Alþýðublaðið - 09.11.1958, Side 3

Alþýðublaðið - 09.11.1958, Side 3
Sunnudagur 9. 'nóv. 1958 AlþýðtiblaSiS Alþgðublaðtð Útgafandi: AlþýSuf lokkuri n n. Ritstjórar: Gísli J. Ástþórsson og Helgi Sæmundsson (áb). Fulltrúi ritstjórnar: Sigvaldi H j á 1 m arsson Fréttastjóri: Biörgvin Guðniundsson Auglýsingastjóri: Pétur Pétursson Ritstjornarsímar: 14901 og 14902. Auglýsingasínai: 1 4 9 0 6 Afgreiðslusími: 1 4 9 0 0 Aðsetur: A 1 b ý ð u h ú s i ð Prenísmiðja Alþýfiublaðsins Hverfisgötu 8—10 Unfi ir jafnaðarmemi UNGIR JAFNA.Ð ARMENN^hey ja þing sitt nú um helg- ina. Starfsemi Sambands ungra jafnaðarmanna hefur farið vaxándi undanfarið. FUJ-félög hafa tekið til starfa úti á landi, og heildarsamtökmn ungra jafnaðarmamia hefur tek- izt að halda uppi margs konar starfsemi. Slikt er óm.etan- iegt fyrir Aiþý-ðufiokkinn. Ekkert er Alþýðuflokknúm nauðsynlegra en að ná til æskunnar, fá aukið fylgi meðal .eskulýðs landsins. Þess vegna þýðir aukið starf og aukinn þróttur æskulýðshi'eyfingarinnar jafnframt aukinn styrk Alþýðufiokksins. Stundum heyrast þær arddir, að æskan sé of róttæk. Það er ekki rétt. Hún á að vera róttæk. Það er Alþýðu- llokknum einmitt mikils virði að eiga sem flesta unga hugsjónamenn til þess að veita flokknum aukinn þrótt og baráttúvilja. Hinir eldri hafa reynsluna, hinlr ungu hug- sjónaeldinn. Og hvort tveggja er einum stjórnmálaflokki jafn nauðsynlegt. Alþýðuflokkurinn hefur haft ómetanlegt gagn af æsku- Jýðshreyfingu sinni, þrátt fyrir misjafnlega gott starf henn- ar eins og gengur. Það hefur einmitt komið i hlut FUJ- félaganna að lialda uppi margháttaðri fræðslustarfsemi fyrir nýja fiokksmenn. Málíundir og fræðsluerindi eru fastir liðir í starfsemi Félags ungra iafnaðarmanna. Hvort iveggja er nauðsynlegt eigi Aiþýðuflokkurinn að fá nýja liðsmenn, nýja haráttumenn. Og' þeir eru ekki svo, fáir baráttumienn Alþýðuflokksins, er flutt hafa sínar fyrstu ræður í rr.'álfundahópum FUJ-félaga víða um land. Aiþýðuflokkurinn hefur einnig sýnt það, að hann kann að meta gott æskulýðsstarf. Hann hefur valið æ fleiri unga mrenn til. trúnaðarstarfa fyrir sig. Af þingmönnum Alþýðuflokksins eru nú þrír kornungir. Hefur enginn stjórnmálaflokkanna svo marga unga menn í Þingliði sínu. En það hefur reynzt A’þýðuflokknum vel að fela ungum mönnunr slík trúnaðarstörí'. Á síðasta kiörtímabili hélt stjórn Samtoands ungrá jafn- aðarmanna u'hpi riokkrum erindrekstri úti um land. Slík starfsemi er rnikilsverð. Fé'agsstarfið vili oft vera mest í þéttbýlinu, en það þarf að glæða félagsstarfið í dreifbýl- inu. í því skyni getur erindrekstur verið þýðingarmikill. Þetta hefur stjórn SUJ séð og þess vegna hefur verið efnt til erindreksturs með ágætum árangri. Mun SUJ hafa hug á að halda siíkri starfsemi áfram .og auka hana. Er það vel. Alþýðublaðið vill þakka ungu-m jafnaðarmönnum ágætt starf á undanförnum árum og vcnar, að það megi enn fara vaxandi og verða t-il stuðnings Alþýðuflokknum ög jafnað- arstefnunni. Bókasýning Menningarsjóðs og þjóðvinaíélagsins. T Ingólfsstræti ? vcrður opinn bókamarkaður og bókasýning á útgáfubókum Menningarsjóðs og Þjóð- vinafélagsin.s. Verða bar til sýnis og sölu allar fáan- legar bækur þessara útgáfufélaga, verða þar seld síðustu eintök niargra þcirra á mjög lágu verði. Ennfremur verða seldar ný.jar og gamlar bækur frá Bókaskemmunni Traðarkotssundj 3. — Gamalt einkabókasafn og m. a. 500 ljóðabækur. — Stöðugt verður bætt við bókum. — Miög lágt verð. Bókamarkaðurinn IngólfssSræli 8. Út í geiminn A SÍÐASTA jarð- fræðiári hafa sovézkir vismdamenn sent út í geiminn mai'gar eld- fiaugar með hunda inn anborðs. Hundaxnir hafa komizt upp í 110, 212 og 450 kilómetra hæð og hafa að ævin- týrinu loknu lent heilu og höldnu með fallhlíf án þess að nokkurra eftirkasta yi'ði síðar vart. Hundarnir eru þjálfaðir til geimferða í sérstökum rannsókn- arstöðvumi þar sem unnt er að mæla ná- kvæmlega og fylgjast með andardrætti, æða slætti og blóðþrýstmgi dýrsins. Þarna eru þessir geimfarar þjálf aðir í að þola þann þrýsting og þenslu, sem verður í geimnum. Fylgzt er nákvæm.l.ega með líðan og viðbrögð- um hundanna meðan á ferðinni stendur með alls konar tækjmn. Nú sem stendur vinna vis indamennirnir úr þeini miki‘lvæga ár^ngri, sem náðist með ferð hundanna Beljankas og Pjostrajas 450 kíló- metra út í geimmn. Hér á myndinni sést mældur hróðþrýsting. ur og æðasláttur Bel- jönku áður er. hún iagði af stað. C Utan úr heímT"’) MARGMILLJÓNARINN Nelson Rockefeller vann stærsta persónulega sigurinn, sem unninn var í bandarísku kosningunum s. 1. þriðjudag. Hann var frambjóðandi Reþu blikana í New York, fjöl- mennasta riki Bandaríkjanna og því kjördæminu, sem þýð- ingarmet þykir. Rockefeller er nú talinn iíklegasta foi’seta efni Republikana í forseta- kosningunum 1960, og' bola þar með Nixon varaforseta til hliðar. Ríkisstjórakjörið í New York vakti mikla athygli. Bar þar margt til. Þar áttust við tveir milljónamæringar, báðir úr vinstra armi flokka sinna og báðir tveir vinsælir og frambærilegir menn. Sá, sem ósigurinn beið, Av- erell Harriman, er sonur járn- brautarkóngsins E. H. Harri- man og eru eigur hans metnar á 100 millj. dollara. Áður en Harriman var kjörinn ríkis- stjóri í New York geg'ndi hann um tuttugu ára skeið ýmsum mikilvægum störfum fyrir Bandaríkjastjórn. En hinn ríkari bar sigur af hólmi. Hluti Nelsons Rocke- fellers af auðævum fjölskyldu sinnar er varla míinni en tvö til þrjú hundruð milljónir dollara. Hann er í stjórn 18 fjölskyldufyrirtækja og for- maður stjórnar Rockefeller Center í New York. Nelson Rockefeller hlaut strangt uppeldi. Biblíulestur, sunnudagaskóli Baptista og sparsemi settu sinn svio á skapgerð hans. Hann hlaut á- gæta hagfræðimenntun og fjallaði prófritgerð hans um Standard Oil hring afa síns. Að námi loknu fór Nelson til Venezuela og stýrði dótt- urfélagi Standard Oil, Creole Oil þar. Hann sá brátt að ekki aðeins stefna Standard Oil, heldur .einnig stefna Banda- ríkjanna í viðskiþtunum við Suður-Ameríkuríkin var al- röng. Hann lærði spönsku og skrifaði mikla ritgerð um við- horf Bandaríkjanna til Suður- Ameríku og sendi til Hvíta hússins. Ritgerðin vakti mikla athygli og 1940 var Nelson Rockefeller skipaður ráðgjafi sameiginlegra mála Ameríku- ríkja. Hann tók nú upp bar- áttu gegn þýzkum áhrifum í Suður-Ámeríku og kom á fót efnahagslegri og menningar- legri hjálpartsofnun, sem orð- ið hefur fyr.irmynd slíkra stofnana síðan. Að stríðinu loknu varð Nel- son Rockefeller varautanrík- isráðherra og fékkst einkum við málefni Suður-Ameríku. Hann vann að áætlunum um úi’bætur á efnahagslífi Suð- ur-Ameríkuríkja og 1950 varð hann formaður nefndar þeirr- ar, sem sá um efnahagsaðstoð við iítt þróuð lönd. Síðan hef- ur hann fengist við fjölmörg alþjóðleg vandamál, meðal annars átti hann hug’myndina að áætlun Bandaríkjamanna um friðsamlega hagnýtingu kjarnorkunnar og herbúnað- areftirliti úr lofti. Undanfarin ár hefur Nel- son Roekefeller æ oftar lent í deilum við hægri arm Repu- blikanaflokksins og 1955 hafði hann fengið" nóg. Hann ákvað að ná kosningu í eitt- hvert mikilvægt embætti ef það mætti verða til þess að hann fengi meiri áhrif innan flokksins. Fyrir rúmu ári á- kvað hann að bjóða sig fram í ríkisstjóraembættið í New York. Það kom brátt í ljós, að hann átti miklum vinsæld- um að fagna, og eftir harða kosningabaráttu tókst honum að sigra hinn vinsæla Averell Harriman. BADKER Nokkur gölluð baðker seld með aí’slætti á morgun. Helgi Magnússon & Co. Sími 13184 — 17227

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.