Alþýðublaðið - 19.02.1931, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 19.02.1931, Blaðsíða 3
*8PT UtfRB&i A3IÐ 3 38S ^ jj| Bezía Clgarettan i 20 stk. pðkknm, j| 8 sera kosta 1 kronn, er: 8 Westraiiister, Cigareítnr. Fást í oilum verzlimum. I hver|nis» paklsa er cjnllfalleg íslenash mjrad, ag fæt* hver sá. er safnafi hefir 50 raiyradEsira, eiraa stækhaða mynd. flokknum við, en ég segi jú og aftur jú. Pið verðið að viður- kenna skuldir Ihaldsflokksins, f>ví að við vitum að alt er þetta sama tóbakið, þótt við hins veg- ar þyrítum að snúa skítugu skyrtunni við í hallærinu, sem yfir okkur dyniur. Hvað við eig- um aö gera nú? p ví er ekki' fljót- svarað. En ég vil „apsalútt" taka fyrir kverkar verkalýðsforkólf- anna. Er ekki hægt að semja lög um að banna verklýðsfélög og fá þau samþykt í þinginu nieð Jör- 'undi, Lárusi í Klaustii og Bjarna Ásgeirssyni. Það hlýtur að vera hægt. Og ég álít að það sé bara bölvaðux klaufaskapur úr okkar mönnum að ná eklti að minsta kosti helmingnum úr Framsóknr þilngflokknum yfir til okkar. Viiö vitum svo vel, að Tímaflokk- urinn er enginn flokkur. Hann er eins og tuskuhrúga, sem tínst hefir í úr öllum áttum. Og þessar tuskm' hafa nákvæmlega sömu skoðanir og við. Við þurfum að sameina þessa tvo flokka. Munið þið ekki eftir þingmál afuiidartil- lögunum, sem samþyktar voru hér á mánuöunum um að við skoruðum á báða flokkana, stóra og litla ihaldið, eins og Alþýðu- blaðið kallar þá, að taka hönd- um saman gegn jafnaðarmönn- unum. Pað er einmitt það. Petta þurfum við að gera. Og þetta er hægt að gera, ef Valtýr hættir að skamma Jónas. Pað er ekki Skpdisalan. Koddaver 40 X 65 cm á 0,50 aura. do 50 X 70 cm. á 0,90 aura. Lök 2i/4 mtr. á lengd og sem áður kostuðu 7,90, nú á 4,00. Tækifærisverð í öllum deid- um. hægt að ætlast til þess að það sé hægt að koma nokkxu tauti við manninnn meðan þessi Valtýr eys yfir hann skömmunurn. Og ég vil spyrja: Hvað kemux það okkar flokki við, þótt Valtýr og Jónas hafi orðið vondir út úr fylliríi ? Ég geri það að tillögu minni, að hrint verði í framkvæmd hug- myndinni um að sameina ihöldin bæði, því að þau eru hvort sem er sömu íhöldin, og sameinaðir stöíndum vér, en sundraðir föll- um vér, eins og Árni frá Múla sagði við Magnús Storm hérna um árið þegar þeir leiddust heim „hifaðir" af knallinu hjá Rosen- berg. ** Mjólk og sjúkdómar. Frá því um miðjan nóv. í ýetur hefir mjólkurmálið verið til um- ræðu i bæjanstjórn Reykjavíkur án þess, að nokkur fullnægjandi úrlausn hafi fengist. Hverjar þær tafir eru, sem haldið hafa mál- inu niðri nú um lengri tima, iskal ekki rakið hér, en einungis drep- ið lítillega á þá nauðsyn, að því verði sem fyrst gerð hin síðustu skil. Það er oftast svo þegar á ein- hverju nýju er byrjað, að rnenn verða að fara eftir líkum einum eða þá að styÖjast við starf og reynslu annara, þrátt fyrir það, að staðhættir eru ekki með öllu þeir sömu. Innlendar athuganir á mjólk, gæðum hennar og göllum, eru fáar fyrir hendi og ófullnægj- andi er um heilbrigði mjólkurinn- ar á að dæma. Að visu munu mjólkuxbúin nú í seinni tíð að einhverju leyti styðjast við þær við flokkun mjólkurinnar til verð- lagningar, og til eru þeir menn, er líta svo á, að með mjólkurbú- um og stöðvum og þeirra verkn- aði ,sé nægjanleg trygging feng- in fyrir heilnæmi mjólkurirmar, þar sem hún er bæöi breinsuð og gerilsneydd áður en hún er seld. En sannleikurinn er sá, að flutn- ingur, geymsla og úthlutun mjóikur hér í bæ, jafnt þeirrar gerilsneyddu sem þeirrar hráu. er svo ófullnægjandi, að vafi get- ur leikið á hvor mjólkurtegundin er betri þegar til kemur, og víst er það, að kaupi fólk ósoðna mjólk, þá gengur það ekki í neinni villu um. að tryggara er að sjóða hana áður en hennar er neytt. Og hvað viðkemur mjólk handa börnum, þá ættu mæðurn- ar hiklaust að kaupa nýmjólkina og gerilsneyða hana sjálfar jafn- óðum og hún er notuð. Er siíkt mjög fyrirhafnarlítið og ódýrt, en gefur aftur á móti ólikt meira öryggi fyrir hollri mjólk fyrir börnin en núverandi fyrirkomu- lag á eftirliti og útsölu mjólkur hér í bæ. Vitanlega væri mjög æskiiegt ef einhver mjólkurfram- leiðandi hér í nágrenninu gæti útvegað bænum barnamjólk og að kýr hans, fóðrun og hirðing þeirra ásamt fjóss og mjólkurí- láta væri undir stöðugu eftirliti hins opinbera, og sem hins aukna kostnaðar vegna mætti vera nokkru verðhærri en almenn mjólk. Myndi sl'íkt fyrirkomuiag báðum aðiljum í hag, enda viða svo fyrirkomið á meðal nágranna okkar, og svo að^ég nefni, eitt dæmi þeim til leiðbeiningar, er hér ráða auestu um, má geta þess, að fyrir Kaupmannahöfn, sem taidi árið 1925 ca. 600 000 íhúa, voru hafðar 2000 kýr til fram- leiðslu bamamjólkur. í hlutfaili þar við væri nægjanlegt að hafa kringum. 80 til 90 kýr fyrir Reykjavikurbæ, og gætum við hvað baxnamjólkina snertix og meðferð hennar fetað í fótspor Dana, þá væri þeim lið mjólkur- máisins vel fyrir komiið. Hvað viðvílmr mjólkurmeðferð yfirleitt, bæði í mjólkuxbúðum og meðal bænda, sérstaklega þefcra, er selja mjólk sína óhxeinsaða með öilu, og það jafnvel beint inn á heimilm án nokkurs eftiriits, þá geta bæjarbúar ekki lengur imað við þaö fyrirkomulag, sem nú er, en -verða heilbrigðislega séð að krefjast hér á skjötra og góðra úrræða. Mál þetta er einnig þann- ig vaxið, að það er jafnt í hag háum sem lágum, og því óþarft og ófyrirgefanlegt, ef nokkur ílokkapóiitík verður þar iátin ná- lægt koma til að tefja framgang þess. (Frh.) Alexander Giiðmmidsson. Ö5M ©g 'UHDÍRVS/TlLKYH'fifítíÁR ÚTBREIÐSLUFUND hafa , stúk- urnax „Skjaldbreiið" og „Vík- ingur" annað kvöld kl. 8Va 1 fundarhúsinu við Bröttugötu. Á meðai ræðumanna stórtempl- ar Pétur Zophoníasson oíí Magnús V. Jóhannesson. S.S.S. Skjaldbreiðar Skcmtanir Skemtilegastar. Eldrl danzarnír næstkomandi laugardag 21. febrúar 1931 kl. 9 e. hád. i Góðtemplarahúsinra HljómsveitBernburgs(5menn) Áskriftarlisti í G.-T.-húsinu sími 355 og í verzi. Bristol Bankastræti 6, simi 1335. Aðgöngumiðar afhentir á laugardag fra kl. 5Vá~8. Nokkrir aðgöngumiðar fást enn að fundinum hjá Jóh. Ögm. Oddssyni á skrifstofu Stórstúk- unnar (Edinborg) og hjá Porst. J. Sigurðssyni í verzluninni Bristol í Bankastræti. Nætuílæknií •er í nótt óiafur Helgason, Ing- ólfsstræti 6, simi 2128. Jóliann i Eyjum og rikfsfögreglan í gærmorgun kom Jóhann til þings og eru alþingismennirnir þá allir komnir. Þegar á fyrsta degi Jóhanns á þessu þingi lýsti hann velþóknun sfcrni á því, að komið væri upp rikislögreglu. — „Paö er tungunm tamast, sem. hjartanu er kærast," segfc mál- tækið. Mísbeyting stjórnarfrumvarpa. Héðinn Vaidfcnarsson vítti á ai- þdngi í 'gær þá aðferð, að enginn þingmanna Alþýðuflokfcsins átti kost á að kynna sér stjómar- frumvöxpiin áður en aiþingi kom samiin, en á þefcn tíma hafði flokkismömnium stjórnarinnar viðs vegar um land verið boðað efni þeirra. Aðalfundur Byggingafélagsverka- manna. var haldfcm í gærkveldi kL 8Va í Kaupljingssalnum. Fo-rmaður Héðcnn Valdiimarsson alþingís- maöur hóf umræður. Lýsti hann starfi stjórnaxinnar, uppdráttum, sem fyrix lágu og lýst hefir ver- (ið hér í biaðinu. Enn fremur gat hann þess ,að von væri til að fá lán, isvo hægt yrði að byrja að einhverju leyti á komandi vorii. Margir félagar tóku tii máls og voru þeiir að ýmsu ekki á- nægðir með teikningarnar og óskuðu ýmissa breytinga. Eftir umræðuiinar var samþykt að fresta að taka ákvarðanir um uppdrættina að svo komnu máli, en fela stjórninni að reyna að fá gerðiar heppilegar breytingar á uppdráttunum. Enn fremur var samþykt að koma upp uppiýs- ingaskrifstofu fyrir féiagið, og mun h ún verða á skrifstofu „Dagsbrúnar" i Hafnarstræti 18, en skrifstofutími verður áitveð- inn siðar, var og ákveðið, að gefa þeim ,er skrifuðu sig á fé- félagasfcrá á stofinfundi, en enn

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.