Alþýðublaðið - 28.08.1920, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 28.08.1920, Blaðsíða 3
ALÞYÐUBLAÐIÐ 3 Sýniug Ríkarðs Jóassonar er opin kl. io—7 í barnaskólanum; gengið inn um norðurdyr, næst Lækjargötu, Borg kom í gær norðan um land frá útlondum. Síldin. Sum síldarskipin eru nú hætt veiðum nyrðra vegna tunnu- leysis. Hafa þau veitt vel yfirleitt. Nokkuð hefir þegar verið flutt út, en ekki kunnugt, hvort selt hefir verið. Þjófnaðarmálin, Rannsókn í þeim heldur áfram, og gerast þau umfangsmikil rojög. í gær kom einn unglingur á Borg norðan úr landi, og hafði lögreglan gert boð eftir honum. íþróttamót í. S. R. verður í dag og á morgun. Verða þar margar íþrótttr sýndar og búist við góðum árangri, því menn hafa æft sig vel í sumar. Knattspyrnumótið um íslands- hornið verður eftir helgina. Ber það helzt til tíðinda í því sam- bandi, að knattspyrnumenn Vest- mannaeyja koma hingað og taka þátt í mótinu. Gaman verður að sjá, hvernig þeir standa sig á vell- inum hérl E s. Ingun kom í nótt með kolafarm til varðskipsins. Hann vprður fluttur á land í Viðey. Muninn, skonnorta Kveldúlfs- félagsins, fór í morgun áleiðis til Spánar með saltfisksfarm. Samkepnispostuli prédikar samvinnu. Samkepnispostulinn Garðar Gíslason er nú farinn að prédika samvinnu, sbr. Morgun- blaðið í gær. Svo beygður er hann af þessum 400 þús. kr., sem hann tapaði á síldinni í fyrra. Það er sagt að fjandinn hafi Sengiö í klaustur þegar hann varð Satnall. Lagarfoss er væntanlegur til -^usturlandsins á morgun. Lesið þið það! Lesið hvað hankastjórn íslandsbanka segir í ^0rgunblaðinu í dag; meðal ann- ars það, að bankinn sé ekki skyld- ugur til þess að útvega érlendan gjaldeyri. Og þetta segir banka- stjórnin, þbtt bankinn sé skyldnr til þess lögum Hér kemur þá beint frá . bankastjórninni sönnun fyrir því, sem Alþbl. hefir haldið fram, að Islandsbanki virði engin landslög. Er furða, þótt bankinn leyfi sér að segja, að hann hafi 3 miljónir í „donskum, norskum og sænskum gulipeningum", þótt hann hafi aðeins 700 þús. krónuj: í gulli? Leiðrétting. Það er eigi rétt, sem sagt er f Alþýðublaðinu um greinar mínar í ísafold og Morgunblaðinu, að þær séu gamlir skólafyrirlestrar. Eg á enga uppskrifaða fyrir- lestra, og hefi aldrei átt, því fyr- irlestra mína flutti eg blaðalaust. Eg raðaði aðeins niður aðaiatrið- unum, sem eg taiaði um, á lítinn blaðsnepil, en ieit þó sjaidan á hann meðan eg flutti fyrirlestur- inn. — Þetta geta nemendur rnínir borið um. Sig. Þórblýsson. Sitt hvað úr sambandsnkinu. HtísaleigulÖgin. Álitið er, að húsaleigulögin dönsku verði samþykt óbreytt. Smjörtítflntningur Dana. Smjörútflutningsnefndin danska hefir árangurslaust reynt að semja viðBreta umsmjörsölu; viljaDanir halda áfram að selja Bretum smjör, þar eð Bretar hafa löngum verið góðir viðskiftamenn þeirra á þessu , sviði, en sem stendur er verðið, sem Danir fá fyrir smjör sitt, betra í Ameríku, Svíþjóð, Belgíu, Sviss o fl. löndum en í Bretlandi. Smjörframleiðsia Dana nemur nú 40 þús. kvartilum (4 miij. pund- um) á viku. Sumarfri verkamanna. Á fundi, sem norrænir atvinnu- rekendur héldu nýiega f Danmörku, var meðal annars rætt um lög- skipun sumarfrís fyrir verkamenn og um þátttöku verkamanna í stjórn fyrirtækjanna. Kínversk kol. Kolaframleiðsla hefir aukist mjög í Kína síðustu árín, og er hún nú alls 13 miljónir smáíesta. Hafa Danir í hyggju að reyaa að fá kol þaðan. Kosta beztu koi þar í landi 50 shillings smálestin (en leiðin þaðan er iöng). Norrænir embættismenn halda fund í Kristianíu þ. 27. og 28. þ. m. Koma þar saman em- bættismenn frá Danmörku, Svíþjóð og Noregi. t dötsskum blöðum er sagt frá þvf, að Danir geri tillögu um, að ísland verði tekið í sambandið, Sameiningarminnismerki hefir bæjarstjórnin í Hadersiev samþykt að láta reisa á gömlu landamærunum þar sem Suður- Jótarnir buðu Kristján konung vei- kominn. Norræn ráðherrastefna í Khöfn. Síðast í þessum mánuði verður haldin norræn ráðherrastefna í Khöfn og þar rædd ýms alþjóða- mál, m. a. ýmislegt viðvíkjandi þjóðasambandinu. Landamærin nýju milli Danmerkur og Þýzkalands hafa nú verið fastákveðin og sam- þykt af báðum aðiljum. Járnhrautir Ittíssa. Eitt af því sem hefir staðið hinu nýja rússneska iýðveldi mest fyrir þrifum, er það hversu járn- brautir aliar og járnbrautarvagnar voru gereyðilagðar er Bolsivíkar tóku við stjórn. Söruuleiðis lögðu óaldarsveitir Koitschaks og Deni- kins mikið af járnbrautum í eyði. Rússneska stjórnin vinnur nú með hinum alkunna dugnaði og fram- takssemi sinni að því að koma þeim í lag, og hermir ný fregn frá Moskva, að stjórnin ráði nú yfir 7000 járnbrautarhreyfivögnum (Locomotiv.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.