Morgunblaðið - 18.12.1977, Side 28

Morgunblaðið - 18.12.1977, Side 28
92 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1977 VlEÍ> t Vca I KAFr/NÖ 5 '"V, S— Hvernig á aö skrifa, pappírinn er varasamur? Heppilegt að þær fund- ust, því yfirkokkurinn er búinn að leita þeirra í margar klukkustundir. BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson ,,Þú mátt fá slaginn", sagði suð- ur við varnarspilarann þegar hann svínaði í spilinu hér að neð- an. Hann hafði athugað vel sinn gang og séð, að aukamöguleikinn kostaói lítið en gat tryggt vinning. Norður gaf, austur og vestur voru á hættu. Norður S. ÁK1053 H. K764 T. 5 L. 953 Vestur S. G9862 H. 3 T. DG108 L. K72 Austur S. 7 H.G82 T. T96432 L. Gi08 Suður S. D4 H. ÁD1095 Ég lofaði að vera undir klukkunni klukkan þrjú — og það er hún ekki orðin enn! Töfrabrögo „Hinn 13. des. s.l. skrifar Reyk- vísk húsmóðir Velvakanda og lýs- ir því yfir að hún sé nú orðin slíkur snillingur í sparnaði að hún geti gefið öðrum gott for- dæmi. Snilld hennar lýsir sér í sparnaði landbúnaðarafurða og geti hún nú boðið fólki sinu bæði betri og ódýrarí mat með því að hætta að nota þær. „Sælir eru einfaldir," stendur skrifað. Ég sé ekki betur, en það séu heldur en ekki hálkublettir í sparnaði henn- ar og hún hafi runnið á rassinn í sparnaðarhálkunni. Hún hættir að nora rjóma útí kaffið (erlend landbúnaðarvara). 1 eftirmat notar hún mjólk og egg (isl landbúnaðarafurðir) eða bara ávexti, nýja eða níðursoðna (erl. landbúnaðarafurðir.) Nú hættir hún öllu mjólkur- þambi en snýr sér að hvítölinu. Ég er ansi hrædd um að hvítöl yrði ekki bruggað ef engin væri nú landbúnaður. Ætli þessi spar- sama kona hefði nú ekki rekið upp stór augu ef hún fyrir nokkr- um árum þegar hún væntanlega hefur verið að ala upp sín börn, hefði verið boðið upp á smjörliki sem viðbit og hvitöl til drykkjar. Ætli hún hefði þá ekki óttazt um heilsu barna sinna. En hún á engin önnur úrræði til en spara mjólkina, pressa sítrón- ur og appelsínur, sem eru erlend- ar landbúnaðarafurðir, og bæta við sykri sem einnig er landbún- aðarafurð. Svo er það hryggurinn og lærið, sem er búið að vera á borðum hjá þessari konu í 40 ár, þ.e. svona um það bil 2000 sinn- um. Ja, það var nú mál til að breyta til. Konan fór og keypti hænur, landbúnaðarvara) i haust og hefur nú væntanlega hafið át á þeim næstu 40 árin eða svo. Kannski hefur hún keypt hænur úr heilu hænsnabúi sem einhver bóndinn hefur orðið að leggja nið- ur vegna undirboðs á eggjaverði í fyrra og fyrr á þessu ári. Konan hvetur fólk til að spara og hætta að neyta landbúnaðarafurða t.d. mjólkur, en ég man lætin þegar allt varð mjólkurlaust í verkfall- inu. Þá taldi fólk ekki eftir sér að bæta bensínverðinu við mjólkur- verðið og ók út um sveitir í leit að mjólk. Það komu hingað í hlaðið svona 5—23 bílar á dag og hver með sitt ílát og allir vildu fá mjólk, hvað sem hún kostaði. Eins er þetta með eggin núna, fólk keyrir út um allar sveitir í eggja- leit. Þegar nú konan hefur uppétið allar sínar hænur, þá langar mig að benda henni á nautakjöt, svínakjöt og hrossakjöt, svona til tilbreytingar og mér væri mikil ánægja með því að gefa henní brodd svona í einn eða tvo sunnu- dagseftirmata. Hún gæti soðið úr honum indælis ábrystir. Þó okkar landbúnaður geti ekki verið mjög fjölbreyttur vegna legu landsins þá ætti fólk að líta i kringum sig næst þegar það fer inn í matvöru- verzlun, næstum allt sem er á boðstólum eru landbúnaðarafurð- ir, íslenzkar og erlendar, og bænd- ur hafa sumir einnig fiskrækt. Nú veit ég ekki hvort konan gerir eða hvaða kaup hún hefur en ég held að hún hefði ekki unað því að fá ekki nema tæplega 65% af þeim taxta sem henni bæri, en við þetta verða bændur að sætta sig. Og að endingu ef hún hefði nú efni á að gefa bónda sínum (orð úr landbúnaði) koníaksstaup T. A7 L. ÁD64 Án þess að austur og vestur tækju þátt í sögnum varð suður sagnhafi í sex hjörtum. Og útspil- ið var tíguldrottning. Þegar sagn- hafi leit á spil blinds virtist spilið vera einfalt. Lægi bæði trompið og spaðaliturinn vel vírtust þrettán slagir upplagðir. En spil- arinn var varkár og um fram allt vandvirkur. Tíguldrottninguna tók hann með ás. Síðan tók hann á trompás- inn og þegar báðir fylgdu tók hann tvisvar tromp til viðbótar. Þá spilaði hann spöðunum. Tók á drottninguna og spilaði fjarkan- um. Þegar vestur fylgdi bað hann hiklaust um tíuna úr borðí. Aust- ur lét tígui en vestur leit upp hissa. En reyndar var ekkert sér- stakt við þetta. Fyndi austur spaðagosann á hendi sinni gerði það ekkert til. Það þýddi, að þrír spaðaslagir biðu í borði en í þá ætlaði suður að láta lauf af hend- inni. Og innkoman var tígul- trompun. En eins og spilið var fékk suður fjóra slagi á spaða og hann gat án nokkurrar hættu reynt að fá þrettánda slaginn með því að svína laufdrottningu. Allir möguleikar nýttir og snyrtilega unnið spil. HÚS MALVERKANNA Framhaldssaga eftir ELSE FISCHER Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi 26 reyndi að safna saman pening- unum og koma þeim i töskuna. — ÍVlorð eða bankarán? Morten var kominn aftur til hennar. Hann lagðist nú á hnén og aðstoðaði hana við að ná síðustu seðlunum upp. — Bankarán, auðvitað. Hún hió. — Við erum stödd 1 banka, svo að auðvitað er það hanka- rán. Þeir hafa bara ekki uppgötv- að það enn. — Nú, mig minnir að þú segðir að þú ættir ekki túskild- ing með gati... en það var svei mér gott að ekki vantaði seðla. — En sniðugt. Ofsasniðugt. Susie leit á þau til skiptis. — Alveg ofboðslega sniðugt verð ég að seogja. — Já, það er gott að fá pen- inga, einmitt þegar mann vant- ar þá. Orð Emmu Dahlgren hljóm- uðu eins og spurning. Aleitin spurning sem hún vissi varla sjálf að hún hafði borið fram. — Já,.. þetta var sannar- lega óvænt... ég átti enga pen- inga í gær. þegar ég var að tala um ferðalagið ... en nú á ég sem sagt nóg af þeim. Hún þagnaði. Af hverju skyldi hún vera að gefa skýr- ingu. Og hvers vegna hljómaði allt sem hún sagði svo átakan- lega kjánalega og eins og þau ættu einhverja heimtingu á skýringu. — Eg ætlaði að opna banka- reikning, sagði hún eins virðu- lega og henni var unnt, sneri sér að afgreiðsluborðinu og fór að telja peningana. 12. kafli Emma Dahlgren kastaði hugsandi frá sér brúnum pappírspoka. Emma var verulega áhyggju- . í«l* ■ Það var eitthvað hér sem var ekki eins og það átti að vera... það var eitthvað miklu alvar- legra að en henni hafði dottið í hug, þegar hún fór frá Kaup- mannahöfn. Vist hafði hún haldið að erf- iðleikar Dorrit stæðu i ein- hverju sambandi við það að hún ætti i basli í hjónahandinu. Eitthvað sem hefði gerzt á milli þeirra tveggja sem m.vndi síðan komast fyrirhafnarlitið í lag. Eitthvað i þá veru að „maður- inn minn skilur mig ekki“ eða „konan min skilur mig ekki“. Emma braut nýja hnetu og tíndi vandlega himnuna af. Dorrit ogCarl. Það lék ekki minnsti vafi á því að þau voru hrifin hvort af öðru og það gat heldur ekki leikið á tveimur tungum að ein- hverjar vmlalegar áhyggjur þrúguðu þau. Hún hafði veitt Carli athygli þegar hann hélt að engínn fylgdist með honum og hún sá að hann var mjög órólegur á taugum. Það var eitthvað óend- anlega skrítið við allt scm hann sagði og eins og hann væri á varðbergi við hverju sem sagt var. 1 hvert skipti sem Emma hafði reynt að vera ein með Dorrit hafði hann skotið upp kollinum. Þegar Dorrit var frammi í eldhúsinu og Emma gekk fram til hennar leið ekki á löngu unz Carl var þar kominn líka. A yfirhorðinu hara af tilvilj- un og alltaf var hann notalegur. Settist á eldhúsborðið og skraf- aði. En sllkar samræður urðu óhjákvæínilega þvingaðar. Eins og hann vissi innst inni að Emma vissi að hann hefði að- eins komið til að varna því að hún yrði ein með Dorrit. Dorrit sem hafði alltaf verið sú manngerð að hún gat ekki þagað yfir því sem hún var að hugsa um. Dorrit sem gat ekki átt sfna gleði eða sína sorg nema með öðrum. Emma leit sem snöggvast upp frá hentunum sínum. Carl og Dorrit. Það var eins og Dorrit væri alltaf að reyna að koma þöglum skilahoðum tíl Carls. Eitthvað sem mátti ekki segja upphátt hér og nú.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.