Morgunblaðið - 08.09.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.09.1978, Blaðsíða 2
FLUGFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER. 1978 STYRKUR FLUGLEIÐA: Bókuð sæti, en ótrygg hjá öðrum Fæstir vilja þurfa að mæta á flugvelli upp á von og óvon, til að fá ódýrt fargjald, segir Sigurður Helgason Það sem vakið hefur hvað mesta athygli fólks, þegar fjallað er um ferðamál, er hið mikla verðstríð, sem nú er háð á Norður Atlantshafi. Flest fargjöld á Norður Atlants- hafi hafa lækkað, auk þess sem nú er kostur á mun lægri sérfargjöldum, en áður hafa þekkst. Að sögn Sigurðar Helgasonar, forstjóra Flugleiða, er hér um að ræða beina afleiðingu af stefnu Bandaríkjastjórnar í flugmálum, sem auk þess að lækka fargjöld hefur opnað nýjar borgir í Bandaríkjunum fyrir flug til Evrópu og gefið fleiri flugfélögum tækifæri til að fljúga yfir Atlantshaf. Sigurður bendir á að fyrir voru nálægt 40 Þrátt fyrir verðstríð á Atlantshafi hefur farþegum fjöigað um 12% það sem af er árinu, segir Sigurður Helgason, forstjóri. Stærsta verkefni, sem framundan er hjá Flugleiðum á næstu árum, er endurnýjun flugflotans í millilandaflugi. Á undanförnum mánuðum og árum hafa sölumenn frá helstu flugvélaverksmiðjum í heimi verið tíðir gestir á íslandi, til að ræða þau mál. Starfsmenn Flugleiða hafa unnið að nákvæmum samanburði á hagkvæmni ýmissa flugvélategunda, en engar lokaákvarðanir hafa verið teknar enn. Örn Ó. Johnson, aðalforstjóri, segir að Flugleiðir hafi nú gert ráðstafanir til að tryggja sér afgreiðslu á Boeing 727—200 þotu á árinu 1980 en endanleg ákvörðun um þau kaup hafi þó ekki verið tekin. B 727—200 er stærri útgáfa af 727—100 en félagið á nú tvær slíkar þotur. 727—200 tekur 165 farþega, eða 40 fleiri en núverandi þotur félagsins. Því fylgir margvíslegt hagræði að kaupa flugvél af sömu tegund og fyrir er, svo sem sparnaður í þjálfun áhafna og að marga varahluti má nota í báðar. Sá galli er þó á stærri flugvélinni, að henni er ekki hægt að breyta til vöruflutninga, eins og þeim flugvélum, sem félagið á nú. Það kostaði á sínum tíma hálfri milljón dollara meira (153 milljónir króna á núverandi gengi) að kaupa vélarnar með vörudyrum og þannig að hægt væri á einfaldan hátt að breyta þeim til vöruflutninga. Örn Ó. Johnson segir: „Sú ákvörðun hefur verið eins og að leggja fé inn á banka með háum vöxtum. Það hefur borgað sig fjárhagslega, auk þess sem það hefur gefið möguleika til að veita miklu meiri þjónustu en ella. Auk þess hafa þessar vélar haldið verði miklu betur en þær, sem ekki hafa vörudyr og eru nú miklu meira virði." Um endurnýjun flugvéla til Atlantshafsflugs sagði Örn: „Um þrjár tegundir flugvéla er að ræð'’ Boeing 747, McDonnell-Douglas DC-10 og LocKi d Tristar. Fjórði möguleikinn er sá, að brevt jeim flugvélum, sem félagið á fyrir af gerðinúi DC-8-63. Þessar vélar má ekki nota í Bandaríkjunum, nema til 1985, vegna hávaða, og sennilega gilda þá sömu reglur í flestum Evrópulöndum. Áfram má nota vélarnar með því að skipta um mótora og gera á þeim aðrar breytingar, sem myndu kosta mikið fé. Sú spurning hlýtur að vakna hvort réttmætt sé að eyða miklu fé í að breyta flugvélum sem þá verða 15 ára gamlar." „Nýjar flugvélar kosta á núverandi verðlagi 40 til 60 milljónir dollara, eftir gerð og búnaði. Boeing 747 er ódýrust í rekstri, miðað við flutningseiningu. Hinsvegar getur hún flutt helmingi meira en DC-8 flugvélarnar og því þarf mikill markaður að vera tryggður. Hinar tvær eru minni og taka um 350 farþega eða um hundrað manns fleira en hver af núverandi flugvélum Flugleiða á Atlantshafsleiðinni. Þær eru ekki eins hagkvæmar, en ákvarðanir um þetta verða að byggjast á mati á markaði í framtíðinni." Örn Ó. Johnson sagði að þá kæmi mjög til athugunar hvort kaupa ætti flugvélar, sem hægt er að breyta að hluta eða að öllu leyti í flutningaflugvélar. Þar kæmu margar flóknar spurningar til sögunnar, svo sem hvort flytja ætti vörur yfir hafið, í tengslum við Cargolux. Þá kæmi sérstaklega til athugunar að Cargolux er að taka í notkun Boeing 747 og gámar sem henta öðrum flugvélum henta henni ekki. Enn væri eftir að gera sér fulla grein fyrir þýðingu þessara atriða og engin ákvörðun hefði verið tekin um þessi mál enn. Örn var spurður um áætlanir á sviði vöruflutninga og sagði þá: „Vöruflutningar okkar vaxa stöðugt. Flugleiðir hafa tekið upp sérstakar fraktferðir til Evrópu, en það er nokkuð vandamál að flutningarnir eru nær eingöngu í aðra áttina, þ.e.a.s. til íslands." „En þegar horft er til langrar framtíðar, ef draumar okkar rætast um auknar fiskveiðar, virðist eðlilegt að ísland sjái Evrópu fyrir fersku fiskmeti, í miklu meira mæli en nú er. Þá geta skapast möguleikar á mjög auknu vöruflutninga- flugi til og frá íslandi." MH Örn Ó. Johnson, aðalforstjóri Flugleiða, hóf störf sem flugmaður og hefur ánægju af að fljúga í eigin flugvél, Cessna 182, þegar störf leyfa. Stærsta verkefnið að kaupa nýjar flugvélar til millilandaflugs Stærri flugvéla er þörf bæði í Atlantshafsflug og Evrópuflug wmmmmmmmmmmmmmmmmmm wmmmm wmmm ■Hu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.