Morgunblaðið - 08.09.1978, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.09.1978, Blaðsíða 6
FLUGFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER. 1978 I innanlandsflugi skiptir mestuað stytta biðina á jörðu niðri segir Einar Helgason, framkvæmdastj óri innanlandsflugs Hið þróttmikla atvinnulíf úti á landi. þarf á góðum samgöngum að halda við Reykjavík. Aukning á flugi innanlands hefur verið mikil á undanförnum árum og í fyrra flugu 236 þúsund manns með flugvélum Flugleiða innanlands, eða nokkru fleiri en allir landsmenn. Að sögn Einars Helgasonar, framkvæmdastjóra innanlandsflugs Flugleiða, var árið 1973 gerð áætlun um flutninga á flugleiðum innanlands. Samkvæmt þeirri áætlun áttu farþegar innanlands að verða 244 þúsund, eða 8 þúsund fleiri en Flugleiðir fluttu. Þá er þess að geta að þar er reiknað með ferðum, sem tengja ísafjörð, Akureyri, Egilsstaði og Hornafjörð, auk ferða frá Akureyri til Kópaskers, Raufarhafnar og Þórshafnar. Þessar ferðir eru nú í höndum aðildarfélaga F'lugleiða og að þeim meðtöldum, er spáin mjög nærri lagi. Það er umhugsunarefni, að samkvæmt sömu spá er r.eiknað með að farþegar innanlands verði orðnir um 800 þúsund árið 1990, eftir aðeins tólf ár. Það sem af er þessu ári hefur aukning á farþegum í innanlandsflugi verið um 4 prósent, en búist var við 8 prósentum. Að sögn Einars Helgasonar stafar það fyrst og fremst af því að minna er um erlenda ferðamenn en í fyrra, en ferðalög Islendinga hafa aukist nokkuð í samræmi við það sem gert var ráð fyrir. En hvað er framundan í þróun innanlandsflugs? Einar segir: „Eins og stendur eru Fokker Friendship bestu vélar, sem völ er á, fyrir okkar aðstæður. Engar þotur eru til, sem henta okkar flugvöllum, auk þess sem þotur eru dýrari í rekstri en skrúfuþotur, á stuttum leiðum. Meðalfiugtími á flugleiðum innanlands er innan við klukkustund. Ekki er minna virði að stytta tímann á jörðu niðri. Það virðist óeðlileg tímaeyðsla fyrir viðskiptavini að þurfa að mæta til flugs 'k tíma fyrir brottför, en flugtíminn sjálfur er e.t.v. aðeins 20 mín. Þó er þetta síst meira en yfirleitt gerist annarsstaðar. Nú er í athugun leið til að hraða afgreiðslu farangurs og sölu farmiða og þar er e.t.v. hægt að ná einhverjum árangri og stytta þar með ferðatímann. „Innanlandsflugið hefur gerbreytt samgöngum til flestra landshluta," segir Einar. „Það er orðinn ómissandi þáttur í þeirri miklu uppbyggingu atvinnulífs, sem orðið hefur á landsbyggðinni." „En innanlandsflugið gegnir einnig mikilvægu félags- legu hlutverki. Á undanförnum árum hafa aukist mjög ýmsar sérferðir, þar sem fólki gefst kostur á að kaupa í einu lagi flugfar og hótelgistingu, á miklu hagstæðara verði en ef það væri keypt sitt í hvoru lagi. Þetta hefur gefið fóiki á landsbyggðinni kost á að njóta þess sem höfuðborgarsvæðið hefur upp á að bjóða í menningarlífi, skemmtunum, fjölbreyttum verslunum og fleiru. En það skiptir ekki minna máli að fólki gefst einnig kostur á að nýta þessar ferðir út á land. Það eru stöðugt fleiri Reykvíkingar, sem notfæra sér þessar ferðir til að fara á skíði, eða njóta annarra atburða, sem gerast á landsbyggðinni“. Innanlandsflugið hefur rofið einangrun margra héraða að vetri til. Ekki munar þar minnst um flutninga á pósti og dagblöðum, sem berast nú móttakendum miklu fyrr en ella. Þó að hér sé meiri óregla á flugi en víða annarsstaðar vegna okkar stopula veðurfars og erfiðu staðhátta, hefur það gerbreytt lifnaðarháttum í mörgum byggðarlögum. Einar Helgason segir að lokum: „Við höfum gert mikið til þess að tengja byggðarlög við flugið, með samgöngum á landi. Oft hefur þetta haft þau áhrif að bæta samgöngur á milli staða án tengsla við flugið. Ég tel nauðsynlegt sé að tekin verði upp samvinna allra samgönguþátta í landinu, í lofti, sjó og á landi og reynt verði að sameina starfsemi þeirra í miklu meira mæli en nú er gert. Það yrði öllum aðilum til hagsbóta". m^mmmmmm^mmmmmmmKmmmu Notum hér best útbúnu Fokker flugvélar í heimi Seinkanir verða á jörðu niðri, segir Gylfi Jónsson, flugstjóri „íslendingar ferðast á annan hátt en flestir aðrir, sem stafar að verulegu leyti af veðurfari. Hér verða allir að ferðast með föt með sér og þess vegna eru allir með ferðatöskur. Þetta veldur því, að hér tekur miklu meiri tíma að afgreiða flugvélar en víðast annarsstaðar, svo sem á Norðurlöndum og í Japan, þar sem ég flaug í eina tíð.“ Þetta segir Gylfi Jónsson, þjálfunarflugmaður í innan- landsflugi Flugleiða, sem flogið hefur á innanlandsleiðum í 9 ár, auk þess sem hann flaug í millilandaflugi. Gylfi heldur áfram: „Við notum hér best útbúnu Fokker Friendship flugvélar í heimi. Nýlega var skipt um flugsiglingatæki í þeim og þau eru nú fullkomnari en í Boeing-þotum, sem fljúga milli landa. En þessi fullkomnu tæki nýtast ekki til fulls, þar sem tæki á jörðu niðri eru ekki nógu fullkomin, nema í Reykjavík og Keflavík." „Þegar farþegar kvarta yfir að flugi seinki, vita þeir gjarnan ekki hvað veldur. Gylfi skýrir það þannig: „Áætlun er búin til með það í huga að ná sem bestri nýtingu á flugvélum og geta þá um leið veitt sem flestum viðunandi þjónustu. En tafirnar verða venjulega á jörðu niðri, frekar en í loftinu. Það er ótrúlega algengt að bíða þurfi eftir farþegum úti á landi, sérstaklega þegar verið er á ferð í slæmri færð. Sem dæmi má nefna að það kemur fyrir að kallað er í talstöð úr bíl, sem er á leið á flugvöll og skýrt frá því að hann verði kominn um það leyti, sem áætlun segir að flugvélin eigi að leggja af stað. Þá er beðið eftir þessu fólki. Þetta er góð þjónusta við þá, sem seinir eru á ferð, en ekki eins góð við þá, sem verða að bíða eftir þeim og komast því seinna á áfangastað. Alltaf verður að finna miiliveg milli þjónustu við einn og óþægindum fyrir annan." „Ein algengasta orsök þess að flugi seinkar er það, að þegar lenda þarf í skýjuðu veðri, þarf að gera blindflugsað- flug. Það getur kostað 15 til 20 mínútum lengra flug en þegar skyggni er gott. Nú fara flugvélar Flugleiða oft margar ferðir á dag og þessar tafir safnast saman. Farþegar átta sig oft ekki á því hvað veldur." „Helstu endurbætur, sem þörf er fyrir á flugvöllum eru betri flugleiðsögutæki og lengri brautir. Þá verður fyrr eða síðar að malbika alla flugvelli. Fyrr en það hefur verið gert verður ekki hægt að gera umtalsverðar breytingar á innanlandsflugi. Eins og stendur er engin flugvélategund á markaðnum, sem getur komið í staðinn fyrir Fokker Friendship flugvélarnar, en að því hlýtur að koma og þá má búast við að þörf verði fyrir betri og lengri brautir." „Loks er mikil þörf fyrir betri snjóruðningstæki á flugvöllum víða um land. Oft kemur fyrir að ófært er fyrir það eitt, að ekki tekst að ryðja snjó af brautum á nægilega skömmum tíma, þó að veður sé viðunandi." Gylfi Jónsson, flugstjóri man þá tíð, er farið var í sóiarlandaferð og fiugvélin beið eftir farþegunum, í tvær til þrjár vikur. Höfum getað afhent vörur íBandaríkjunum á 48 klukkustundum Ullarföt fyrir milljarð króna á ári með Flugleiðum Þráinn Þorvaldsson, framkvæmdastjóri, og Haukur Þorgilsson, útflutningsstjóri Hildu hf., í pökkunar- sal fyrirtækisins, þar sem pakkað er á þessu ári ullarvörum fyrir einn milljarð. Útflutningsfyrirtækið Hilda hf. flytur út prjónafatnað á þessu ári fyrir um það bil einn milljarð króna og flytur allt með flugi, nema til eins viðskiptavinar í Þýskalandi. Hilda hf. er án efa stærsti útflytjandi á landinu, sem flytur vörur sínar nær eingöngu í flugvélum. Þráinn Þorvaldsson, framkvæmdastjóri, segir að það sé miklum mun hagstæðara en að nota skip. Hér er um að ræða léttar vörur og dýrar, og flutningsgjöld verða ekki nema lítill hluti söluverðs, þó að flug sé notað. Þá skiptir hraði miklu máli, ekki síst í fjármagnskostnaði, sem getur orðið mikill, þegar flytja þarf vörur langt með skipum. Haukur Þorgilsson, útflutningsstjóri, segir m.a.: „Það eru fáar vörur, eins háðar afhendingardögum eins og fatnaður. Þegar hráefni eru seld, skiptir ekki þetta eins miklu máli, en það skiptir miklu máli með neysluvörur. Það skiptir máli í okkar viðskiptum að geta afhent vörur með sem allra minnstum fyrirvara. í samningum er alltaf tekið fram hvenær á að afhenda vörurnar og verslun getur neitað að taka við þeim, ef þær berast á röngum tíma. Keppinautar okkar hafa oft verksmiðjur í næsta nágrenni við verslanir, en við reynum að vega upp á móti því með góðri þjónustu." Aðspurður sagði Þráinn að samkeppni væri ekki mikil við aðra íslenska framleiðslu, en frekar við aðra framleiðslu, hliðstæða íslensku ullarvörunum. Þráinn er nýkominn úr ferð um Bandaríkin og Kanada, þar sem hann vann að því að kynna ullarvörur frá íslandi fyrir fólkinu, sem afgreiðir þær í verslunum. Hann hafði meðal annars meðferðis nýlega landkynningarmynd, sem Flugleiðir létu gera, ásamt ferðamálayfirvöldum hér á landi. Þráinn sagði að án undantekninga hefði fólk verið svo hrifið að það klappaði lengi eftir sýningarnar. Haukur Þorgilsson fer mjög lofsamlegum orðum um samstarf við starfsfólk Flugleiða. Stærsti hluti af markaði Hildu er í Bandaríkjunum. Haukur segir: „Það hefur komið fyrir að vörur hafa verið 48 klukkustundir á leiðinni, til viðskiptavinar, frá því að þær fóru frá okkur, þó að skipta hafi þurft um flugvél í New York. Það hefur komið fyrir að síðasta sending okkar fyrir jól fór 20. desember og náði jólasölu." Þráinn segir að lokum: „Við höfum oft getað afhent vörur á miklu skemmri tíma en keppinautar okkar og það hefur mikið að segja. Við höfum getað náð mikilvægum viðskiptasamböndum með því móti og því skiptir það okkur ótrúlega miklu að flutningar í flugi gangi sem greiðlegast. Án þeirra væru sölumöguleikar okkar miklu minni."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.