Morgunblaðið - 18.12.1977, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 18.12.1977, Qupperneq 30
94 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1977 bragðmikið og ljúffengt heildsölubirgðir __________________________/ $ Reykhiís Sambandsins Þingfréttir í stuttu máli Aksturskeppni og hámarkshraði Ellert B Schram (S) mælti » neðri deild Alþingis fyrir frumvarpi er hann flytur um breytingu á um- ferðarlögum Frumvarpið felur í sér heimild til dómsmálaráðherra til að leyfa aksturskeppni á vélknúnum ökutækjum við aðstæður og undir eftirliti, sem nánar verði kveðið á um í reglugerð sem ráðherra setur í þeirri reglugerð er heimilt að vikja frá hámarkshraða samkv 50 gr umferðarlaganna í greinargerð segir: ,,Ætlast er til að dómsmálaráðherra setji reglu- gerð um framkvæmd bifreiðaiþrótta, en með þvi er hægt að koma i veg fyrir að land- eða umhverfisspjöll hljótist af slikum keppnum Þá er gert ráð fyrir að slikar keppnir fari ætið fram undir eftirliti ábyrgs aðila Deildarfundir I neðri deild var frumvarp um alþjóðasamning um ræðismanns- samband afgreitt til nefndar, sömu- leiðis frumvarp um framlengingu launaskatts og frumvarp um tekju- skatt og eignaskatt í efri deild flutti Þorvaldur Garðar Kristjánsson (S) nefnarálit um frv um verðjöfunargjald á raforku og skiptingu þess Miklar umræður urðu um málið — Gjafir á kirkjudegi Framhald af bls. 78 ræktarsemi gefenda í garð kirkj- unnar sem þær sýna á svo ótvíræðan hátt. Mikil öppörvun er það í byggingarstarfinu að svo margar útréttar hjálparhendur skuli leggja helgu málefni lið. Guð blessi alla þá mörgu, sem sýnt hafa byggingarstarfi Arbæjarsafnaðar kærleika sinn í verki bæði fyrr og síðar og lagt af mörkum muni, fé og sjálfboða- vinnu af örlæti hjarta sins til þess að söfnuðurinn fái viðunandi starfsaðstöðu og Kristur, aðventu- konungurinn, verði dýrkaður í húsi, sem honum einum er vigt og helgað. Guðmundur Þorsteinsson. — Vetrarmynd Framhald af bls. 78 Eg verð ekki langorður að sinni, ég hef þegar sagt það, sem ég ekki áður var búinn að segja um þetta fólk hér í blaðinu ekki fyrir löngu. En það er fremur óvenjulegt, að svo mikið skuli vera á ferð í myndlist hér í borg, að sama fólk komi fram hvað eftir annað sama árið. Þetta er ekki óalgengt í stórborg eins og París en hjá okkur er heldur fámennara og aðstaða öll þrengri. Þessi sýning stendur aðeins í viku, en þá má líka fullyrða að Reykvikingar verði komnir í svo mikið jólaskap, að þeim yrði um of að eyða tíma í að skoða sýningar. • • — 011 afkoma Framhald af bls. 76. er gerður út og er í eigu Utgerðar- félags Þórshafnar, en það félag er eign Hraðfrystistöðvarinnar og Þórshafnarhrepps. Aðspurður sagði Bjarni að þessi mikla sam- vinna sveitarfélagsins í atvinnu- fyrirtækjum staðarins hefði ekki enn sem komið er komið niður á verklegum framkvæmdum sveit- arfélagsins, skattpeningi bæjar- búa hefði verið varið til eðlilegra og fyrirskipaðra framkvæmda sveitarfélagsins. Bjarni sagði að sveitarfélagið væri hins vegar í nokkuð miklum ábyrgðum fyrir þeirri atvinnustarfsemi sem byggð hefði verið upp á Þórshöfn, og sagði hann að að því drægi að á þessar ábyrgðir reyndi, ef t.d. tog- arinn reyndist ekki sem skyldi. Bjarni Aðalgeirsson sagði að öll afkoma Þórshafnarbúa byggðist á þvi að Hraðfrystistöðin gengi eðli- lega. ,,Það er skilyrði fyrir þvl að við getum greitt hráefni á réttum tíma. Til að húsið beri sig þarf það að fá lágmark 3500—4000 tonn af fiski á ári. 1 fyrra var fiskiri hér lélegt og í ár hefur húsið fengið tæp þúsund tonn. Þar af er afli togarans tæp 1600 tonn þá 8 mánuði sem hann gekk, og ef hann hefði aflað með sama áframhaldi út árið hefði hann klárað sig með afskriftir. Afkoma frystihússins var reyndar mjög góð fyrstu átta mánuði ársins, fyr- ir það tímabil skilar það talsverð- um hagnaði,“ sagði Bjarni. Bjarni sagðist vongóður um að fyrirgreiðsla fengist til að ljúka viðgerð togarans og að hann kæm- ist í gagnið upp úr áramótum. Miðað við það kvaðst Bjarni vilja telja yfirstandandi atvinnuleysi tímabundið atvinnuleysi. Bjarni tjáði Mbl. að lokum að talsverð gróska væri í byggingum á Þórshöfn. Þannig eru 8—10 íbúðarhús í smíðum og hafin er viðbygging við grunnskólann. Þá hefur verið hafin bygging nk. elli- heimilis á Þórshöfn, en það eru íbúðir fyrir aldrað fólk sem byggðar eru í sameiningu af Þórs- hafnarhreppi, Svalbarðshreppi og Sauðanesshreppi. Verður þessi bygging á lóð heilsugæzlustöðvar innar og i framtíðinni tengist þetta starfsemi hennar. Loks sagði Bjarni að íbúar Þórshafnar hrepps væru um 460 talsins, nokkuð hefði verið um brottflutn- inga í sumar, yngra fólk komið I stað þess eldra sem fluttist brott. — Spurning um Framhald af bls. 77. við stöndum uppi með nú." sagði Þórir. SIÐFERÐILEG SKYLDA ATVINNUREKENDA Er við spurðum hvernig veturinn og framtíðin légðust i hann, sagði Þórir: „Ekki er enn séð fyrir endann á viðgerð togarans þar sem við- gerðaraðilar hafa legt niður vinnu vegna þess að þeir fá ekkert greitt fyrir sitt verk, en til þess eru ekki peningar hér. Leitað hefur verið til hins opinbera um aðstoð svo hægt verði að Ijúka viðgerð en ekki er eftir nama tveggja vikna verk og verður skipið þá í góðu ástandi. Eitthvað hefur þessi fyrirgreiðsla gengið erfið- lega og undirtektir fyrir sunnan virð- ast ekki hafa verið of miklar. Það er einlæg von min og allra Þórshafnar búa að togarinn geti haldið til veiða um og upp úr áramótum, því það er spurning um lif eða dauða fyrir stað- inn að hafa togara til hráefnisöflunar fyrir hraðfrystihúsið Vegna hinnar miklu óvissu sem rikir er hætt við að við missum fólk héðan burtu ef ástandið batnar ekki hið fyrsta. Ég tel að siðferðislega skyldu atvinnurekendanna að halda uppi at- vinnu hérna. Þeir ætluðu að reyna að halda uppi stöðugri atvinnu með togaraútgerð, en sú útgerð hefur brugðizt fram að þessu. Þótt ég sé mikið fyrir útgerð minni báta, þá er togaraútgerð nauðsynleg og verður maður að leyfa sér að vera bjartsýnn á að betur takist til i framtiðinni en áður." — Attræður Agúst Framhald af bls. 83 hann átti bestan. Það var reisn yfir báðum. Þannig kom hann fram á sviðið þá, og hefur jafnan gert. Þarna var hann kominn hinn sanni íslenzki bóndi, sem ekki gerði við- reist og vann hörðum höndum. Nú hafði hann i bili velt af sér hversdagsokinu og útfært á eftir- minnilegan hátt hin sígildu orð Einars Benediktssonar í kvæðinu Fákar, „Knapinn á hestbaki er kóngur um stund kórónulaus á hann ríki og álfur“. Að endingu sendi ég þér Agúst konu þinni og fjölskyldu heilla- óskir frá okkur hér í Laufskál- unum á þessum timamótum. Lifið heil um ókomin ár. Steinþór Runólfsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.