Morgunblaðið - 18.12.1977, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1977
77
. .Pórshöfn
Togari Þórshafn-
arbúa sex mán-
uði fr á veiðum í
ár vegna bilana
Jóhann A. Jónsson
„ÞAÐ er hálfdapurlegt að hafa
hér frystihús eins og þau gerast
bezt, en sitja svo uppi með, senni-
lega, lélegasta togarann í flotan-
um. Togari er húsinu mikilvægur,
raunar forsenda þess að það geti
gengið eðlilega,“ sagði Jóhann A.
Jónsson skrifstofustjóri Hrað-
frystistöðvarinnar á Þórshöfn og
aðstoðarframkvæmdastjóri húss-
ins og togara útgerðarfélagsins,
er Mbl. hafði tai af honum á Þórs-
höfn nýverið.
Jóhann sagði okkur að afli báta-
flotans sem fyrir er á Þórshöfn
hefði að verulegu leyti brugðizt
siðustu tvö árin. Vantar í ár um
þúsund tonn upp á að meðaltal
áranna ’73 — ’74 — ’75 náist og
var svo einnig f fyrra. „Togarinn
hefur í ár borið á land 1485 tonn,
og bátarnir 1422 í lok nóvember,
en til að eðlileg atvinna sé í frysti-
húsinu þarf það að fá um 4—5
þúsund tonn á ári,“ sagði Jóhann.
Jóhann bætti við að með sæmileg-
um bátaflota ættu að nást um 2
þúsund tonn af fiski og til að
húsið nýttist vel þyrfti togarinn
því að afla um 3 þúsund tonn á
ári. „Húsið vantar í ár a.m.k. 1
þúsund tonn til að afkoma geti
talizt þokkaleg, en þó mundi það
vart nægja til að endar nái
saman," sagði Jóhann ennfremur.
Sex mánuðir f
bilanir á árinu
Jóhann A. Jónsson tjáði Mbl. að
togarinn hefði átt við tíðar bilanir
að striða frá þvf hann kom til
Þórshafnar í ágústmánuði 1976.
Hann sagði; „Hann gekk þokka-
lega fram í nóvember í fyrra. Þá
komst sjór i lest hans og var skip-
ið frá veiðum allan desember.
Hann er vart kominn á stað aftur
um áramótin, því í febrúar varð
önnur bilun í togaranum og var
hann stopp út mánuðinn, veiddi
aðeins 56 tonn í febrúar. I maí
verður enn eitt óhappið og þegar
togarinn bilar svo í lok ágúst hef-
ur hann verið frá veiðum f um tvo
mánuði það sem af var ári. Vart
hefur hann því verið við veiðar i
nema sex mánuði á árinu, hinn
tfminn fer í bilanir og viðgerðir.”
Fram kom hjá Jóhanni að togar-
inn er ekki útbúinn fyrir veiðar
með flottroll en slíkt veiðarfæri
sagði hann hafa skipt sköpum
fyrir mörg skip.
Jóhann sagði að tiltölulega lftið
hefði verið unnið i frystihúsinu
frá lokum ágústmánaðar. Sagði
hann að i húsinu sjálfu störfuðu
upp undir 100 manns þegar það
væri i fullum gangi.
„Það þyrfti að stjórna fiskveið-
um okkar og fiskvinnslu betur,”
sagði Jóhann. „Meðan sumir
staðir eru að kafna i fiski þá er
ekkert unnið i dýrum húsum f
næstu byggðum. Mætti dreifa
lönduninni svolitið svo aflinn
væri unninn meira i dagvinnu.
Þetta er ekki gert og er fólk út-
piskað myrkranna á milli i sum-
um sjávarplássum meðan vinnslu-
stöðvar í öðrum standa auðar”.
Vinnsluborðin stóðu auð og yfirgefin þennan dag sem margra aðra i
haust og vetur.
hann. Þórir sagði það sína skoðun að
hafa þyrfti fjölbreyttari samsetningu
atvinnutækifæra í sjávarplóssum
sem Þórshöfn. „Hér hafa mjög fáir
framfæri af öðru en fiskveiðum og
fiskvinnslu og þvi er ekki nema eðli-
legt að allt atvinnulif sé hér lamað
þegar fiskur berst ekki i land," sagði
Þórir. Þórir Björgvinsson bætti þvi
hér við að ráðamenn staðarins væru
að hans mati afskaplega daufir fyrir
öllu öðru en útgerðarmálum og væri
það slæmt þvi ákaflega oft væri við
lélegt atvinnuástand að glima á
Þórshöfn.
ÓNÝTUR TOGARI
Þórir Björgvinsson sagði i spjallinu
við Morgunblaðið að Þórshafnarbuar
væru ákaflega vonsviknir með þann
árangur sem orðið hefur af togaran-
um Fonti. „Hann hefur verið okkur
nokkuð dýr þessi bátur. Hann kom
hingað i byrjun ágústmánaðar 1976
og hefur verið sibilaður frá þvi. Það
var bráðónýtt skip sem keypt var,
held ég megi segja. miðað við þá
reynslu sem orðið hefur af honum.
Togarinn var mjög illa farinn þegar
hann var keyptur hingað, búinn að
sökkva. öll tæki meira og minna
ónýt. vélin í lamasessi. o.s.frv. Bæði
er að við höfum ekki haft vit á þvi
hvað við vorum að kaupa og einnig
má segja að inn á okkur hefur verið
platað bráðónýtu skipi. Ég tel sökina
ekki liggja hjá forráðamönnum hér.
heldur hjá stjórnvöldum landsins, þvi
á sama tima og við vorum studdir af
hinu opinbera til að kaupa þetta 8
ára gamla og illa útbúna skip á
tæpar 400 milljónir þá stóð okkur til
boða örlitið stærri 2ja ára togari á
240 milljónir í Noregi. Stjómvöld
neituðu okkur um að eignast það
skip. buðust i staðinn til að hjálpa
okkur með að eignast það skip sem
Framhald á bls. 94
.. .þess vegna berst enginn fiskur á land á Þórs-
höfn og fer því engin flökun fram í frystihúsi
staóarins, sem er nýtt og fullkomið...
ÞAÐ VAR stöðugur straumur í
atvinnuleysisskráninguna hjá
Sigurði Jakobssyni á Þórshöfn
þá dagparta sem tíðindamaður
Mbi. staldraði við á Þórshöfn
nýverið. Sigurður sagði okkur
að frystihúsfólkið væri uppi-
staðan ( skráningunni og að
jafnaði hefðu 60 manns á dag
skráð sig síðustu dagana. Hjá
Sigurði fengum við þær upplýs-
ingar að skráðir atvinnuleysis-
dagar i nóvember hefðu verið
Sigurður Jakobsson
Æmmmmf
£?* —
.. .þar af leiðandi berst enginn fiskur inn á hreinsi-1
borðin né pökkunarborðin og f jöldi Þórshafnarbúa |
þvf atvinnulaus.
822 talsins, 338 hjá körlum og
484 hjá konum. Daginn áður en
við stöldruðum við hjá Sigurði
skráðu 57 manns sig atvinnu-
lausa, og sagði Sigurður að at-
vinnuieysisdagar í desemher
yrðu að lfkindum öllu fleiri en
þeir voru í nóvember. Loks
sagði Sigurður að talsvert væri
af fólki á Þórshöfn sem stund-
aði engin störf um þessar
mundir án þess þó að það léti
skrá sig til atvinnuleysisbóta.
Sextíu manns eru
nú atvinnulausir
«... , *
Kemur verr við konurnar
Bodil Petersen, Kristín
Þorsteinsdóttir og Oddný
Matthíasdóttir (frá v. til
h.) ásamt nokkrum barna
sinna.
SIGURÐUR í atvinnuleysis-
skráningunni á Þórshöfn fékk
ekki mörg tækifæri til að
kveikja í pfpunni sinni, því
vart var eitt hollið farið út úr
dyrunum hjá honum er hið
næsta kom inn. f einu slfku
voru þær Oddný Matthíasdótt-
ir, Kristfn Þorsteinsdóttir og
Bodil Petersen.
„Atvinnuleysið leggst frekar
illa f okkur,“ sögðu þær. „Við
finnum þó næg verkefni í stað-
inn á heimilum okkar, en öllu
betra væri að geta lagt eitthvað
að mörkum við verðmætafram-
leiðslu f stað þess að þurfa að
þiggja atvinnuleysisbætur.“
Þær stöllur söðgu atvinnu-
leysið á Þórshöfn koma öllu
verr niður á kvenfólki, það
hefði Iftið svigrúm til að fara
til annarra staða í atvinnuleit
þar sem konurnar væru flestar
húsmæður. „Við verðum að
vonast til að togarinn komist
sem fyrst í lag og að hann byrji
að koma með fisk strax um ára-
mótin, bátarnir geta engan veg-
inn séð öllu fólkinu fyrir nægri
atvinnu,” bættu þær við.
1 spjallinu kom fram að at-
vinnuástandið á Þórshöfn er
viðmælendum vorum til ama,
Oddný hefur fyrir þremur
börnum að sjá, Bodil fyrir
tveimur og Kristfn fyrir þrem-
ur.
Allir eru
frekar
daufir
„ÞaS er búi8 að vera frekar litið
a8 gera hjá okkur i vetur," sögSu
þær Helga Haraldsdóttir, Stein-
unn Björnsdóttir og Jónina Gu8-
jónsdóttir á Þórshöfn er viS röbb-
uSum vi8 þær um atvinnuástandiS
á staSnum þegar þær komu frá þvi
a8 skrá sig atvinnulausar á skrif-
stofu hreppsins.
Helga hafSi orð fyrir þeim stöll-
um í rabbinu. „Það var sæmileg
atvinna hjá okkur út október. en
er bátarnir hættu að stunda sjóinn
þvarr vinnan. Það eru allir frekar
Helga Haraldsdóttir (t.v ), Steinunn Björnsdóttir og Jónina Guðjónsdóttir
daufir yfir ástandinu hérna. Menn
byggja vonir sinar á togaranum,
vona að hann komi sem fyrst úr
viðgerð og málin komist i betra
lag," sagði Helga.
Helga tjáði okkur að hún hefði
fyrir sex manna fjölskyldu a8 sjá.
Kvað hún það erfitt hlutskipti að
vera atvinnulaus fyrirvinna. en
menn reyndu þó að dunda sér
eitthvað heima við til að stytta
stundir og koma í veg fyrir leiða.