Morgunblaðið - 18.12.1977, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1977
93
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
0100 KL.10 — 11
FRÁ MÁNUDEGI
flf - UJJ 'U 11
og vindil eftir sunnudagshænuna
þá er þetta hvorttveggja erlendar
landbúnaðarafurðir.
Hrefna Ólafsdóttir,
Bitrn, Hraunghr., Arn.“
Hér hefur verið drepið á margt
um landbúnaðarafurðir erlendar
og innlendar og hlýtur það að
teljast ánægjulegt að bændur og
bændakonur skuli svara fyrir sig
þegar að þeirra mati hallað er á
þau. Bændafundir að undanförnu
hafa vakið umræðu um landbún-
aðarmálin og stöðu bænda og hafa
bændasamtökin þar svarað ýmsu
er þau télja að sér vegið með og
má e.t.v. segja að máltækið eng-
inn veit hvað átt hefur fyrr en
misst hefur geti átt við í þessu
sambandi, eins látið er að liggja í
bréfinu.
% Innflutt leikföng
drasl?
„Öháði Velvakandi.
Það er nú orðið æði langt síðan
ég hefi ónáðað þig, en ég-get nú
ekki lengur setið, gengið og séð og
heyrt án þess að ræða um eina
mestu ósvífni sem stunduð er fyr-
ir allra augum og eyrum. Og það
er hið óheyrilega verðlag á inn-
fluttu drasli, sem nefnt er barna-
leikföng. Ég hefi farið búð úr búð
síðast liðin 12 ár og verzlað leik-
föng fyrir tugi þúsunda. Og oft
hefi ég farið eftir lognum auglýs-
ingum viðkomandi leikfanga-
verzlunar um gæði sinnar vöru:
Ég hefi rekið mig á slíkt misræmi
og ógeð af hálfu þeirra manna,
sem rek^ leikfangaverzlanir, að
furðu mína hefur vakið.
Okur og vörusvik eru með þeim
endemum að ég veit fátt verra.
Leikföng, sem eru innflutt og
kosta oft mörg hudruð eða þús-
und krónur, eru eftir leiki barna
eina dagsstund gjörónýt. Eru eng-
in lög eða innflutningshöft við-
höfð við þessa okrara? Hve mikið
fær verðbólguhítin af tolum af
þessu rusli? Sá spyr sem ekki
veit.
Ég skora á hæstvirt alþingi að
takmarka þennan óþverrainn-
flutning og láta íslenzka smiði og
handlagið fólk annast leikfanga-
framleiðslu fyrir okkur tslands
börn, spara gjaldeyri og skapa
hundruðum manna atvinnu við
slíka framleiðslu. íslendingur
myndi aldrei leyfa sér að fram-
leiða slíka svika- og okurvöru sem
við látum viðgangast orðalaust að
sé flutt til landsins. Og þeirri
óhemjuupphæð sneyddir öllu vel-
sæmi? Sjá þeir aðeins eyrinn en
ekki börnin og oft á tíðum ekki
fátæka foreldra þeirra?
Ég er 75% öryrki og hefi ekki
getað unnið handtak á þessu ári.
En ég á fjögur börn sem mig
hefur langað til að gleðja meðal
annars með leikfangagjöfum. En
með hverju skal borga? Lifeyrir
sá sem okkur er ætlað að lifa á
myndi ekki duga ráðherrunum til
að kaupa sér molasopa á matstof-
um borgarinnar daglega, hvað þá
til að iæða sig, klæða, leigja og
borga ýmisleg útgjöld og margt
fleira, sem upp kemur i daglegu
lífi manns, sem á að geta lifað sem
frjáls maður, en ekki sem ölmusu-
þegi eða hreinn og beinn betlari,
sem ég held að sé bannað i lögum.
Þórarinn Björnsson,
Laugarnestanga 9b, R.“
Vörubifreið
Til sölu vörubifreið, Volvo FB 88, árg. 1973,
ekin 114 þús. km. Nýjar St. Paul-sturtur A 90
og nýr pallur. 16 gíra kassi. Bíll í toppstandi.
Uppl. í síma 34604.
Þessir hringdu
% Jólapóstur
of snemma
Kona nokkur í sjómanna-
hverfinu í Vesturbænum hafði
samband við Velvakanda og
kvartaði yfir því að hafa fengið
jólapóstinn sinn heldur snemma í
ár, en fyrstu jólakortin komu inn
um bréfalúguna hennar á
fimmtudag. Voru þó kortin ræki-
lega merkt með áletruninni „jól“
svona rétt eins og á að gera með
jólapóstinn, til þess að hann sé
ekki borinn út fyrr en rétt fyrir
jólin, eins og segir í bæklingi frá
póststofunni í Reykjavík. Um
sama efni hefur einnig kvartað
fjölskylda i efra Breiðholti, en
hún fór að fá sinn jólapóst í byrj-
un síðustu viku, en einnig hann
var vel merktur með fyrrgreindri
áletrun. Vildu þessir fyrirspyrj-
endur fá að vita hvort hér væri
verið að fara frjálslega með um-
ræddar dagsetningar í bæklingn-
um Jólapósturinn eða hvort hér
væri um hrein mistök að ræða.
Á póststofunni í Reykjaví'
SKÁK
Umsjón:
Margeir Pétursson
A skákmóti í Kaunas í Litháen í
ár kom þessi staða upp i skák
þeirra Vaskelas, sem hafði hvítt
og átti leik, og Katiljavichus.
fengust þær upplýsingar að út-
burður jólapósts á að hefjast á
morgun, mánudag 19. desember,
og ef einhver hefur fengið póst
merktan „jól“ fyrir þann tíma er
það hrein slysni, nema að póstur
sem kemur frá útlöndum, honum
er dreift jafnóðum og hann berst.
En á mánudag bætast við um 200
unglingar sem hefja störf eftir
hádegi á mánudag og fer þá jóla-
pósturinn að berast fyrir alvöru.
HÖGNI HREKKVÍSI
Innálwcrt
hcimllli
15. Bxe7! — Hxdl 16. Haxdl —
He8 17. Hd8! — Hxd8 18. Bxd8 —
Dxd8 19. e7 — De8 20. Rb5 — Be6
21. Rd6 og svartur gafst upp.