Tíminn - 17.06.1965, Qupperneq 6

Tíminn - 17.06.1965, Qupperneq 6
22 TÍMINN FIMMTUDAGUR 17. júní 1965 Jónas Kristjánsson, magister: Seint á 14. öld, fáum árum fyrr en plágan mikla geisaði á íslandi, lét auðbóndi einn í Húnaþingi rita fornar sögur á tvær miklar skinn- bækur. í þessum bókum hvorri um sig voru að nokkrum hluta geymd- ir tveir meginflokkar íslenzkra fornsagna. En svo sem þar runnu tveir straumar bókmenntanna, svo varð og saga þessara handrita með tvennum hætti og má kallast dæmisaga allra íslenzkra hand- rita. Önnur bókin hefur varðveitzt eins og bezt verður á kosið. Þykir hún nú einhver dýrastur gim- steinn meðal norrænna fomminja, og er geymd bak við lás og loku í konunglega bókasafninu í Kaup mannahöfn. Hinnar bókarinnar biðu grimmileg örlög. Henni var skipt í tvennt, og var annar hlut- inn smám saman murkaður í sund ur hér heima á íslandi, en hún barst til Kaupmannahafnar og fórst þar í eldsbrunanum mikla árið 1728. í Sjávarborgarannál segir svo við árið 1647: „Vísiteraði M. Brynjólfur Sveinsson í þriðja sinn um Vestfjörðu og messaði að Flateyjarkirkju á Breiðafirði 12. sunnudag eftir Trinitatis. Þá skenkti Jón Finnsson Þar biskup- inum kóngabókina gömlu, sem lengi lá í Flatey og hans lang- feðgar höfðu átt.“ Frá sama at- burði segir og séra Jón Halldórs- son í Ilítardal í biskupasögum sín um, en villist raunar á þeim nöfn- um og frændum Jóni Finnssyni og bróðursyni hans Jóni Torfa- syni, sem einnig bjó í Flatey. En frásögn Jóns Halldórssonar er á þessa leið: Jón bóndi í Flatey, sonur síra Torfa Finnssonar, átti stóra og þykkva pergamentisbók með gamla munkaskrift, innihaldandi Noregs- kóngasögur og margt fleira, og hér fyrir var hún almennilega köll uð Flateyjarbók. Hana falaði M. Brynjólfur til kaups, fyrst fyrir peninga, síðan fyrir fimm hundr- uð í jörðu, fékk hana þó ekki að heldur. En er Jón fylgdi honum til skips úr eyjunni, gaf hann hon- um bókina, og meinast að biskup- inn hafi hana fullu launað. Síðan sendi og skenkti M. Brynjólfur hana kónglegri Majestat.“ Sýnt þykir, að annállinn fari með réttara mál, að það væri Jón Finnsson en ekki Jón Torfason, sem Brynjólfi biskupi gaf Flateyj- arbók. Jón Finnsson lifði að minnsta kosti tíu ár- fram yfir þennan tíma, og hann hefur með vissu átt bókina, því,að á fyrsta blað hennar hefur hiann skrifað svofellda áletrun: „Þessa bók á ég, Jón Finnsson, að gjöf míns , sáluga föðurföðurs Jóns Björnsson ar, svo sem bevísingar til finnast skulu, en var mér af mínum sál- uga föður Finni Jónssyni sjálfum persónulega afhent og þeirri meiningu til eignar fengin. Til merkis mitt nafn hér fyrir neðan. Jón Finnsson með eigin hönd.“ En tildrög þess að Brynjólfur biskup ágirntist Flateyjarbók og sendi hana síðan Friðriki konungi þriðja að gjöf, voru þau, að kon- ungur hafði falið honum „að út- vega hér í landi þær antiquitates, sögur og gömul dokument, sem fást kynni hans Majestati til þén- ustu og þóknunar og til að auka hans konglega biblothecam." En hver var þá uppruni þessar- ar miklu skinnbókar, sem ekki var föl fyrir fimm hundruð i jörðu, og hvernig var hún komin í eigu beirra Flalesiarfeðea á 17. öld? Ókunnugt er um flest hin fornu skinnhandrit okkar, hverjir ríkis- menn hafa látið gera þau og hverj ir þeir drátthögu menn hafa ver- ið, sem skrifuðu þau og skreyttu með myndum. En Flateyjarbók er undantekning í þessu efni. Svo vel vill til að upphafsmaður hennar hefur á fyrstu blaðsíðu bókarinn- ar látið rita greinargerð um verk- ið, þar sem nafn hans er nefnt og slíkt hið sama nöfn þeirra tveggja 'listfengu lærdómsmanna, sem bókina hafa fært í letur og myndskreytt: „Þessa bók á Jón Hákonarson. Er hér fyrst ákvæði, þá hversu Noregur byggðist, þá frá Eireki víðförla, þar næst frá Ólafi kon- ungi Tryggvasyni meður öllum sín um þáttum. Því næst er saga Ólafs konungs hins helga Haraldssonar með ölluin sinum þáttum og þar með sögar Orkr.eyja jarla. Þá er Sverrissaga, þar eftir Hálronar gamla með sögu Magnúsar kon- ungs sonar hans. Þá er þáttur Einars Sokkasonar af Grænlandi, þar næst frá Helga og Úlfi hinum illa. Þá hefur upp annál þegar heimurinn er skaptur, tekur hann allt til þess er nú er komið heims- stöðunní. Hefir skrifað Jón prest ur Þórðarson frá Eireki víðfórla og Ólafs sögurnar báðar, ei Magn ús prestur Þórhallsson hefu- skrif- að upp þaðan og svo það er fyrr er skrifað, og lýst alla. Gleðji Guð allsvaldandi þá, er skrifuðu og þann er fyrir sagði. og júmírú Sancta Maria.“ Jón Hákonarson fæddist árið 1350. Hann var af höfðingjum kominn og bjó í Víðidalstungu á síðustu áratugum 14. aldai. Um ævi hans er ella fátt kunnugt, enda heimildir fáskrúðugar frá þessum tímum. Hann er aðeins nefndur tvívegis í annálum. Á öðr um staðnum er Þess getið, að Björn Jórsalafari Einarsson hafi nefnt hann í gerð ásamt ýmsum öðrum mönnum. Hin annálsklaus- an hljóðar svo (við árið 1798): „Höggvinn Páll gaddur Guðmunds son fyrir það er hann særði Jón bónda Hákonarson lemstrarsári í þingreið. Korast hann í kitkju að Eiðum í Fljótsdalshéraði, og var síðan tekinn þaðan með þeim hætti, að hann var borinn út af kirkjunni sofandi. Gerðu það þrír menn í dularklæðum og urðu eigi kenndir af alþýðu. Var hann flutt- ur norður um land og höggvinn á Húnavatnsþingi. Bauð hann mörg boð áður sér til lífs, og vildu Norðlendingar þau eigi hafa, því engir treystust að eiga hann yfir höfði sér.“ Hákon faðir Jóns mun hafa bú- ið á Auðunarstöðum í Víðidal, því að forn máldagi vottar að hann hafi lagt fé til kirkjunnar þar. Föðurfaðir Jóns var Gissur galli, sem borinn var skömmu eft- ir andlát Gissurar jarls Þorvalds- sonar og heitinn eftir honum. Hann bjó í Víðidalstungu og var garpur míkill, lifði lengst allra manna sem fornar sögur herma frá, andaðist einum vetri betur en tíræður. En föðurfaðir Gissur- ar galla var Svarthöfði Dufgús- son, náfrændi Sturlunga og fylg- ismaður þeirra í stórræðum. Jón Hákonarson mun fýrst hafa búið á Auðunarstöðum eftir föð- ur sinn, og þar hefur hann að lík- indum byrjað bókagerð sína. En árið 1385 keypti hann Víðidals- tungu af föðurbróður sínum, sem þá jörð hefur erft eftir föður sinn Gissur ealla. Lét. Jón 4uðunar- Jónas Kistjánsson staði í skiptum fyrir hið forna ættarból, og mun hafa flutzt að Tungu um sömu mundir. En hann varð ekki svo langlífur sem afi hans. Hann er látinn fyrir nokkru árið 1416, og má geta þess til að hann hafi andazt í svartádauða laúsí éftír'aldamÓtin íI4öÖ'.rfT!' ! Eftir ahdlát Jóns Hákonarson- ar erfði Helgi sonur hans Víði- dalstungu. En hann varð einnig skammlífur og erfði þá Guðný systir hans hálfa jörðina eftir bróð ur sinn. Þorleifur Árnason keypti síðan hálflenduna af Guðnýju og manni hennar. Þorleifur sá var sonarsonur séra Einars Hafliðason ar, sem var höfuðklerkur norðan- lands á 14. öld og kunnur rithöf- undur, samdi svonefndan Lög- mannsannál og sögu Lárentíuss Hólabiskups. Séra Einar var kunn ugur Jóni Hákonarsyni, og hefur þess verið til getið að hann hafi verið með í ráðum um efnisval í hin miklu safnhandrit Jóns. En frá Þorleifi Ámasyni er beinn karlleggur til Flateyjarfeðga, og hafa menn gizkað á, að hann hafi eignazt Flateyjarbók um leið og hann keypti Víðidalstungu hálfa af Guðnýju Jónsdóttur og manni hennar. Kona Þorleifs var Kristín, dóttir Bjama Jórsalafara, kölluð Vatnsfjarðar-Kristín eftir bæ þeim, er þau hjón byggðu lengst. Sonur þeirra var Bjöm ríki hirð- stjóri á Skarði á Skarðsströnd, sem Englendingar drápu í Rifi ár- ið 1467. Bjðm hirðstjóri átti Ól- öfu dóttur Lofts ríka Guttorms- sonar. Sonur þeirra var Þorleifur sem einnig var hirðstjóri um hríð, en sonur Þorleifs var Björn á Reykhólum, faðir Jóns í Flatey, föður Finns, föður Jóns Finnsson ar, þess er Flateyjarbók gaf Brynj ólfi biskupi. Hafði bókin þá geng- ið í eigu þessara mikilhæfu ætt- manna í hér um bil 230 ár. Er hin ágæti varðveizla hennar fag- ur vitnisburður um það, að ís- lendingar kunnu vel að meta og geyma hin fornu handrit sín, þeg- ar í ættir gekk auðu^ með menn- ingu. Einu sinni hefur þó litlu mun- að að Flateyjarbók færi somu leið sem mörg fleiri skinnhandrit okk- ar. Oddur biskup Einarsson í Skál- holti, sem var fróðleiksmaður góð- ur og tók saman söguleg rit, hefur haft Flatevjarbók að láni í bvri- un 17. aldar. Árið 1612 samdi hann skrá um bækur staðarins, og segir þar meðal annars á þessa leið: „Finnur Jónsson í Flatey á hér stóra sögubók, sem hér hefur legið nokkur ár. Þar á eru kónga sögur og fleira annað. Hún skal komast með góðum skilum til hans aftur, þá hann vill ekki líða hana hér lengur.“ Árið 1629 brann staðurinn í Skálholti og þar með allar þær bækur, sem geymdar voru utan kirkjunnar. En góðu heilli hefur Finnur gamli í FlaÞ ey ekki viljað líða að kjörgripur ættar hans væri til langframa í öðru héraði og kallað bókina aft- ur heim til Flateyjar áður en biskupssetrið brann. Fátt er kunnugt um klerka þá tvo, sem ritað hafa og mynd- skreytt Flateyjarbók, Jón Þórðar- son og Magnús Þórhallsson, en ætla má að þeir hafi verið heimil- isprestar Jóns Hákonarsonar, hvor á eftir öðrum eða báðir samtím- is. í annál Flateyjarbókar má sjá að Jón Þórðarson hefur farið ut- an árið 1388 og dvalizt í Noregi til 1394. Hefur hann lokið þætti sínum í ritun bókarinnar fyrir ut- anförina. Nú segir á þessa leið öndverðlega í Flateyjarbók. ......er sjá bók var skrifuð, þá var liðið frá hingaðburð vors herra Jesú Christi þrettán hundr- uð átta tigir og sjö ár.“ Mönnum hefur þótt ólíklegt að ritun Flat- eyjarbókar hafi ekki hafizt fyrr en árið 1387, og hafi Jón Þórðar- son lokið^ öllu hinu mikla verki að rita Ólafssögurnar báðar og> Eiríks sögu víðförla, á einu ári fyrir utanför sína 1388. Hafa menn getið þess til að fyrstu arkir bókarinnar, þar sem ártalið 1387 stendur, hafi raunar verið skrifað- ar síðar en Ólafssögurnar, þótt þær hafi verið heftar inn fremst í bókina. En vissa er fyrir því, að menn hafa stundum á síðari öldum skrifað mikil og fögur sagnahandrit á fáeinum mánuðum og virðist mér ekki óhugsandi að séra Jón hafi getað lokið verki sínu öllu á árinu 1687—88. Þegar séra Jón fór utan hefur Magnús Þórhallsson leyst hann af hólmi og lokið ritun bókarinnar og myndskreytingu á næsta ári eða næstu árum. Á dögum Jóns Hákonarsonar var nálega lokið hinni fornu sagna ritun íslendinga, og mátti þá. þar sem góður var bókakostur, hafa yfirsýn yfir það sem merkast Hafði verið ritað á íslenzka tungu. ís- lenzkum fornsögum er skipt í ýmsa flokka, en tveir eru þeirra merkastór og mestir fyrirverðar, konungasögur — sem einkum fjalla um konunga Noregs — og íslendingasögur, sem fjalla um at burði, sem eiga að hafa gerzt á tímabilinu frá 9. til 11. aldar. Flat- eyjarbók hefur átt að vera nokk- urs konar heildarútgáfa konunga- sagna, — og skyldi þó ýmislegt efni annað fá að fljóta með, eink- um ef það mætti varpa nokkrum Ijóma á „útgefandann" sjálfan og ættmenn hans. Þegar Snorri Sturluson samdi konungabók sína, Heimskringlu, á fjórða áratug 13. aldar, studdist hann við margvíslegar eldri heim- ildir, sem hann felldi inn í rit sitt, sneið til og endursamdi á ýmsa lund. Sumum heimildaþátt- um hafnaði Snorri með öllu, eink- um ýmsum ýkjusögum. sem samd ar höfðu verið til lofs og dýrðar þeim nöfnum, Ólafi konungi i Trveevasvni 02 Ólafi konungi I helga. Síðar meir, þegar líða tók á skeið sagnritunarinnar og list- arsmekk þjóðarinnar að hnigna, fengu slíkar ýkjusögur nokkra upp reisn á nýjan leik. Skapandi frum- leikur rithöfunda var þá mjög að þverra, en bókiðjumenn höfðu sér til gamans að endursemja eldri rit steypa þeim saman og gera úr mikil safnhandrit. Þannig varð til safnrit það hið mikla um við- burði 12. og 13. aldar, sem nefnt er Sturlunga saga. Og nú bjuggu menn til nýjar konungasögur úr Heimskringlu Snorra og ýmsum þeim eldri sögum, sem hann hafði þekkt en forsmáð, og juku auk þess inn í konungasögurnar þeim íslendingasögum og þáttum, sem á einhvern hátt vörðuðu konunga Noregs. Flateyjarbók er að megin stofni slíkt samsteypurit frá fjör- brotum sagnaritunárinnar. í bók- menntasögunni verður hún ekki talin til hinna allra merkustu handrita okkar, því að samsteyp- an hefur lítið gildi í augum nú- tíðarmanna, og flestar þær sögur sem þarna eru skrásettar eru til í öðrum uppskriftum eldri og rétt- ari. Þó fljóta þama með nokkrir sagnaþættir sem hvergi eru ann- ars staðar varðveittir, og eru sum- ir þeirra hin ágætustu listaverk. Ennfremur sérstakar gerðir ann- arra sagna, sem skýra samhengi og dýpka skilning okkar á fom- bókmenntunum. En frægð sína hefur Flateyjar- bók þó einkum hlotið fyrir þá sök, að hún er veglegust allra ís- lenzkra skinnbóka, og auk þess óvenjulega vel varðveitt. f bók- inni em alls 225 blöð, hæð blað- anna rúmir 40 sentimetrar, en breiddin tæpir 30. Brotið er svo stórt, að ekki hafa fengizt nema tvö blöð úr hverju kálfskinni, og hefur þá mátt lóga 113 kálfum til að fullkomna hið mikla hand- rit. Skrift klerkanna er mjög vand virknisleg óg áferðarfögur og skreyting upphafsstafa snoturleg, þótt myndir þær, sem prýða þátta skil Flateyjarbókar standi ekki jafnfætis mestu listaverkum ís- lenzkra handrita. f Danmörku hef- ur Flateyjarbók verið metin mest allra skinnbóka. Er það til dæmis um vegsemd hennar þar í landi, að þegar heimssýningin mikla var haldin í Chicago árið 1893 beidd- ust Bandaríkjamenn þess, að bók- in yrði léð til sýningarinnar vegna þess að þar er frásögnin af fundi Vínlands hins góða. Bandaríkjastjórn bauðst til að senda herskip eftir bókinni, flytja hana í sérstakri eimlest yfir landið og láta hervörð gæta hennar dag og nótt. En Danir vildu ekki hætta hinum dýra grip yfir hafið, og sendu Vestmönnum í þess stað myndir af þeim blaðsíðum bókar- innar, sem fjölluðu um Vínlands- ferðimar. Flateyjarbók var prentuð í fyrsta sinn í Kristjaníu á árun- um 1860—68, og önnuðust þeir útgáfuna, Guðbrandur Vigfússon og Norðmaðurinn C. R. Unger. Eftir Noregsútgáfunni var Flat- eyjarbók síðan prentuð í Reykja- vík 1944—1945. Finnbogi Guð- mundsson annaðist þá útgáfu að mestum hluta, en Sigurður Nordal ritaði ítarleg formálsorð fyrir hverju bindi. En glæsilegasta út- gáfa Flateyjarbókar er ljósprent- un Einars Munksgaards í Kaup- mannahöfn, sem gerð var á þús- unda ára afmæli Alþingis árið 1930. Hún var fyrsta bindi í miklu safni af ljósprentunum íslenzkra

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.