Alþýðublaðið - 28.11.1958, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 28.11.1958, Blaðsíða 5
Framhald á vinsælu safni essa borg Vilhjólmur S. Vilhjálms- son: Við, sem byggðum þessa borg, 3. bindi. End- urminningar átta Reykvík inga. Prentsmiðjan Oddi. Bókaútgáfan Setberg s.f., 1958. segir frá mönnum, sem flestir kannast við af nokkurri af- spurn, en þó ekki meira en svo, að flesta fýsir að vita meira um þá. En upplýsingarnar, sem við fáum af lestri viðtalsþátta Vilhjálms eru mjög haldgóðar sem ekki eru sízt máttug við að byggja borgina. Þó efnin væru lítil, þegar hún og bóndi henn- ar fluttu til borgarinnar urðu þau samt megnug þess að vinna sér stöðu meðal þeirra, sem fremst voru í sókn alþýðufólks ÞETTA er þriðja bindi af ævisagnaþáttum Vilhjálms S. Vilhjálmssonar. Þeir eru orðn- ir 25 að tölu í þremur bindum. Þeir eru allir ritaðir í formi blaðaviðtala. Eru því nútíma- legir að allri gerð og uppsetn- ingu og blær þeirra ferskur og minnir mjög á greinar í blöð- um, sem skemmtilegastar eru. Þetta form Vilhjálms er að mörgu leyti mjög snjallt og hef ur honum reynzt það mjög hald gott í þessu riti sínu og hvergi slaknað á þeim þræði, er upp- haflega var spunninn. Safnið hefur orðið mjög vinsælt. Hann segir í formála þessa bindis, að safninu sé með því lokið. Ég harma það að vísu, því ég held að hann gæti enn ritað marga þætti af mönnum í borginni, sem mikill fengur yrði að og gaman yrð[ að lesa og nema af fróðleik. Höfuðeinkenni þátta Vil- hjálms eru þau, hve hann er skyggn á sögumenn og glögg- ur að finna hjá hverjum og einum efnivið, er frásagnar er verður. Það hlýtur að liggja mikil vinna að baki þáttanna, gera þá svo úr garði, að þeir eru hvorttveggja í senn fróð- legir og skemmtilegir. En þetta tekst Vilhjálmi mjög vel. Mannlýsingar hans eru mjög snjailar og sannar. Ég tel mig geta dæmt talsvert um þetta, því að ég hef haft kynni af sumu því fólki, sem hann rit- ar um. Hann ritar inngangsorð að flestum þáttunum, þar sem hann rekur það, sem honum þykir helzt til skýringa við að- alefnið. Þar eru mannlýsing- arnar. Eru þær ábyggilega til orðnar af kynnum hans við sögumennina, en í sumum til- fellum hefur hann kynnst þeim áður en hann fór að nema af þeim sögur. Mér hefur oft þótt skorta á í líkivm þáttum í blöð- um, að mannlýsingar séu nógu skýrar, nógu litríkar og sann- ar. En þetta leysir Vilhjálmur Þetta er fólkið sem Vilhjálmur segir frá Gríska STEF sfyiir land- ] /r héigismálsfað Islendinga Talið efst frá vinstri: Jónas frá Grjótheimi, Grímur Þorkels- son, Guðmundur Bjarnason. Næsta röð: Jóhanna Egilsdóttir, Guðjón Jónsson, Garðar Gíslason, Neðsí: Kristinn Brynjólfs- son og Halldór Jónasson. og það verður enginn vonsvik- inn, er gengur á vit þeirra. Ég sagði í fyrra í ritdómi um 2. bindi þessa ritsafns, að Vil- hjálmur væri í rg.un réttri, að undirbyggja nýjá '^agnaritun með þáttum sínum. Það er ekki ofmælt. Hann gerir þetta ekki síður í þessu bindi, því ef til vill eru þættir þess snjallastir þátta hans. Þar má til dæmis nefna þáttinn af Jóhönnu Eg- ilsdóttur, Kristni Brynjólfs- syni og Jónasi í Grjótheimi. Þessir þættir allir sýna mikla ritleikni og vönduð skil á því, er hann fær af söguefni hjá sögumönnunum. En auðvitað er það persónulegt mat hvers og eins, hvað honum þykir bezt. Mér finnst, að Vilhjálmi tak- kona í félagi stéttarsystra sinna. Hún varð ötull baráttu- Framhald á 10. síðu. MEÐAL þeirra svarbréfa, sem ísleiizka STEFi berast enn stöðugt frá sambandsfélögum sínum og réttindafræðingum þeirra víðs vegar um heim, er nýkomið bréf frá gríska STEFi og einna merkilegast. Þar segir: „Vér fengum bréf yðar með mjög eftirtektarverðu riti um fiskveiðilögsögu ís- lands. Land vort hefur ætíð verið brautryðjandi fyrir frelsi og réttlæti og hefur síðan í forn- öld staðið 'í baráttu við miklu voldugri og auðugri þjóðir tii að verja þessi tvö siðferðilegu verðmæti. Sem stendur' eigum við enn í stríði við England til þess að frelsa Kýpur. Vér getum því betur en aðr- ir skilið rétt yðar til þess að ákveða landhelgi íslands án í- hlutunar annarra aðila. Þess vegna höfðum vér sér- stakan áhuga á að kvnna ritið, sem þér senduð oss, og lögðum oss fram til að útvega því meiri útbreiðslu. Oss tókst þannig m. a. að fá birta forystugrein um þetta mál í blaðinu ,,Estia“ 25. október s. 1., en það blað er gefið út hér í Aþenu. Blaðið er eitt áhrifamesta og alvarlegasta dagblað Grikk- lands, og þótt það nái ekki til mikils fjölda fólks, þá er það lesið af úrvali þjóðarinnar og hefur mikil diplomatisk og jóli- tísk áhrif. Vér erum sérstaklega ham- ingjusamir fvrir það að geta orðið íslandi að nokkru liði eins og á stendur, því að auk Kýpur-málsins hefur laiid vort hvað eftir annað, bæði í fortí^ og nútíð, orðið fyrir biturri reynslu einkum af brezkri fúl- mennsku (perfiditv), en jafn- framt almennt frá hendi stór- veldanna, sem aldrei hika vi«S að fórna öllum siðferðileguna verðmætum og öllum löglegum. kröfum smáþjóðanna fyrir sína eigin sérhagsmuni, hversu ó- réttmætir sem þeir kynnu ac> vera. Vér viljum bæta því við, ati vér dáumst að yðar litlu hetju- þjóð, sem aldrei hefur látið hjá líða að vera Grikklandi til að- stoðar við að verja réttan maí- stað Kýpur-eyjar hvenær seirt færi hefur gefizt.“ Framangreind forystugreirt hins gríska blaðs fylgdi bréfimc sem úrklipþa og verður þýdct á íslenzku til birtingar innan. skamms. H a n n es á h o r n i n u vel af hendi. Eg held, að mann-, ist mjög vel að bregða upp mvndum af því fólki, er hann velur sér til að rita eftir. Mann lýsingarnar eru eitt af snilld- argreinum íslenzkrar sagnar- ritunar og bókmennta að fornu. Það er því mjög vel, að rithöf- undar sinna þeim og endur- nýji þær í nýjum fræðum. Mér finnst, að Vilhjálmi takist það mjög vel í bók sinni um borg- arsmiðina. lýsingar hans sumar séu með þeim snjöllustu er ritaðar hafa verið á íslenzka tungu. Þættir Vilhjálms eru yfir- lætislausir við fyrstu kynni. Þeir eru ritaðir á látlausu al- þýðlegu máli, tilgerðarlausu. Fróðleikur þeirra er oft ofinn í vef frásagnarinnar eins og á stundum að tilviljun ein ráði, hvenær sögumaðurinn segi frá honum. Þetta er mjög íslenzkt og vel til fallið í alþýðlegum frásögnum. Það minnir stund- um á hina fyrri sagnaritara okkar. Fróðleikur þáttanna og aldarháttalýsingar þeirra munu ábyggilega verða mikilsmetnar í framtíðinni. Fræðimenn munu á komandi árum finna þar heimildir að ýmsu, er þeir leita eftir, en okkur þykja lít- ils virði við augnablikslestur. Þeir eru því heimildarrit meiri en við komurn auga á. Ég veit, að lesendur Við, sem byggðum þessa borg eru sammála mér um það, að að- alkostur bókarinnar er sá, hvað hún er skemmtileg til lestrar og hugþekk að allri gerð. Hún Fyrsti þáttur þessa bindis er um Jóhönnu Egilsdóttur. Hann ber nafnið: Fórnarlund fyrir öllu. Nafnið er sannnefni í fyllsta máta. Vilhjálmi tekst mjög vel í þessum þætti að rekja baráttusögu, hetjulega baráttu alþýðukonunnar og al- þýðufjölskyldunnar, sem berst frá allsleysi til bjargálna. Metn aður og dugur hennar lýsir sér í hvívetna, hvort heldur er við óbrotin störf við sjó eða í sveit — og ekki sízt á vettvangi al- þýðusamtakanna og annarra fé- laga er hún tekur þátt í. Jó- hanna óx af hverju starfi. Henni tókst að afla sér þekk- ★ A að gera verkalýðsfé- félögin að mútuþegum? ★ A að afsala rétti verka- lýðsins fyrir miiljóna- niútur í einkasjóði. iV Verið er að búa verka- lýðssamtökum óafmá- anlega smán. VERKAFÓLK á aS ráða sam- tökum sínum. Verkalýðsfélag á ekki að verða voldug stofnun fyrir ofan félaga sina eða til hlið ar við þá. Stjórnir verkalýðsfé- laga í samningum við atvinnu- rekendur, hverjir svo sem þeir eru, eiga að halda fram og berj- ast fyrir rétíi félagsmannanna, hvað kaup og kjör snertir, en ekki sérmál félags síns sem slíks. Stjórn verkalýðsfélags, sem afsalar sér í hendur atvinnu rekenda rétti, sem meðlimirnir eiga, gegn því að hljóta umbun til handa félaginu sjálfu gerir félagið að mútuþega. ÉG TRÚÐI ekki fregninni — fyrst þegar ég heyrSi hana. Ég hélt ekki að íslenzk verkalýðs- hreyfing væri, þrátt fyrir allt, komin svona langt afskeiðis. En ég hef fengið staðfestingu á því, að fregnin er sönn. Viðurkennd ir fulltrúar verltalýðsfélaga hafa farið fram á það að fá stórfé í ingar íil þess, að verða íorustu- eigin sjóði félaganna fyrir það, að fallast á að láta af hendi rétt, sem verkalýðurinn á sam- kvæmt guðs og manna lögum. SAGAN er á þessa leið: — í samningum við atvinnurekend- ur í vor og sumar hreyfðu komm únistar þeirri kröfu við atvinnu rekendur, að þeir greiddu f menningarsjóði verkalýðsfélag- anna ákveðin hundraðshluta af kaupi verkamanna. Ætluðu þeir með þessu að fá fram auka- kröfu eftir að búið væri að ná því, sem hægt væri að ná handa umbjóðendum sínum. Þessu neit uðu atvinnurekendur. Út af fyrir sig var þessi krafa ekki fráleit, enda var hún borin fram í samningaviðræðum — og að því er virtist ekki með það fyrir augum, að slá af kröfunum fyr- ir hönd verkamannanna sjálfra. UNDANFARIÐ hafa staðið viðræður miiil fulltrúa verka- lýðshreyfingarinnar og forsætis ráðherra og leitað hefur verið eftir möguleikum á því að stöðva hina hörmulegu og geigvæniegu dýrtíðarskrúfu. — Virðist öllum vera orðin ljós nauðsynin á því, að stöðvun sé framkvæmd nú þegar, en það verður aldrei gert nema fyrir at beina verkafólksins. Það hefur æ og alla tíð orðið hlutskipti þess að bjarga þegar í óefni er komið og verkafólki mun vera orðið ljóst, að því stærri verður fórn þess sem skrúfan magn- HELSINFORS, 27. nóv. (NTB-FNB). Nú virðist ekki lengur hægt að koma í veg fyrir nýja stjórnaí- kreppu í Finnlandi, eftir að bændaflokkurinn sam- þykkti á þingflokksfuncH i kvöld að, leyfa fimm ráðhéírrum síiiúm í stjórr* Fagerholms að segja af sér. Af opinberunt yfít- lýsíngum sést, að flokk- urinn telur, að stjórr* Fagerholms eigi að fara frá og þörf sé fyrir al- gjörlega nýja stjórn. Simanumer: Ég hef fengið nýtt síma- númer. Nr: 19391 Ég bið kunningja mína. að skrifa númerið strax í síma- skrácia sér til minnis. ast og það dregst stigu við hruninu. að stemnir.. í ÞESSUM viðræðum mun hafa komið fram vilji til að stöðva nú eða eftir mánuð, — og er það út af fyrir sig rétt og sjálfsagt, hver svo sem fer meö stjórnartauma og hvað svo sena stjórnmálum líður, því að hér er verið að ræða um vernduix hagsmuna allrar þjóðarinnar, — allra stétta hennar. — En um leið og látjhn hefur verið í Ijó-.i vilji til að semja um þetta, hafn þau fáheyrðu tíðindi gerst, a6 úr vissri átt hefur verið spurst fýrir um það, hvort til mála gæti komið, að ríkissjóður greiddi eitt prósent af verkalaun um beint í sjóði verkalýðsfélag- anna. ÞAÐ er um leið tekið fram,. að féð, sem mun nema mörgum. miljónum króna, eigi að nota til menningarstarfsemji félaganna. En það skiptir ekki máli. Það, sem raáli skiptir er þetta: E:ií verkalýðsfélög bera fram slika kröfu, og er þau taka við fé af hendi ríkisvaldsins til einka- sjóða sinna um leið og stjórnir þeiira eða" fulitrúar>á, -Alþýðu- sambandsþingi afsala rétti um- bjóðenda sinna, þá eru þeir gera félögin að mútuþegum. — Framhald á 10. síóu. Alþýðublaðið — 28. nóv. 1958

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.