Alþýðublaðið - 19.11.1958, Qupperneq 10
Segulband-viflaus
Framhald al 4. s;ðu.
:stjórn Eysteins Jcnssonar
vera, gefur meira en það tek-
ur. Hvar væru eignir ríkis-
1 manna ef ekki værj réttar-
vernd ríkisins? Því þarf ekki
að svara. Allir vita að þær
væru í ræningjahöndum og
þá ekki síður molar smælingj
anna. Þær eigur væru kann-
ske ekki ófrjórri þar ef þær
fengju að hafa eðli sitt og
væru í starfi, en í slíku aga-
ieysi lægi hver og einn urr-
andi á beini sínu og ástund-
aði það helzt að verja feng
sinn ef nokkur væri orðirín.
Jón Leifs mun telja sig vera
að verja rétt tónlistarmanna
með grein sinni, en svo er
ekki.
Réttur þeirra sem annarra
er fyrst og fremst sá, að fá
að lifa og starfa. vera með í
straumi tímanna. þessu furðu
lega rennsli, sem eitt allra
leitar á brattann frá þroska-
leysi og skepnuskap til mann-
dóms og göfgi. En slíkt fæst
aldrei með því að byrgja und-
ir sig sérhverja tutlu arðræns
eðlis, sem að kann að drag-
ast, heldur með því einu að
veita af öriátri hendi, gera
arðbært, kunnugt og eftir-
sóknarvert það, sem þeir hafa
að veita.
Ef til vill höfum við ís-
iendingar nokkra sérstöðú
um kröfur til frelsis viðvíkj-
andi meðhöndlun andlegra
verðmæta. Sökum handrita-
fjölda og nokkuð almennari
lestrarkunnáttu en víða um
lönd áður á tíma geymdist
meira hjá okkur tiltölulega
> en hjá öðrum þjóðum mörg-
um af því, sem svo var gam-
alt, að enginn taldist eiga.
Sökum verferða og kaupa-
fólksflutninga á milli lands-
fjórðunga, að maður ekki
nefni kallaskipti presta með
skylduliði sínu og Alþingis-
reiðir fjölda manns öldum
saman, þá barst meira af mót-
uðum orðtökum og formföst-
um ljóðmælum milli manna
hér á iandi en víðast annars
staðar.
Hvað af þessu sem var vissi
enginn annað en væri sér
jafn heimilt og andrúmsloft-
ið.
Lærdómur slíkra máls-
greina, svo og lestur gamalla
andrita, sem fóru að láni frá
manni til manns margendur-
rituð og eiidurgjaldslaust
hélcíi við tungumáli þjóðar-
innar og bókmenntum henn-
ar og endurheimtu að lokum
frelsi hennar. Það er furðu
aimenn réttarvitund á meðal
íslendinga að vísa sé frjáls
til allra afnota hverjum, sem
kann hana. Formaður kvæða-
mannafélagsins Iðunn, Sig'-
urður Jónsson frá Haukagili,
hefur sett það sjónarmið
manna skarpast fram með
þessum orðum: „Það er
skepnuskapur að liggja á
góðri vísu.“ Fela þau orð í
sér ekki aðeins trú hans á
réttinn til að nota hugverk,
heldur líka skylduna til að
nýta þau, og mættu í snöggv-
ins manns meðförum hljóða
, um lag engu síður en lióð.
Jón Leifs talar í grein sinni
margt um þjófnað.
Sá er þjófnaður verstur
allra að setjast á frjósama
hugsun og gera úr henni fjár-
aflatæki fyrir sig eða sína
hvort sem þar ræður fram-
hleypni, metorðagirnd, á-
girnd eða annar iilvilji. Það
veit enginn hvílík verðmæti
þannig kunna að vera tekin
úr umferð. Verði einhver
þeirrar náðar aðnjótandi að
finna eitthvað nýtt til fegr-
unar eða bóta í mannlífi, skal
hann dreifa því út á meðal
sem flestra, þótt það svo kosti
hann kvalir ámóta og goð-
sögnin forna lagði á Prome-
þeif. Allt annað er stuldur frá
menningu móðurjarðar eða
fósturlands frá almáttugum
guði eða erfðalögmálum nátt-
úrunnar, ef þá þætti einhverj
um örugglegar að kveðið.
Eigendur hugverka þurfa
að lifa eins og aðrir. Þeir
þurfa meira að segja frekar
að iifa en nokkrir aðrir, því
þeir eru feður og mæður allra
framfara, en ef á að fara að
gera þá að húskum og svíð-
ingum, þá er farinn af þeim
kúfurinn. Skuli hvert verk
þeirra borgað fullu verði þá
er jafngott að kaupa þau ekki.
Strætisvagnamiðinn, 'sem veit-
ir eiganda sínu vinnutíma að
verðgildí 50 kr., má engan
eyri kosta meira en 50 krón-
ur, sé hann ódýrari þá er
hann gróðakaup — mikið eða
lítið eftir verðmun, gagns og
gangverðs. Eins er um hug-
arsmíðar. Þótt þar sé bágt að
virða að fullu verkið eða not-
in, þá verður það ætíð að
kosta minna en not þess eru
verð ef það á að vera kaup-
andi. Maður sá, sem reynir til
að gera sér allt að fé, er eng-
inn faðir, heldur í bezta falli
fóstri og líklega illur fóstri.
Hann er sennilega stéttvilltur
kaupmaður, en ekki listamað
ur. Hafi hann svo á manni þá
klemmu, sem Jón Leifs telur
í grein sinni Bernarsamþykkt
ina vera, þá er hann hættu-
legt okraraefni. Slíkum milli-
ríkjasamningum, sem sam-
þykkt sú er talin vera, verð-
ur að segja upp við fyrsta
tækifæri eða fá þeim breytt
að öðrum kosti, sé gildi Bern-
arsamþykktarinnar það, sem
Jón Leifs segir, er hún engu
minni nauðgun islenzkri rétt-
arvitund en ófögnuðurinn á
Keflavíkurflugvelli oe er þó
ekki félega þrenningu fyrir að
hitta þar sem er erlendur her,
hórdómur og stelvísi.
Eins og áður er að vikið,
skal hér ekki deilt um inni-
hald stjórnarskrár né hvað
undan skilið sé í Bernarsam-
þykktinni, heldur um hvað
þurfi þar að vera tíl þess að
halda þó í jaðar þeirra skil-
ju'ða, sem fram til þessa hafa
gefið alla orðna framfcr og
menningu. En óvíst mun að
Jón Leifs hafi rétt fyrir sér
í úfeggingu þeirra texta,
mætti þó fá að reynast. Ef
frumvarp það, sem hér um
ræðir stenzt ekki fyrir dómi
þótt að lögum yrði, þá er það
dautt pappírsblað og veldur
engu nema hneisu höfunda
sinna, en slíkt væri meinlítið
hjá mörgu verra.
En jafnvel það er ólíklegt,
að óttast þurfi. Segulbands-
tæki eru hér mest notuð til
að festa það, sem hvergi er
annars staðar að hafa: raddir
vina og þess háttar, og þótt
maður og maður tæki upp lag
af plötu, hljómflutning eftir
útvarpi eða fyrirlestur, þá er
platan þegar goldin og út-
varpsflutningurinn líka og
mætti verða mikil lögfræði-
vinna að leysa úr hvort ann-
að gjald af endurupptöku
væri ekki jafn heimskulegt
og verið hefði fjárkrafa á
hendur bóndans, sem skrifaði
Heildsölubirgðir
UMBOÐS- 8e HEILDVERZLUN
HVERFISGÖTU SO - SÍMI 10 4 8 5
upp Sögur og kvæði Einars
Benediktssonar, heldur en að
láta sig vanta bókina, þótt
hann hefði orðið of seinn að
ná í eintak áður en upp seld-
ist.
Hvað höfunda sjálfa snert-
ir, þá er þeim hollari lærdóm-
ur og efalaust sannari að
þeim beri skylda til að láta
nokkuð af nytjum sínum í
leigu fyrir líf sitt og tilveru
en að þeir eigi rétt á að fá allt
hugarstarf sitt borgað upp í
topp — kannske ofgoldið. Ef
sú stefna væri tekin og rétt
miðuð kynni svo að fara, að
eignartími hugverka yrði að
lögum teygður svo langt
aftur í tímann og færður til
svo smárra hluta úr verkum
að eitthvað af rímnalaga-end-
urnýjun Jóns Leifs sjálfs
missti blóma sinn og aðgang-
urinn að eldri tónasamstæð-
um, háttum og hugmvndum
færi að kosta meira fé en
byrjendur eiga ráð á eða
leiddi af sér málaferli og
mannorðsskerðingu meðal
sjálfra postula þess eignar-
réttar, sem upphaflega skvldi
hafa fleytt þeim til auðs og
álits eða þó í minnsta falli til
bjarglegrar afkomu við það,
sem hugur þeirra hneigðist
að.
Sigurður Jónsson frá Brún
ekki fleiri, en mér þætti vænt
um að heyra raddir furtdar-
manna um það, hvað unnt sé
að gera til að örfa þátttöku í
mótum framtíðarinnar og þá
einkum í þeim greinum sem
mest hafa verið vanræktar. Ég
er sannfærður um það, að um
leið og lifnar yfir þátttökunni,
lifnar yfir áhorfendum og öll-
um, sem -að mótunum standa,
og við getum þá átt von á
skemmtilegum frjálsíþrótta-
mótum.
Hjá Báru
JORDANSTJÓRN hefur við-
urkennt hina nýju stjórn í Súd
an. Forsætis- og utanríkisráð-
herra Jórdaníu hefur sent hin-
um nýja forsætisráðherra í Súd
an skeyti og óskað honum
heilla.
Seint á þriðjudagskvöld
skýrði útvarpið í Kai.ro írá því
ao dagblöð1!: senr I.ennað var
að gefa úi í b;d Iu.fi nii fengið
leyfi byltinga.vaðs ns-til að
kcma út á ný Abboud hershöfð
irgi, forsæiisváðhsrra hefur
lýst því vfi ' að é- a»r hömlur
'’erði lagða1' á pemJrelsið og
Inöst afsökuru-r á [ að hafa
orðið að banna blaðaútgáfu —
fyrst eftir býltinguna.
f ramliald af 5. slðu.
myndu annars seljast. Þær
sem koma síðan á þessar sýn-
ingar, koma bara af forvitni,
en án þess að ætla sér nokkuð
að kaupa. Þetta er því dýrt
sjónarspif fyrir mig — þar
eð slíkar sýningar útheimta
líka óhemju vinnu. En ávöxt-
ur erfiðisins er ánægjan að
velheppnuðu verki. Ég hef ef
til vill sýningu í vor, því sum
arefnin eru ekki eins dýr. —
Tízkan í dag getur orðið önn-
ur á morgun. Þetta er komið
út í brjálæði. — En hvort
pokinn er í dag í tízku að of-
an, neðan eða í miðjunni þyk
ir karlmönnunum alltaf fal-
legast að brjóst og mjaðmir
fái að njóta sín — kvenleg
kona er alltaf í tízku — og.
fynr karlmennina er jú allur
leikurirtn gerður.
— Þetta er orðið langtum
lengra en ætlað var — þó
mætti segja frá tízkusýning-
unum, sem haldnar voru í
London, París, Róm-----nei,
það er heppilegast að halda
sig við Reykjavík og þakka
fyrir sig, með þá von efst ;
huga að íslenzk framleiðsla
aukist og batni svo hérlend-
ar konur þurfi ekki að halda
yfir heimshöfin breið til þess
að fá mjúka skó á íæturna. —-
Ekkert að þakka segir Bára,
— komið þér bara aftur, ef ég
get frætt yður um eitthvað.
— En hvað heimabakaðar
kökur bragðast stundum vel!
V ö r .
Kjördæmamálið
Framhald af 3. siðu.
þar eð með þeim væi'i aðeins
verið að viðurkenna galla aðal-
ktrfis.ns en aðalkerfið ætti að
vera það gott, að engin uppbót
arsæti þyrfti
Jón sagði, að enginn flokkur
ætti eins mikið undir því, að
kjördæmaskipuninni væri
breytt eins og Alþýðuflokkur-
inn. Hann hefði öruggiega
kringum 14% atkvæðamagn en
ranglæti núverandi kjördæfna
skipunar væri svo mikið, að
þrátt fyrir það fylgi væri mögu
légt, að flokkurinn fengi engan
þingmann. Kommúnistar hefðu
alltaf haft takmarkaðan áhuga
á breytingu af þeirri einföldu
ástæðu, að þeir væru engír
lýðrsuðissinnar. SJálfstæ&is-
flokkurinn léki tveim
skjöldum, en þó mundi hann
ekki til lengdar geta staðið gegn
breytingu. Að lokum sagðj Jón,
að Alþýðuflokkurinn ætti að
hafa forustu í máli þessu og
knýja fram réttláta lausn sem
fyrst.
Fféltir í sfultu máli
Vín, 18. nóv.
ALLÍR EMBÆTTISMENN
ríkis og flokks í Búlgaríu verða
framvegis að vinna erfiðjiis-
vinnu um 30 til 40 daga skéið
á hverju ári. Er sagt frá þessu
í búlgarska fréttablaðinu Rab-
otnischenko.
Svipaðar tilskipanir hafa ný-
lega verið gefnar út í Kína og
Albaníu. -— Reuter.
London, 18. nóv.
ÞÝZKA rithöfundinum Arn-
old Zweig voru í dag veitt Len-
inverðlaunin fyrir störf í þágu
friðarins.
Zweig er 71 árs að aldri. af
gyðingaættum og varð snemma
meðlimur Zionistahreyfin jar-
innar. Bjó hann í ísrae} frá ár-
inu 1933 og þar til hann flutt-
ist til Austur-Þýzkalands nokk-
ru eftir stríðslok. Þekktasta rit
hans er ,,Mál Griseha liðþjálfa“
— Reuter.
10
19. nóv. 1958 — Alþýðublaðið