Alþýðublaðið - 28.08.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 28.08.1920, Blaðsíða 2
2 alþyðublaðið 1. 8. í. Leikmót íþróttasambands Heykjavíkur hefst í dag kl. 5 síddeg-is á íþróttavellirmi» og verður þá kept í þessum íþróttum: 100 metra hlaup 80 metra hlaup Kringlukast 1500 metra hlaup i Kúluvarp Boðhlaup 4x100 metrar. Keppendur eru frá félögunum: Fram, Víkingur, lrmann,'Áftur- elding í Mosfellssveit, íþróttafélag Reykjavikur, Yseringjasveit K. F. U. M. Leikmótsskráin verður seid um ailar götur i dag. Sömuleiðis aðgöngumiðar að velllnum, er kosta kr. 1,00 og 1,50 (pallst.) Ókeypis aðgangur fyrir börn innan 12 ára aidurs. St j órn I. II. Aígreidsla i hl&ðsins er í Alþýðuhúsinu við lagólísstræti og Hverfisgötu. Síml 988. Auglýsingum sé skilað þangað sða í Gutenberg í síðasta lagi kl. 10, þann dag, sem þær eiga að ikoma i blaðið. manni finst, sem þar sc gamli maðurinn kominn ljóslifandi með gléraugun á nefinu. , Vafalaust fær listamáðurinn fjölda pantana á þessum myndum, því allir þessir menn eru þjóð- * kunnir og listamenn hver á sinn hátt. I. Fyrirlestur L T. Sen. Margir höfðu vænst mikils af því, að heyra mentaðan Kínverja skýra frá ættiandi sínu og högum þess, í gærkvöldi, en eiaginn mun hafa gert sér í hugarlund, að á jafnskömmum tíma væri hægt að veita mönnum jaínmikla þekkingu á Kína og lífi og sögu kínversku þjóðarinnar, sem dr. Sen gerði. Dr. Sen er framúrskarandi fyrirlesari, svo vart mun ísiend- ingum áður hafa gefi'st tækifæri á að hlýða á annan betri, og það kom í ljós í meðferð hans á efni og formi fyrirlestursins, að hann er bæði stórgáfaður og hámentað- ur maður. Hann hefir mikil áhrif á áheyrendurnar með hinni töfr- andi persónu sinni. Fyrirlesturinn stóð yfir í hálfan annan tfma. En á þeim stutta tíma skýrði dr. Sen oss frá sögu Kína um 4 þúsund ár, fram á þennan dag, helstu spekingum pg lærifeðr- um Kínverja, verkum þeirra, læri- sveinum og áhrifum. Frá kóngum og keisurum, þjóðlífi, trúarlífi, heimsspekiskenningum og bók- mentum niður í gegnum aldirnar. Og frá öllu þessu sagði hann svo skemtilega, að það var sern hrein- asta æfintýri, á að hlýða. Fyrir? lesturinn tók það fram í byrjun að vestrænu þjóðirnar hefðu sjald- an eða aldrei heyrt rétt skýrt frá Kína, sökum þess, að þeir Evrópu- menn, sem um það hefðu ritað, hefðu aldrei náð að þekkja, hvorki landið eða þjóðina til fulls. Það gefur því að skilja, að bezt verð- ur frá Kína sagt af Kínverjum, enda varð sú raunin á hér, að dr. Sen varp&ði víðasthvar og sum- staðar algerlega, nýju ljósi yfir þjóð sína. Hann sagði oss frá keisaranum mikla sem lét byggja hið mesta undraverk sem heimurinn hefir ennþá séð, kínverska múrinn, en var svo valdasjúkur og ærugjarn að hann lét eyðileggja allar bæk- ur og grafa lifandi vísindamenn þá er þrjóskuðust við því, svo komandi kynslóðir gætu eigi rak- ið sögu Kína lengra en til hans. Hann sagði oss frá spekingnum Kongste, sem svaraði er hann var spurður um annað lif, að hann hefði aðeins tíma til að hugsa um þetta líf. Hann sagði frá því að Kínverjar i Norður:Kína og Suður-Kfna skildu ekki hvor ann- an, en hefðu þó sama bókmál, og frá bókinni miklu sem er nær miljón blaðsíður. Og að lokum lýsti hann skap- gerð Kínverja og taldi henni lýst með þrennu: Trausti, sönnu frjáls- lyndi og virðingu fyrir mentun og þekkingu, friðarást. Skýrði hann þetta dásamlega með skemtileg- um smásögum, svo sem hann einnig gerði víðar. Er því miður eigi tækifæri til að skýra hér nán- ar frá greinargerð hans á þessu. Að síðustu talaði hann nokkuð um nútíðarpólitík í Kína og af- stöðu þeirra til annara þjóða, og lauk máli sfnu með því að láta í ijósi þá von sína að takast mætti að tengja andlegt brœðraband milli Austurs og Vesiurs. Eins og Kfn- verjar hefðu reynt að Iæra hið góða og nytsama í fari Vestur- Evrópu, eins gætu Vestur-Evrópu- þjóðirnar Iært af Kínverjum. Vér erum einnig þeirrar skoðunar, þótt það væri ekkert annað en friðar- ástin sem vér fengjum ldert. Vér erum minstir hinna minstu. Rétt- um með bróðurhug hinum stærstu hinna stærstu hönd vora. Því allir vér sem heima eigum innan hinna fjögra úthafa (þ. e. allir í heimin- um) erum bræður, eins og Dr. Sen kveður Kongste hafa komist að orði. X Im daginn 09 veginn. Bíóin. GamlaBíó sýnir ,Hjóna- band Grahams", Nýja Bíó „Blóm- ið blóðrauða". (Sýning hefst kl- 8V2). Kyeikja ber á hjólreiða- °S bifreiðaljóskerum eigi síðar en kl. 81/2 í kvöld.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.