
talinu við Mbl. að nú væri á Þórs-
höfn tímabundið atvinnuleysi,
miðað við það að togarinn kæmist
í gagnið um og upp úr áramótun-
um. Sagði hann ástandið hafa ver-
ið slæmt i nóvember og desember
og forráðamenn staðarins og fyr-
irtækja kepptust um að reyna að
tryggja afkomu þeirra atvinnu-
fyrirtækja sem fyrir væru á Þórs-
höfn, Aðspurður um hvort ekki
mundi skipta miklu ef loðna væri
unnin i verksmiðjunni sagði
Bjarni: „Loðnuverksmiðja skipti
miklu fyrir staðinn. Við höfum
sjálfir sótt um fjármagn til að
setja verksmiðjuna í stand fyrir
loðnubræðslu, en þeirri beiðni
okkar var hafnað. Það er von okk-
ar að verksmiðjan verði standsett
fyrir loðnubræðslu kaupi SR
hana af okkur, en eins og ég sagði
áðan setjum við ekki fram neinar
kröfur um endurbætur í tilboði
okkar til SR, okkur er það eitt
brýnast að tryggja fjármagn til að
greiða viðgerð togarans.“
Bjarni Aðalgeirsson sagði að
Hraðfrystistöð Þórshafnar hefði
verið stofnuð árið 1969. Er hún
eign einkaaðila á staðnum svo og
sveitarfélagsins sem er lang-
stærsti hluthafinn. Árið 1976 var
nýtt og fullkomið frystihús tekið i
notkun, en það var einmitt með
tilliti til þess að núverandi togari
var keyptur, heimamenn treystu
sér ekki til að biða eftir að geta
keypt annað skip og þannig látið
frystihúsið standa óhreyft, en í
því var bundið mjög mikið fjár-
magn.
Það var 1973 að Hraðfrystistöð-
in keypti síldarverksmiðjuna af
Rikisábyrgðarsjóði, en húsið var
byggt á árunum 1965—’67, þ.e. í
lok sildaráranna“,en hefur aldrei
malað annað en bein frá fiskverk-
uninni á Þórshöfn. Nú hefur
verksmiðja þessi verið boðin Síld-
arverksmiðju ríkisins til sölu, og
peningana á að nota til að greiða
viðgerð togarans, eins og áður
kemur fram.
Þáttaka sveitarfélagsins í at-
vinnurekstri.
Togari Þórshafnarbúa, Fontur,
Framhald á bls. 94
„Spurning um
líf eða dauða að fá
togarann í lag”
„N ei. ástandið í atvinnumálunum
hér er alls ekki gott og sem stendur
virðist útlitið ekki nógu björgulegt,"
sagði Þórir Björgvinsson formaður
Verkalýðsfélags Þórshafnar er við lit-
um við hjá honum á ferð okkar um
Þórshöfn.
Þórir sagði að i verkalýðsfélaginu
væru um 200 manns, þ.e. næstum
allt vinnandi fólk á staðnum, þ.á m.
húsmæður. Þórir sagði að forystu
verkalýðsfélagsins og þá sérstaklega
eldra fólki litist nokkuð skuggalega á
það atvinnuleysi sem nú rikir á Þórs-
höfn. og væru menn á báðum áttum
um hver framþróunin yrði. „Það er
okkur spurning um lif eða dauða að
fá togarann i lag. Hann hefur átt
erfitt uppdrattar vegna bilana og
stöðugra óhappa. En nú er vist verið
að klassa hann upp. þótt þau mál
séu nú i hálfgerðri sjálfheldu. Komi
hann út úr þessum viðgerðum sem
til stendur þá ætti hann að geta
borið björg i bú jafnt og þétt sagði
Þórir.
Þórir sagði að ástand atvinnumála
Þórir Björgvinsson.
hefði verið slæmt á Þórshöfn i fyrra
vetur. „Togarinn og bátarnir öfluðu
dintótt og þvi varla atvinna nema
einn og einn dag um tima," sagði
Þórir. Hann sagði og að fiskiri hefði
verið nokkuð gott i sumar og atvinna
þá ágæt. „Togarinn bilaði svo i lok
ágúst og hefur hann ekki komið með
neinn fisk siðan. Framan af haustinu
héldu bátarnir þó uppi ágætri at-
vinnu en i október og nóvember var
sama og enga atvinnu að hafa fyrir
flesta þorpsbúa," bætti Þórir við.
Þórir sagði ennfremur að bátar hefðu
varla hreyft sig i desember og yrði
vart nokkur hreyfing á þeim fyrr en
seint upp úr áramótunum.
Aðspurður hvað hann teldi til bóta
atvinnuástandi Þórshafnar sagði
Þórir, að númer eitt væri að fá togar
ann i lag. „Það hefur oft viljað vera
hér nokkurt timabundið atvinnu-
leysi, en ef togarinn er i góðu lagi þá
á hann að geta bjargað sliku," sagði