Morgunblaðið - 18.12.1977, Síða 19

Morgunblaðið - 18.12.1977, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1977 83 Hann hefur næmara auga fyrir því spaugilega i lífinu i kring um hann, en flestir aðrir og kann mikinn fjölda sagna af því skemmtilega, sem fyrir hann og samborgarana hefur borið. Það er þvi ekki undarlegt, þótt aðrir lað- ist að slíkum manni. Á undangengnum árum hefur undirritaður oft notið ánægju af þessum ríku eðliskostum i fari Ágústar og oftast á heimili hans sjálfs. Fyrir það og öll önnur sam- skipti á liðnum árum eru honum, konu hans og fjölskyldu færðar þakkir og afmælisóskir frá mér og minu fóiki. Jón Þorgilsson. í dag, 18. desember, er hann Ágúst Kristjánsson áttræður, hann Gústi frá Snotru eins og okkur kunningjunum er támast að kalla hann okkar á milli. Á þessum merku tímamótum í lífi hans og þeirra hjóna langar mig að senda þeim kveðju og þakka fyrir gott nágrenm og kunning- skap á liðnum árum. Það er ef til vill ofætlun að fara að rifja upp og reyna þannig að gefa öðrum hlutdeild i liðnum at- burðum, þó get ég ekki stillt mig um að láta hugann reika aftur í tímann. Við vorum nokkrir „Geysis" fé- lagar búnir að vasast daglangt á kappreiðavellinum á Rangar- bökkum við undirbúningsstörf fyrir hestamót, sem átti að verða þar daginn eftir. Það var hlýtt og bjart sumarkvöld, þegar við höfð- um lokið störfum og fórum að fylgjast með flokkum hesta- manna, sem nálguðust mótsstað- inn. Okkur varð starsýnt á hóp manna með lausa hesta, sem komu á léttu tölti austan sandinn. Þegar upp á bakkann kom, tók einn knapinn sig út úr hópnum og renndi fram til okkar á brunandi skeiði, þetta var Gústi á Snotru, hress og kempulegur maður, á rauðum tvistjörnóttum hesti, sem Framhald á bls. 9 t Ágúst Kristjánsson Hellu — Áttræður verður það ekki á honum séð. Mestan hlut að þvi, á vafalaust hin létta lund hans, en hann er með afbrigðum lífsglaður maður. Þegar maður mætir Ágústi er við- mót hans ákaflega hlýtt og hýrt. Einn þeirra mætu manna, sem um langan aldur hafa verið í hópi bænda i Rangárþingi, er áttræður í dag. Agúst Kristjánsson er fæddur í Hallgeirsey í Austur-Landeyjum, 18. des. 1897. Foreldrar hans voru hjónin Kristján Jónsson frá Fljótsdal í Fljótshlíð og Bóel Er- lendsdóttir frá Hlíðarenda. Þau voru þá í húsmennsku í Hallgeirs- ey en bjuggu siðar í Auraseli í Fljótshliðarhreppi i rösklega þrjá áratugi. Þegar Ágúst fæddist tók ljós- móðirin, sem var Vigdis Berg- steinsdóttir, móðir Bjarna skóla- stjóra á Laugarvatni, hann heim með sér. Hjá henni var Agúst svo, fyrst í Búðarhólshjáleigud Aust- ur-Landeyjum og siðan í Skálm- holtshrauni í Flóa og Ólafsvöllum á Skeiðum. Þegar Agúst var níu ára flutti hann til foreldra sinna að Auraseli. Hann átti síðan heim- ili hjá þeim, þar til hann fór sjálfur að búa. Ekki var skólaganga Ágústar löng, frekar en flestra jafnaldra hans. Hann varð að láta sér nægja farskóla í þrjá mánuði. Var sá skóli á tveimur bæjum í Fljóts- hlíð, Kollabæ og Sámsstöðum. Eins og nær allir ungir menii hér um slóðir á þessum tíma, fór Ágúst til sjós. Fimmtán ára gam- all fór hann fyrst á vetrarvertið í Vestmannaeyjum. Þar var hann 22 vertíðir samfellt. Eiginkona Ágústar er Guðbjörg Guðjónsdóttir frá Hamragörðum. Guðbjörg er fædd 6. okt. 1898. Voru foreldrar hennar Guðjón Bárðarson frá Kollabæ og Sigrið- ur Erlendsdóttir frá Hlíðarenda. Þau bjuggu yfir 30 ár i Hamra- görðum undir Eyjafjöllum. Arió 1932 hófu þau Agúst og Guðbjörg búskap á Ljótarstöðum í Austur-Landeyjum og bjuggu þar í þrjú ár, en fluttu þá að Auraseli og bjuggu þar í þrettán ár, eða til ársins 1948. Þá fluttu þau öðru sinni í Austur- Landeyjar og nú að Snotru og bjuggu þar i 16 ár, en fluttu að Hellu árið 1964 og hafa átt þar heima síðan. Þau eignuðust fjögur börn: Sig- ríóur er búsett í Reykjavík, en hin eru búandi í Austur-Landeyjum, Eyvindur á Skíðbakka, Kristján í Hólmum og Bóel á Svanavatni. Agúst hefur ekki gengið heill til skógar. Hann fékk spönsku veikina árið 1918 og hefur átt við meiri og minni veikindi að stríða síðan. Hann verður heldur ekki talinn í hópi stærstu bænda, hafði lengst af meðalbú, snoturt og af- urðasælt, en hann bætti til muna allar þær jarðir, sem hann bjó á. Þegar Ágúst hóf búskap í Snotru var að hefjast í Landeyjum sú mikla bylting í ræktun lands og þurrkun sem þar varð á næstu árum og tók Ágúst fullan þátt í því starfi. Aurasel var að sumu leyti erfið búskaparjörð. Þegar mjólkursala hófst þaðan varð að flytja mjólkina 7 km í veg fyrir mjólkurbil. Þar til hlaðið var fyr- ir Þverá og Markarfljót var jörðin umkringd vötnum á þrjá vegu. Mikill tími fór til þess í Aura- seli að fylgja ferðamönnum yfir þessi vötn, sérstaklega yfir Þverá, upp í Fljótshlið. Þessar ferðir í tíð Agústar, munu flestar hafa orðið tólf sama daginn. Einnig var Agúst oft fylgdarmaður ferða- manna í Þórsmörk. Segir sig sjálft að allar þessar ferðir og flutning- ar og sá gestagangur, sem þeim fylgdi, hafa ekki orðið til búdrýg- inda. I þessum ferðum kom sér vel að eiga góða og trausta hestaf enda er hestamennska einn ríkasti þátturinn í fari Ágústar. Hann hefur marga gæðinga átt og haft mikla ánægju af hestum sínum, en kröfu gerir hann til þess að þeir geti sprett úr spori, ef svo ber undir, enda er sá háttur góðra hestamanna. Þegar Ágúst er kom- inn á bak góðum hesti í glöðum hópi ferðafélaga, nýtur hann sín vel, en betur kann hann við að vera frekar framar en aftar í hópnum. Höfundur þessara orða hefur nokkrum sinnum átt þess kost að verða Agústi samferða undir þessum kringumstæðum m.a. i Þórsmörk og eru þær ferðir minnisstæðar. Á heinili Agústar og Guðbjarg- ar er gott að koma, enda hafa margir lagt þangað leið sina fram á þennan dag. Þar ríkir mikil gestrisni og komumenn finna fljótt að þeir eru aufúsugestir. Þau hafa líka alltaf kunnað betur við að vera veitandi en þiggjandi og munu margir telja til skuldar við þau í því efni, enda er sá eiginleiki þeirra að gera hærri kröfur til sjálfra sin en annarra. Þótt ævi Ágústar til þessa hafi ekki verið samfelld sigurganga vegna veikinda hans og annarra erfiðleika, sem á vegi hafa orðið, MARANTZ 6300E er eins og plötuspilarar gerast nú allra bestir. Hann er beindrifinn (direct-drive) og fyrsti plötuspilarinn sem slíkur, er stöðvar sjálfkrafa (photo- sellu-auga). 6300E er, auð- vitað, með armi af fullkomn- ustu geið, andskautsbúnaði og fín stillingu hraða. Við bjóðum fjórar tegundir MARANTZ plötuspilara, og er verð þelrra frá kr. 56.400. Einn þeirrahentarörugglega þér. ■ -■ - tonirol ilirctl Jriv«/aulo thul off MARANTZ FYRIR ATVINNUTÓNLISTARMENN OG LÍKA OKKUR HIN Leiðandi fynrtæki 2S£S[ a sviöi sjónvarps Vjfij/ ótvarps og hljómtækja mesco VERZLUN OG SKRIFSTOFA:

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.